Morgunblaðið - 14.01.2005, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 12. TBL. 93. ÁRG. FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Vilja tilbúna
fiskrétti
Tilbúnir fiskréttir vinsælastir
hjá ungu fólki | Daglegt líf
Vilja útbúa æfinga- og keppnisbraut
á Hengilssvæði | Minn staður
Slóvenar með breytt lið
Á vellinum: Garcia
Appleby þokast upp
„ÞETTA var eins súrrealískt og
hugsast getur. Nánast eins og í
bíómynd,“ segir Sigrún Dögg
Kvaran sem fór ásamt ungri
dóttur sinni niður að Tjörn til að
gefa öndunum, en lenti í því að
hópur gæsa réðst að þeim.
„Ég fór í sakleysi mínu með
dóttur mína, sem er eins og hálfs
árs, niður að Tjörn til að gefa
öndunum. Þegar við mættum
með fullan poka af brauði var
ljóst að fuglarnir voru ansi
svangir því þeir hópuðust strax
að okkur.“ Fljótlega varð allt
brjálað, gæsirnar farnar að
gogga í þær mæðgur, rífa í fötin
þeirra og bíta í viðleitni sinni til
að ná í brauðið.
„Ég var með dóttur mína há-
grátandi á handleggnum og var
sjálf skíthrædd að berjast við
þessa stóra fugla,“ segir Sigrún
og tekur fram að hún hafi ekki
verið sú eina sem lenti í hremm-
ingum, því tilsýndar sá hún
mann með tvö hágrátandi börn á
handleggnum einnig vera að
berja fuglana frá sér. „Og ég sá
fjölskyldufólkið hreinlega flýja
af vettvangi. Ég henti því öllu
brauðinu í heilu lagi úr pok-
anum til að losa mig við allt sem
laðað gæti fuglana að, en það
var hægara sagt en gert að kom-
ast burt því fuglarnir voru í
fimm metra radíus allt í kring-
um okkur og varla hægt að fóta
sig þarna. Þegar við síðan
reyndum að flýja þá eltu þær
okkur, líklegast í leit að meira
æti,“ segir Sigrún og bendir á að
gæsirnar hafi hreinlega étið allt
sem dottið hafi frá fólki. „Ég var
með tyggjó sem ég missti út úr
mér í öllum hamaganginum og
horfði á eina gæsina japla á því
og kyngja af bestu lyst, auk þess
sem ég sá gæsirnar éta steina.“
Í öllum látunum missti Sigrún
bíllyklana sína sem hún var með
í vasanum og telur að þeir hafi
verið eitt af því sem gæsirnar
hafi gleypt því hún fann lyklana
hvergi eftir á. Hún varð því að
hringja á Vöku til að fá þá til að
opna bílinn, en hún var með
aukalykla læsta inni í bílnum.
Sigrún segist einnig hafa haft
samband við föður sinn sem kom
akandi til að aðstoða þær mæðg-
ur. Gæsirnar voru hins vegar
ekkert á því að sleppa þeim burt
og gerðu sig líklegar til að elta
þær inn í bílinn. „Ég var búin að
heyra að Reykjavíkurborg væri
hætt að gefa fuglunum og vor-
kenndi öndunum og ákvað því
að gera góðverk. En það fór
ekki betur en þetta,“ segir Sig-
rún og hlær, enda segir hún at-
vikið frekar fyndið eftir á þótt
ekki hafi verið gaman meðan á
því stóð.
Mæðgur lentu í
hremmingum við
Reykjavíkurtjörn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mæðgurnar Sigrún Dögg Kvaran og Elísabet Kristín héldu sig í
hæfilegri fjarlægð frá gæsunum við Reykjavíkurtjörn í gær.
Gráðugar gæsirnar
gleyptu bíllyklana
Gæsir háðar fæðugjöf /6
Íslendingar
sjónvarpa í
Skandinavíu
SIGURJÓN Sighvatsson og Björn
Steinbekk Kristjánsson, ásamt ís-
lenskum fjárfestum, hafa tryggt
dreifingu á nýrri sjónvarpsstöð, Big
TV, í Skandinavíu. Stöðin mun sér-
hæfa sig í framleiðslu sjónvarpsefnis
fyrir aldurshópinn 12 til 25 ára. Út-
sendingar hefjast í Finnlandi en
áformað er að ná til 8 milljón heimila
í Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Dan-
mörku fyrir árslok 2006.
Sigurjón segir að Big TV muni
ekki nást á Íslandi. „Ég held að ís-
lenski markaðurinn sé of lítill fyrir
Big TV og of þétt setinn,“ segir Sig-
urjón. „Bæði Popp Tíví og Skjár einn
þjóna þessum markaði mjög vel.“
750 milljónir á 5 árum
Að sögn Sigurjóns verður áhorf á
Big TV ókeypis, en reksturinn bor-
inn uppi af auglýsingum auk þess
sem gert sé ráð fyrir kostunaraðil-
um. Hann segist ekki geta sagt til
um á þessu stigi hvaða íslenskir fjár-
festar standi að Big TV með þeim
Birni Steinbekk. Heildarkostnaður
við verkefnið er áætlaður 750 millj-
ónir króna á fimm árum. Fram-
kvæmdastjóri Big TV verður Clas
Dahlen, fyrrum yfirmaður markaðs-
og sölumála EMI í Skandinavíu.
Íslendingar/10
Sigurjón
Sighvatsson
Björn Steinbekk
Kristjánsson
NORSKT fyrirtæki hefur á
prjónunum að koma upp
stærstu vindaflsverum í heimi
undan ströndum Mæris og
Raumsdals. Verður áætluð
orkuframleiðsla þeirra
nokkru meiri en öll fram-
leiðsla Landsvirkjunar.
Að fyrirtækinu, sem heitir
Havgul, standa nokkrir fjár-
festar og fyrirtæki, og hefur
það sótt um leyfi til yfirvalda,
norska vatns- og orkuráðu-
neytisins, NVE, fyrir fjórum
stórum vindaflsverum við
Norðursjávarströnd Noregs.
„Þetta verður stærra í snið-
um en nokkurn getur órað
fyrir,“ sagði Nils Henrik
Johnson, yfirverkfræðingur
hjá NVE, í viðtali við frétta-
mann AFP-fréttastofunnar.
Er áætluð rafmagnsfram-
leiðsla veranna 1.400 mega-
vött en til samanburðar má
nefna, að aflið í vélum Lands-
virkjunar er 1.212 megavött,
1.107 í vatnsaflstöðvum, 63 í
jarðgufustöðvum og 42 í elds-
neytisstöðvum.
Johnson sagði, að iðnaður-
inn á Mæri og í Raumsdal
þyrfti á mikilli orku að halda
auk þess sem nú væri mikil
vinna í gangi við að nýta Orm-
inn langa, næststærsta gas-
svæðið við Noregsstrendur.
Havgul vonast til að fá leyfi
fyrir framkvæmdunum á
næsta ári en það fer líka eftir
því hvernig fólki á þessum
slóðum muni hugnast þær.
Risavaxin
vindaflsver
Orkuframleiðslan meiri
en hjá Landsvirkjun
Meira á mbl.is/itarefni
„ÞAÐ ER búið að vera alveg skelfilegt
ástand í þessari viku,“ segir Anna Margrét
Ólafsdóttir, leikskólastjóri Nóaborgar í
Reykjavík, en um helmingur barna og
starfsmanna á leikskólanum hefur verið
veikur heima undanfarna daga.
Alls eru 68 börn á Nóaborg og af þeim
hafa yfir 30 verið veik heima að sögn Önnu.
Auk þess voru fimm af 13 starfsmönnum,
sem vinna á deildunum, fjarverandi vegna
veikinda í gær. „Þó að þetta sé leiðinlegt þá
sem betur fer veikjast allir á sama tíma.“
Orsakast af veirum
Flensan er í hámarki um þessar mundir
að sögn læknis á heilsugæslustöðinni í
Mjódd. „Það hefur verið gríðarlega mikið
um inflúensu,“ segir hann og bætir því við
að einnig hafi töluvert borið á slæmri háls-
bólgu auk þess sem mikið sé um kvefpestir
og eitthvað hafi borið á magaveiki.
Hann segir mikilvægt að fólk sem smitist
af inflúensunni fari sér hægt, því annars
séu miklar líkur á því að fólk geti veikst enn
frekar ef það fer of geyst af stað. Aðspurður
segir hann það taka u.þ.b. viku að jafna sig
á flensunni, en það sé mikilvægt að fólk fari
vel með sig. Hann bætir því við að gera
verði greinarmun á flensu og almennri
kvefpest, en báðir sjúkdómarnir orsakast
af veirum. Inflúensan lýsir sér þannig að
fólk veikist mjög snögglega, oftast með
háum hita, beinverkjum og höfuðverkjum.
Auk þess fylgi slæmt lungnakvef eða
bronkítis. Hins vegar lýsa kvefpestir sér yf-
irleitt með stífluðu nefi, hnerrum og sær-
indum í hálsi.
Flensan
hefur náð
hámarki
„Skelfilegt ástand“
30 börn af 68 veik
Fólk fari sér hægt
Hamas íhugar vopnahlé
Ramallah. AP, AFP.
HAMAS-hreyfingin, herská samtök Palest-
ínumanna, mun hugsanlega hætta árásum á
Ísrael. Var það haft eftir einum leiðtoga
þeirra en hann sagði, aldrei þessu vant, að
Hamas stefndi ekki að því að tortíma Ísrael.
Hassan Yousef, leiðtogi Hamas á Vest-
urbakkanum, er talinn tiltölulega hófsamur
og er nú beðið viðbragða annarra leiðtoga
þeirra. Sagði hann, að Hamas áttaði sig á, að
Palestínumenn væru orðnir þreyttir eftir
fjögurra ára uppreisn.
Skömmu eftir þessa yfirlýsingu létu fimm
Ísraelar lífið í sjálfsmorðsárás þriggja Palest-
ínumanna í Karni á Gaza-svæðinu. Kom það
fram í ísraelska ríkisútvarpinu, sem sagði, að
Hamas hefði með öðrum staðið að árásinni.
Reuters
Grímuklæddir liðsmenn Heilags stríðs, herskárra samtaka meðal Palestínumanna, við útför
eins félaga síns í gær. Nú hefur Hamas-hreyfingin léð máls á að hætta árásum á Ísraela.
NÝ lög um viðbrögð við
hryðjuverkaógninni gengu í
gildi í Póllandi í gær. Í þeim er
m.a. að finna ákvæði þess efn-
is að stjórnvöld megi láta
skjóta niður flugvélar sem eru
á valdi mannræningja.
Einu gildir hvort um er að
ræða farþegaflugvél eða her-
flugvél. Neiti mannræningjar
að lenda má skjóta vélina nið-
ur. Talsmaður pólska varnar-
málaráðuneytisins sagði lögin
sett í ljósi reynslunnar af árás
hryðjuverkamanna á Banda-
ríkin.
Deilumál í Þýskalandi
Ekki er um þetta deilt í Pól-
landi en er Horst Köhler, for-
seti Þýskalands, staðfesti
sams konar lög í fyrradag lét
hann jafnframt í ljós þá skoð-
un sína að vera kynni að þau
stæðust ekki stjórnarskrána.
Leyfilegt
að granda
flugvélum
Varsjá. AP.
Braut fyrir
vélsleðamenn
Íþróttir í dag