Morgunblaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 39
MINNINGAR
✝ Ólafía Jóhannes-dóttir fæddist í
Hafnarfirði 3. mars
1930. Hún lést á
Hrafnistu í Hafnar-
firði 25. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Jóhannes Gunnars-
son kaupmaður í
Hafnarfirði, f. 8.
nóvember 1903, d.
28. september 1951,
og Sigurveig Stein-
grímsdóttir kaup-
maður, f. 26. septem-
ber 1906, d. 8. mars
1987. Systkini Ólafíu eru: Ólafur,
f. 25. mars 1927, d. 31. desember
1994, Hólmfríður, f. 18. febrúar
1929, Gunnar, f. 19. júní 1933, og
Guðrún, f. 26. desember 1941.
Hinn 1. september 1956 giftist
Ólafía Kára Pálssyni Þormar raf-
eindavirkjameistara, f. 29. jan-
úar 1929 í Neskaupstað. Foreldr-
ar hans voru Páll Guttormsson
Þormar kaupmaður, f. 27. maí
1884, d. 9. maí 1948, og Sigfríð
Konráðsdóttir Þormar, f. 4. sept-
ember 1889, d. 27. janúar 1985.
Börn Ólafíu og Kára eru: 1) Jó-
hannes, f. 1957, sambýliskona
hans er Margrét Hilmisdóttir, f.
1962. Börn: Hilmir, f. 1982, og
Ásrún, f. 1988. 2) Páll, f. 1958,
sambýliskona hans er Elín Guð-
mundsdóttir, f. 1955. Hans börn
Marta Rut f. 1981,
hennar barn Nadia
Ósk Ingadóttir, f.
2003, og Helga
Rósa, f. 1985. Elín á
fyrir fjórar dætur.
3) Sigurveig, f.
1959, maki Njáll
Hafsteinn Jóhanns-
son, f. 1958, börn
þeirra eru Þröstur,
f. 1980, Auðbjörg, f.
1982, Haukur, f.
1989, og Laufey, f.
1995. 4) Sigfríð, f.
1963, maki Svanur
Stefánsson, f. 1965,
börn Ólafur Steinar, f. 1983, Silja
Rós, f. 1994, Guðmundur Kári, f.
1995, og Sandra Rún, f. 1998. 5)
Kári, f. 1968, maki Sveinbjörg
Halldórsdóttir, f. 1969, þeirra
barn Konráð, f. 2000. Fyrir átti
Kári Pálsson Þormar dóttur,
Helgu Rósu, f. 1952. Maki Pat-
rick Corlay. Börn: Sean Paul, f.
1974, Christella, f. 1977, Daniel,
f. 1979, Christoffer, f. 1984,
Sherisse, f. 1986, Alan, f. 1986,
og Kevin, f. 1990.
Ólafía vann við verslunarstörf
í verslun föður síns á yngri árum.
Hún var síðar húsmóðir og vann
síðari hluta ævi sinnar á Sólvangi
í Hafnarfirði.
Útför Ólafíu verður gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Erfiður kafli í lífi móður minnar
er yfirstaðinn og fékk hún loks
hvíldina langþráðu 25. nóvember
síðastliðinn. Margs er að minnast á
heilli mannsævi og hafði hún af
miklu að gefa, alla þá ást, umhyggju
og nærveru sem hún átti til. Ég vil
þakka móður minni fyrir allt það
góða og þær góðu stundir sem við
áttum saman.
Ég vil þakka starfsfólki Hlíðabæj-
ar á Flókagötu fyrir þær góðu
stundir sem hún átti þar. Einnig vil
ég þakka góðu starfsfólki á 2B á
Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir frá-
bæra umhyggju og alúð.
Úr hverju vildir böli bæta,
brosið var sem skin af sól.
Vildir hugga, verma og kæta,
Veita hrjáðum líkn og skjól.
Göfugt allt og gott þú kenndir,
góða elsku mamma mín, –
bættir allt og blíðu sendir.
Björtust allra’ er minning þín.
(Þuríður Briem.)
Elsku móðir mín, hvíl í friði.
Þín dóttir
Sigurveig.
Það er furðulegt þetta líf, bæði
hlátur og grátur. Þegar ég sit hér
við eldhúsborðið og hugsa um hana
Lóu tengdamömmu, sem við erum
að kveðja í hinsta sinn, kemur bara
upp myndin af þessari brosmildu og
skemmtilegu konu. Það er minning-
in sem ég mun alltaf eiga þrátt fyrir
að hún hafi eytt síðustu árum ævi
sinnar í heimi alzheimers. Ég kveð
þig með þessum fáu orðum. Minn-
ingin um þig verður alltaf björt.
Njáll.
Elsku amma mín, mig langar til að
kveðja þig með nokkrum orðum og
minningum. Þegar ég var yngri kom
ég mörgum sinnum í viku til ykkar
afa eftir tónlistarskólann og fengum
við okkur te og „afakex“. Við áttum
alltaf skemmtilegar umræður um
daginn og veginn. Ég hlakkaði alltaf
til að koma til ykkar eftir hvern
fiðlutíma og fá te og eitthvert góð-
gæti með. Þú varst alltaf að hrósa
mér fyrir hversu heppin ég væri að
hafa þann hæfileika að fá að spila á
fíðlu, þér fannst þetta svo fallegt
hljóðfæri. Svo fór hann Haukur litli
bróðir líka að læra á fiðlu, ég man að
þú komst alltaf á alla hljómleika hjá
okkur, sama hversu litlir þeir voru,
þér fannst alltaf jafn gaman að koma
og hlusta á okkur. Þú og afi voruð
alltaf voðalega dugleg að passa okk-
ur systkinin þegar mamma og pabbi
þurftu að fara eitthvað og leyfðuð
þið okkur systkinunum oft að fara
upp á háaloft og skoða dótið sem þar
var að finna. Ég man að þú varst
alltaf með eitthvað í höndunum og
svo dugleg með handavinnuna, sama
hvort það var útsaumur, prjón eða
hekl, þú nýttir alltaf tímann fyrir
framan sjónvarpið með því að hafa
eitthvað í höndunum. En svo fór
þessi hræðilegi sjúkdómur að taka
við hjá þér og hættir þú að geta gert
handavinnu og allt það sem þér
fannst skemmtilegt að gera. Fjögur
ár eru liðin síðan þú fórst á Hrafn-
istu í Hafnarfirði þar sem vel var
hugsað um þig og þar leið þér mjög
vel. Þú varst alltaf brosandi og tókst
lífinu með ró, sama hvað bjátaði á.
Elsku amma, við kveðjum þig öll
með söknuð í huga.
Auðbjörg, Þröstur, Haukur
og Laufey.
Hún Lóa systir er farin eins og
litlu, fallegu nöfnur hennar, sem yf-
irgefa kalda landið okkar og fljúga
til heitara landa á haustin, þar sem
þeim líður betur. Þær koma aftur,
ekki hún.
Þegar ég var lítil telpa dreymdi
mig einu sinni að hún Lóa, litla syst-
ir mín, væri dáin. Mér leið svo illa
þegar ég vaknaði, að ég var ekki ró-
leg fyrr en ég var búin að finna hana
og fullviss að ég ætti hana ennþá.
Draumnum gleymdi ég aldrei.
Seinna þegar ég varð eldri las ég í
draumaráðningabók að slíkir
draumar væru fyrir langlífi. Nú
finnst mér að draumurinn hafi
rætst. Ég held að hún Lóa systir
hafi átt langt og farsælt líf. Hún
eignaðist góðan eiginmann, góð og
mannvænleg börn, barnabörn og
meira að segja barnabarnabarn, sem
elskuðu hana og dáðu, en því miður
voru seinustu árin henni erfið.
Ég vil þakka honum Kára mági
mínum hvað hann hugsaði vel um
hana systur mína í hennar erfiðu
veikindum og óska honum alls góðs í
framtíðinni.
Hólmfríður systir.
Minningin um hana Lóu er mér
kær. Ég flutti í Hafnarfjörð sjö ára
og þekkti engan. Smátt og smátt
eignaðist ég vini og Lóu þeirra á
meðal. Hún vann í búðinni hjá föður
sínum og þar var einn helsti sam-
komustaður okkar stelpnanna. Lóa
var inngróinn Hafnfirðingur og öll-
um hnútum kunnug. Ég fékk að
koma heim til hennar, og þar kynnt-
ist ég fjölskyldunni. Móðir hennar
var svo hlý og góð og kunni að
hlusta, sem er afar mikils virði fyrir
viðkvæman, óharðnaðan ungling.
Svo fór að myndast samheldinn hóp-
ur vinkvenna í hverfinu.
Á þeim árum voru allir gangandi
og Strandgatan var eins konar rúnt-
ur bæjarbúa, allir þekktu alla. Svo
eignuðumst við reiðhjól og eina ferð-
ina fórum við áleiðis til Keflavíkur,
en það sprakk hjá Lóu og allt fór
öðruvísi en ætlað var, en mikið var
hlegið.
Já, það er mikils vert að eiga
minningar um skemmtilega vini.
Lóa átti góða fjölskyldu og hún og
Kári voru hvort öðru mikils virði,
þau voru stolt hjón og Kári metur
mikils minninguna um ástina sína
sem var orðin svo veik að lítið annað
var hægt að gera fyrir hana nema
halda í hennar mjúku hönd. Það er
erfitt að sætta sig við allar breyt-
ingar á lífsins göngu, en þegar litið
er til baka, ylja ég mér við að hugsa
til þessara ljúfu, gömlu daga þegar
okkur fannst að lífið og allar þess
væntingar væru á næsta leiti.
Nú er komið að kveðjustund og ég
þakka fyrir mig. Kára og fjölskyldu
sendi ég mínar einlægu kveðjur.
Katrín.
Hún Lóa vinkona okkar er dáin. Í
60 ár höfum við fylgst með gleði og
sorgum hver annarrar og söknum
þess að hafa hana ekki lengur meðal
okkar. Sumum finnst 60 ár ef til vill
langur tími, en okkur vinkonunum
finnst hann hafa liðið ofur fljótt.
Við vorum nágrannar í Hafnar-
firði og þekktumst vel, en kunnings-
skapurinn óx þegar við fórum að
starfa saman í skátafélaginu
„Hraunbúinn“. Oft höfum við rifjað
upp frá þessum árum ógleymanleg
atvik, t.d. frá landsmóti skáta á
Þingvöllum 1948.
Saumaklúbburinn varð til og á
meðan við vorum enn ungar og höfð-
um nægan tíma hittumst við viku-
lega hver hjá annarri eins og geng-
ur. Þá kom strax í ljós hvílíkur
handavinnuforkur Lóa var. Síðar
þegar alvara lífsins tók við og allar
stofnuðum heimili og eignuðumst
eigin fjölskyldur fór að líða lengra á
milli saumaklúbbanna, minna var
saumað af púðum og dúkum, en við
saumuðum í staðinn vináttu sem hef-
ur haldist alla tíð og hefur verið okk-
ur mikils virði.
Lóu var margt til lista lagt, hún
var bráðmyndarleg húsmóðir, saum-
aði og prjónaði á börnin sín fimm, og
árum saman dáðumst við að öllum
gullfallegu peysunum og öðru sem
hún prjónaði. Þótti okkur óskiljan-
legt, hvað miklu hún afkastaði.
Sárt hefur okkur þótt að horfa
upp á Lóu í veikindum hennar en
þökkum henni nú samfylgdina og
vottum Kára og allri fjölskyldunni
samúð okkar.
Þórunn, Sigrún og Edda.
ÓLAFÍA
JÓHANNESDÓTTIR Elskuleg föðursystir okkar,
GUÐRÚN LAUFEY JÓNSDÓTTIR,
Blaka,
Hagamel 15,
Reykjavík,
er látin.
Garðar Halldórsson,
Jón Halldórsson,
Halldór Þór Halldórsson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁGÚST G. BREIÐDAL
frá Krossi á Skarðsströnd,
Sogavegi 118,
Reykjavík,
sem lést að morgni miðvikudagsins 1. desem-
ber sl., verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
mánudaginn 13. desember og hefst athöfnin
kl. 13.00.
Ólöf Guðmundsdóttir,
Jóhanna Ósk Breiðdal, Jóhann Sævar Kjartansson,
Dagný Stefánsdóttir, Magnús Jónsson,
Unnþór Stefánsson, Margrét Guðlaugsdóttir,
Stefán Stefánsson,
Gunnar Stefánsson, Anna Þorgilsdóttir,
Ása Björg Stefánsdóttir, Þórður Jónsson
og fjölskyldur þeirra.
Okkar ástkæri
LEIFUR JÓNSSON
fyrrv. skipstjóri og hafnarstjóri,
Rifi,
Snæfellsnesi,
sem lést á Landspítala Fossvogi miðviku-
daginn 1. desember, verður jarðsunginn frá
Ingjaldshólskirkju laugardaginn 11. desember
kl. 14.00.
Ingibjörg Kristín Kristjánsdóttir,
Eyrún Leifsdóttir, Skarphéðinn Gíslason,
Unnar Leifsson, Guðrún Gísladóttir,
Andri B. Þorsteinsson,
Sigríður Karlsdóttir, Einar K. Kristinsson,
Kristján Jóhannes Karlsson, Hafdís Berg Gísladóttir,
Kristín S. Karlsdóttir, Snæbjörn Kristófersson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegs eiginmanns, föður, tengda-
föður, afa og langafa,
KARLS BERGÞÓRS VALDIMARSSONAR,
Hófgerði 26,
Kópavogi.
Ólöf Þorbergsdóttir,
Þorbergur Karlsson, Jónína A. Sanders,
Valdimar Örn Karlsson, Guðrún Valdís Guðmundsdóttir,
Hafsteinn Karlsson, Ebba Pálsdóttir,
Sigríður Ingibjörg Karlsdóttir, Ólafur Helgason,
Gunnar Karlsson, Ólöf Nordal,
Arnþrúður Karlsdóttir, Ólafur Kolbeinsson,
Eva Björk Karlsdóttir, Alfreð Örn Lillendahl,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát
og jarðarför
SIGURBJARGAR MARTEINSDÓTTUR
(Sissu).
Þökkum sérstaklega fyrrverandi og núverandi
starfsfólki á Landspítala Kópavogi fyrir góða
umönnun og hlýhug í margra ára dvöl hennar
þar.
Aðstandendur.
Elskulegur sonur okkar, fóstursonur og bróðir,
REGINN ÞÓR EÐVARÐSSON,
Grundargötu 18,
Grundarfirði,
lést á heimili sínu sunnudaginn 5. desember.
Útför auglýst síðar.
Eðvarð F. Vilhjálmsson, Unnur B. Þórhallsdóttir,
Jórunn Ibsen,
Kristófer Eðvarðsson, Ragna Sif Newman,
Nína Marrow Þórisdóttir, Eygló Ibsen.