Morgunblaðið - 09.12.2004, Side 14

Morgunblaðið - 09.12.2004, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT                !"# $% &'(                  !" !  )' !"# $% &'( #$ %   &' '        !"                                                          ! "   "  ! #  $%   "   & !  !" "  ! " " '$    (   )%* ' + , -    ' - ' !    !  . "" " /  + " !0 1 +2  "    3 4 #   " ! + 2   + $ 0 5  "   BANDARÍSK kona, efnafræðingur, er viss um, að hún hafi afhjúpað eitt helsta leyndarmál endurreisnarmál- aranna en um aldir hafa menn dáðst af litbrigðunum og litunum í myndum þeirra, sem eru í senn bjartir og þó hálfgegnsæir. Segir hún, að þeir hafi bætt út í máln- inguna örlitlu af mjög fínmöluðu gleri. Barbara Berrie hjá Þjóðlistasafninu í Washington hef- ur rannsakað þrjú ítölsk málverk frá 16. öld, „Heilaga Katrínu“ eftir Lorenzo Lotto; „Alba-Madonnuna“ eftir Rafael og „Krist við Galíleuvatn“ eftir Tintoretto. Að því er segir í grein í New Scientist beindi hún rafeindahríð að málverkunum en þá gefa efnin í málningunni frá sér röntgengeisla. Er tíðni þeirra mismunandi og allt eftir því hver efnin eru. Í öllum verkunum fundust klasar af kísil, súrefni, natrín, kalsín og áli, sem sagt gleri. Glerið var að finna í lagi af hálfgegnsærri, grænni málningu og í tveimur afbrigðum af gulri málningu, sem allir málararnir þrír notuðu. Er þessi uppgötvun mikilvæg fyrir listasögufræðinga þótt raunar hafi verið vitað áður, að ítalskir málarar á þessum tíma hafi blandað gleri út í tvo liti, gulan lit, sem hafði að innihalda blý og tin, og annan djúpbláan lit. Nú virðist ljóst, að glerið hafi verið notað í miklu fleiri liti. Galdurinn fólst í glerinu Undurfögur litbrigði í verkum endurreisnarmálaranna sögð til komin vegna glersalla í málningunni París. AFP. „Alba-Madonna“ Rafaels var rannsökuð. ÁSTANDIÐ í Darfur-héraði í Súdan hefur ekkert batnað og þar blasir ekki annað við en algert stjórnleysi. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu, sem kynnt var í öryggisráði Samein- uðu þjóðanna í fyrradag. Sendiherra Bandaríkjanna hjá samtökunum segir, að allir deiluaðilar eigi sök á því hvernig komið er. Í skýrslunni, sem Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, kynnti, segir, að stjórnvöld í Súdan hafi ekki gert neitt í því að afvopna sveitir araba, sem farið hafa með morðum, ránum og nauðgunum um héraðið en áætlað er, að óöldin þar hafi kostað um 70.000 manns lífið og hrakið um tvær milljónir manna frá heimilum sínum. John Danforth, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, sagði, að all- ar tilraunir til að koma á friði í Darf- ur hefðu farið út um þúfur. „Upp- reisnarmenn í héraðinu, stjórnvöld og vopnaðar sveitir, sem þau styðja, bera ábyrgð á þessum hörmungum. Það vantar ekki, að hver samning- urinn á fætur öðrum sé undirritaður en augljóslega ekki með það í huga að standa við hann,“ sagði Danforth. Kieran Prendergast, einn nánasti samstarfsmaður Annans, sagði á fundi með öryggisráðinu, að Súdan- stjórn hefði ekkert gert til að af- vopna Janjaweed-sveitirnar, sem sakaðar eru um að stunda þjóðern- ishreinsanir í Darfur, en bætti við, að uppreisnarmenn blökkumanna í hér- aðinu ættu líka stóra sök á ofbeldinu. Alger upp- lausn blasir við í Darfur Allir deiluaðilar sakaðir um að bera nokkra ábyrgð á hörmungunum Sameinuðu þjóðunum. AFP. SEGJA má, að Ítalir bíði þess með öndina í hálsinum, að kveðinn verði upp dómur í spillingarmáli, sem rek- ið hefur verið gegn Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu. Er hans að vænta í dag. Verjendur Berlusconis segja, að verði hann fundinn sekur, muni það „breyta gangi ítalskrar sögu“ og ljóst er, að allt annað en alger sýknu- dómur getur valdið stjórnarkreppu og uppnámi í stjórnmálum landsins. Saksóknarar krefjast þess, að Berlusconi verði dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að bera mútur á dóm- ara og fá þá til að koma í veg fyrir sölu á matvælasamsteypu til keppi- nautar hans árið 1985. Segist Berlusconi saklaus af því og segir málið runnið undan rifjum vinstri- sinnaðra dómara. Nokkrir sam- starfsmenn hans hafa þó áður fengið þunga dóma í þessu sama máli. Úthýst í ESB? Verði Berlusconi fundinn sekur, verður hann um leið fyrstur for- sætisráðherra í Evrópusambands- ríki til að fá á sig dóm og ekki er víst, að hann verði mjög velkominn hjá öðrum leiðtogum sambandsins eftir það. Áður en Berlusconi, ríkasti maður á Ítalíu, varð forsætisráðherra var hann fundinn sekur í þremur málum og dæmdur í sex ára fangelsi fyrir mútur, svik og ólöglega fjármögnun stjórnmálaflokks. Eftir margar áfrýjanir var það niðurstaðan, að sakirnar væru fyrndar. Dæmt í spill- ingarmálum Verður Berlusconi fundinn sekur? Róm. AFP. ÍBÚI í Accra, höfuðborg Ghana, hlýðir á kosningaútvarp í gær en fólk beið þá niðurstöðu talningar vegna forsetakosninga sem farið höfðu fram í landinu yfir daginn. John Kufour, núverandi forseti, sækist eftir endurkjöri og fyrstu tölur bentu til að hann hefði forskot á helsta keppinaut sinn, John Atta Mills. Að minnsta kosti þrír hafa beðið bana í ofbeldi er tengist kosn- ingunum. AP Úrslita beðið í Ghana ALLS týndu 282 menn lífi við að reyna að flýja Tékkóslóvakíu undir stjórn kommúnista á árunum 1948 til 1989, að því er tékkneskur sagn- fræðingur segir. Sagnfræðingurinn, sem heitir Martin Pulec, vinnur hjá stofnun sem tékknesk stjórnvöld settu á stofn til að rannsaka og skrá glæpi kommúnistastjórnarinnar. Pulec sagði í samtali við dagblaðið Lidove Noviny að síðustu fórnar- lömbin hefðu verið par frá Austur- Þýskalandi, sem hefði drukknað við að reyna að synda yfir Dóná til Ung- verjalands 24. september 1989, inn- an við tveimur mánuðum áður en kommúnisminn féll. Níutíu af fórnarlömbunum voru útlendingar, flestir Pólverjar, en einnig Frakki og Marokkóbúi – lík- lega ferðamenn sem vildu skoða „járntjaldið“ en voru taldir vera flóttamenn. 145 fórnarlambanna voru skotin og 96 fengu raflost af víggirðingum. 16 frömdu sjálfsmorð rétt áður en landamæraverðir náðu þeim. Tékkóslóvakía í tíð kommúnista 282 týndu lífi á flótta Prag. AP. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.