Morgunblaðið - 09.12.2004, Síða 45

Morgunblaðið - 09.12.2004, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 45 MINNINGAR „Dáinn, horfinn!“ – Harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir. En ég veit að látinn lifir; það er huggun harmi gegn. (Jónas Hallgr.) Nú er hann Stebbi vinur minn lát- inn. Löngu fyrir aldur fram. Þessi lífsglaði kraftmikli drengur sem var hvers manns hugljúfi. Ég varð þeirr- ar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast þessum gaur. Leiðir okkar lágu sam- an seint á síðustu öld þegar ég slóst í för með Sverri Kr. í jeppatúr. Hann hafði skipulagt ferð upp á Hveravelli um Kjöl og síðan átti að fara norður fyrir Langjökul og koma niður í Húsafell um Arnarvatnsheiðina. Það var eins og við manninn mælt, með okkur tókst mikill vinskapur. Æ síðan hef ég litið á hann sem minn nánasta vin. Það leið varla sá dagur að við töl- uðumst ekki við í síma eða renndum við í kaffi hvor hjá öðrum. Stebbi hafði mörg áhugamál, flest tengd bíl- um. Hann var um tíma einn okkar fremsti rallökumaður, einnig keppti hann í kvartmílu og sandspyrnu þar sem hann varð Íslandsmeistari að minnsta kosti einu sinni. Hann spilaði í hljómsveitum, barði húðir, söng, samdi lög og texta. Við spiluðum bad- minton saman tvisvar í viku, þar var kappið stundum svo mikið að það lá við að menn sködduðu sig í hita leiks- ins. Stebbi gaf nefnilega aldrei eftir, STEFÁN REYNIR ÁSGEIRSSON ✝ Stefán ReynirÁsgeirsson fædd- ist hinn 3. júní 1962. Hann lést af slysför- um í Vonarskarði 27. nóvember síðastlið- inn og var jarðsung- inn frá Grafarvogs- kirkju 3. desember. hann lagði sig hundrað prósent í allt sem hann tók sér fyrir hendur. Jeppatúrarnir sem við fórum í saman voru fjöl- margir og alltaf var hann hrókur alls fagn- aðar. Stebbi var af- burðaökumaður í snjó og ófærð og fann nær alltaf leið til að komast á áfangastað. Þegar við komum í skála að kveldi dró Stebbi fram potta og pönnur og galdraði fram ljúffenga rétti sem hann deildi með okkur hinum. Hann naut þess að elda góðan mat og gera vel við félaga sína. Ef eitthvað bilaði hjá einhverjum í hópn- um var Stebbi fyrstur til að skríða of- an í húdd eða undir bíl til að redda málunum. En nú er þessi ljúfi dreng- ur farinn. Við fórum saman í þína hinstu för og eins og alltaf, var bara gaman allt þar til að þú, fíflið þitt, eins og þú sagðir svo oft, mættir örlögum þín- um. Nýsmíðaði ofurjeppinn var að virka fyrir þig í fyrsta skipti og auð- vitað varðst þú að láta reyna á hann. Í hita leiksins gáðir þú ekki að þér og svo fór sem fór. Hér eftir verður þú að gera þér það að góðu að vera kóari hjá mér. Vinur minn, hvíldu í friði. Ég veit að þú ert að reyna að finna út hvernig þú gætir komið þér upp túrbóvængjum. Þú finnur án efa útúr því. Fjölskyldu Stefáns votta ég dýpstu samúð mína. Árni Bald. Elsku pabbi minn. Mig langar að senda þér smá kveðju, þó að kynni okkar hafi verið stutt. Ég fékk þó að hitta þig og sjá eftir 13 ára aðskilnað. Og við bara smullum saman eins og við hefðum alltaf verið í sambandi. Það var svo gott að fá að hitta þig og faðma, fá að fara með þér á æfingu hjá hljómsveitinni þinni og hlusta á ykkur spila og syngja. Þessar stundir lifa í minningu minni og allar þær myndir sem mamma hefur látið mig fá af þér og sagt mér skemmtilegar sögur um þær myndir, bæði þegar þið voruð í Snarfara, fóruð í siglingu á Moby Dick-bátnum sem þið áttuð og margt margt fleira. Elsku pabbi, nú kveð ég þig á þess- ari erfiðu stundu. Ég veit að við eig- um eftir að hittast fyrir handan á grænu ökrunum. Ástarkveðja. Þinn sonur Guðjón Einar. Ég vil minnast þín, kæri vinur, og liðinna góðra gleðistunda. Ég man alltaf þig með svuntuna og öll matarboðin. Þökk fyrir. Elsku Hidda, Davíð og þið öll sem eigið um sárt að binda, guð geymi ykkur öll. Kom, huggari, mig hugga þú. Kom hönd og bind um sárin. Kom dögg og svala sálu nú. Kom sól og þerra sárin. (V. Briem.) Jóna Jóhannsdóttir. Kæri vinur. Mig langar til að kveðja þig með örfáum orðum. Ég hitti þig síðast á föstudaginn þegar ég kom með bílinn minn í viðgerð til þín. Svo ætlaðir þú að koma í heimsókn og skoða nýju íbúðina mína. Það er svo erfitt að trúa að þú skulir vera farinn frá okkur, þú sem varst alltaf svo hress og alltaf tilbúinn að hjálpa, það var aldrei neitt mál. Þín er sárt sakn- að, elsku Stebbi minn. Ég mun fylgj- ast með Hiddu og Davíð Þór fyrir þig. Elsku Hidda, Davíð Þór og að- standendur, ég votta ykkur mína innilegustu samúð. Þín vinkona Ellý. Eitt af því sem mér þykir hafa einkennt ömmu mína framar öðru var umhyggja hennar fyrir öðrum. Sú umhyggja ömmu minnar kom vitaskuld best í ljós í því marga smáa og stóra sem hún gerði fyrir ástvini sína, en einnig í sjálfboðaliðastarfi hennar í gegnum árin, til dæmis fyrir Rauða krossinn í búð samtakanna á Laugaveginum. Pabbi minn stríddi ömmu stundum á því að hún seldi ekki flíkurnar þar, heldur gæfi þær eða borgaði fyrir þær sjálf. Kannski kom það fyrir. Það kæmi mér ekki á óvart ef svo væri, af því að amma mín bar mikla samúð fyrir öðrum. Hún hafði hugann við aðra áður en hún hugsaði um sjálfa sig og hún vildi láta gott af sér leiða. Amma spurði mig stundum af hverju stjórnmálamenn leiddust út í pólitík. Hún vildi vita hvort ég héldi það væri vegna hugsjóna þeirra eða framapots. Ég vissi aldrei almenni- lega hvernig ég átti að svara ömmu minni þessu og kannski þess vegna spurði hún mig aftur og aftur. En við komumst aldrei að endanlegri niður- stöðu, heldur sagðist ég halda að það hlyti að vera bæði vegna hugsjóna og hégóma sem menn leiddust út í póli- tík. Ég sagðist halda að stjórnmála- menn vildu hafa áhrif á samfélag sitt, og til þess hefðu þeir sínar aðferðir. Amma hafði sömuleiðis sínar aðferðir MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR ✝ Margrét Sigurð-ardóttir fæddist í Reykjavík 3. janúar 1923. Hún lést á líkn- ardeild Landspítal- ans í Kópavogi að- faranótt mánudagsins 22. nóvember síðastlið- ins og var útför hennar gerð frá Ás- kirkju 1. desember. til þess að láta gott af sér leiða, en sú pólitík byggðist aldrei á framapoti eða hégóma. Hún byggðist á þeim eiginleika ömmu minn- ar að vilja rétta öðrum hjálparhönd. Amma var kærleiksrík manneskja rétt eins og afi, og þessi kærleikur lifir enn í dætrum þeirra þremur. Guð blessi þig, amma mín, Magnús Sigurðsson. Í dag er kvödd frábær kona, Mar- grét Sigurðardóttir. Ég kynntist Margréti þegar ég fór að vinna sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossi Íslands. Þetta var síðla árs ár- ið 2000 og verkefnið var afgreiðsla í verslun sem seldi notuð föt. Allur ágóði af þessari verslun er látinn renna í góðgerðarstarfsemi. Þegar ég byrjaði var nýbúið að opna verslun á Hverfisgötunni og hafði Margrét byrjað þar þegar búðin var opnuð. Ég hætti fljótlega sem sjálfboða- liði, var fengin til að sjá um rekstur búðarinnar. Fljótlega flutti búðin í stærra og betra húsnæði að Lauga- vegi 12 og sjálfboðaliðum fjölgaði og öll umsvif urðu meiri. Margrét var ákaflega ungleg og skemmtileg kona og þegar þetta var var hún komin yfir sjötugt, en það gat nú ekki nokkrum manni dottið í hug sem ekki vissi betur. Hún var bara ung, ung í anda og ung í klæða- burði. Margrét fylgdist vel með því sem var að gerast í menningarlífinu, hún fór á tónleika og í leikhús, að ógleymdum kaffiboðunum sem hún fór í eða bauð vinum sínum. Margrét var alveg ótrúlega dugleg og æðrulaus – þegar hún var orðin lasin og þurfti meðhöndlun lækna lét hún það ekki stoppa sig. Hún mætti alltaf í búðina á sínum dögum og tók jafnvel aukavaktir. Það fór ekki fram hjá okkur hinum að sjúkdómurinn var erfiður og að Margrét, sem var alltaf grönn, grenntist mikið. En hún var alltaf svo létt í lund og sagði bara að læknarnir hefðu nú ráð undir hverju rifi og hélt sínu striki. Margrét var síðast við afgreiðslu tveim vikum áður en hún lést. Mér finnst ég ríkari fyrir að hafa kynnst svona frábærri dömu, hún var sannkölluð Reykjavíkurdama og bæði ég og allar þær góðu konur sem vinna óeigingjarnt sjálfboðið starf í Rauðakrossbúðinni L 12, söknum hennar mikið. Blessuð sé minning hennar. Guðrún Sigurjónsdóttir. Mig langar að kveðja yndislega vin- konu með nokkrum orðum og þakklæti í huga fyrir að hafa fengið að þekkja hana í hartnær 40 ár. Guðrún var einstök kona á svo margan hátt, að hún verður minni fjölskyldu ætíð minnisstæð. Við áttum heima í sama húsi í mörg ár og þar kynntumst við fyrst. Báðar frá Akureyri, svo við áttum ým- islegt sameiginlegt þaðan. Ég kynntist flestum hennar systkinum og oft skemmtum við okkur við spil. Já, spilaborðið var oft dregið fram og var mikið glens og gaman þegar einhver gerði vitleysu, en það var nú bara partur af spila- mennskunni! Við Gunna vorum trúnaðarvinir alla tíð og margt málið var leyst hjá okkur með góðum árangri. Hún var einstaklega umtalsgóð og aldrei heyrði ég hana tala illa um nokkra manneskju. Hún var æðru- laus kona og lifði eftir því, enda gott að vera nálægt henni og um- gangast hana. Guðrún var stórglæsileg kona, bæði sem ung og einnig sem vel fullorðin kona. Maður tók strax eftir hennar sterka persónuleika sem hún bar með sér, síðan var hún alltaf vel tilhöfð og hafði alltaf áhuga á að klæðast fallega, enda með mjög góðan smekk. Þessu hélt hún til dauðadags. Dóttir mín sagði við mig fyrir stuttu, en þá vorum við nýkomnar úr heimsókn frá Guðrúnu: „Mamma, ég trúi ekki að hún Gunna sé 87 ára, það er bara ómögulegt.“ Elsku Ragna mín, Steffý, Sunna, Kjartan og Áslaug, við Jóhanna sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur, eins tengdabörnum og öllu hennar skyldfólki sem örugg- lega saknar ömmu Gunn. Það er tómarúm í hjarta mínu, þessum kafla er lokið, en minning- arnar lifa ætíð. Hvíli hún í friði. Ásta Hauksdóttir. Jæja, þá kveðjumst við í bili, elsku amma mín. Að sjálfsögðu er það sárt en á sama tíma gleðst ég yfir að þú sért nú á betri stað. Mér GUÐRÚN RAGNARS ✝ Guðrún Ragnarsfæddist á Akur- eyri 2. júlí 1917. Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi 22. nóvember síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Há- teigskirkju 6. desem- ber. finnst einhvern veg- inn að þrátt fyrir langa ævi hafir þú átt stutt ævikvöld, þú varst svo hress og skemmtileg fram á síðustu stundu. Þegar þú varst við dauðans dyr og ég bað þig að hafa ekki áhyggjur, þá tókst þú því eins og þín var von og vísa: „Ég hef sko ekki áhyggjur af því, það gerist bara sem á að gerast,“ sagðir þú. Við áttum margar góðar stundir saman, amma mín, og vorum alltaf góðir vinir. Ég mun minnast þessara stunda með hlýju alla tíð. Því miður fækkaði samverustundum okkar í seinni tíð, en alltaf var jafn gaman og gott að hitta þig þegar við vorum á landinu. Þá tókst þú okkur allt- af eins og við hefðum hist daginn áður, jafnvel þó að margir mán- uðir hefðu liðið. Þú gerðir aldrei neinar sérstakar kröfur til okkar, nema þær að þú vildir að við vær- um hamingjusöm og að okkur liði vel. Þegar Þórey kom inn í mitt líf tókst þú henni óhikað opnum örmum og lést hana, strax frá upphafi, finna að hún væri vel- komin og ein af okkur. Stundum fannst mér eins og þú hefðir þekkt hana lengur en ég, svo vel fór á með ykkur. Við Davíð og Heklu varstu alltaf einstaklega góð og þökkum við fyrir að þau hafi fengið að kynnast þér líka. „Þið eruð bara svo ágæt,“ sagðir þú oft við okkur og einhvern veg- inn var maður alltaf upp með sér, því að það var sagt af svo mikilli hlýju. Jæja, elsku amma, við spjöllum saman síðar. Davíð og Hekla biðja þig að passa Lúður fyrir okkur. Þú munt lifa með okkur í minn- ingunni, okkur sem erum svo lán- söm að hafa fengið að hafa þig hjá okkur svona lengi. Þú varst bara svo ágæt! Magnús. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist val- kosturinn „Senda inn minningar/af- mæli“ ásamt frekari upplýsingum). Undirskrift Minningargreinahöfund- ar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynn- ingu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. pix@mbl.is Minningar- greinar www.mosaik.is LEGSTEINAR sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960 Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát ástkærs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður og afa, INGA Ú. MAGNÚSSONAR fyrrv. gatnamálastjóra, Einimel 26, Reykjavík. Herdís Hall, Steinunn Gunnarsdóttir, Helgi S. Helgason, Jenný Sandra Gunnarsdóttir, Sigurbjörn Gunnarsson, Gunnar Leó Gunnarsson, Bára Dagný Guðmundsdóttir, Magnús Kristinn Ingason, Kristín Hafsteinsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.