Morgunblaðið - 09.12.2004, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.12.2004, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SÁTT NÆST Í ÚKRAÍNU Stjórnarsinnar og stjórnarand- stæðingar á þingi Úkraínu náðu í gær sátt um málamiðlun til að leysa stjórnmálakreppuna sem ríkt hefur í landinu síðustu vikur. Þingið sam- þykkti umbætur á kosningalögum og breytingar á stjórnarskránni. Félag um olíuleit við Ísland Stofnað hefur verið félagið Geysir Petroleum hf. hér á landi af norsk- um og skoskum aðilum. Markmið og tilgangur fyrirtækisins er að vinna að rannsóknum og olíuleit við Ísland og Færeyjar. Upplausn blasir við í Darfur Ástandið í Darfur-héraði í Súdan hefur ekkert batnað og blasir þar ekki við annað en algert stjórnleysi, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Laun bankamanna hækka Nýr kjarasamningur Sambands íslenskra bankamanna, SÍB og SA, sem undirritaður var í gær felur í sér 15-19% launahækkun fé- lagsmanna á samningstímanum sem er til 1. október 2008. Mestu skilar samningurinn fyrir félagsmenn í lægstu launahópunum með minna en 250 þúsund kr. mánaðarlaun. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 34 Erlent 14/16 Umræðan 34/37 Minn staður 18 Bréf 37 Höfuðborgin 22 Minningar 38/45 Akureyri 22 Dagbók 50/52 Austurland 23 Myndasögur 50 Suðurnes 24 Staður og stund 52 Landið 24 Fólk 56/61 Listir 26/27, 53/54 Bíó 58/61 Daglegt líf 28/29 Ljósvakamiðlar 62 Neytendur 30/31 Veður 63 Forystugrein 33 Staksteinar 63 * * * Kynningar – Morgunblaðinu fylgir auglýsingablaðið Smáralind í jóla- skapi. Einnig fylgir auglýsingablaðið Akureyri. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                  ! " #          $         %&' ( )***                         Á AUKAFUNDI framkvæmda- stjórnar Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar (WHO), sem hefst í Reykjavík í dag, verður fjallað um áhrif ólíkra þátta á lýðheilsu í heim- inum á komandi árum. Davíð Á. Gunnarsson, formaður fram- kvæmdastjórnar stofnunarinnar, segir mikilvægt fyrir stofnunina að reyna að búa sig undir þau heilbrigð- isvandamál sem hún kemur til með að fást við í framtíðinni. Þetta er í fyrsta skipti sem fram- kvæmdastjórn stofnunarinnar held- ur fund hér á landi en Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu, var kjörinn formaður fram- kvæmdastjórnarinnar fyrr á þessu ári. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem gegnir þessu starfi og fyrsti Norðurlandabúinn sem kosinn er í framkvæmdastjórnina í fjörutíu ár. Meðal þeirra sem sækja fundinn í Reykjavík er forstjóri Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar, dr. Lee Jong-wook frá Suður Kóreu. Hann tók við starfi forstjóra stofnunarinn- ar af Gro Harlem Brundtland í maí á síðasta ári eftir að hafa starfað hjá stofnuninni um 20 ára skeið Davíð sagði að á fundinum yrði farið yfir nokkrar af helstu forsend- um fyrir heilsufari og velferð í heim- inum næstu 10–15 árin. „Aðaltil- gangur fundarins er að skoða hvernig Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin getur reynt að tryggja að þúsaldarmarkmiðin, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sett fram, nái fram að ganga. Á fundinum verða m.a. lagðar fram þrjár mismunandi spár um hvað gæti gerst á næstu 10–15 árum. Í því sem kalla má versta kostinn er talað um hvað gerist ef upp koma erfiðar drepsóttir eins og hafa komið upp, eins og spænska veikin og svarti dauði. Í besta kostinum er lýst hvað gerist ef menn halda áfram að vinna árangursríkt að vandamálum sem við stöndum frammi fyrir og ef þjóð- ir heims setja fjármuni í að berjast gegn eyðni í Afríku og A-Evrópu.“ Davíð sagði að mikilvægi fundar- ins fælist ekki síst í því að á honum væri ætlunin að horfa lengra fram í tímann en að jafnaði væri gert á þingum og stjórnarfundum. Með því að horfa lengra fram í tímann væri verið að reyna að aðlaga stofnunina og þar með fjárlög hennar þeim vandamálum sem blasa við, svo að árangurinn yrði meiri. Á meðan framkvæmdastjórn Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar dvelur hér á landi mun hún hitta Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, og Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra. Þá mun Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra ávarpa fram- kvæmdastjórnina í upphafi fundarins og í lok fundarins á morg- un, föstudag, verður flutt ávarp ut- anríkisráðherra, Davíðs Oddssonar. Aukafundur framkvæmdastjórnar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ræða heilsufarsvanda- mál næstu 10–15 ára Morgunblaðið/Sverrir Jón Kristjánsson, dr. Lee Jong-wook, Ólafur Ragnar Grímsson, Dorrit Moussaieff og Davíð Á. Gunnarsson í móttöku á Bessastöðum. EINN maður hefur fengið réttar- stöðu grunaðs manns vegna rann- sóknar lögreglunnar á Sauðárkróki á eldsvoðanum á laugardag. Hann fékk þessa réttarstöðu í lok skýrslu- gjafar hjá lögreglu í gær og var sleppt að því loknu. Eldurinn kom upp á laugardags- morgun og beið einn maður bana í eldsvoðanum. Björn Mikaelsson, yfirlögreglu- þjónn á Sauðárkróki, segir að þótt maðurinn hafi réttarstöðu grunaðs manns vegna eldsvoðans, sé hann á þessu stigi ekki grunaður um að hafa vísvitandi kveikt í, né sé heldur búið að slá því föstu að um íkveikju hafi yfirleitt verið að ræða. Vegna rann- sóknar málsins hafi á hinn bóginn þótt rétt að veita manninum réttar- stöðu grunaðs manns ef síðar yrði skorið úr um að kveikt hefði verið í húsinu. Björn segir að samkvæmt framburði sem liggi fyrir í málinu hafi maðurinn verið síðastur út úr stofunni þar sem eldurinn kviknaði. Hann er talinn hafa verið í húsinu þegar eldurinn kom upp þar sem hann var sótugur þegar lögregla kom á vettvang. Maðurinn segist ekkert muna eftir atburðum morg- unsins en hann var mjög ölvaður. Búið er að ræða við fjölda manns vegna rannsóknarinnar. Björn segir að nú sé beðið eftir niðurstöðu tæknideildar lögreglunnar í Reykja- vík um efni sem fundust á vettvangi og hvort rannsókn geti skýrt atvik. Bruninn á Sauðárkróki á laugardag Með réttarstöðu grunaðs manns RÍKISSAKSÓKNARI telur ungan mann sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps með öxi á veitinga- staðnum A. Hansen í Hafnarfirði í haust ekki eiga sér neinar málsbæt- ur. Sex ára fangelsi sé hæfileg refs- ing miðað við þau dómafordæmi sem hafa verið gefin fyrir álíka sakir. Maðurinn er ákærður fyrir átta líkamsárásarbrot gegn ákveðnum fjölda fólks, allt frá kýlingum til beit- ingar axar með því að höggva tvo menn í höfuðið, á veitingastaðnum A. Hansen. Við flutning málsins fyrir Héraðs- dómi Reykjaness sagði Sigríður Jós- efsdóttir, fulltrúi ríkissaksóknara, það vera hendingu að ekki skyldi fara verr þegar ákærði hjó fórnar- lömb sín. Hlyti ákærða að vera það ljóst hvaða afleiðingar þessi vopn- beiting hefði í för með sér. Hefði árásin og hin ofbeldisbrotin beinst gegn mikilvægum hagsmunum og verið ófyrirleitin og tilefnislaus. Sjö vitni voru leidd fyrir dóminn og breytti eitt þeirra framburði sín- um fyrir dómi frá lögregluskýrslu á þann veg að það hefði heyrt en ekki séð þegar ákærði hjó 2–3 sinnum með öxinni. Lífsýnarannsókn á öxinni hæpin Kristján Stefánsson, verjandi ákærða, krafðist sýknu af ákærunni sem fjallar um axarárásina, svo og langflestum hinna ákæranna. Gagn- rýndi hann rannsókn málsins og sak- aði lögreglumenn um að brjóta frið- helgi heimilis ákærða í tengslum við einn þátt málsins sem sneri að því þegar hann kýldi fullorðinn mann í magann eitt sinn. Þá gagnrýndi hann að ákærði hefði verið settur í gæslu- varðhald án skýrslutöku á undan. Varðandi öxina tók verjandinn fram að lífsýnarannsókn á henni hefði ekki tengt verkfærið við meint brot ákærða á A. Hansen. Víst hefði öxi fundist heima hjá ákærða og ver- ið tekin af honum en ekki eitt einasta vitni hefði séð ákærða fara með öxi út af veitingastaðnum, hvað þá séð hann koma með slíkt vopn inn. Hefði ákærði komið inn á staðinn og lent í átökum við mann sem hann þekkti og var þar á ferð einstaklingur sem hefði beitt ákærða ofbeldi fyrr. Mundi ákærði eftir því að hafa tekið af honum áhald og beitt því í sjálfs- vörn, skelfingu lostinn. Slíkt hjálp- ræði ætti mönnum að vera leyft. Krafist fangelsis fyrir manndrápstilraun með öxi Ófyrirleitnar og tilefnislausar árásir HREFNA, sem merkt var í Faxaflóa hinn 27. ágúst er nú komin í Kanarí- strauminn, um 1000 km norðvestur af Grænhöfðaeyjum, samkvæmt því sem fram kemur á vef Hafrann- sóknarstofnunar. Sjö hrefnur voru merktar í Faxaflóa í sumar en ekki hefur frést til hinna dýranna frá 8. október. Þann 17. nóvember bárust merki frá hrefnunni um gervitungl og var hún þá stödd yfir Mið- Atlantshafshryggnum, um 500 sjó- mílur vestur af Norður-Spáni. Bár- ust sendingar síðan 23. nóvember en þá hafði dýrið farið 700 km suð- ur á bóginn og var við Azoreyjar. Íslensk hrefna í hitabeltinu Morgunblaðið/Ómar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.