Morgunblaðið - 09.12.2004, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Í STEFNUNNI eru helstu atvik sem stefnandi
telur að skipti máli rakin í tímaröð. Þessar upp-
lýsingar byggjast eingöngu á stefnunni, grein-
argerð kirkjunnar verður lögð fram eftir ára-
mót:
2002
Ágúst – Karl Sigurbjörnsson setti sr. Sigurð
Arnarson, tengdason sinn, til að gegna embætti
sendiráðsprests í Lundúnum í námsleyfi skip-
aðs prests. Ekki var sérstaklega auglýst eftir
afleysingarpresti í Lundúnum heldur var stað-
an auglýst ásamt 4–5 ótilgreindum afleysing-
arstöðum.
2003
Mars – Skipaður sendiráðsprestur, sr. Jón A.
Baldvinsson, var kjörinn vígslubiskup á Hólum
og við það losnaði embætti sendiráðsprests. Í
lok mars vísiteraði biskup Íslands söfnuðinn í
Lundúnum og í framhaldi af því fylgdi sr. Sig-
urður Arnarson honum í vísitasíu til Lúx-
emborgar.
11. maí – Í stefnunni segir að þennan dag muni
biskup Íslands hafa óskað bréflega eftir tilnefn-
ingum utanríkisráðuneytis og Tryggingastofn-
unar í hæfisnefndina sem átti að meta hæfi um-
sækjenda og mæla með einum.
4. júní – Auglýsing um embættið birt á vef bisk-
upsstofu. Samdægurs sendi sr. Sigurður Arn-
arson umsókn sína til biskups Íslands. Sig-
urður hafði aflað meðmælabréfs Þorsteins
Pálssonar, þáverandi sendiherra í Kaupmanna-
höfn, dagsett 31. mars 2003 auk tveggja ann-
arra meðmælabréfa, dags. 22. apríl og 31. maí
2003.
5. júní – Biskup Íslands ritar sr. Jóni Bjarman
bréf og tilnefndi hann sem formann hæf-
isnefndar. Í bréfinu sagði að niðurstaða nefnd-
arinnar skyldi vera bindandi.
6. júní – Auglýsing um starfið birtist í Lögbirt-
ingablaðinu. Hún birtist síðar í Morgunblaðinu.
12. júní – Sr. Sigríður Guðmarsdóttir, sem þá
var skipaður sóknarprestur í Ólafsfirði og
stundaði doktorsnám í Bandaríkjunum í launa-
lausu leyfi, sótti um embættið. Með umsókn
hennar fylgdi starfsferilsskrá hennar. Henni
var gefinn kostur á að senda inn meðmælabréf
og gerði hún það, auk þess sem hún gerði grein
fyrir meistaraprófsgráðu er hún lauk eftir að
umsóknarfrestur rann út og sendi yfirlit dokt-
orsverkefnis. Endurbætti hún umsókn sína
með bréfi til hæfisnefndar 4. nóvember 2003.
4. júlí – Umsóknarfrestur rann út. Aðeins Sig-
ríður og Sigurður sóttu um starfið.
8. júlí – Biskup Íslands skipaði sr. Jón Bjarm-
an, Sverri Hauk Gunnlaugsson, sendiherra í
Lundúnum, og Unu Björk Ómarsdóttur, lög-
fræðing í Tryggingastofnun, í hina sérstöku
hæfisnefnd.
9. júlí – Biskup vék sæti í málinu vegna van-
hæfis síns og kvaddi sr. Sigurð Sigurðarson
vígslubiskup til að skipa í stöðuna og greindi
honum jafnframt frá því að niðurstaða hæf-
isnefndar yrði bindandi fyrir hann.
Júlí – Deilur risu milli kirkjunnar, Trygg-
ingastofnunar ríkisins og utanríkisráðuneyt-
isins um fjárframlög til embættisins. Nýr sam-
starfssamningur mun hafa verið undirritaður í
október 2003. Biskup Íslands framlengdi setn-
ingu sr. Sigurðar frá 1. júlí til 1. september
2003.
September – Biskup ákvað að sr. Sigurður og
sr. Jón A. Baldvinsson skyldu skiptast á að fara
til London einu sinni í mánuði til að messa þar
til búið væri að skipa í embættið. Vegna mót-
mæla formanns Prestafélagsins féllst biskup á
að sr. Sigríður messaði þar í eitt skipti og gerði
hún það í nóvember 2003.
18. nóvember – Eftir þrjá fundi í hæfisnefnd
voru umsækjendur boðaðir til viðtals. Þá kom í
ljós að viðbótargögn sem sr. Sigríður sendi með
ábyrgðarpósti frá Bandaríkjunum 4. nóvember
höfðu ekki öll borist.
19. nóvember – Sr. Sigríði tilkynnt að meirihluti
hæfisnefndar hefði ákveðið að mæla með sr.
Sigurði.
20. nóvember – Sr. Sigríður óskar eftir rök-
stuðningi nefndarinnar.
25. nóvember – Staðgengill biskups skipaði sr.
Sigurð í embætti sendiráðsprests. Skip-
unartíminn er til fimm ára og lýkur 1. mars
2009.
1. desember – Hæfisnefndin veitir rökstuðning.
Þar kom m.a. fram að einn nefndarmanna hafi
setið hjá.
2. desember – Sr. Sigríður leitar til jafnrétt-
isnefndar þjóðkirkjunnar.
2004
20. janúar – Jafnréttisnefnd þjóðkirkjunnar
kemst að þeirri niðurstöðu að við valið á sendi-
ráðspresti hefði jafnréttisáætlun kirkjunnar
ekki verið virt, og vísaði að auki til laga um
jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem
og til leiðbeinandi reglna biskups um máls-
meðferð fyrir valnefnd og umsækjendur.
30. apríl – Lögmaður sr. Sigríðar sendi biskupi
Íslands og sr. Sigurði Sigurðarsyni vígslubisk-
upi bréf þar sem skipuninni var mótmælt á
þeim grundvelli að ákvörðunin hefði brotið
gegn stjórnsýslulögum, lögum um stöðu, stjórn
og starfshætti þjóðkirkjunnar, reglum settum á
grundvelli þeirra og jafnréttislögum. Óskað var
eftir afstöðu til þessara sjónarmiða og boðið til
sáttaviðræðna, jafnframt því sem áskilinn var
réttur til að leita til dómstóla með málið. Með
bréfi sem var undirritað f.h. biskups var því
hafnað að þeir annmarkar hefðu verið á máls-
meðferðinni að sköpuðu stefnanda einhvern
rétt. Þá lægi ekki fyrir úrlausn „lögbærs aðila“
um það hvort jafnréttislög hefðu verið brotin.
1. júlí – Sr. Sigríður skipaður sóknarprestur í
hinu nýja Grafarholtsprestakalli.
7. desember – Stefna sr. Sigríðar gegn bisk-
upi Íslands fyrir hönd íslensku þjóðkirkjunnar
þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hún
krefst 500.000 króna í miskabætur.
Gegndi stöðunni í tæpt ár áður en hún var auglýst
Í MÁLINU sem sr. Sigríður Guð-
marsdóttir hefur höfðað gegn Karli
Sigurbjörnssyni biskupi Íslands
vegna skipunar tengdasonar hans, sr.
Sigurðar Arnarsonar, í stöðu sendi-
ráðsprests í Lundúnum, er því haldið
fram að biskup hafi brotið ákvæði
stjórnsýslulaga og ýmis önnur lög og
reglur. Málið snýst einna helst um að
biskup hafi haft veruleg afskipti af
málinu þrátt fyrir að hann væri van-
hæfur til þess vegna fjölskyldu-
tengsla.
Það virðist óumdeilt í málinu að
skipunin falli undir stjórnsýslulög,
sóknarpresturinn byggir málsóknina
m.a. á því og þegar biskup sagði sig
frá málinu gerði hann það með vísan
til stjórnsýslulaga.
Sóknarpresturinn, sr. Sigríður
Guðmarsdóttir, krefst þess að
ákvörðunin verði dæmd ólögmæt og
að henni verði dæmdar 500.000 krón-
ur í skaðabætur. Af tilliti til hags-
muna þess sem situr í embættinu er
þess ekki krafist að ákvörðunin verði
ógild.
Morgunblaðið hefur ekki upplýs-
ingar um að mál hafi áður verið höfð-
að gegn biskupi Íslands á þessum
grundvelli.
Hér fyrir neðan verður farið yfir
helstu atriði sem stefnandinn, þ.e.
séra Sigríður, byggir á.
Meint vanhæfi biskupsins
Samkvæmt stjórnsýslulögum
valda náin fjölskyldutengsl vanhæfi.
Þar segir jafnframt að sá sem sé van-
hæfur til meðferðar máls megi ekki
taka þátt í undirbúningi, meðferð eða
úrlausn þess. Honum sé þó heimilt að
gera nauðsynlegar ráðstafanir „til að
halda máli í réttu horfi“ á meðan stað-
gengill sé ekki til staðar.
Fram kemur að biskup byggi á því
að umsókn tengdasonar hans hafi
ekki borist fyrr en 23. júní 2003 og
honum ekki orðið ljóst að umsóknin
hefði borist fyrr en 8. júlí. Þá fyrst
hefði honum orðið „formlega“ ljóst að
hann væri vanhæfur í málinu. Þá hafi
hann fram til 8. júlí einungis haldið
málinu í horfinu, líkt og honum er
heimilt samkvæmt stjórnsýslulögum.
Gera má ráð fyrir því að tekist
verði á um það hvenær biskupi hafi í
raun orðið ljóst að tengdasonur hans
hugðist sækja um og hvort hann telj-
ist einungis vanhæfur frá þeim degi
sem umsókn hans barst honum í
hendur, eða frá þeim degi sem hann
fékk vitneskju um að hann ætlaði að
sækja um starfið.
Í stefnunni er byggt á því að Karl
Sigurbjörnsson biskup hafi orðið van-
hæfur um leið og það lá fyrir að
tengdasonur hans hefði hug á að
sækja um embættið. Gögn málsins og
náin fjölskyldutengls, auk þess sem
sr. Sigurður hafi setið í embætti
sendiráðsprests, bendi eindregið til
þess að biskupi hafi verið ljóst að
hann ætlaði að sækja um þegar bisk-
up óskaði eftir tilnefningum í hæfis-
nefndina 11. maí 2003, og einnig þeg-
ar hann sendi inn auglýsingu um
embættið í Lögbirtingablaðið rúm-
lega hálfum mánuði síðar. Í gögnum
málsins komi fram að tengdasonur
hans hafi þegar á þessum tíma hafið
undirbúning að umsókn sinni eins og
fram kemur hér til hliðar.
Þegar biskup hafi skipað staðgeng-
il hafi hann þegar verið búinn að skipa
í hæfisnefndina og jafnframt mæla
fyrir um að niðurstaða hennar skyldi
vera bindandi.
Stefnandi telur að með þessu hafi
biskup brotið gegn vanhæfireglum
stjórnsýslulaga og þeim ákvæðum
laga um stjórn og starfshætti kirkj-
unnar sem fjalla um tilkvaðningu
staðgengils.
Samkvæmt stefnunni var það ekki
einungis biskup sem var vanhæfur
því stefnandi telur að tveir af þremur
nefndarmönnum í hæfisnefndinni
hafi einnig verið vanhæfir skv. stjórn-
sýslulögum.
Sr. Jón Bjarman hafi verið vanhæf-
ur vegna þess að biskup, sem tilnefndi
hann og skipaði sem formann hæfis-
nefndar, hafi verið vanhæfur til að
fjalla um málið. Þá muni sr. Jón vera
náinn vinur biskups og fjölskyldu
hans.
Sverrir Haukur Gunnlaugsson
sendiherra, sem tilnefndur var af ut-
anríkisráðuneytinu, hafi verið van-
hæfur vegna tengsla sinna við sr. Sig-
urð en þeir hafi starfað saman í
sendiráðinu í Lundúnum í ellefu mán-
uði þegar hæfisnefndin komst að nið-
urstöðu. Atkvæði hans hafi ráðið úr-
slitum í málinu þar sem einn
nefndarmanna kaus að sitja hjá en
hún taldi sr. Sigríði hæfari til starf-
ans.
Bindandi niðurstaða
Stefnandi telur að biskup hafi ekki
haft heimild, hvorki í lögum né
reglum, til að kveða á um að niður-
staða hæfisnefndar skyldi vera bind-
andi. Enga slíka heimild sé að finna í
ákvæðum um hæfisnefnd fyrir sér-
þjónustupresta. Biskup hafi heldur
enga heimild haft í lögum til að
ákveða að niðurstaða nefndarinnar
yrði bindandi enda kveði lög um
stjórn og starfshætti kirkjunnar á um
að biskup skipi í embætti sendiráðs-
presta. Ákvæði um að valnefnd geti
valið sóknarpresta með bindandi
hætti eigi ekki við.
Þá brjóti það gegn jafnræðisreglu
að biskup hafi í þetta eina sinn ákveð-
ið að sá sem skipi í stöðuna skuli
bundinn af niðurstöðu nefndarinnar.
„Ljóst má vera að hér var biskupinn
að binda hendur staðgengils síns við
niðurstöðu hæfisnefndar, sem hann
skipaði alla nefndarmenn í sjálfur og
tilnefndi auk þess formann í, allt eftir
að tengdasonur hans hafði sent inn
umsókn um embættið,“ segir í stefn-
unni.
Rýr rökstuðningur
Þá telur stefnandi að hæfisnefndin
hafi ekki valið hæfari einstaklinginn
og rökstuðningur hennar fyrir valinu
sé rýr. Bent er að óumdeilt sé að velja
beri hæfasta umsækjandann í lausa
stöðu. Menntun og reynsla sr. Sigríð-
ar hafi verið mun meiri en sr. Sig-
urðar. Hann hafi t.a.m. aldrei verið
sóknarprestur þótt hann hafi verið
prestur í Grafarvogi en sr. Sigríður
hafi verið sóknarprestur í 11 ár á Ís-
landi og auk þess starfað sem sókn-
arprestur í Bandaríkjunum. Þá hafi
enginn raunverulegur samanburður
verið gerður á inntaki og eðli starfs-
reynslu umsækjendanna.
Með þessu hafi nefndin farið á svig
við reglur kirkjunnar um val í störf og
ekki metið jafnréttissjónarmið til
jafns við önnur sjónarmið, eins og
kveðið sé á um í jafnréttisáætlun
kirkjunnar.
Varakrafa um jafnrétti
Verði ekki fallist á að um ólögmæta
stjórnsýsluákvörðun hafi verið að
ræða er því haldið fram að biskup hafi
brotið gegn lögum um jafna stöðu og
jafnan rétt kynjanna.
Í auglýsingu um embættið hafi sér-
staklega verið vísað til jafnréttislaga
og þar að auki hafi kirkjan sett sér
sérstaka jafnréttisáætlun þar sem
megináhersla sé lögð á að rétta hlut
kvenna innan kirkjunnar. Þá hafi
jafnréttinefnd sem kosin er innan
kirkjunnar það hlutverk að skera úr
um ef ágreiningur er um túlkun eða
framkvæmd jafnréttisáætlunarinnar.
Í áætluninni segi að í auglýsingum
skuli koma fram hvatning til þess
kyns sem sé í minnihluta í viðkomandi
starfsgrein en slík hvatning hafi ekki
verið í auglýsingunni. Þá hafi biskup
neitað að hlíta áliti jafnréttisnefndar
um að skipun sr. Sigurðar hafi brotið
gegn jafnréttisáætlun. Bent er á að
aðeins karlmenn skipi fjórar stöður
sendiráðspresta og að kona hafi aldr-
ei gegnt þeirri stöðu.
Telur biskup Íslands hafa brotið stjórnsýslulög vegna skipunar sendiráðsprests
Hvenær vissi
biskup að hann
væri vanhæfur?
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Aðsetur sendiráðsprestsins í London er í sendiráði Íslands í borginni.
Samkvæmt stjórn-
sýslulögum valda náin
fjölskyldutengsl van-
hæfi. Í máli sem sókn-
arprestur hefur höfðað
gegn biskupi Íslands
verður væntanlega tek-
ist á um hvenær biskup
vissi að tengdasonur
hans ætlaði að sækja um
starf sendiráðsprests og
hvort hann teljist aðeins
vanhæfur frá og með
þeim tíma sem umsókn-
in barst honum form-
lega í hendur.