Morgunblaðið - 09.12.2004, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Hafnarfjörður | Fjárhagsáætlun
Hafnarfjarðarbæjar fyrir næsta ár
var samþykkt á fundi bæjarstjórn-
ar á þriðjudagskvöld og gerir hún
ráð fyrir jákvæðri rekstrarafkomu
um 632 milljónir króna. Minnihluti
sjálfstæðismanna segir rekstrar-
niðurstöðu óviðunandi og að bæj-
arstjórn sé að setja Íslandsmet í
hækkunum á fjölskyldur í bænum.
Í bókun meirihluta Samfylking-
ar í bæjarstjórn kemur fram að
með hagræðingu og vel skipu-
lagðri og öflugri uppbyggingu
nýrra íbúðarbyggða og þéttingu
byggðar, hafi Hafnarfjarðarbæ
tekist að treysta og efla stöðu bæj-
arfélagsins og sækja fram á öllum
sviðum. Gert er ráð fyrir því að
rekstrarafkoma fyrir fjármagns-
liði á samstæðureikningi sjóða og
stofnana bæjarins verði jákvæð
um 632 milljónir kr., sem er 150
milljóna kr. betri afkoma en út-
komuspá ársins 2004 gerði ráð fyr-
ir.
Meirihlutinn segir að „[s]tór-
felld uppbygging og bætt þjónusta
í grunnskóla- og leikskólamálum
og fjölskyldumálum yfir höfuð,
aukin áhersla á æskulýðs-, íþrótta-
og forvarnarmál, bætt upplýsinga-
miðlun, íbúalýðræði og samráð í
skipulags- og framkvæmdamálum
hafa verið lykiláherslur í stefnu
Hafnarfjarðarbæjar á kjörtíma-
bilinu“.
Minnihluti sjálfstæðismanna
bendir á að með tillögu um 10%
hækkun leikskólagjalda nú sé
Samfylkingin hugsanlega að setja
Íslandsmet í útgjaldahækkun á
hafnfirskar fjölskyldur enda séu
t.d. hækkanir á leikskólagjöldum
vart undir 30% á sl. þremur árum.
Benda sjálfstæðismenn á að í fjár-
hagsáætluninni felist 35% gjald-
skrárhækkun á hverja klukku-
stund í heilsdagsskóla úr, 150 kr. í
200 kr., og lágmarksgjald hækki
úr 2.250 kr. í 5.200 kr., eða um
125%.
„Þá er lagt til að hádegisverður í
grunnskólum hækki um 14% úr kr.
220 í kr. 250 hver máltíð. Leik-
skólagjöld hækka um 10% með
ákvörðun um að sérstaklega sé
greitt fyrir morgun- og síðdegis-
hressingu í leikskólum, alls kr.
2.800 á mánuði.“
Sjálfstæðismenn segja það sér-
kennilegt að hækka gjaldskrá
heilsdagsskóla, hádegisverð í
grunnskólum bæjarins og morg-
un- og síðdegishressingu um tugi
milljóna króna en hreykja sér sér-
staklega af framlagi vegna íþrótta-
iðkunar barna. „Þarna er einfald-
lega verið að gjaldtaka alla
foreldra um mun hærri fjárhæðir á
ári hverju en sú endurgreiðsla sem
lögð er til vegna þátttöku barna
yngri en 10 ára í íþróttum,“ segir í
bókun sjálfstæðismanna.
Tekist á um fjárhagsáætlun 2005
Batnandi afkoma
eða Íslandsmet
í hækkunum?
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
AKUREYRI
Miðbærinn | Nú er unnið í því að
mála dráttarbátinn Magna, sem var
fyrsta stálskipið sem var smíðað hér
á landi. Búið er að mála bátinn að
neðan og byrjað á stýrishúsinu.
Framtíð Magna er ekki á hreinu, vél-
in er biluð og þarf að taka hana úr og
hugsanlega skipta um. Sú hugmynd
hefur komið upp að setja fyrstu vetn-
isvélina sem hönnuð er fyrir skip í
þennan fornfræga dráttarbát, en það
hefur ekki verið hugsað af neinni al-
vöru, að sögn Jóns Björns Skúlason-
ar hjá Íslenskri nýorku. Morgunblaðið/Sverrir
Vetnisvél
í Magna?
ÁSBJÖRN Björgvinsson, formaður
Ferðamálasamtaka Norðurlands
eystra, gerði nýlegar tölur Hagstof-
unnar um gistináttatölur frá Norð-
urlandi að umtalsefni á aðalfundi
samtakanna í vikunni. Ásbjörn sagði
tölurnar gefa til kynna að Norður-
land, eitt landsvæða, hefði misst
spón úr aski sínum, þ.e. að orðið
hefði nokkur fækkun gistinátta á
milli ára. „Miðað við tilfinningu fjöl-
margra aðila sem starfa í ferðaþjón-
ustu á Norðurlandi er eitthvað bogið
við samantekt Hagstofunnar eða þá
að gististaðir á Norðurlandi skila
einfaldlega ekki inn gögnum um
fjölda gistinátta til Hagstofunnar.“
Ásbjörn sagði að þeir sem störf-
uðu í ferðaþjónustu á Norðurlandi
hlytu að líta það mjög alvarlegum
augum ef greinin skilaði ekki inn
fullnægjandi eða réttum gögnum í
þessu sambandi. „Gistináttafjöldinn
er eitt af því fáa sem hægt er að bera
saman á milli ára til að fá fram upp-
lýsingar um dvöl og fjölda ferða-
manna á svæðinu. Samdráttur í gisti-
nóttum ætti að benda til almennrar
fækkunar á ferðamönnum á Norður-
landi en svo er ekki,“ sagði Ásbjörn.
Hann sagði óumdeilt að aukning
hefði orðið á ýmsum sviðum ferða-
þjónustunnar á Norðurlandi og
nefndi m.a. að 23% aukning hefði
orðið hjá hvalaskoðunarfyrirtækjum
á Húsavík í ár.
„Ef ástæður þessarar „fækkunar“
eru ófullnægjandi skil á upplýsing-
um eða hugsanlega „svört“ atvinnu-
starfsemi, verður að bregðast við
með viðeigandi hætti. Svört atvinnu-
starfsemi innan greinarinnar er al-
gjörlega óásættanleg og gerir ekkert
annað en að skaða ferðaþjónustuna.
Það verður ekkert mark tekið á
þessari atvinnugrein ef við förum
ekki sjálf að taka okkur alvarlega og
standa með eðlilegum hætti að
rekstri okkar fyrirtækja, skila inn
réttum tölum, gögnum og gjöldum.“
Ásbjörn sagði að stofnun Mark-
aðsskrifstofu Norðurlands á síðasta
ári hefði verið mikið framfaraspor en
um er að ræða samstarfsverkefni
Ferðamálasamtaka Norðurlands
eystra og vestra. Hann sagði það
jafnframt leið inn í bjarta framtíð ef
áform um enn víðtækara samstarf og
samvinnu innan ferðaþjónustugrein-
arinnar á Norðurlandi næði fram að
ganga. Markaðsskrifstofa Norður-
lands hefði nú þegar náð að skapa
sér orðspor sem eftir væri tekið.
Á aðalfundi Ferðamálasamtaka
Norðurlands eystra var Sveinn
Jónsson í Kálfskinni í Dalvíkur-
byggð heiðraður fyrir ómetanlegt
starf fyrir ferðaþjónustuna á Norð-
urlandi.
Aðalfundur Ferðamálasamtaka Norðurlands eystra
Svört atvinnustarfsemi
í greininni óásættanleg
Eitthvað bogið við tölur um gistinætur á Norðurlandi
Morgunblaðið/Kristján
Viðurkenning Sveinn Jónsson í Kálfskinni t.h. Ásbjörn Björgvinsson og
Gísli Sigurgeirsson sem fræddi fundarmenn um atorkusemi Sveins.
Reykjavík | Sveitir Rimaskóla
komu, sáu og sigruðu á hinu árlega
jólaskákmóti grunnskóla í Reykja-
vík sem haldið var sl. sunnudag.
Sveitir Rimaskóla unnu bæði í
drengja- og stúlknaflokki, og vann
A-sveit skólans, sem er núverandi
norðurlandameistari barnaskóla-
sveita, allar sínar skákir og fékk 20
vinninga af 20 mögulegum.
Stúlknasveitin varð í 2. sæti á
mótinu með 13 vinninga og varð um
leið sigurvegari í stúlknaflokki.
Sveitir Rimaskóla vörðu þessa titla
frá því árið 2003 og státar skólinn
af ótrúlegum fjölda efnilegra skák-
manna. Í þessum sigursælu sveitum
Rimaskóla eru Hjörvar Steinn
Grétarsson, Júlía Rós Hafþórs-
dóttir, Júlía Guðmundsdóttir, Elísa-
bet Ragnarsdóttir, Sverrir
Ásbjörnsson, Ingibjörg Ásbjörns-
dóttir, Hörður Aron Hauksson og
Hrund Hauksdóttir.
Rimaskóli sigursæll í skákinni
ÁKVEÐIÐ hefur verið að bora nýja
1.300–1.600 metra djúpa vinnsluholu
á Hjalteyri og er stefnt að því að
hefja framkvæmdir í næstu viku, að
sögn Franz Árnasonar, forstjóra
Norðurorku. Jarðborinn Sleipnir er
kominn norður en þessa dagana er
verið að reyna koma lífi í vinnsluholu
á Laugalandi á Þelamörk, sem talið
er að hafi stíflast vegna hruns í hol-
unni. Í kjölfarið verður borinn flutt-
ur á Hjalteyri en Franz sagði að
ástæðan fyrir borun þar væri fyrst
og fremst til að auka öryggi.
„Þetta er í fyrsta skipti sem við er-
um að bora holu sem við þurfum ekki
nauðsynlega á að halda, nema þá til
öryggis. Hitaveitan hefur fram að
þessu verið í þeirri stöðu að þurfa að
leita að vatni og bora holur sem hafa
strax verið teknar í full not.“
250 tonn af vatni á klst.
Franz sagði að vinnsluholan sem
fyrir er á Hjalteyri, geti gefið um 250
tonn af 87 gráðu heitu vatni á
klukkustund en nýjan holan verður
boruð um 50 metrum frá henni.
Holan á Laugalandi á Þelamörk,
sem er um 1.720 metra djúp, var
fyrst boruð upp úr 1990 en gaf þá
ekki neitt. Fyrir fjórum árum var
farið aftur í holuna og borað á ská út
úr henni og gaf það góða raun, að
sögn Franz. „Þá gaf holan okkur 60–
70 tonn á klukkustund af 104 gráðu
heitu vatni, sem er langheitasta
vatnið sem við höfum fengið á svæð-
inu. Fljótlega eftir að holan var
virkjuð fór vatnsmagnið að minnka
og á endanum virðist hún alveg hafa
lokast vegna hruns.“
Ný vinnsluhola
boruð á Hjalteyri
Morgunblaðið/Kristján
Starfsmenn Jarðborana við vinnu
sína á Laugalandi á Þelamörk.
Nemar sýna lokaverkefni | Sýn-
ing á verkum útskriftarnema á hönn-
unar-, textíl- og listnámskjörsviði í
Verkmenntaskólanum á Akureyri
verður opnuð í Deiglunni á föstudag,
10. desember kl. 17. Sýningin verður
opin á laugardag og sunnudag frá kl.
14–18. Nemendur sýna margvísleg
verk unnin í ólíkan efnivið og er hér
um að ræða lokaverkefni þeirra í
skólanum. Leiðbeinandi og kennari
þeirra er Guðmundur Ármann
Sigurjónsson en nemendurnir sem
sýna eru Elín Heiða Ólafsdóttir,
Guðrún Ásta Þrastardóttir, Margeir
Sigurðarson, Sandra Parviainen,
Tinna Björk Gunnarsdóttir og Þóra
Guðrún Jónsdóttir.