Morgunblaðið - 14.01.2005, Page 28

Morgunblaðið - 14.01.2005, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN TALSMENN stjórnarflokkanna láta sér fátt um finnast þegar lagt er til að Íslendingar gangi úr Bandalagi hinna staðföstu þjóða. Þeir segja að innrás- inni í Írak sé nú lokið og aðild Íslendinga að þessu óformlega bandalagi snúi ekki lengur að stuðningi við árásina heldur við uppbyggingarstarf í landinu. Sennilega vilja flestir Íslendingar leggja hinni stríðs- hrjáðu írösku þjóð lið. Menn greinir hins vegar á um hvernig það verði best gert. Stjórnarliðar láta í það skína að nauðsynlegt skilyrði þess að við tökum þátt í uppbygg- ingu Íraks sé að við styðjum allar aðgerðir hernámsliðsins í landinu. Réttara mun vera að við getum bæði stutt írösku þjóðina og hafn- að blóðugum hernaðaraðgerðum. Fyrir nokkru réðust bandarísk- ar hersveitir inn í borgina Fall- ujah þar sem andstæðingar stjórn- arinnar í Bagdað höfðu hreiðrað um sig. Eftir blóðuga bardaga lágu fleiri en þúsund Írakar í valnum. Fyrir átökin bjuggu um 300.000 manns í borginni en flestir þeirra lentu á vergangi og heimili margra voru eyðilögð. Fyrirfram var sagt að margir forsprakkar andspyrnunnar hefðu bækistöðvar í borg- inni en innrásarsveit- unum tókst ekki að handsama neinn þeirra. Munu þeir hafa flutt sig til ann- arra svæða til að ráð- gera nýjar atlögur. Árangur af hernaðar- aðgerðum á borð við þessa er vafasamur og Íslendingum ber engin skylda til að styðja þær. Heillavænlegra er að styrkja borg- aralegt hjálparstarf í landinu. Írakar hafa mikla þörf fyrir hreint vatn, áreiðanlegt raforkukerfi og heilbrigðisþjónustu. Þeir hafa litla þörf fyrir sprengjusérfræðinga í skollaleik. Uppbygging á nauðsyn- legri almannaþjónustu ætti að ganga fyrir hernaðaruppbyggingu. Best er að heimamenn taki mál- in sem fyrst í eigin hendur. Þann- ig ættum við að hvetja til þess að írösk verktakafyrirtæki fremur en erlend fái samninga um uppbygg- ingarstarf. Með því nýtast þeir fjármunir betur sem veitt er til endurreisnar í landinu en auk þess er atvinnuleysi þar mikið. Margar þjóðir sem studdu ekki upphaflegu innrásina leggja nú hönd á plóginn við endurreisnina. Nágrannalönd Íraks eru þar fremst í flokki. Sumar þær þjóðir sem upp- haflega studdu hernaðaraðgerðir í Írak hafa einnig afturkallað stuðn- ing sinn. Í því felst engin söguföls- un, aðeins stefnubreyting. Höfnum því ofbeldisverkum og vafasömum forsendum stríðsins en styðjum borgaralegt uppbygging- arstarf í Írak. Styðjum írösku þjóðina Haukur Þorgeirsson skrifar um uppbyggingarstarf í Írak ’Höfnum því ofbeld-isverkum og vafasömum forsendum stríðsins en styðjum borgaralegt uppbyggingarstarf í Írak. ‘ Haukur Þorgeirsson Höfundur situr í miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga. ÞAÐ ER kunnara en frá þurfi að segja að jólagjafir R-listans til borgarbúa, í formi skattahækkana, munu kosta reykvísk- ar fjölskyldur tugi þúsunda á næsta ári. Enn hafa forsvars- menn þessa stjórn- málaafls gengið á bak orða sinna því lofað var í stefnuskrá R-listans fyrir síð- ustu borgarstjórn- arkosningar lækkun holræsagjalds, óbreyttu útsvarshlut- falli og óbreyttum fasteignasköttum. En hví þarf fólk að láta svona lagað koma sér á óvart? R-listinn hefur sýnt sig vera óábyrgt og ótraust stjórnmálaafl sem í besta falli er vett- vangur þess ósættis og þeirrar tortryggni sem ríkir á milli þeirra aðila sem að honum standa. En það vita færri að við Graf- arvogsbúar fengum sérstakar jólagjafir frá borgaryfirvöldum, alveg umfram aðra borgarbúa og rétt að geta þeirra með kæru þakklæti. Óviðunandi subbuskapur Mikið hefur verið talað um hreins- un strandlengjunnar og fyrir síð- ustu borgarstjórnarkosningar barði R-listafólk sér á brjóst og miklaðist af því að nú væri því verki næstum lokið. Þar sem ég þekki til hefur það aldrei verið ástæða til sjálfhælni að vera næstum búinn að ljúka einhverju því verki sem fyrir löngu var búið að lofa að ætti að vera lokið. Því er nefnilega þannig varið að enn vellur skólp upp rétt undan ströndinni hérna í Graf- arvogi og síst hefur subbuskap- urinn minnkað við það að byggð er risin í Grafarholti og hefur skólpi þaðan einnig verið veitt út í sömu rás og úr Grafarvogs- hverfum. Sjórinn er grár af úr- gangi rétt undan Bryggjuhverfi og Hamrahverfi, mávager vomir yfir og strendur okkar Grafarvogsbúa eru víða vel yfir hættumörkum hvað varðar skólpmengun. Það var því fagn- aðarefni þegar for- maður Hverfisráðs Grafarvogs lofaði stjórn Íbúasamtaka Grafarvogs snemma árs 2004 að á komandi sumri yrði bætt úr betur og áætluð dælu- stöð tekin í gagnið. Leið nú og beið og ekkert gerðist. Ekki fyrr en á borgarafundi með borgarstjóra í október sl. að formað- ur Hverfisráðsins nefndi það að fyrra bragði við setningu fundar að of lengi hefði dregist að taka í gagnið margumrædda skólpdælustöð og lof- aði hann íbúum Graf- arvogshverfa því nú að hún yrði komin í gagnið fyrir áramót. Var honum klappað lof í lófa og bros lék um andlit fund- armanna. Nú eru áramótin liðin og enn er ekki byrjað að dæla frá okkur skólpinu. En þarf nokkurn að undra? Eins og áður sagði þá er R-listinn ekki þekktur fyrir að standa við loforðin sín. Sorpu lokað Og þetta var ekki eina jólagjöfin sem R-listinn sá ástæðu til að gefa okkur Grafarvogsbúum umfram aðra borgarbúa. Við höfum nú notið þess um árabil að eiga flokk- unarstöð fyrir sorp hérna við Bæj- arflöt. Hún er ekki sú stærsta í borg- inni en hefur þjónað sínu hlutverki vel og verið mönnuð hressu og þægilegu starfsfólki. Þessari stöð létu borgaryfirvöld loka núna um áramótin og er Grafarvogsbúum nú bent á að fara með sorp sitt til flokkunar í flokkunarstöðinni við Sævarhöfða. Þetta verður manni óskiljanlegt í ljósi þess að í stefnu- skrá R-listans segir á einum stað undir kaflanum „Umhverfisborgin Reykjavík“, þar sem einnig er rætt um hreinsun strandlengj- unnar: Stefna á að því að draga úr sorpi. Endurskipuleggja á sorphirðu, fjölga flokkunarstöðvum þannig að þær séu í göngufæri frá flestum heimilum og efla endurvinnslu. Það telst varla í samhengi við yfirlýsta stefnu að loka einu flokk- unarstöðinni í fjölmennasta hverfi borgarinnar og reyndar er hvorug þessara jólagjafa í samræmi við það markmið R-listans að Reykja- vík verði meðal hreinustu höf- uðborga heims. Enn og aftur, það þarf samt engan að undra. Það sem menn hlýtur hinsvegar að undra er hvernig á því getur stað- ið, í lýðræðisþjóðfélagi, að fram- boð eins og R-listinn, sem æ ofan í æ hefur sannað vanhæfni sína, skuli enn sitja við völd? Nú er aðeins rúmt ár til næstu borgarstjórnarkosninga. Er ekki tímabært, kæru Reykvíkingar að við förum að hugsa okkar gang og láta ábyrgari öflum eftir stjórn borgarinnar okkar áður en í meira óefni er komið? Jólagjafir R-listans Emil Örn Kristjánsson fjallar um hvernig Reykjavíkurborg hækkar álögur Emil Örn Kristjánsson ’Þessari stöðlétu borgaryf- irvöld loka núna um ára- mótin og er Grafarvogsbú- um nú bent á að fara með sorp sitt til flokkunar í flokkunarstöð- inni við Sævarhöfða. ‘ Höfundur er leiðsögumaður og býr í Grafarvogi. ÞAÐ ER brýnt verkefni að auka hagræðingu í rekstri heilbrigð- iskerfisins og mæta þeim auknu kröfum sem bíða okkar með nýrri tækni og hækkandi aldri þjóð- arinnar. Hagkvæmt húsnæði, sem mætir nútímaþörfum viðskiptavina og starfsfólks, þarf að koma í stað eldra húsnæðis. Árið 1998 skrifaði ég grein í Viðskiptablaðið um stjórnun heil- brigðismála og vakti meðal annars athygli á nokkrum at- riðum sem enn eru að mörgu leyti í fullu gildi. Stefnumótun og langtímaáætlanir vantar um þróun og uppbyggingu heil- brigðisþjónustu í landinu. Ekki fer fram nægileg umræða um það hvað þjóðin vill verja sameiginlega miklu fé til þessa málaflokks og hver forgangsröðunin á að vera. Ganga þarf hraðar fram í því að breyta heilbrigðiskerfinu, bæta stjórnun og þjónustu og nýta nú- tímalega tækni m.a. upplýs- ingatækni. Uppbygging heilbrigðiskerfisins þarf að taka mið af eða spila með stefnumótun í byggðamálum. Hagkvæmast væri að byggja upp nýtt hátæknisjúkrahús enda er núverandi húsnæði bæði úrelt og kostnaðarsamt í rekstri og við- haldi. Síðan þetta var skrifað hefur starfshópur um framtíðarupp- byggingu háskólasjúkrahúss lagt til við Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra að öll starfsemi Land- spítalans verði á einum stað í framtíðinni við Hringbrautina, og aðaluppbyggingin fari fram sunn- an brautarinnar. Heildarkostnaður við uppbygg- ingu við Hringbraut var áætlaður árið 2002 um 30 milljarðar króna og framkvæmdatími talinn 14–17 ár. Líklega mun þessi upphæð verða nær 40 milljörðum þegar upp er staðið. Reynsla okkar af löngum byggingartíma er afleit hvort sem það er Þjóðarbók- hlaðan, Þjóðminjasafnið eða nátt- úrufræðihúsið Askja svo dæmi séu tekin. Þess vegna ber að fagna hugmynd Davíðs Oddssonar að verja miklu af fjármunum sem fást við sölu Landsímans í að ljúka hratt uppbyggingu nýs hátækni- sjúkrahúss. Heilbrigðistækni og þekking sem útflutningsgrein Stundum hefur verið rætt um að við getum selt útlend- ingum heilbrigð- isþjónustu á íslensk- um heilbrigðis- stofnunum. En við getum ekki síður selt þeim ýmsa þekkingu og tækni sem byggist á útflutningi á heil- brigðistengdum þátt- um. Sem dæmi má nefna árangur fyr- irtækja eins og Acta- vis, Össurar, Tölvu- Mynda, Íslenskrar erfðagreiningar, Medcare Flögu og Taugagreiningar. Heilbrigðistækni nær yfir svið sem tengist tækja- búnaði, hugbúnaði og margvíslegri tækniþekkingu sem notuð er í rekstri heilbrigðisstofnana og starfsemi tengdri líftækni, lyfja- fræði, heilsuvernd og læknavís- indum. Það eru góðir möguleikar á því að gera útflutning á þekkingu á sviði lýðheilsu, heilbrigðismála og heilbrigðistækni að mikilvægri at- vinnugrein. Fullkomið hátækni- sjúkrahús, fyrirtæki, rannsókn- arstofnanir og háskólar eiga í samstarfi að geta náð góðum ár- angri á þessu sviði. Sem dæmi má nefna að sameinaður háskóli Há- skólans í Reykjavík og Tæknihá- skóla Íslands ætlar að taka upp nám í heilbrigðisverkfræði. Heil- brigðisverkfræði (Medical eng- ineering) er spennandi svið þar sem fengist er við verkefni sem tengist lækningum, t.d. þróun gerviliða, gervilíffæra, upplýs- ingakerfa mannslíkamans, upplýs- ingakerfa fyrir heilbrigðiskerfið, rekstur heilbrigðisstofnana o.fl. Þeir sem stunda þetta nám öðlast bæði þekkingu á verkfræði, líf- fræði og öðrum þáttum sem snúa að þessum málaflokki. Stærsta orkuver landsins Í Vatnsmýrinni í Reykjavík er hægt að þróa orkuver hugvits, þar sem virkjuð er þekking háskóla- samfélagsins, fyrirtækja eins og Íslenskrar erfðagreiningar og ann- arra hátæknifyrirtækja og Land- spítala – háskólasjúkrahúss auk þess sem íbúðarbyggð og önnur þjónustustarfsemi yrði á svæðinu. Að þessu var m.a. vikið í sjón- varpsþætti á RÚV um skipulags- mál Reykjavíkur 11. janúar. Það verður aftur á móti erfitt að virkja þessa krafta ef flugvöllur er á svæðinu. Í stað flugvallar ætti að byggja upp í Vatnsmýrinni nú- tímalega atvinnustarfsemi og íbúa- byggð sem skapar störf þúsunda manna í nálægð við hina einu sönnu miðborg okkar Íslendinga. Húsnæði skiptir máli Húsnæði og staðarval skiptir miklu við að skapa umgjörð, innri samskipti og vinnuferla, hag- kvæmni og þjónustu sem nauðsyn- leg er hverju fyrirtæki og stofnun. Það þekki ég af eigin raun vegna þeirra umskipta sem urðu í rekstri Marel eftir að fyrirtækið tók í notkun nýtt framleiðslu- og skrif- stofuhúsnæði í Garðabæ árið 2002. Það gildir hið sama um háskóla og háskólasjúkrahús að húsnæðið skiptir miklu máli. Við þurfum nýtt hátæknisjúkrahús og að nýta jafnframt nútímalega heilbrigð- istækni til að ná meiri árangri fyr- ir Íslendinga og til útflutnings. Gott heilbrigðiskerfi er einn af hornsteinum okkar velferðarþjóð- félags. Með yfirlýsingu Davíðs Odds- sonar um hátæknispítala var sleg- inn nýr tónn, sem vonandi mun skapa þjóðareiningu um þetta verðuga og tímabæra verkefni. Þörf fyrir nýtt há- tæknisjúkrahús Þorkell Sigurlaugsson fjallar um byggingu nýs sjúkrahúss ’Hagkvæmast væri aðbyggja upp nýtt há- tæknisjúkrahús enda er núverandi húsnæði bæði úrelt og kostnaðarsamt í rekstri og viðhaldi.‘ Þorkell Sigurlaugsson Höfundur er framkvæmdastjóri þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík og stjórnarformaður Marel hf. og TölvuMynda hf. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.