Morgunblaðið - 09.12.2004, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 09.12.2004, Qupperneq 60
NÝDÖNSK verður með tónleika í Iðnó í kvöld og ætlar að flytja sama efni og sveit- in flutti með Sinfóníuhljómsveit Íslands á þrennum tónleikum fyrir fullu Háskólabíói í byrjun nóvember. Hljómsveitinni til full- tingis verður strengjakvartett en tónleik- arnir eru hluti af tónleikaröðinni „…allt fram streymir“ á vegum Tonlist.is. Nýdönsk er jafnframt búin að senda frá sér plötuna og mynddiskinn Skynjun með efni frá tónleikunum með Sinfón- íuhljómsveitinni. Inniheldur geisladisk- urinn níu lög. Á mynddisknum er að finna þessi sömu níu lög auk viðtala við hljóm- sveitarmeðlimi og upptöku frá útgáfu- tónleikum plötunnar Hunang í Þjóðleik- húsinu árið 1993. Tvö ný lög „Þetta voru níu lög í það heila og þau eru öll á diskunum. Þetta eru tónleikarnir í heild sinni eins og þeir komu fyrir,“ segir Stefán Hjörleifsson, gítarleikari í Ný- danskri, en tónleikarnir voru teknir upp föstudaginn 5. nóvember. Tvö ný lög er þarna að finna, „Hvað kostar hamingjan?“ sem er eftir Ólaf Hólm, trommara sveitarinnar, en textinn er eftir Björn Jr. Friðbjörnsson söngvara, sem einnig samdi hitt nýja lagið, „Söku- dólgur óskast“. Fjórði meðlimurinn í sveit- inni er svo Jón Ólafsson, píanóleikari og söngvari. Lagavalið var úthugsað. „Mörg laganna þarna hafa ekki heyrst mikið. Þetta eru ekki okkar útjöskuðustu smellir. Við vildum fara þá leið að finna lög, sem hentuðu þessum búningi. Við vildum búa til einn hljóðheim, lausan við togstreitu sem oft myndast milli sinfóníuhljómsveita og poppsveita,“ útskýrir Stefán en sveitin fékk hrós fyrir að takast það í dómum um tónleikana. Hölluðu sér aftur í hógværð „Okkur fannst að við þyrftum að nota hljómsveitina fyrst við vorum með 75 manns á launaskrá. Við hölluðum okkur aft- ur sjálfir og nutum þess að vera inni í þess- um hljóðheimi. Við fórum í þetta með ákveðinni hógværð af okkar hálfu og reyndum að falla inn í hljómsveitina,“ segir Stefán en meðlimir spiluðu eingöngu á óraf- mögnuð hljómfæri, hann á kassagítar og Jón á flygil. „Trommusettið er mjög lítið, hann spilar meira og minna með burstum á settið.“ Nýdönsk fékk Kjartan Valdemarsson og Samúel Jón Samúelsson úr Jagúar til að út- setja lögin fyrir sig. „Við gerðum það til að hafa þetta aðeins djassskotið. Við höfðum vit á því að fela öðrum þetta en okkur sjálf- um til að fá nýtt blóð í þetta,“ segir Stefán, sem er ánægður með útkomuna. „Þetta er einhver samsuða sem smellpassaði.“ Stefáni fannst þetta skemmtileg lífs- reynsla. „Þetta var mjög gaman. Það eru ekki allir sem fá svona tækifæri, að fá svona frábæra hljómsveit og frábæran stjórnanda, Bernharð Wilkinson, upp í hendurnar. Þetta er gríðarlega kostnaðarsamt verkefni að fara í og er borin von að geti borgað sig á eðlilegum markaðsforsendum. Á meðan þetta er sett inn í opinbert styrkta sinfóníuhljómsveit er þetta hægt.“ Stefán segir þetta merkan áfanga fyrir hljómsveitina, sem hefur starfað frá árinu 1987, þótt hann búist ekki við því að það hafi einhver ákveðin áhrif á stefnu hennar. „Þetta er afmarkað verkefni og þannig séð einn af hápunktunum fyrir okkur sem hljóm- sveit. Hvað kemur næst, getur verið eitthvað allt annað. Við erum ekkert endilega að gera eitthvað svipað aftur,“ segir hann en Ný- dönsk er ekki farin að huga að næsta verk- efni. „Þessi hljómsveit á að vera til. Við vilj- um síður gera plötur nema við höfum eitthvað fram að færa. Næst þegar við ger- um plötu, hvort sem það verður á næsta ári eða eftir fimm ár, þá er það skilyrði að það verði til nóg efni að moða úr áður en við för- um af stað.“ Tónleikarnir í Iðnó í kvöld hefjast kl. 21 og eru sendir út í beinni á Tonlist.is. Áður en Nýdönsk stígur á stokk ætlar Gunnar Bjarni Ragnarsson og hans hugarfóstur, Frogs- planet, að leika nýtt efni. „Við ætlum að spila öll þessi níu lög og meira til og ætlum að kalla til fjórar stúlkur úr Sinfóníunni. Við erum búin að minnka út- setningarnar og laga þær að skipaninni á tónleikunum,“ segir Stefán. Þetta eru áttundu tónleikarnir í röðinni og segir Stefán, sem er jafnframt fram- kvæmdastjóri Tonlist.is, að vel hafi tekist til með tónleikaröðina. „Það hafa frá nokkur hundruð upp í nokkur þúsund verið að horfa á Netinu og nánast alltaf fullt hús í Iðnó. Þetta hefur lukkast vel og klárlega eitthvað sem er komið til að vera.“ Vildum búa til einn hljóðheim Tónlist | Nýdönsk gefur út plötu og mynddisk með Sinfóníutónleikunum Nýdönsk á æfingu ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir tónleikana í nóvember. Skynjun er komin út á geisla- og mynddiski. Nýdönsk verður með tónleika í Iðnó í kvöld, sem verða sendir út í beinni á Tonlist.is. ingarun@mbl.is Morgunblaðið/Golli 60 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Richard Gere Jennifer Lopez Susan Sarandon Sýnd kl. 8.Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12 ára. BLANCHARD RYAN DANIEL TRAVIS Les Marchands de sable (Svefnsandur) sýnd kl. 6. Miðaverð 700 krónur. Allar myndir m. enskum texta. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6.10. Ísl. tal./ Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. Enskt tal. Sýnd kl. 6. Ísl tal. Shall we Dance? Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin Jólamynd ársins sem kemur allri fjölskyldunni í rétta jólaandann fyrir hátíðarnar! Gerð með splunkunýrri, byltingarkenndri tölvutækni. Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15. Sýnd kl. 10.05. Sýnd kl. 8 og 10. ÍSLENSKA SVEITIN RENEE ZELLWEGER HUGH GRANT COLIN FIRTH Sama Bridget. Glæný dagbók. H.J. Mbl.  M.M.J. Kvikmyndir.com  "Snilldarlega tekin og einstaklega raunveruleg...hryllilega hrollvekjandi!" - H.L., Mbl "Hrikalega spennandi og skelfilega átakanleg!" - E.Á., Fréttablaðið Sama Bridget. Glæný dagbók. M.M.J. Kvikmyndir.com  H.J. Mbl.  Kvikmyndir.is ÁLFABAKKI kl. 6, 8.20 og 10.30. SÝND Í LÚXUS VIP KL. 4, 6, 8 OG 10. H.L. Mbl. S.V. mbl.  GUNNAR Bjarni Ragnarsson, Jet Black Joe-liði og höfuðlagasmiður þeirrar sveitar, hefur rekið sveitina Frogsplanet undanfarin ár þótt lágt hafi farið en vinnan hefur nær eingöngu farið fram inn í hljóðveri. Sveitin, sem ásamt Gunnari hefur á að skipa söngkonunni Karo (Karolína Helga Egg- ertsdóttir) og gítarleikaranum Eddu (Edda Tegeder Óskarsdóttir), tróð þó upp á liðinni Airwaves-hátíð og mun gera svo aftur í kvöld í Iðnó er hún hitar upp fyrir Nýdanska. Frogsplanet vinnur nú hörðum höndum að breiðskífunni Kill Your Idols sem kemur út á næsta ári og fer sú vinna fram í Bandaríkjunum. Tónlistin er sýrukennt rokk en Gunnar og Karo hafa unnið lengi saman að tónlist en þau kynntust við enda síðasta áratugar. Gunnar segir að strax eftir tónleikana fljúgi Frogsplanet út til Bandaríkjanna til að leggja lokahönd á breiðskífuna en upptökur fara fram á Manhattan í upptökuverinu The Shed. „Við erum á mála hjá Wrong Records sem er tengt Sony. Þetta er búið að vera nokkuð langt upptökuferli en við erum að vinna þetta með upp- tökumanninum Ron St. Germain sem hefur unnið með t.d. Soundgarden, Tool, Creed og 311. Hann sér um hljóðblöndun en upptökustjórnandi er Daniel Vise. Ég sjálfur er svo meðupptökustjórn- andi.“ Gunnar segir það frábært að vera kominn út í alvöru græjur og það sé gaman að vinna með reyndu fólki. Það hafi þá verið einkar gleðilegt að fá viðbrögð frá Bandaríkjunum á sínum tíma á það sem þau hafi verið að vinna að. Gunnar segir að tónleikar kvöldsins verði í óraf- mögnuðum gír en í framtíðinni verði smíðað tón- leikaband í kringum Frogsplanet. Tónlist | Frogsplanet lætur á sér kræla Breiðskífa á næsta ári Morgunblaðið/Jim Smart Frogsplanet vinnur nú að breiðskífu úti í Manhattan í Bandaríkjunum. Frogsplanet spila ásamt Nýdanskri í kvöld á Iðnó. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröðinni Allt fram streymir og verða sendir út beint í gegnum ton- list.is/tonlist.com. Útsending hefst klukkan 21.00. www.frogsplanet.com Leikkonan Liv Tyler á von á sínufyrsta barni um eða í kringum áramótin. Liv er 27 ára gömul, dóttir eilífð- arrokkarans Steves Tylers, söngv- ara Aerosmith, sem er því við það að verða afi rokk. Hinn verðandi pabbi er líka rokkari. Hann er Breti og heitir Royston Langdon, úr sveitinni Longpigs. Liv segist þess fullviss að hún gangi með stúlku og það sem hún segist hafa fyrir sér er sú stað- reynd að nefið á henni hefur breikk- að á meðgöngutímanum. Fólk folk@mbl.is Feðginin Liv og Steve Tyler bíða þess nú að nýr fjölskyldumeðlimur komi í heiminn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.