Morgunblaðið - 14.01.2005, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
UPPREISNARMENN í Aceh-hér-
aði í Indónesíu óskuðu í gær eftir
friðarviðræðum við stjórn landsins
til að tryggja hjálparstarf í héraðinu
vegna náttúruhamfaranna annan
dag jóla.
Uppreisnarmennirnir neituðu
ásökunum stjórnarinnar um að þeir
hefðu skotið á starfsmenn hjálpar-
stofnana í Aceh og reynt að ræna
þeim. Þeir sögðust standa við
vopnahlésyfirlýsingu sem þeir gáfu
út daginn eftir hamfarirnar.
Stjórn Indónesíu hefur gefið er-
lendum hjálparstarfsmönnum og
fréttamönnum í Aceh fyrirmæli um
að skrá sig, gera grein fyrir fyr-
irhuguðum ferðum sínum og ferðast
aðeins undir vernd hermanna í
Aceh. Stjórnin segir þetta nauðsyn-
legt vegna hættunnar á árásum
uppreisnarmanna sem berjast fyrir
sjálfstæði héraðsins.
Stjórnin kvaðst í gær hafa ákveð-
ið að senda þúsundir hermanna til
að aðstoða við hjálparstarfið í Aceh
til viðbótar þeim sem fyrir eru í hér-
aðinu. Gert er ráð fyrir því að alls
verði nær 50.000 indónesískir her-
menn í Aceh.
Talsmaður hersins neitaði því að
hermönnunum yrði beitt í barátt-
unni gegn uppreisnarmönnum.
Bandaríkin krefjast skýringa
Hermenn frá Ástralíu, Japan,
Malasíu, Singapúr og Bandaríkjun-
um hafa tekið þátt í hjálparstarfinu
í Aceh og Indónesíustjórn hefur
sagt að þeir þurfi að fara þaðan inn-
an þriggja mánaða.
Bandaríkjastjórn krafðist í gær
skýringa á fyrirmælum Indónesíu-
stjórnar eftir að bandaríska flug-
móðurskipið Abraham Lincoln, sem
notað hefur verið við hjálparstarfið,
þurfti að fara út úr landhelginni, en
áður hafði stjórnin mótmælt æfing-
arflugi bandarískra véla frá skipinu.
Bandarískir landgönguliðar, sem
flutt hafa hjálpargögn til fórnar-
lamba hamfaranna, hafa einnig
þurft að fara um borð í skip sín
vegna kvartana Indónesíustjórnar.
Yfirvöld skýrðu frá því í gær að
tala látinna hefði hækkað í 110.229 í
Indónesíu og 12.132 til viðbótar
væri saknað. Tala látinna á öllum
hamfarasvæðunum er komin í
163.338.
Uppreisnarmenn í Aceh
vilja friðarviðræður
Banda Aceh. AFP.
LÆKNAR á hamfarasvæðinu í Aceh-héraði á
indónesísku eyjunni Súmötru sögðu í gær að
hættan á kólerufaraldri minnkaði með degi
hverjum þar sem sífellt fleiri fórnarlömb
hamfaranna fengju hreint drykkjarvatn. Þeir
sögðu hins vegar að hættan á malaríu- eða
beinbrunasóttarfaraldi hefði stóraukist. Þeir
óttast að um 100.000 manns á hamfarasvæð-
unum við Indlandshaf deyi af völdum malaríu
á næstu mánuðum verði ekki gerðar nægar
ráðstafanir til að hefta útbreiðslu sjúkdóms-
ins.
Fjölskylda, sem missti heimili sitt í hamför-
unum, er hér í tjaldi í Banda Aceh, höfuðstað
Aceh-héraðs, eftir úrhellisrigningu.
AP
Stóraukin hætta á malaríufaraldri
HARRY Bretaprins, yngri sonur
Karls Bretaprins og Díönu heitinnar
prinsessu, hefur beðist afsökunar á
því að hafa klætt sig í nasistabúning
en götublaðið The Sun birti í gær
forsíðumynd af Harry þar sem hann
sést bera hakakross um handlegg-
inn, líkt og nasistar gerðu á sínum
tíma. Myndin af Harry vakti sterk
viðbrögð í gær, ekki síst hjá sam-
tökum gyðinga í Bretlandi.
Myndin af Harry var tekin í 22 ára
afmælisveislu hjá vini hans um síð-
ustu helgi en öllum gestunum 250
hafði verið uppálagt að mæta í
grímubúningi. Harry, sem er tvítug-
ur, sést einnig halda á vindlingi og
drykkjarföngum á myndinni en í
stríðsfyrirsögn The Sun segir: „Nas-
istinn Harry“.
Eldri bróðir hans, Vilhjálmur
krónprins, var einnig í veislunni en
mætti í ljónsbúningi, að því er fram
kom í The Sun.
Breska konungsfjölskyldan hefur
þegar sent frá sér yfirlýsingu þar
sem segir að Harry harmi atburð-
inn, hann geri sér grein fyrir því að
það hafi verið illa til fundið hjá hon-
um að velja einmitt þennan grímu-
búning.
„Á ekki erindi til Sandhurst“
Stjórn samtaka gyðinga í Bretlandi
sagðist fagna afsökunarbeiðni
Harrys. „Þessi framkoma var
smekklaus, einkum þar sem minn-
ingardagur um helförina er skammt
undan [27. janúar] og þar mun kon-
ungsfjölskyldan leika stórt hlut-
verk,“ sagði í yfirlýsingu samtak-
anna.
Jeff Barak, aðstoðarritstjóri
blaðsins Jewish Chronicle, sagði
myndina hins vegar vekja sér „við-
bjóð“. Sagði hann í viðtali á Sky-
sjónvarpsstöðinni að „svona nokkuð
gerði maður einfaldlega ekki“, það
væri ekki fyndið að íklæðast nas-
istabúningi og að Harry hefði gert
„slæm mistök“.
Hafa ýmsir álitsgjafar lýst þessari
uppákomu sem áfalli fyrir ímynd
prinsins en hann hafði raunar þegar
getið sér orð sem óstýrilátt ung-
menni. Er ekki langt síðan sagt var
frá því að Harry hefði lent í handa-
lögmálum við ljósmyndara fyrir utan
næturklúbb í London.
Harry, sem er þriðji í röðinni til að
erfa konungstign í Bretlandi, á eftir
föður sínum, Karli, og bróður, Vil-
hjálmi, hefur lýst áhuga á því að
þjóna í breska hernum. Hefur verið
gert ráð fyrir því að hann hæfi nám
við hinn virta herskóla, Sandhurst-
akademíuna nú í haust. En Doug
Henderson, þingmaður fyrir Verka-
mannaflokkinn og fyrrverandi ráð-
herra í málefnum breska hersins,
sagði í gær að Harry ætti að leggja
þessi áform til hliðar. „Eftir þessar
uppljóstranir þá tel ég ekki að þessi
ungi maður eigi erindi til Sand-
hurst,“ sagði hann.
Dicky Arbiter, fyrrverandi tals-
maður bresku konungsfjölskyld-
unnar, sagði að skrifleg afsök-
unarbeiðni væri ekki nóg. „Ef hann
vill að komið verði fram við hann
sem fullorðinn mann þá verður hann
líka að haga sér sem fullorðinn mað-
ur og hann þarf að biðjast afsökunar
í eigin persónu,“ sagði hann.
Arbiter harmaði það einnig, að svo
virtist sem Karl Bretaprins beitti
syni sína, einkum Harry, ekki nægi-
lega miklum aga. „Hann hefur enga
stjórn [á syni sínum],“ bætti hann
við.
„Nasistinn Harry“ sagði fyrirsögn
á forsíðu The Sun í gær. Uppljóstr-
anir blaðsins ollu mikilli hneykslan.
Karl Bretaprins „hefur
enga stjórn á syni sínum“
Harry Bretaprins biðst afsökunar á því að hafa mætt í nasistabúningi í veislu
London. AFP.
ILL meðferð bandarískra hermanna
á íröskum föngum í Abu Ghraib-fang-
elsinu í útjaðri Bagdad og aðstæður
fanga í Guantanamo-búðunum á
Kúbu hafa skaðað orðspor Bandaríkj-
anna sem forysturíkis á sviði mann-
réttindamála. Þetta er skoðun mann-
réttindasamtakanna Human Rights
Watch en árskýrsla þeirra var kynnt í
gær.
Human Rights Watch segir Banda-
ríkin ekki lengur geta haldið því á
lofti, að þau beiti sér fyrir mannrétt-
indum í heiminum, ef þau síðan sjálf
standa fyrir því að mannréttindi séu
brotin á fólki. „Þegar stjórn ríkis sem
er jafn valda- og áhrifamikið og
Bandaríkin gengur vísvitandi gegn
mannréttindalögum og reynir að rétt-
læta það framferði sitt, þá grefur það
undan gildi laganna sjálfra og sendir
öðrum skilaboð um að ganga fram
með sama hætti,“ segir í skýrslunni.
Teljast vart
verndarar
mannrétt-
inda lengur
Mannréttinda-
samtök gagnrýna
Bandaríkjastjórn
Washington. AP.
KAUPSÝSLUMAÐURINN Sergei
Bagapsh hefur verið kosinn forseti
uppreisnarhéraðsins Abkhaziu í
Georgíu. Hlaut
hann rúm 90%
atkvæða í kosn-
ingum á miðviku-
dag.
Bagapsh vill
náið samstarf við
Rússland. Rúss-
ar hafa mikil
áhrif í héraðinu
og hafa stutt þar
hreyfingu sjálf-
stæðissinna. Ekkert ríki hefur þó
enn viðurkennt sjálfstæði héraðs-
ins.
Upprunalega studdu Rússar ann-
an frambjóðanda, Raul Khadjimba,
fyrrverandi KGB-foringja og félaga
Vladímír Pútíns Rússlandsforseta.
En Bagapsh vann óvæntan sigur á
Khadjimba og Rússum tókst að fá
þá til að samþykkja að Khadjimba
yrði varaforseti ef Bagapsh ynni.
Kosið í Abkhaziu
Bagapsh
sigraði
Sukhumi í Georgíu. AFP.
Sergei Bagapsh
♦♦♦