Morgunblaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 20
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Þingeyingur ársins | Birgitta Haukdal, söngkona frá Húsavík, var kosin Þing- eyingur ársins 2004 í kosningu á vefnum skarpur.is á Húsa- vík. Þátttaka var góð, að því er fram kemur á vefnum, og athygli vakti að alls fengu rúm- lega 40 aðilar at- kvæði í kjörinu. Úrslitin voru harla tvísýn og að- eins munaði einu atkvæði á Þing- eyingi ársins og þremur öðrum. Jafnmörg atkvæði í 2. sæti fengu Húsvík- ingarnir Guðni Bragason og Gunnlaugur Karl Hreinsson, og Bárðdælingurinn Þor- steinn Ingvarsson. Hvalfjörður í Staðardagskrá | Skipaður hefur verið starfshópur í Hvalfjarð- arstrandarhreppi til að vinna að Staðardag- skrá 21 fyrir sveitarfélagið. Fram kemur á vefnum hvalfjordur.is að í júní síðastliðnum stóð hreppurinn fyrir kynningu á Staðardagskrá 21 fyrir hrepp- ana fjóra sunnan Skarðsheiðar í Borg- arfirði. Mál þróuðust þannig að skipaður var starfshópur innan Hvalfjarðarstrand- arhrepps til að vinna að þessu verkefni fyrir hreppinn. Í hópnum eru Jón Valgarðsson á Miðfelli, Eyjólfur Jónsson í Hlíð og Arn- heiður Hjörleifsdóttir á Bjarteyjarsandi 1, en hún vinnur að Staðardagskrármálum á landsvísu. Einn af vegvísunum í starfinu er þátttaka íbúa viðkomandi sveitarfélags. Því var strax á fyrstu stigum sent kynningarbréf á alla íbúa hreppsins, og þeim jafnframt boð- ið að gerast þátttakendur. Nokkrir höfðu samband og spurðust fyrir, en tveir bættust formlega í vinnuhópinn. Það eru þau Þor- valdur Magnússon á Kalastöðum og Kol- brún Eiríksdóttir á Bjarteyjarsandi 2. Mynd um trúbador | Lýður Árnason, kvikmyndagerðarmaður og læknir á Flat- eyri, vinnur að gerð heimildarmyndar um líf farandsöngvarann Sigga Björns frá Flat- eyri, að því er fram kemur í frétt á vef Bæj- arins besta. Vann Lýður að gerð mynd- arinnar síðastliðið sumar og fóru tökur fram erlendis. Vitnað er til viðtals við Sigga Björns í ársriti Önfirðingafélagsins í Reykjavík en þar er Siggi nefndur víðförlasti Önfirðingur allra tíma. Hann er um þessar mundir að flytja frá Berlín til Dresden í Þýskalandi. Íþróttamiðstöðin áHólmavík verður tekin formlega í notkun á morg- un, laugardag. Mikil hátíð verður af því tilefni á Hólmavík. Í Íþróttamiðstöðinni er 25 metra útisundlaug ásamt heitum pottum, barnalaug og gufubaði. Byrjað var að nota hana síðastliðið sumar. Þá er í miðstöðinni íþróttasalur í fullri stærð ásamt tækja- sal og þjónustubyggingu. Byrjað var að nota salinn í síðasta mánuði. Dagskráin í Íþrótta- miðstöðinni hefst klukkan 14 á morgun. Sagt verður frá byggingu hússins og sóknarpresturinn blessar bygginguna. Þá verða heimamenn með skemmti- atriði. Formleg opnun SNJÓR er víða mikill í Þingeyjarsýslu og hefur ekki alltaf viðrað vel að undanförnu. Yngri kyn- slóðin kann vel að meta snjóinn og alltaf er gam- an að vera úti þegar nóg er af því skemmtilega efni sem snjóhrúgurnar eru. Á myndinni eru syst- urnar á Einarsstöðum í Reykjadal, þær Erla Ingi- leif og Gerður Björg Harðardætur, og virðast ánægðar með lífið enda vel búnar til útivistar. Hundurinn Spori leikur sér mikið. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Gaman í snjónum Átjánda desember sl.var spurt um höfund hortittavísu sem hljóðar svo: Mörgum hef ég sálma sungið þó sumir þessa fari á mis. Í hverja vísu hef ég stungið hortitti til auðkennis. Gunnar Karlsson bend- ir á að vísan birtist nýlega í Litla-Bergþór, blaði Ungmennafélags Bisk- upstungna. Þar er safn Gýgjarhólsvísna, tekið saman af Ingu Kristjáns- dóttur frá Gýgjarhóli. Vísan er þar eignuð Kristjáni Guðnasyni (1894-1972) bónda á Gýgj- arhóli og föður Ingu. Kristján orti þessa vísu um reiðhestinn sinn, Mósa: Fár á betri færleik hér, flesta letja árin. Ei þarf hvetja undir mér átján vetra klárinn. Af hortittavísu pebl@mbl.is Akureyri | Það blés hressilega um hann Birgi Aðalsteinsson hjá Haftækni, þar sem hann stóð uppi á þaki Einars í Nesi, báti Hafrannsóknarstofnunar. Birgir var að skipta um loftnet fyrir tal- stöð bátsins og þrátt fyrir níst- ingskulda bar hann sig manna- lega og vann sitt verk. Brún Birgis gæti þó farið hækkandi því spáð er suðlægum áttum og hlýnandi veðri nú í vikulokin. Morgunblaðið/Kristján Í kulda og trekki Blönduós | Ráðgjafarfyrirtækið Mat- gæði ehf. hefur verið stofnað á Blönduósi og er að taka til starfa þessa dagana. Því er ætlað að veita ráðgjöf á sviði vöruþró- unar, rannsókna og markaðsmála hjá fyr- irtækjum í matvælaiðnaði. Hlutverk þess er að stuðla að þróun, frumkvöðlastarfi og nýsköpun. Stofnendur fyrirtækisins eru Blöndu- óssbær sem lagði fram tvær milljónir í hlutafé og á tæpan helming þess, Sölu- félag Austur-Húnvetninga, Rannsóknar- þjónustan Sýni ehf., Mjólkursamlag Hún- vetninga, Norðurós hf., Húnakaup ehf. og Frumherji hf. – matvælasvið. Ráðgjafarfyrirtækið er ávöxtur stefnu- mótunarvinnu sem fram fór á vegum bæjarstjórnar Blönduóss fyrir tveimur árum, að sögn Jónu Fanneyjar Friðriks- dóttur bæjarstjóra. Þá var ákveðið að byggja framtíðina á þeim styrk sem þar er að finna í matvælafyrirtækjum og skil- greina Blönduós sem bæ matvælavinnslu. „Fyrirtækin eru með öfluga matvæla- framleiðslu en það er brýnt að auka þekkingu á svæðinu, ekki síst á vöruþró- un, til þess að styðja fyrirtækin,“ segir bæjarstjórinn. Byrjað á heimavelli Soffía M. Gústafsdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri og verður hún eini starfsmaður fyrirtækisins í upphafi. Mat- gæði setur ekki upp eigin rannsóknar- stofu en mun eiga samstarf við rannsókn- arstofuna Sýni og matvælasvið Frumherja en bæði þessi fyrirtæki eru meðal stofnenda fyrirtækisins. Jóna Fanney segir að hugmyndin sé að byrja frekar smátt og sjá hvernig fyrirtækinu vegni í samstarfi við fyrirtækin á Blöndu- ósi. Í framhaldi af því verði kannað hvort eftirspurn sé eftir þjónustu af þessu tagi annars staðar á landinu. „Við vonumst til að efla þau fyrirtæki sem fyrir eru og ef til vill að stækka ráðgjafafyrirtækið líka með tíð og tíma,“ segir Jóna Fanney. Soffía M. Gústafsdóttir hefur mikla reynslu á sviði matvælaframleiðslu og ráðgjafar. Þá hefur hún lengi starfað á þessu sviði erlendis og aflað sér markaðs- tengsla. Vonast Jóna Fanney til að þessi þekking geti nýst hinu nýstofnaða fyr- irtæki og fyrirtækjunum á Blönduósi. Fyrir utan ráðgjafaþjónustu er stefnt að því að Matgæði ehf. skipuleggi fræðslunámskeið og samstarf matvæla- fyrirtækja þar sem það á við. Ráðgjafar- fyrirtæki í matvæla- iðnaði tekur til starfa Karlmennska Hellissandur | Þessar ungu vin- konur, Ólöf og Kristín Vigdís sem báðar eru sjö ára, voru að leika sér í snjóskafli við grunnskólann á Hellissandi á meðan þær voru að bíða eftir skólarútunni. Voru þær að fara í leikfimitíma til Ólafs- víkur en grunnskólanemar á Hell- issandi sækja tíma í íþróttahúsið í Ólafsvík. Kalt hefur verið á Snæ- fellsnesi að undanförnu en stúlk- urnar létu það ekki á sig fá, klæddu sig eftir veðri og undu hag sínum vel. Beðið eftir skólarútunni Morgunblaðið/Alfons       Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.