Morgunblaðið - 14.01.2005, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 14.01.2005, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 19 ERLENT BRESKI kaupsýslumaðurinn Sir Mark Thatcher játaði fyrir dómi í Höfðaborg í Suður-Afríku í gær að vera sekur um að hafa óafvitandi tekið þátt í að fjármagna valdarán- stilraun í olíuríkinu Miðbaugs-Gín- eu í vestanverðri Afríku. Var hann sektaður um sem svarar tæplega 32 milljónum króna og hlaut skil- orðsbundinn fangelsisdóm. Játningin og refsingin er í sam- ræmi við sátt sem náðist í málinu. Samkvæmt henni er Sir Mark, sem er 51 árs gamall og sonur Marg- aret Thatcher, fyrrverandi for- sætisráðherra Bretlands, frjáls ferða sinna og getur farið til Bandaríkjanna þar sem fjölskylda hans býr. Eiginkona hans er frá Texas. Einræðisherra Miðbaugs-Gíneu, Teodoro Obiang Nguema, hefur verið lengi við völd og er alræmdur fyrir grimmd. Samtök ungliða í Afríska þjóðarráðinu, stjórnar- flokki Suður-Afríku, fordæmdu í gær niðurstöðuna í máli Thatchers og sögðu dóminn allt of vægan. „Það að stuðla að glæpsamlegu at- hæfi eins og að steypa löglegri rík- isstjórn er ekki aðeins glæpur gegn þjóðinni heldur ætti aldrei að fyrirgefa slíkt brot,“ sagði í yfirlýs- ingu samtakanna. Þegar hafa nokkrir menn verið dæmdir í fangelsi í Zimbabve og Miðbaugs-Gíneu fyrir aðild að valdaránstilrauninni. Er einn þeirra Simon Mann, Breti sem var á sínum tíma ná- granni Thatchers í dýru hverfi í Höfðaborg. Sir Mark ját- aði að hafa greitt leigu á þyrlu sem málaliðar ætluðu að nota við valdaránið en hann segist hafa staðið í þeirri trú að nota ætti þyrluna til hjálpar- starfa. Nota átti þyrluna til að fljúga með Severo Moto, leiðtoga stjórnarandstæðinga í Miðbaugs- Gíneu, sem nú er í útlegð á Spáni, til heimalandsins eftir að Nguema hefði verið steypt. Mark Thatcher er að sögn BBC talinn eiga um 60 milljónir punda eða yfir sjö milljarða króna. Var hann í valdatíð móðurinnar sak- aður um að misnota aðstöðu sína í ýmiss konar viðskiptum. Hann erfði barónstitil eftir föður sinn, Dennis Thatcher, sem lést 2003. Thatcher-hjónin hlutu arfgengan barónstitil í heiðursskyni fyrir stjórnmálastörf Margaret Thatcher sem missti völdin 1990 eftir að hafa verið forsætisráðherra í samfleytt 11 ár. Valdaránstilraunin í Miðbaugs-Gíneu Mark Thatcher fékk skilorðs- bundinn dóm Höfðaborg. AP, AFP. Sir Mark Thatcher FRANSKA róðrarkonan Maud Fontenoy hyggst róa báti sínum ein síns liðs yfir Kyrrahafið frá Perú til Tahítí, um 8.000 km leið. Fyrir rúmu ári varð hún fyrst kvenna til að róa ein síns liðs yfir Atlantshafið úr vestri til austurs. Fontenoy hyggst nú róa sömu leið og Thor Heyerdahl og félagar hans sigldu á frumstæðum seglf- leka árið 1947 til að sanna þá kenn- ingu að sæfarar frá Suður-Ameríku hefðu sest að á Suðurhafseyjum til forna. Fontenoy segist ætla að verða fyrsti ræðarinn til að róa þessa leið einn síns liðs og telur að róðurinn taki um fimm mánuði. „Ég vil safna lífsreynslu. Ég er farin, lítil kona á litlum báti í stór- kostlegu ævintýri,“ sagði Fontenoy áður en hún lagði af stað frá Lima í Perú á miðvikudagskvöld. „Ég veit að ég þarf að glíma við fjölmörg vandamál, illviðri og einsemd. En ég veit líka að sigurinn verður stærri vegna þess að þetta verður erfitt frá byrjun.“ Varðskip landhelgisgæslunnar í Perú fylgdi báti Fontenoy fyrsta daginn, meðal annars vegna hættu á að hún yrði fyrir barðinu á sjó- ræningjum. Eftir það getur hún ekki reitt sig á neina aðstoðarbáta og lendi hún í vandræðum geta liðið allt að tíu dagar þar til hún fær hjálp. Fontenoy reri frá Kanada til Spánar á 117 dögum haustið 2003. Hún lenti þá í 36 stunda illviðri og bátnum hvolfdi þá sautján sinnum í tíu metra háum öldum. Fontenoy er 26 ára og ólst upp í bátum. Hún var aðeins viku gömul þegar hún fór í fyrstu siglinguna í skútu yfir Atl- antshafið með fjölskyldu sinni. Hún hefur lifað í alls fimmtán ár um borð í bátum og stundaði nám í bréfaskóla. „Lítil kona á litlum báti í stórkostlegu ævintýri“ Callao. AFP, AP.                               !         !" #$  #      "  # $                         %             ! " # $% " #& ' &  '( ) * + , -*.  ,..  ( ' ) **    *  $ *+ , , (' *& -'$ )($  . * * $, * /0 *'$+  1'$ 2* - $1'$ 3('$ *  , 4    5  *(  1'$  Meira á mbl.is/itarefni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.