Morgunblaðið - 09.12.2004, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 09.12.2004, Qupperneq 40
40 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðsteinn Þeng-ilsson fæddist á Akureyri 26. maí 1924. Hann varð bráðkvaddur hinn 1. desember síðastlið- inn. Foreldar hans voru Þengill Þórðar- son, f. 1886, d. 1979, bankagjaldkeri á Ak- ureyri, áður bóndi í Höfða í Höfðahverfi, og Rósa Stefánsdótt- ir frá Þórðarstöðum í Fnjóskadal, f. 1897, d. 1967. Guðsteinn var sín fyrstu ár á Þórðarstöðum hjá móður sinni, afa og ömmu. Er móðir hans giftist Hallgrími Sigfússyni, barnakenn- ara, árið 1932, fluttist hann með þeim að Grjótárgerði í Fnjóskadal en árið 1937 að Illugastöðum í sömu sveit. Hálfsystur Guðsteins, sam- feðra, eru Guðrún og Ásta. ársins 1963. Þá fluttist Guðsteinn til Svíþjóðar og starfaði á sjúkrahúsi í Uddevalla til ársins 1965 er hann fluttist með fjölskyldu sína til Suð- ureyrar á ný. Var hann þar héraðs- læknir til ársins 1968 er fjölskyldan fluttist búferlum suður í Kópavog. Vann hann eftir það sem heimilis- læknir í Reykjavík og síðar á Heilsugæslustöð Kópavogs. Árið 1982 var Guðsteinn ráðinn yfir- læknir við dvalarheimilið Sunnu- hlíð í Kópavogi og gegndi hann því starfi til ársins 1996. Guðsteinn var félagi í Lions- hreyfingunni og starfaði innan hennar og var ennfremur félagi m.a. í Skógræktarfélagi Kópavogs og Samtökum herstöðvaandstæð- inga. Guðsteinn ritaði margar blaðagreinar um ýmis þjóðfélags- mál, ekki síst áfengismál sem hann lét sig mikið varða og sat um skeið í áfengisvarnaráði. Frá því að Guð- steinn hætti læknisstörfum til dauðadags vann hann sem sjálf- boðaliði á handritadeild Lands- bókasafnsins. Útför Guðsteins verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Eftirlifandi eigin- kona Guðsteins er Jón- ína Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Börn þeirra eru Stef- án, f. 1954, Rósa, f. 1956, Sigríður f. 1962, Hallgrímur, f. 1965, og Karl Jóhann, f. 1966. Guðsteinn varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1947. Hann hóf nám í norrænum fræðum við heimspekideild Há- skóla Íslands en settist í læknadeild skólans haustið 1949 og lauk þaðan lækna- prófi vorið 1956. Guðsteinn hóf læknisstörf á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sumarið 1956 og vann þar þangað til í janúar 1957 að hann tók við stöðu héraðslæknis á Suðureyi við Súgandafjörð sem hann gegndi til Í dag er Guðsteinn Þengilsson læknir kvaddur hinstu kveðju. Við vorum náfrændur því að mæður okkar voru systur. Þær voru úr hópi sex systkina, fæddar og upp- aldar í Fnjóskadal, sem af mætum manni var eitt sinn kallaður sól- skinskista Norðurlands. Öll eru systkinin látin og aðeins mæður okkar létu eftir sig afkomendur. Ekki er afkomendahópurinn þó stór, sérstaklega ekki mín megin, en Guðsteinn eignaðist með ágætri konu sinni, Jónínu Stefánsdóttur frá Purkugerði í Vopnafirði, fimm börn og eru barnabörnin níu. Vegna smæðar þessa afkomenda- hóps veit ég að Guðsteinn og Jón- ína lögðu mikla áherslu á að halda stöðugu sambandi við okkur frændsystkinin og var samgangur á milli okkar og þeirra ætíð mikill og góður. Gott var að fá þau í heimsókn og ennþá betra var að sækja þau heim. Hann var læknir að ævistarfi, einkar vinsæll og vel látinn, og ekki er að efa að ljúfmannlegt við- mót hans hefur haft góð áhrif á sjúklinga þá sem hann annaðist, en Guðsteinn var alveg sérstakur geðprýðismaður og léttur í lund. Réttlætiskennd hans var sterk og hann skipaði sér ungur í flokk þeirra sem vilja sem mestan jöfn- uð manna á meðal og var alla ævi trúr þeirri hugsjón sinni. Auk læknisstarfa hafði Guð- steinn mikinn áhuga á skógrækt og fylgdist vel með því sem var að gerast á þeim vettvangi en öðru fremur unni hann íslenskum fræð- um, einkum bókmenntum. Fyrstu tvö ár sín í háskólanum sat hann raunar í norrænudeildinni sem svo var iðulega kölluð í þá daga en hvarf þá frá námi og snéri sér að læknisfræðinni. En fræðin slepptu honum aldrei lausum, um það vitnar til dæmis bókasafn hans sem er orðið geysi- mikið að vöxtum. Vísur skrifaði hann upp og átti mikið safn slíkra og fór iðulega með. Hann var vel máli farinn og ritfær í besta lagi. Nægir því til marks að nefna ný- lega grein í tímaritinu Heima er bezt þar sem hann rekur skemmti- lega og fróðlega lífshlaup sitt og segir m. a. frá uppvexti sínum í Fnjóskadal, en þeim dal unni hann ætíð heitt svo sem gert hafði Rósa móðir hans. Fyrir löngu hóf hann að rita dagbækur, þar sem marg- víslegan fróðleik er að finna. Guðsteini er hér með þökkuð sú frændrækni sem hann veitti okkur frændsystkinum sínum. Jónínu konu hans og börnum þeirra og barnabörnum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Guðsteinn gleym- ist engum sem honum kynntust. Eiríkur Þormóðsson. Ég hef verið um það bil þriggja ára er ég hitti Guðstein Þengilsson fyrst. Við Bakkafjölskyldan vorum á leið til kirkju á Illugastöðum og biðum ferju á árbakkanum Þórð- arstaðamegin. Í fylgd með ferju- mönnum, Þórðarstaðabræðrum, var drengur heldur stærri en ég, hann kemur á móti mér og slitur upp blóm sem hann gefur mér. Það voru mín fyrstu kynni af Guð- steini. Þessi athöfn, þessi vináttutján- ing, reyndist táknræn fyrir öll samskipti okkar Guðsteins. Kynni okkar voru raunar lítil næstu árin. Það var ekki fyrr en ég byrjaði í barnaskóla sem þau hófust. Þá var ég orðinn 10 ára og við vorum í svokölluðum farskóla, þ.e. skóla- haldið fluttist milli staða. Við vor- um aðeins þrír piltar á skóla- skyldualdri í Illugastaðasókn og því var kennt heima hjá okkur, mánuð á hverjum stað. Kennari var Hallgrímur Sigfússon, stjúpi Guðsteins. Á þessum árum kynntist ég Guðsteini vel. Ekki var hægt að hugsa sér betri skólabróður en hann. Þótt hann væri bæði stærri og eldri var hann aldrei að nýta sér þá yfirburði sína heldur var alltaf ljúfur og hjálplegur, hvort heldur var í leik eða námi. Á þess- um árum tengdumst við órjúfandi vináttuböndum. Guðsteinn var námsmaður góður en lítt hneigður til búskapar og var því sjálfgefið að hann leitaði sér menntunar. Er ég flutti til Ak- ureyrar var hann byrjaður í MA og dvaldist hann hjá okkur tvö síð- ustu menntaskólaár sín. Deildum við þá herbergi og rúmi. Varð hann á þessum árum nánast einn af fjölskyldunni. Guðsteinn lauk læknisprófi 1956. Eftir 12 ára dvöl úti á landi og við nám erlendis gerðist hann árið 1968 heimilislæknir hjá Sjúkra- samlagi Reykjavíkur og síðar Sjúkrasamlagi Kópavogs. Vorum við þá báðir komnir með búsetu í Kópavogi stutt hvor frá öðrum. Tókust þá góð kynni með fjöl- skyldum okkar sem héldust æ síð- an. Brottflutningur minn til Hafn- arfjarðar gerði þó samfundi stopulli. Við Jenný sendum Jónínu, börn- um þeirra og allri fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðsteins. Sigurður V. Friðþjófsson. Síðast glaðir sigla í strand, sama er hvað þeir börðu, þeir sem aðeins áttu land, elskuðu það og vörðu. (Þorsteinn Erlingsson.) Guðsteinn Þengilsson var land- varnarmaður. Honum var landið kært og fólkið sem það byggir, saga þess og tunga. Hann gaf lítið fyrir þær persónur sem efla „út- lent grín“, til að mynda þá sem fá glýju í augu er þeir beina sjónum að hinu „heilaga“ þýsk-rómverska ríki nútímans, Evrópusambandinu. Hann var alinn upp í einum feg- ursta dal Norðurlands og sjálfsagt skildi hann aldrei við bernskuslóð- irnar þó að hann færi víða og lífs- starfið væri annars staðar unnið. Að minnsta kosti skildu átthag- arnir aldrei við hann. Þeir lifðu í honum, voru hluti af persónuleik- anum hvert sem hann bar, dal- urinn og fólkið sem þar átti heima fyrir miðja öldina sem leið. Og drengurinn úr dalnum, sem gerðist fjölmenntaður og margvís, átti í brjósti sér alla ævi drauminn um framtíðarlandið góða, um fagra „friðaröld með frelsisljómann bláa í augum sér“. Hann bar takmark- aða virðingu fyrir fjárplógsmönn- um sem „auði með okri safna, and- legri blessun hafna en setja sál í veð“ og vilja gína yfir því sem með réttu er sameign allra þegna landsins. Enn minni virðingu bar hann fyrir undirtyllum þeirra í sveitarstjórnum og á Alþingi, til dæmis því óhappafólki sem um þessar mundir vill færa Baugi lungann af áfengisgróðanum. Ef til vill orðaði enginn betur drauminn um framtíðarlandið en annar drengur úr norðlenskum dal en hann kvað vestur á sléttum Kanada um það landið sem ekki með onálag hátt í upphæðum neitt getur bæst, þar einskis manns velferð er volæði hins né valdið er takmarkið hæst og sigurinn aldrei er sársauki neins en sanngirni er boðorðið æðst. Guðsteinn Þengilsson var læknir okkar í áratugi. Og hann var meira en það. Hann var góður vinur og skemmtilegur félagi. Ógleyman- legar eru margar stundir á heimili þeirra Jónínu Stefánsdóttur. Þar voru þjóðlegar veitingar bornar fram af rausn og myndarskap. En þó var meira um vert að njóta samskiptanna við þau. Skáldskap- ur og saga þjóðar og heims voru tíðum umræðuefnin. Guðsteinn var prýðilega fróður um bókmenntir, sagnfræði og hvers konar vísindi og hann hafði einnig á hraðbergi ótal lausavísur og vissi tildrög þeirra margra. Bækur voru í þeim hávegum hafðar á heimilinu að varla fannst þar bóklaust herbergi, tæpast bókalaus veggur. Bæði hófu þau að læra bókband á efri árum og bar safn þeirra merki um það. Norðlenski daladrengurinn kvaddi snögglega. Bjart ljós gáfna hans og rökvísi brennur ekki leng- ur. Við Björg vottum Jónínu og öðrum ástvinum djúpa samúð. Gefi Guð honum nú raun lofi betri. Ólafur Haukur Árnason. Ég kynntist Guðsteini Þengils- syni fyrst haustið 1944 þegar við settumst báðir í fjórða bekk stærðfræðideildar Menntaskólans á Akureyri. Hann var ættaður úr Suður-Þingeyjarsýslu. Þegar ég og fleiri kunningjar mínir fórum að spjalla við hann kom í ljós að hann hafði lesið mikið; meira en margir okkar. Hann hafði á reiðum hönd- um tilvitnanir í gríska heimspek- inga sem við við höfðum naumast heyrt nefnda. Hann hafði greini- lega velt fyrir sér „heimsfræði“ (kosmológíu); vissi t.d. að alheim- urinn er að þenjast út. Hann átti til að brydda upp á umræðuefnum sem voru flestum okkar framandi á þeim árum, svo sem spurning- unni um hvort vilji mannsins væri frjáls eða ekki. Alkunna er að Þingeyingar voru á fyrri hluta síð- ustu aldar í forystu fyrir öðrum landsmönnum á ýmsum sviðum; ekki síst í menningarefnum, og bókaeign og lestur bóka var þar almennari en víða annarsstaðar. Mér fannst Guðsteinn bera þess merki. Hann var þó alveg laus við við þann „háa loftþrýsting“ sem ýmsir þóttust merkja hjá Þing- eyingum. Guðsteini gekk vel námið í stærðfræðideildinni og við urðum báðir stúdentar frá MA vorið 1947. Mig grunar að hann hafi haft áhuga á fleiru en þar var kennt; ekki síst ýmsum húmanískum fræðum. Á okkar menntaskólaár- um á Akureyri var latína ekki kennd þar í stærðfræðideildinni. Flest okkar held ég að hafi fagnað því að vera laus við hana. En ég er ekki alveg viss um Guðstein. Svo mikið er víst að eftir stúdentspróf tók hann sig til og lærði latínu. Veit ég ekki til að fleiri okkar stærðfræðideildarstúdenta frá MA af árgangi 1947 hafi gert það. Guðsteinn fór í læknisfræðinám í Háskóla Íslands, útskrifaðist á tilsettum tíma og gerðist eftir það læknir á nokkrum stöðum úti á landi. Síðar opnaði hann lækna- stofu í Reykjavík og starfaði auk þess sem öldrunarlæknir í Kópa- vogi. Eftir að hann var hættur læknisstörfum starfaði hann nokk- uð í Þjóðarbókhlöðunni við að skrásetja bréfasöfn. Hitti ég hann þá stundum ef ég átti erindi þang- að. Fyrir kom að við fengum okkur þar kaffi saman og röbbuðum um heima og geima. Þar á meðal um útþenslu alheimsins og önnur heimsfræðileg efni. Fann ég að áhugi hans á þeim viðfangsefnum hafði ekkert dvínað frá því á menntaskólaárunum. Hann var veitandinn í þeim umræðum frem- ur en ég. Hafði hann orð á því að ef hann væri ungur í dag gæti hann vel hugsað sér að fara í há- skólanám í þeim fræðum. Guðsteinn var einstaklega hóg- vær maður og mjög samviskusam- ur. Stakur öðlingsmaður sem hvergi mátti vamm sitt vita. Hann var gæfumaður, bæði í starfi og einkalífi; giftist mikilli ágætiskonu, Jónínu Stefánsdóttur, og þau eign- uðust fimm mannvænleg börn, þrjá syni og tvær dætur. Nú að leiðarlokum vil ég þakka kynnin við Guðstein Þengilsson. Það er mannbót að því að kynnast mönnum eins og honum. Eftirlif- andi eiginkonu hans, börnum og fjölskyldum þeirra, votta ég ein- læga samúð. Blessuð sé minning Guðsteins Þengilssonar. Jakob Björnsson. Fallinn er að foldu farsæll og góður drengur, hugsjónamaður um heilbrigðara og betra mannlíf, heill í hverju einu er hann sér fyrir hendur tók. Hann var einn þeirra alltof fáu í hans stétt sem börðust af einlægni hjartans og hollum rökum gegn því mikla böli sem af áfengisneyzlu stafar, orð hans vógu þungt, því þau voru studd mikilli og biturri reynslu hans í læknisstarfi og einkar góðri grundvallarþekkingu á málum. Ég átti með honum nokkra sam- leið á þeim vettvangi og fann glöggt hversu hann hafði gjör- hugsað og kynnt sér allar hliðar þessa mikla vandamáls, öfgalaus í rökhugsun sinni með öflugar stað- reyndir í farteskinu máli sínu til stuðnings. Slíka menn er gott að eiga að í æranda áfengisdýrkunar- innar, þar sem öll vandamál eru vandlega falin og skrautumbúðir skrumsins gilda einar. Fyrir hönd Bindindissamtak- anna IOGT eru færðar miklar og einlægar þakkir fyrir veitula lið- veizlu um langan veg, í hans smiðju var farsæl föng að finna. Ég hlýt einnig að þakka Guð- steini samfylgd á þjóðmálasviði, þar fór róttækur mannúðarsinni sem átti þann hugsjónaeld er aldr- ei fölskvaðist. Það var mannbætandi að kynn- ast Guðsteini Þengilssyni, finna þennan undurhlýja undirtón góðra eiginda með ívafi glettni og gam- ansemi er einkenndu þennan sanna dreng. Eiginkonu hans og börnum eru færðar innilegar samúðarkveðjur. Mikil og einlæg þökk fylgir saknaðarkveðjum í minningu þessa mannkostamanns. Helgi Seljan. Kynni okkar Guðsteins Þengils- sonar hófust þegar hann að loknu stúdentsprófi kom til náms í Há- skóla Íslands haustið 1947 og inn- ritaðist í norrænudeild, en í henni hafði ég þá stundað nám einn vet- ur. Það var engin tilviljun að Guð- steinn skyldi velja sér þá náms- braut. Áhugi hans á íslenskum fræðum, íslensku máli, bókmennt- um og sögu þjóðarinnar var hon- um í blóð borinn og síst hafði upp- eldið í þingeyskri sveitamenningu orðið til að slæva þá erfðavísa. Á þessum vettvangi taldi hann sig mundu finna starf sem hæfði fram- tíðardraumunum um gott ævistarf. Við áttum víst þennan draum sam- eiginlegan og ef til vill var eitthvað fleira á áhugasviðinu sem dró okk- ur saman fljótlega eftir að kynni okkar hófust. Námsskipan í norrænudeildinni var þannig háttað að það var farin sameiginleg hringferð yfir náms- efnið og kom hver námsmaður þar inn í hringinn sem yfirferðin stóð þegar hann kvaddi þar dyra hjá prófessorunum. Áttu nemendur því að nokkru leyti samleið í nám- inu hvort sem þeir voru þar á fyrsta eða fimmta námsári sínu. Við Guðsteinn fundumst því fljótt GUÐSTEINN ÞENGILSSON Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.