Morgunblaðið - 14.01.2005, Síða 10

Morgunblaðið - 14.01.2005, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SIGURJÓN Sighvatsson og Björn Steinbekk Krist- jánsson, ásamt íslenskum fjárfestum, hafa tryggt dreifingu á nýrri sjónvarpsstöð, Big TV, í Skandinav- íu. Stöðin mun sérhæfa sig í framleiðslu sjónvarps- efnis fyrir aldurshópinn 12 til 25 ára. Útsendingar hefjast í Finnlandi en áformað er að ná til 8 milljón heimila í Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku fyrir árslok 2006. Heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður 750 milljónir króna á fimm árum. Fram- kvæmdastjóri Big TV verður Clas Dahlen, fyrrum yf- irmaður markaðs- og sölumála EMI í Skandinavíu. Sigurjón Sighvatsson segir að Big TV muni ekki nást á Íslandi. „Ég held að íslenski markaðurinn sé of lítill fyrir Big TV og of þétt setinn,“ segir Sigurjón. „Bæði Popp Tíví og Skjár einn þjóna þessum markaði mjög vel.“ Að sögn Sigurjóns verður áhorf á Big TV ókeypis, en reksturinn borinn uppi af auglýsingum auk þess sem gert sé ráð fyrir kostunaraðilum. Hann segist ekki geta sagt til um á þessu stigi hvaða íslenskir fjárfestar standi að Big TV með þeim Birni Stein- bekk. Byrjað í Finnlandi Finnland verður upphafspunktur þessarar útrásar Ís- lendinga á sjónvarpsmarkaði. Í tilkynningu segir að gengið hafi verið frá dreifingu Big TV til 1,2 milljóna heimila í gegnum 8 stærstu kapalfyrirtækin á finnska sjónvarpsmarkaðnum og að fjármögnun upphafs- kostnaðar stöðvarinnar hafi verið tryggð. Heild- arfjöldi heimila í Finnlandi, sem nái sjónvarpssend- ingum, sé 2,4 milljónir. Samningurinn geri ráð fyrir að í lok árs 2006 verði Big TV komið inn á tæplega 1,7 milljónir heimila í Finnlandi. Enn fremur hefur verið gengið frá samkomulagi við Canal Digital, dótturfélag símafyrirtækisins Tele- nor í Noregi. Sá samningur mun tryggja Big TV dreifingu inn á 500 þúsund heimili þar í landi strax í upphafi. Til viðbótar er unnið að samningi sem trygg- ir viðbótardreifingu í Noregi upp á 700 þúsund heim- ili. Í sjónvarpi, útvarpi og á Netinu Í tilkynningunni segir að Big TV verði fyrsta sjón- varpsstöðin í Evrópu, ef ekki heiminum, til að senda út samtímis í sjónvarpi, á Internetinu og í útvarpi. Samstarfssamningar við eina af tveimur stærstu einkareknu útvarpsstöðvum Skandinavíu séu á teikni- borðinu ásamt því að hafinn sé undirbúningur að um- sóknum um útvarpsleyfi í þeim löndum sem Big TV mun starfa í. Þá segir í tilkynningunni að hugmyndafræðin sé að þeir sem fylgjast muni með Big TV og horfi reglu- lega, geti hvenær sem er stillt inn og notið þess sem í boði er, hvort sem er í sjónvarps- eða útvarpstækjum sínum og tölvum. Þessi aðferð hafi í för með sér auk- in efnistök í framleiðslu, fjölbreyttari og víðtækari dreifingu á Big TV, ásamt betri og skilvirkari dreif- ingu og nýtingu auglýsinga fyrir viðskiptavini Big TV. Big TV mun strax í upphafi útsendinga kynna þjón- ustu sem felst í því að áhorfendur geta hvenær sem er keypt og sótt lög á Netið og eða tónlistar- myndbönd. Big TV mun einnig bjóða sínum áhorf- endum að kaupa og sækja lög beint í GSM-síma. Segir í tilkynningunni að um 16 mánuðir hafi farið í að vinna þetta verkefni, jafnt viðskiptaáætlun sem og hugmynda- og aðferðafræði. „Forsvarsmenn verk- efnisins byrjuðu að kynna hugmyndina fyrir kap- alfyrirtækjum í Skandinavíu fyrir 12 mánuðum og hafa stíf fundarhöld og kynningar fylgt í kjölfarið sem nú eru að skila sér í áðurnefndum samningum. Sú tölvutækni sem til er í dag gerir það að verkum að rekstur og umfang sjónvarpsstöðva er ekki meira en svo að u.þ.b. 50 manns munu starfa fyrir Big TV í þeim fjórum löndum sem áður hafa verið nefnd. Stöðvarnar verða fullkomlega sjálfvirkar í alla staði og allt efni, svo sem þættir, kynningar og auglýs- ingar, ásamt tónlistarmyndböndum, verður hýst á tölvustýrðum útsendingarþjónum. Í raun er hægt að hýsa allt efnið og senda út stöðina frá Íslandi og ekki ólíklegt að hluti starfseminnar fari fram hér á landi. Dreifing til Austur-Evrópu Í tilkynningunni segir að samfara þeirri vinnu sem unnin hefur verið síðustu misseri í Skandinavíu hafi verið ákveðið að setja af stað vinnu við uppsetningu og dreifingu á Big TV í Austur- og Suðaustur- Evrópu. Eftir inngöngu, og undirbúning fyrir inn- göngu landa í þeim hluta Evrópu í Evrópusambandið, séu að opnast miklir möguleikar fyrir sjónvarp, sér- sniðið að þörfum og áhugamálum ungs fólks. Íslendingar í útrás í sjónvarpsrekstri Áformað að ný sjónvarps- stöð fyrir aldurshópinn 12–25 ára nái til 8 milljón heimila í Skandinavíu fyrir árslok 2006. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýja sjónvarpsstöðin, Big TV, ætlar sér að sérhæfa sig í sjónvarpsefni fyrir ungt fólk. „VIÐ ræddum kosti þess og galla að halda landsfund annaðhvort í vor eða í haust,“ segir Stefán Jón Hafstein, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, en tímasetning komandi landsfundar flokksins var rædd á framkvæmdarstjórnarfundi í vikunni. „Eins og allir vita gæti stefnt í formannskjör og ég sé ekki að tíma- setning fundarins breyti einu eða neinu fyrir þá tvo frambjóðendur sem helst hafa verið nefndir.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lýsti því yfir í ágúst 2003 að hún stefndi að því að bjóða sig fram til formennsku í flokknum árið 2005. Össur Skarphéð- insson var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar á síðasta lands- fundi flokksins sem haldinn var haustið 2003. Hann hyggst gefa kost á sér áfram í embætti formanns. Rætt um 20. maí Stefán Jón segir að skv. lögum Samfylkingarinnar megi halda lands- fundi bæði að vori og hausti. Lands- fundir hafi þó ávallt verið haldnir að hausti og því hafi verið gengið út frá því að næsti fundur yrði einnig hald- inn um haust. Hann segir þó ákveðna kosti fylgja því að halda landsfundinn í vor. Með- al annars fylgdu því ákveðnir kostir að „flýta formannskjörinu og klára það,“ eins og hann orðar það, áður en gengið yrði inn í næsta vetur, sem er veturinn fyrir sveitarstjórnarkosn- ingar. Inntur eftir því hvort hann hallist frekar að landsfundi í vor, segir hann: „Þar til annað kemur í ljós er tónninn frekar sá að athuga það gaumgæfilega.“ Sú dagsetning sem þá kæmi til greina er 20. maí. Hann útilokar ekki að endanleg ákvörðun verði tekin á næsta framkvæmda- stjórnarfundi sem haldinn verður eft- ir u.þ.b. hálfan mánuð. Í lögum Samfylkingarinnar segir að formaður Samfylkingarinnar skuli kjörinn í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal allra skráðra félagsmanna komi fram krafa þar um frá a.m.k. 150 flokksmönnum eigi síðar en 45 dögum fyrir boðaðan landsfund. Það þýðir m.ö.o. að hann skuli kjörinn í póstkosningu komi slík krafa fram. Ella skuli formaður kjörinn á lands- fundi til tveggja ára í senn. Ákvæði um að varaformaður Sam- fylkingarinnar skuli kjörinn í póst- kosningu komi krafa þar um, var í lögum flokksins, en var tekið út á síð- asta landsfundi, að sögn Stefáns Jóns. Kjör varaformanns getur því einungis farið fram á landsfundi. Með breytingunum var, að sögn Stefáns Jóns, verið að gefa þeim aðila mögu- leika, sem tapar í formannskjöri, að bjóða sig fram til varaformanns. Sá möguleiki væri ekki fyrir hendi ef bæði formaður og varaformaður væru kjörnir í póstkosningu. Framkvæmdastjórinn lætur af störfum Karl Th. Birgisson, framkvæmda- stjóri Samfylkingarinnar, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með nýliðnum áramótum, en hann hóf störf sumarið 2002. Stefán Jón segir ekki búið að finna eftirmann hans. „Við höfum gert samkomulag um að hann vinni það sem vinna þarf út uppsagnar- frestinn,“ segir hann. Uppsagnar- fresturinn er þrír mánuðir. Karl vill sem minnst tjá sig um það hvað hann ætli að taka sér fyrir hend- ur. „Ég er að fara að sinna verkefni sem mig hefur lengi langað til að sinna,“ segir hann. „Ég ætlaði mér aldrei að gera þetta að ævistarfi.“ Hann segir það góðan tímapunkt að hætta núna, því flokkurinn standi vel á allan hátt. Fundur framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar Rætt um að halda lands- fund í vor Össur Skarphéðinsson formaður, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vara- formaður og Einar Már Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Morgunblaðið/Golli ANNA Kristinsdóttir, borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins, vill að skipulögð og málefnaleg umræða fari fram meðal flokksmanna um kosti og galla R-listasam- starfsins. „Við þurfum að setjast niður og skoða stefnu Framsóknar- flokksins og hvað hafi áunnist, skv. henni, á þessum tíu árum, sem samstarf Reykjavíkur- listans hefur staðið yfir,“ segir hún. Spurð hvort hún sé með þessu að hvetja til þess að Framsóknarflokkurinn bjóði fram sér í næstu borgarstjórnar- kosningum segir hún: „Mér finnst sú umræða ekki vera tímabær.“ Fyrst og fremst eigi að meta það hvað áunnist hafi með R-listasam- starfinu. Sú umræða eigi ekki að fara fram í fjölmiðl- um eða á vefsíðum á Netinu heldur innan flokksins. „Síðan á að fara með þessa um- ræðu til kjördæmis- sambandanna, sem eru tvö í Reykjavík, þ.e. í Reykjavík norð- ur og Reykjavík suð- ur, og þar á að taka endanlega ákvörð- un.“ Nokkur umræða hefur farið fram um samstarfið við R- listann á vefsíðu framsóknarfélaganna í Reykjavík, hriflu.is, að undan- förnu. Gestur Kr. Gestsson, formaður framsóknarfélagsins í Reykjavík norður, segir þar m.a. að R-lista samstarfið, eins og það sé í dag, sé barn síns tíma og henti ekki Fram- sóknarflokknum. Hann hvetur fram- sóknarmenn í borginni til að bjóða fram undir eigin merkjum í næstu kosningum. Þá segir Guðlaugur Sverrisson, stjórnarmaður í Framsóknarfélagi Reykjavíkur suður, m.a. að málefna- lega sé R-listinn á hröðu undan- haldi. Sigrún Jónsdóttir, formaður framsóknarfélagsins í Reykjavík suður, segir að málefni R-listans og skoðanir einstakra flokksmanna á þeim hafi verið rædd á stjórnarfundi framsóknarfélagsins í fyrradag. Sú umræða hafi ekki leitt til neinnar formlegrar niðurstöðu. „Við sjáum enga ástæðu til að vera með neina yfirlýsingu um skoðanir einstakra flokksmanna,“ segir hún. „En það kom fram að stjórnin ber fyllst traust til kjörinna fulltrúa Fram- sóknarflokksins í Reykjavík, hvort sem um er að ræða borgarstjórn- arfulltrúa eða alþingismenn.“ Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins Anna Kristinsdóttir Málefnaleg umræða verði um samstarfið við R-lista Farið yfir kostnað vegna höf- uðstöðva OR ALFREÐ Þorsteinsson, stjórnar- formaður Orkuveitu Reykjavíkur (OR), hefur óskað eftir því að endur- skoðandi OR fari yfir þá kostnaðar- áætlun sem lá fyrir í upphafi vegna byggingu höfuðstöðva OR og að hann greini orsakir þeirra frávika sem hafa orðið og skoði sérstaklega hvort verkefnið hafi vaxið að um- fangi eða hvort framkvæmdin hafi orðið flóknari en ráð hafði verið fyrir gert. Bréf stjórnarformannsins til end- urskoðandans var lagt fram í borg- arráði í gær en í bókun meirihlutans er því fagnað að farið hafi verið fram á greinargerð um bygginguna. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins segir að þeir hafi ítrekað óskað eftir upplýsingum og sérstakri skoð- un vegna málsins. Í ljós hafi komið að áætlanir hafi allt annað en haldið og því sé nauðsynlegt að hefja tíma- bæra skoðun á kostnaði vegna höf- uðstöðva OR. SUNNUDAGINN 16. janúar eru 10 ár liðin frá því að snjó- flóð féll á byggðina í Súðavík með þeim afleiðingum að 14 manns fórust. Þessara atburða verður minnst í minningar- og bæna- stund í Lágafellskirkju á sunnudagskvöld kl. 20.30. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson og sr. Karl V. Matthíasson annast stundina. Jónas Þórir organisti leikur á orgel og mun Jóhann Friðgeir Valdimarsson syngja. „Þessi samvera í kirkjunni er til að minnast hinna látnu, þakka fyrir líf þeirra og biðja um styrk og von og trú á göngu okkar um lífið,“ segir í frétta- tilkynningu. Minningar- og bænastund verður einnig í Súðavíkurkirkju á sunnudag eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu. Minning- arstund í Lága- fellskirkju

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.