Morgunblaðið - 09.12.2004, Qupperneq 46
46 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
var úr nöfnum lukkupottsins í síð-
ustu viku en góð þátttaka var í leikn-
um. Elfa Björk Hjálmarsdóttir vann
lukkupottinn og er hún hér með
gjafabréf fyrir ferðinni í höndunum.
GESTIR sem gerðu vefsíðu Morg-
unblaðsins, mbl.is, að upphafssíðu
sinni áttu þess kost að skrá nafn sitt í
lukkupott þar sem mögulegt var að
vinna ferð til Bandaríkjanna. Dregið
Morgunblaðið/Sverrir
Vann ferð til Bandaríkjanna
STJÓRNENDUR Tækniháskóla Ís-
lands hafa sent frá sér eftirfarandi
yfirlýsingu sem Stefanía Katrín
Karlsdóttir, rektor skólans, skrifar
undir:
„Frumvarp til laga um afnám laga
nr. 52/2002 um Tækniháskóla Ís-
lands hefur verið lagt fram á Alþingi.
Í greinargerð frumvarpsins sem
fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneyt-
isins gerir við frumvarpið segir, m.a.:
„Tækniháskóli Íslands hefur verið
rekinn með halla frá því að hann var
stofnaður um mitt ár 2002 og nam
uppsafnaður halli 127 m.kr. í árslok
2003. Í kostnaðarumsögn þessari er
gert ráð fyrir að hallinn verði á bilinu
110–125 m.kr. um mitt ár 2005 og að
hann færist ekki yfir á nýjan skóla.“
Eins og fram kom í ræðu mennta-
málaráðherra á Alþingi 7. desember
sl., þegar hún mælti fyrir frumvarp-
inu, þá lagði hún áherslu á að upp-
safnaður halli skólans er tilkominn
vegna gamla Tækniskólans og er það
vegna halla, biðlauna og óhagstæðs
húsnæðis sem Tækniháskólinn tók
yfir við stofnun hans.
Stjórnendur Tækniháskóla Ís-
lands vilja taka fram að þegar
Tækniháskólinn var stofnaður um
mitt ár 2002, tók hann við öllum
skuldbindingum Tækniskólans, þar
með talið miklum rekstrarhalla,
óhagstæðu húsnæði og biðlauna-
kostnaði starfsmanna. Uppsafnaður
halli Tækniskólans hefur ekki enn
verið greiddur að fullu. Stjórnendur
Tækniháskólans hafa lagt mikla
vinnu í það að snúa rekstri skólans
við og hefur það tekist mjög vel. Að
teknu tilliti til fyrri skuldbindinga
hefur Tækniháskólinn verið rekinn
hallalaus frá stofnun hans og gera
áætlanir ráð fyrir jákvæðri rekstr-
arniðurstöðu árið 2004.“
Hallinn vegna gamla
Tækniskólans
FÉLAGAR í Samtökum íslenskra
barna- og unglingabókahöfunda
skora á „stjórnvöld og aðra gæfu-
smiði þessa lands að standa við skuld-
bindingar sínar, virða grundvallarvið-
horf flestra Íslendinga og fremja ekki
órétt eða standa í stríðsrekstri í nafni
þeirra,“ segir m.a. í ályktun sem bor-
ist hefur Morgunblaðinu. Undir hana
skrifa 30 rithöfundar.
Í ályktuninni segir að stríðsátök
ríkja og innan ríkja magnist með
hverjum áratug og nýjar aðferðir
valdi því að allt að 90% fórnarlamba
stríða séu óbreyttir borgarar en ekki
hermenn. „Samkvæmt tölum frá
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hafa
yfir 2 milljónir barna verið drepnar í
styrjöldum síðasta áratug, 4-5 millj-
ónir hafa örkumlast og 12 milljónir
barna misst heimili sín,“ segir þar
m.a. Einnig segir að kynslóðir vaxi
upp við varanlegt stríðsástand, yfir
300 þúsund börn séu notuð sem her-
menn og þau oft misnotuð kynferð-
islega.
„Íslendingar hafa, eins og 192 aðr-
ar þjóðir, skrifað undir og staðfest
Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
frá 1989. Barnasáttmálinn er einstakt
plagg í sögu mannréttindalöggjafar
og kveður á um heilaga skyldu manna
til að vernda börn og um rétt allra
barna til mannsæmandi lífs og upp-
eldisskilyrða sem stuðla að farsælum
þroska þeirra,“ segir einnig.
Íslendingar standi
ekki í stríðsrekstri
helgin ❊ kemur í dag!
helgin er skemmtilegt vikublað
sem berst landsmönnum
í póstkassann í dag
í blaðinu eru frábær tilboð
auglýsenda ásamt tillögum
að afþreyingu helgarinnar
helginni er dreift í
100 þúsund eintökum
um land allt
helg in
V I K U L E G A
fim
m
tu
d
a
g
u
r
0
9
1
2
0
4
ljósm
ynd B
rink
P i a f o g
í s l e n s k a
þ j ó ð i n
v i ð t ö l • k r o s s g á t a • d a g s k r á h e l g a r i n n a r • a f þ r e y i n g • s k e m m t u n
❊ góða helg i
Leiksýningin um Edith Piaf í Þjóðleikhúsinu
hefur slegið í gegn og þá ekki síst stórleikur
Brynhildur Guðjónsdóttur. „Hún var
merkileg manneskja og mikill listamaður,“
segir leikkonan en út er kominn
geisladiskur með söng hennar í þessari
sýningu sem hálf þjóðin hefur séð.
Brynhildur er í viðtali á bls. 8.
Lyfja Lágmúla og Lyfja Smáratorgi
Opið 8-24 alla daga
auglýsingapantanir í síma 569 1111
V I K U L E G A
BÆJARMÁLAFÉLAG Frjálslynda
flokksins á Húsavík ítrekar fyrri
ályktun sína frá því 15. sept. sl. þar
sem félagið skoraði á stjórnvöld að
bregðast þegar við þeim alvarlega
vanda sem blasti við Mývatnssveit,
þegar starfsemi Kísiliðjunnar legð-
ist af.
Í ályktun segir: „Fyrirsjáanlegt
er, að það hafi alvarlegar afleið-
ingar á atvinnu- og byggðaþróun
um alla Suður-Þingeyjarsýslu og
má sem dæmi um það nefna að
Mánafoss er hættur strandsigl-
ingum frá Húsavík.
Bæjarmálafélag Frjálslynda
flokksins lýsir vonbrigðum með
ótrúlegt sinnuleysi og tómlæti
stjórnvalda í þessu máli.“
Bregðast þarf
við vandanum
KASJA Blasik sem slasaðist þeg-
ar bifreið var ekið á hana í Sand-
gerði 29. nóvember sl. er fisk-
vinnslukona hjá Ný-fiski í
Sandgerði. Í viðtali við hana í gær
var ranglega farið með nafn fyr-
irtækisins. Beðist er velvirðingar á
því.
Galdra-Loftur
eftir Jón Ásgeirsson
Á baksíðu blaðsins í gær var
rangt farið með höfund forleiks að
Galdra-Lofti sem er á dagskrá tón-
leika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í
kvöld. Höfundurinn er Jón Ásgeirs-
son. Beðist er velvirðingar á þessu.
LEIÐRÉTT
Vinnur hjá Ný-fiski
HEIMDALLUR harmar ákvörðun
stjórnvalda um 7% gjaldhækkun á
sterku víni og tóbaki. Í ályktun frá
Heimdalli segir ennfremur:
„Það skýtur skökku við að í kjöl-
far fyrirhugaðra tekjuskattalækk-
ana grípi stjórnvöld til þess ráðs að
hækka neysluskatta í stað sparnaðar
í ríkisrekstrinum.
Áfengisskattar á Íslandi eru þeir
hæstu í heiminum og eiga rætur sín-
ar að rekja til áfengisstefnu sem
lagður var grundvöllur að fyrir 69
árum síðan þegar áfengisbanni var
aflétt að hluta.
Nágrannar okkar á Norðurlönd-
unum hafa verið að lækka álögur
sínar á áfengi. Þannig lækkuðu Dan-
ir áfengisgjöld í október 2003 um
45%. Finnar lækkuðu áfengisskatt
um 33% og Svíar stefna á 30–40%
lækkun. Það er undarlegt að á með-
an nágrannaþjóðir okkar stefna að
lækkun áfengisgjalda halda íslensk
stjórnvöld áfram að hækka álögur
sínar. Þannig var áfengisskattur á
sterku víni hækkaður um 15% árið
2002 og nú aftur um 7%.
Neyslustýringarskattar á borð við
áfengis- og tóbaksskatt byggjast á
forsjárhyggju ríkisins gagnvart
þegnum sínum. Ríkið á ekki að
ákveða neyslu einstaklinga með
skattlagningu heldur eiga þeir sjálf-
ir að hafa frelsi til að ákvarða eigin
neyslu.“
Harmar hækkun gjalda á áfengi
Fréttir á SMS