Morgunblaðið - 14.01.2005, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
STOFNSTÆRÐ hörpudisks í
Breiðafirði er nú aðeins 30% af stofn-
stærðinni 1996 til 2000 vegna hruns
stofnsins af náttúrulegum völdum.
Mikil sýking er í skelinni, en stofninn
hefur þó vaxið um 16% frá árinu 2003
vegna góðrar nýliðunar. Veiðar eru
bannaðar og verða ekki leyfðar á
næsta fiskveiðiári.
Hafrannsóknastofnun boðaði til
fundar í Stykkishólmi nú í vikunni
þar sem starfsmenn stofnunarinnar
greindu frá ástandi hörpudisks á
Breiðafirði og niðurstöðum úr síðasta
leiðangri sem farinn var í október sl.
Á fundinn mættu einnig sérfræðing-
ar frá Tilraunastöð Háskólans á
Keldum, en þar hafa farið fram rann-
sóknir á sýkingu skelstofnsins.
Þrenns konar eftirlit
Jóhann Sigurjónsson, forstjóri
Hafró, fór yfir á hvern hátt væri
fylgst með þróun hörpudisksstofns-
ins á Breiðafirði. Eftirlitið má flokka
í þrjá meginflokka. Í fyrsta lagi ár-
legir leiðangrar á Breiðafirði, þar
sem stofnmælingar eru gerðar og
fylgst með ástandi stofnsins. Þá er
vöktun á svæðinu sem starfsmaður
Hafró í Ólafsvík hefur umsjón með
og svo nýjasti þátturinn er rannsókn
á frumdýrasýkingu á hörpuskel.
Stofnvísitalan hrundi frá árinu
1999 og er nú um 30% af meðalstofn-
stærð áranna 1996–2000. Stofninn
hefur stækkað um 16 % frá árinu
2003 og er það nýliðun sem ber þá
aukningu uppi. Sú skel skilar sér inn í
veiðistofninn á árunum 2005–2009 ef
engin áföll verða á hennar leið. Hrun
skelstofnsins er af völdum mikils
náttúrlegs dauða á síðustu árum.
Mikill dauði skeljar var á vissum
svæðum í fyrra og má nefna svæði við
Eyrarfjall og við Elliðaey, sem hefur
verið mikilvægt veiðisvæði.
En hvað er það sem orsakar þenn-
an náttúrulega dauða? Við þeirri
spurningu eru engin einhlít svör, því
miður. Þar spila eflaust margir þætt-
ir inn í og ekkert er hægt að fullyrða
hvað eru orsök og hvað eru afleið-
ingar.
Mikil sýking
Sýkingar af ýmsu tagi hafa fundist
í skel. Þá hafa afræningjar eins og
krossfiskur og æðarfugl áhrif á stofn-
inn. Sveiflur í umhverfisþáttum, til
dæmis hita, hafa áhrif. Hækkun hita
getur haft áhrif á sýkingar og afrán,
þó er hitinn farinn að nálgast þol-
mörk skeljarinnar sem eru 14 gráð-
ur. Hiti í Breiðafirði hefur hækkað
um 3 gráður á síðustu árum og var í
haust 12 gráður. Þá hafa miklar veið-
ar valdið töluverðum óbeinum dauða.
Þá hefur komið í ljós að flestir ár-
gangar frá 1991–1997 voru slakir á
flestum svæðum.
Viðamiklar rannsóknir
Árni Kristmundsson flutti mjög
fróðlegt erindi um sýkingu í hörpu-
disksstofninum í Breiðafirði. Hjá
þeim á Keldum hafa farið fram mjög
viðamiklar rannsóknir og hafa þeir
magngreint sníkjudýr í skelinni. Í
gangi er 10 ára áætlun og er fjár-
magn tryggt í það verkefni. Í ljós hef-
ur komið að miklar hnísildýrasýking-
ar eru í innri líffærum skeljarinnar.
Engar vísbendingar erum um bakt-
eríusýkingar. Hnísildýrin fjölga sér
ört og drepa frumur sem leiðir til
dauða skeljarinnar. Þau sýnishorn
sem vísindamennirnir hafa fengið til
skoðunar eru 100% sýkt, í öllum
stærðarflokkum. Það kemur í ljós að
sýkingin eykst með stærð skeljarinn-
ar.
Það var sammerkt hjá öllum þeim
vísindamönnum sem töluðu á fund-
inum að erfitt er að spá um framtíð-
ina og þróun hörpudisksstofnsins í
Breiðafirði. Þeir voru spurðir hve-
nær hugsanlega væri hægt að hefja
aftur skelveiðar. Þeirri spurningu
gátu þeir ekki svarað, það verður að
koma í ljós. Ljósið í myrkrinu er að
nýliðun er góð og stofninn hefur
stækkað á síðasta ári, en hvernig
honum vegnar verður framtíðin að
skera úr um. Allavega liggur fyrir að
skelveiðar verða ekki leyfðar á næsta
fiskveiðiári.
Fundarmenn lýstu þakklæti sínu
fyrir góð og fróðleg erindi og þökk-
uðu gestum fyrir komuna. Þeir lögðu
áherslu á að ekkert yrði til sparað að
fylgjast áfram með ástandi hörpu-
disksins og fikra sig nær í því að
komast að orsökum vandans því hér
er um að ræða gífurlegt hagsmuna-
mál fyrir samfélögin í Stykkishólmi
og Grundarfirði.
Orsakir hruns hörpu-
disksstofnsins óljósar
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Hörpuskelin Vísindamenn frá Hafró og Tilraunastöð Háskólans að
Keldum upplýstu fundarmenn um rannsóknir á hörpudisksstofninum á
Breiðafirði. Það voru þeir Hrafnkell Eiríksson, Hlynur Pétursson,
Jóhann Sigurjónsson, Árni Kristmundsson, Sigurður Helgason,
Matthías Eydal og Jónas Páll Jónasson.
Mikil sýking í
skelstofninum á
Breiðafirði
Stykkishólmi. Morgunblaðið.
ÚR VERINU
„VIÐ erum að sjá aftur svipað
mynstur og var um og eftir 1990
með hvern veturinn á fætur öðrum
með mjög djúpum lægðum yfir land-
inu,“ segir Einar Sveinbjörnsson,
veðurfræðingur á Veðurstofu Ís-
lands. Hann segir bæði djúpar og ill-
skeyttar lægðir hafa verið á ferðinni
síðustu vikurnar. Þetta hafi hafist í
desemberbyrjun þegar margar
lægðir fóru fram hjá Íslandi.
„Þetta er allt annað ástand en í
fyrra og hittiðfyrra þegar lægðirnar
voru ekki svona djúpar og ill-
skeyttar, og það voru meiri almenn
hlýindi,“ segir Einar og bætir því við
að núverandi ástand líkist einna
helst því sem var á árunum í kring-
um 1990 þegar meðalloftþrýstingur
var tiltölulega lágur.
Töluvert hefur borið á ofsaveðri í
Noregi, Bretlandseyjum og norð-
anverðri Evrópu að undanförnu.
Fram kemur í vefútgáfu norska dag-
blaðsins Aftenposten að veðurfræð-
ingar telji þann veðurofsa sem hafi
verið upp á síðkastið skýrt merki
loftslagsbreytinga sem komi til með
að verða viðvarandi. Veðurfræð-
ingar í Noregi telja að slíkt ofsa-
veður, sem herjað hefur á Noreg í
vetur, verði regla fremur en und-
antekning á komandi árum. Veð-
urfræðingar telja ástæðuna stafa af
lágþrýstisvæði suður af Íslandi sem
aftur tengist hitaaukningu í Ind-
landshafi. Sú hitaaukning stafi af
mannavöldum með auknum út-
blæstri koltvísýrings í andrúms-
loftið. Einar segir háan sjávarhita
hafa verið einkennandi fyrir veð-
urfarið á Norður-Atlantshafi und-
anfarin ár. Það hafi verið ein meg-
inástæðan fyrir bæði hlýjum og
afbrigðilegum vetrum í fyrra og
hittiðfyrra. Hann segir sjávarhitann
enn vera háan og ráði fleiri þættir
þeirri veðráttu sem nú hefur verið.
Einar segir meginkuldapól norð-
urhvelsins hafi verið ansi nærgöng-
ulan þennan veturinn. Hann hafi
m.a. teygt anga sína suður til Ís-
lands. „Þegar það gerist verða and-
stæðurnar á milli kalda loftsins í
norðri og hlýja loftsins í suðri svo
miklar. Þess vegna verða lægðirnar
fleiri og dýpri,“ segir Einar og bætir
því við að í fyrra hafi annað verið
upp á teningnum þegar kuldapóllinn
var víðsfjarri, því sé ljóst að hann
hafi verulega mikið að segja um veð-
urfar hérlendis. „Hann er mestur í
janúar og það er ekkert útlit fyrir að
hann sé neitt á förum á næstunni,“
segir Einar. Hann bendir á að það
séu talsverð áraskipti að því hvernig
veðurfari á Íslandi er háttað, jafnt
að sumri til að eða vetri, auk þess sé
talsverður breytileiki í náttúrunni.
Aðspurður segist Einar ekki eiga
von á því að ofsaveður komi til með
að aukast hérlendis og verða frekar
regla en undantekning. Skoða þyrfti
þessa atburði í stærra samhengi svo
hægt væri að túlka þá að einhverju
ráði.
Meira um djúpar og ill-
skeyttar lægðir yfir landinu
Morgunblaðið/Alfons
Lægðirnar í vetur hafa bæði verið djúpar og illskeyttar og að sögn veður-
fræðings er veðráttan farin að minna á hvernig hún var í kringum 1990.
TÆPLEGA fertugur maður hefur
verið dæmdur í sex mánaða fangelsi
og til að greiða 16,2 milljónir í sekt
fyrir skattsvik. Brotin framdi hann í
starfi sínu sem forsvarsmaður sex
einkahlutafélaga í Reykjavík á árun-
um 1997–2002. Fangelsisrefsingin er
skilorðsbundin en greiði hann ekki
sektina kemur átta mánaða fangelsi í
stað sektarinnar.
Ákæra í málinu var gefin út í ágúst
2003 og var því þá úthlutað til dóm-
ara. Ekki tókst að birta manninum
fyrirkall þar sem hann dvaldi erlend-
is og sendi Héraðsdómur Reykjavík-
ur málið aftur til ríkislögreglustjóra.
Málið var sent dómnum á nýjan leik í
september sl.
Brot mannsins fólust aðallega í því
að standa ekki skil á staðgreiðslu op-
inberra gjalda sem hann hélt eftir af
launum starfsmanna sinna. Maður-
inn rak m.a. gistiheimili, kortaút-
gáfu, minjagripagerð og ritaraþjón-
ustu á þessum árum. Með
skattsvikum skaut hann alls undan
8,1 milljón króna sem hann hafði
haldið eftir af launum starfsmanna
sinna. Í samræmi við ákvæði um lág-
marksrefsingu fyrir skattsvik var
hann dæmdur til að greiða tvöfalt
hærri upphæð í sekt en hann sveik
undan.
Í niðurstöðum dómsins segir að
mjög langur tími sé liðinn frá brot-
unum og þótti dómara því rétt að
skilorðsbinda refsinguna.
Helgi Magnús Gunnarsson sótti
málið f.h. ríkislögreglustjóra. Verj-
andi mannsins var Pétur Guðmunds-
son hrl. Guðjón St. Marteinsson
kvað upp dóminn.
Sveik undan skatti í
rekstri sex fyrirtækja
Milljón
til sýnis
á laugardag
Seðlar í búntum
grípa augað í hvaða
samhengi sem er