Morgunblaðið - 09.12.2004, Síða 12

Morgunblaðið - 09.12.2004, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skáldsaga Íslands á laugardag Lestu bókina fyrst og gagnrýnina á eftir? Lestu Lesbókina fyrst og bókina svo? Jólabækurnar +  Torfi H. Tulinius skrifar um sagnaflokk Péturs Gunnarssonar ÞINGMENN Suðurkjördæmis töl- uðu, margir hverjir, um nauðsyn þess að fjölga ferðum Herjólfs milli lands og Vestmannaeyja í utandag- skrárumræðu um samgöngur til Eyja á Alþingi í gær. Sögðu nokkr- ir þeirra að lágmarkið hlyti að vera tvær ferðir á dag. Skv. vetraráætl- un ferjunnar, sem tekur gildi í dag, verða ferðirnar alls tíu á viku. Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokks í Suðurkjör- dæmi, var málshefjandi umræð- unnar. „Ég leyfi mér að gera að sérstöku umtalsefni samgöngur við Vestmannaeyjar í ljósi þess að strandsiglingum hefur nú verið hætt frá 1. desember sl.,“ sagði Hjálmar í upphafi máls síns. Hann benti m.a. á að á fyrstu ell- efu mánuðum þessa árs hefði flug báðar leiðir fallið niður í samtals 36 daga. Flug aðra leiðina hefði fallið niður í samtals 45 daga. Hjálmar nefndi að á fimmta þús- und manns byggi í Eyjum. „Lág- markslausn á samgönguvanda þeirra til skemmri tíma hlýtur að vera tvær ferðir Herjólfs á dag nema laugardaga, allan ársins hring.“ Vitaskuld bæri að fagna því samkomulagi sem nýlega hefði náðst milli Vegagerðar og Vest- mannaeyjabæjar, um fjölgun ferða um tvær á viku, þannig að þær verði alls tíu. Það dygði þó engan veginn til. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra sagði m.a. að þegar ljóst hefði verið í haust að Eimskip myndi hætta strandsiglingum hefði verið hafin vinna í ráðuneytinu við „að leggja á ráðin um hvernig mætti bregðast við gagnvart þeim byggðum sem eiga allt undir sjó- flutningum.“ Ekki hefði verið hægt að komast hjá því að fjölga ferðum Herjólfs, en samkomulag tókst milli fulltrúa Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar um helgina um að fjölga ferðum um tvær á viku, eins og áður var vikið að. Ferðum hefur fjölgað Ráðherra sagði að ferðum Herj- ólfs hefði þó fjölgað mikið á und- anförnum árum. Til dæmis hefðu þær verið 419 árið 1999 en skv. ný- gerðum samningi við Samskip yrðu þær nær 595 á næsta ári. Ferðum hefðu því fjölgað um 42% á þessu tímabili. „Farþegum fjölgaði milli áranna 1999 og 2003 um 46%,“ sagði hann ennfremur. Þá væri, á vegum ráðuneytisins, m.a. verið að vinna að hugmyndum, um mögu- lega ferjuhöfn við Bakkafjöru. „Eins og fyrr sagði skipaði ég starfshóp til að fara yfir þessi sam- göngumál fyrir Vestmannaeyjar. Það verkefni að skoða höfn við Bakkafjöru var ein af þeim tillög- um sem sá starfshópur lagði fram. Ég tel afar mikilvægt að ljúka þeim rannsóknum þannig að hægt verði að taka ákvörðun árið 2006 um hvort sá kostur sé fær sem framtíðarlausn fyrir ferjusiglingar til Eyja,“ sagði ráðherra að síð- ustu. Þingmenn ræða samgöngur milli lands og Eyja „Æpandi þörf á frek- ari samgöngum“ Morgunblaðið/Þorgeir Herjólfur siglir nú tíu sinnum í viku milli lands og Eyja. VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað- arráðherra upplýsti á Alþingi í gær að stjórn norska fyrirtækisins Prom- eks ASA, en fyrirtækið hefur unnið að undirbúningi kísilduftverksmiðju við Mývatn, hefði ákveðið að óska eftir því að félagið yrði tekið til gjald- þrotaskipta. Þau tíðindi bárust ráð- herra í fyrrakvöld. „Við þetta,“ útskýrði ráðherra, „hverfa eigur Promeks úr höndum Allied EFA og annarra eigenda fé- lagsins og verða á forræði norsks skiptastjóra þar til annað ræðst. Í þessu felst að Allied EFA hefur ekki lengur yfirráð yfir einkaleyfi því sem framvinda kísilduftsins byggir á. Með þessu er orðið ljóst að áform eigenda Kísiliðjunnar um byggingu og rekstur kísilduftsverksmiðju við Mývatn eru að engu orðin. Hvort einhverjir aðrir sjái tækifæri til að nýta sér þá þekkingu og reynslu sem aflað hefur verið, með margra ára rannsóknum og tilraunarekstri í Noregi, verður ekki sagt til um á þessari stundu.“ Rekstri Kísilgúrverksmiðjunnar við Mývatn lauk um síðustu mánaða- mót en vonir voru bundnar við að kísilduftsverksmiðja gæti risið í hennar stað. „Um fimmtíu manns misstu vinnu sína við þessa lokun og sennilega hafa um þrjátíu til fimmtíu afleidd störf tapast. Þannig að við er- um að tala um áttatíu til hundrað störf alls,“ sagði Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, um lokun Kísilgúrverksmiðjunnar, í ut- andagskrárumræðu um þessi mál á Alþingi í gær. Sagði hann þetta gríð- arlegt áfall fyrir sveitarfélagið og reyndar landið allt. Fram kom í máli ráðherra að í ljósi umræddra tíðinda væru menn í raun aftur komnir á byrjunarreit. „Ráðu- neytið hefur brugðist við með því að taka upp samstarf við sveitarstjórn Skútustaðahrepps og eigendur Kís- iliðjunnar um ný atvinnutækifæri. Of fljótt er að segja nokkuð um árangur annað en að nokkrar verkefnahug- myndir eru til skoðunar. Auk þess hefur ráðuneytið skoðað hvort og hvernig unnt væri að tryggja búsetu við Mývatn með öðrum varanlegum hætti,“ sagði ráðherra. Iðnaðarráðherra í umræðu um kísilduftverksmiðju Áformin að engu orðin ÞORGERÐUR K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði á Alþingi í gær að því miður hefði enn ekki náðst niðurstaða í viðræðum menntamálaráðuneytisins og Fjöl- menntar um fræðslumál geðsjúkra. Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að algjör óvissa ríkti í námi og starfsendur- hæfingu fyrir geðsjúka á vegum Fjölmenntar og Geðhjálpar. Aðsókn í námið hefur aukist jafnt og þétt frá því kennsla hófst í hús- næði Geðhjálpar við Túngötu á vor- önn 2003, að því er fram kom í frétt Morgunblaðsins í haust. Ásta rifjaði upp að um 140 manns hefðu sótt um að komast í námið í haust. Af þeim hefðu fimmtíu ekki komist að vegna fjárskorts. „Sex milljónir komu þá frá menntamála- ráðuneytinu svo að hægt var að hefja námið í haust,“ útskýrði hún. „Frá því í ágúst hafa verið viðræður milli menntamálaráðuneytisins og Geð- hjálpar og Fjölmenntar um að end- urskoða þjónustusamning og hafði menntamálaráðuneytið tilkynnt bæði Fjölmennt og Geðhjálp að búið yrði að ganga frá því máli fyrir 1. desember. Nú er 8. desember og ekkert hefur heyrst frá menntamála- ráðuneytinu.“ Spurði hún m.a. menntamálaráðherra að því hvort geðsjúkir, sem þyrftu menntun, þyrftu áfram að bíða í óvissu. Reynt að leysa málið Menntamálaráðherra ítrekaði að skv. nýlegri úttekt væri þörfin fyrir umrætt nám brýn. Námið hefði upp- haflega byrjað sem samstarfsverk- efni Geðhjálpar og Fjölmenntar, en Fjölmennt er sjálfseignarstofnun Landssamtakanna Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags Íslands. Þjónustusamningur menntamála- ráðuneytisins og Fjölmenntar væri þó enn í gildi. „Því miður hefur ekki enn náðst niðurstaða í þessu máli en engu að síður vil ég varpa ljósi á það að við höfum rætt um þetta, ég og heilbrigðisráðherra, með það auðvit- að að markmiði að reyna að leysa málið,“ sagði menntamálaráðherra á Alþingi í gær. Óvissa í námi og starfsendur- hæfingu fyrir geðsjúka

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.