Morgunblaðið - 14.01.2005, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 35
MINNINGAR
✝ Inga JónasínaPálmadóttir
fæddist á Húsavík 19.
júlí 1955. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 8. janúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar eru Sigfús
Pálmi Jónasson frá
Helgastöðum í
Reykjadal, f. 23. júlí
1918 og Kristjana
Hrefna Ingólfsdóttir
frá Grímsstöðum á
Fjöllum, f. 13. nóv-
ember 1914, d. 10.
mars 1994. Inga var
yngst fimm systkina en hin eru:
Snjólfur Hörður, f. 13. febrúar
1938. Sonur hans og Lilju Þor-
bergsdóttur, f. 19. september
1940, er Pálmar Þór. Snjólfur
Hörður var giftur Helgu Haralds-
dóttur, f. 7. júlí 1937, börn þeirra
eru Björg og Haraldur, þau slitu
samvistum; Hreiðar, f. 5. nóvem-
ber 1940, giftur Evu Sigurðar-
dóttur, sonur þeirra er Pálmi
Rafn; Magnús, f. 14. apríl 1943,
börn hans og Maríu Lilju Hall-
dórsdóttur, f. 27. desember 1944
eru: Eyrún, Særún, Oddbjörn og
Arnrún, þau slitu samvistum.
Brynja María, f. 31. ágúst 1947,
gift Kára Sigurðs-
syni, börn þeirra eru
Rut, Gríma Eik og
Röðull Reyr.
Inga Jónasína
giftist sumarið 1973
Guðmundi Svans-
syni, f. 10. október
1953, þau bjuggu á
Akureyri. Börn
þeirra eru: Ingólfur
Freyr, f. 1. febrúar
1973, kvæntur Her-
dísi Margréti Ívars-
dóttur, börn þeirra
eru Indiana Líf,
Alexandra Sól og
Ísabella Örk; Sunna, f. 29. mars
1975, dóttir hennar er Ragnheið-
ur Inga. Inga Jónasína og Guð-
mundur slitu samvistum árið
1981.
Inga Jónasína giftist 21. júní
1986 Guðmundi L. Blöndal frá
Siglufirði, f. 6. ágúst 1954. Bjuggu
þau á Akureyri, fyrst í Keilusíðu
en fluttu fljótlega í Vestursíðu 2a
og hafa búið þar síðan. Þau eiga
dæturnar Hrefnu Fönn, f. 14.
október 1987 og Hlín, f. 19. mars
1991.
Útför Ingu Jónasínu fer fram
frá Akureyrarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Elsku mamma.
Þegar þú veiktist fyrst, fyrir
bráðum tveimur árum síðan, vissum
við öll innst í hjarta okkar að svona
gæti farið og að við þyrftum að
kveðja þig eins og við gerum nú. En
þú varst svo sterk og ákveðin í því
að þetta mundi ganga vel að við
gleymdum öllum áhyggjum. Þú
varst alltaf svo jákvæð og ákveðin í
að takast á við þetta verkefni eins
vel og þú mögulega gætir og það
gerðir þú svo sannarlega. Vonin, já-
kvæðnin og þakklætið fyrir það sem
þú áttir var þinn styrkur í gegnum
þetta allt, og það veitti okkur líka
styrk.
Við systkinin erum svo þakklát
fyrir allt sem þú hefur kennt okkur
og börnunum okkar öll þessi ár sem
við fengum að vera með þér og þú
varst enn þá að kenna okkur allt
fram til þess síðasta með ótrúlegum
krafti þínum, æðruleysi og vilja. Við
þökkum fyrir það.
Við erum svo þakklát fyrir allar
þær óteljandi stundir sem við áttum
saman heima í eldhúsi, að baka, eða
þegar þú varst að hjálpa okkur með
heimanámið. Þegar þú kenndir okk-
ur bænirnar okkar, eða gafst okkur
plástur þegar við áttum bágt.
Stundum skriðum við líka upp í rúm
til þín og pabba og kúrðum öll sam-
an. Það var best, takk fyrir það,
mamma.
Öll ferðalögin sem við fórum í,
bæði þessi styttri eins og út í sveit
til Madda eða til Brynju og Kára á
Húsavík eru eins og ævintýri, þá eru
líka ógleymanlegar samverustund-
irnar á heitum sólarströndum og
heimsóknin til Bandaríkjanna rétt
áður en þú veiktist. Þú varst Sunnu
líka ómetanlegur styrkur þegar þú
varst viðstödd fæðingu Ingu litlu, þú
lést ekkert setja þig úr jafnvægi.
Alltaf eins og klettur.
Þér fannst líka alltaf svo gott að
vera úti í náttúrunni og þær voru
ófáar útilegurnar, gönguferðirnar,
og skíðaferðirnar sem við fórum í
saman. Þú kenndir okkur að bera
virðingu fyrir náttúrunni og njóta
hennar í öllum veðrum. Við þökkum
þér fyrir það, mamma.
Þú gafst okkur alltaf svo mikið
frelsi til að vera við sjálf, líka til að
misstíga okkur og gera mistök en þú
varst alltaf til staðar til að hjálpa
okkur þegar við höfðum hrasað og
þurftum huggun eða leiðsögn. Takk
fyrir það.
Það leit allt svo vel út um jólin hjá
þér úti í Svíþjóð, Hrefna og Hlín
voru hjá þér og pabba sem er hinn
kletturinn okkar. En svo komu
fréttirnar, það var ekki langur tími
eftir. Það var erfitt, en það var samt
svo gott að fá að tala við þig, hitta
þig og fylgja þér síðasta spölinn, það
hjálpar okkur að muna hvað þú
varst alltaf falleg og hlý. Við viljum
öll vera eins og þú, mamma, bara
pínulítið ef við getum. Við vitum
hvað þú varst stolt af okkur, en
mamma, við erum líka svo stolt af
þér. Þú varst alltaf svo ljúf og blíð.
Þú reiddist okkur aldrei og fannst
alltaf léttu hliðarnar á öllu. Það var
þín leið og nú er hún okkar, við
þökkum fyrir það. Við lofum að
varðveita allt sem þú hefur kennt
okkur. Við lofum að taka það með
okkur út í lífið sem nú tekur við án
þín og við lofum að kenna börnunum
okkar allt sem þú hefur kennt okk-
ur. Nú tökumst við á við lífið sem
fram undan er jafn ákveðin og trú-
föst og þú varst allan tímann. Þetta
stutta ljóð skrifaðir þú í dagbókina
þína 14. september 2003 þegar þú
varst í einni af mörgum meðferðum.
Takk fyrir það, mamma.
Greinin sveiflast djúpt í vindinum,
þrösturinn heldur sér fast.
Hann stenst álagið –
Ingólfur Freyr, Sunna, Hrefna
Fönn og Hlín.
Í dag kveðjum við mæta konu sem
látin er langt um aldur fram. Mág-
kona mín, Inga Jónasína Pálmadótt-
ir, andaðist á Landspítalanum við
Hringbraut laugardagskvöldið 8.
janúar, tæpum sólarhring eftir erfitt
sjúkraflug frá Karolinska sjúkra-
húsinu í Stokkhólmi. Veit ég að það
var fjölskyldu Ingu kært að fá að
vera hjá henni síðustu stundirnar og
fá að kveðja hana.
Inga greindist með krabbamein
fyrir einu og hálfu ári og varð það
öllum mikið áfall. Tókst hún á við
sjúkdóminn af mikilli einurð og
höfðu allir óbilandi trú á bata. En
annað áfall dundi yfir ári síðar, með-
ferðin hafði ekki borið árangur.
Ákveðið var að skipta um bein-
mergsfrumur og var Brynja systir
hennar valin sem beinmergsgjafi. Í
lok október á síðasta ári halda þær
systur ásamt Maj-Britt, svilkonu
Ingu, út til Stokkhólms þar sem að-
gerðin fór fram. Dvaldist Inga þar
til í byrjun nýs árs er hinn stóri
dómur var kveðinn upp og hún flutt
heim á Landspítalann með sjúkra-
flugi.
Margs er að minnast og margt
ber að þakka. Tvær myndir af Ingu
koma oftast upp í hugann og út frá
þeim raðast önnur minningarbrot.
Átta ára kotroskin stelpa í buxum,
peysu og í gúmmístígvélum með
stríðnisglampa í bogadregnum aug-
um og spékopp í kinn. Svipurinn gaf
í skyn að hún vissi ýmislegt. Inga
hafði fylgst grannt með Brynju syst-
ur sinni í þau skipti sem hún heim-
sótti hana í Laugaskóla en þar
kynntumst við Brynja.
Hin myndin af Ingu mágkonu
minni er þar sem hún stendur eilítið
hokin í bláum gallastakk með hand-
töskuna, farsímann og bíður fyrir
utan „Lansann“ eftir að verða sótt
til að geta verið með okkur, þó ekki
væri nema stutta stund. Þetta voru
þær ljúfustu ferðir sem ég hef um
ævina farið. Við hjónin vinnum bæði
vaktavinnu, því áttum við auðvelt
með að njóta samverunnar með
Ingu, hvort það voru búðarferðir,
heimsóknir, sólbað í garðinum eða
bara að vera til.
Í Pálmholti, heimili tengdafor-
eldra minna, þeirra Pálma og
Hrefnu, var mér strax vel tekið. Mér
var ljóst að uppeldi systkinanna í
Pálmholti og allur heimilisbragur
var mjög áþekkur því sem ég ólst
upp við en tvennt kom mér á óvart,
öll húsgögnin á heimilinu voru smíð-
uð af yngsta bróðurnum á bænum
og hitt hve mikið var til af ljósmynd-
um af fjölskyldunni. Við bústörf og
dvölina í sveitinni var grunnurinn
lagður að kynnum okkar Ingu, sam-
bandi sem varði á meðan hún lifði og
aldrei bar skugga þar á, er ég henni
ákaflega þakklátur fyrir það. Vin-
áttuböndin styrktust með árunum,
öðru fremur vegna þess hvað syst-
urnar voru nánar og á margan hátt
líkar.
Haustið 1966 flytjum við Brynja
til Húsavíkur og ári síðar flytur
Inga með foreldrum sínum til Ak-
ureyrar.
Inga giftist Guðmundi Svanssyni
og eignuðust þau tvö börn, Ingólf
Frey og Sunnu. Á næstu árum átt-
um við góða samveru með fjölskyld-
unni heima og að heiman. Kaflaskil
verða í lífi Ingu er þau Guðmundur
slíta samvistum. Inga átti því láni að
fagna að kynnast Guðmundi L.
Blöndal, eftirlifandi eiginmanni sín-
um, sem reyndist henni og börnum
hennar vel. Guðmundur varð vinur
okkar fjölskyldunnar. Sorgin barði
að dyrum í upphafi sambúðar þeirra
er þau misstu sitt fyrsta barn,
stúlku, daginn sem hún fæddist.
Eignuðust þau seinna tvær stúlkur,
Hrefnu Fönn og Hlín sem komu
eins og englar inn í líf þeirra og okk-
ar allra. Fengum við að njóta sam-
veru þeirra systra um tíma í mörg
sumur er þær fengu að dvelja hjá
Brynju frænku og Kára á Húsavík.
Margar sögur og setningar eru í
minnum hafðar af dvöl systra og
samveru við öll systkinin í gegnum
tíðina. Guðmundur og Inga voru á
margan hátt ólík, hann vel fullorðinn
með fastmótaðar skoðanir og hafði
ekki verið í sambúð en Inga fráskilin
með tvö börn. Það var aðdáunarvert
að fylgjast með því hvernig þeim bar
gæfa til að þroskast saman og bæta
hvort annað. Margt áttu þau sam-
eiginlegt s.s. útiveru, veiði, skíðaiðk-
un, ferðalög hvort sem var utan eða
innanlands. Samtaka voru þau í upp-
eldi barnanna og að breyta og bæta
heimili sitt. Áttu þau orðið mjög fal-
legt heimili sem verið var að end-
urnýja á síðustu árum og nú síðast
garð og aðkomu.
Inga var mörgum kostum gædd,
hún var greind, skapgóð, traust,
nægjusöm, hafði góðan smekk, var
skemmtileg með gott skopskyn og
man ég bara eftir skemmtilegum
minningum tengdum henni Ingu.
Undravert var hverju Inga fékk
áorkað, hún vann ekki verk sín með
látum. Inga var útivinnandi við
verslunarstörf og um tíma við sína
eigin verslun sem hún rak ásamt
vinkonu sinni, en lengst af sem klin-
ikdama. Inga var frá unga aldri og
fram á síðustu ár með börn, fyrst
okkar stelpur síðan sín eigin börn,
þá barnabörnin og einnig passaði
hún börn annarra. Inga annaðist
aldraða foreldra sína af sérstakri al-
úð og þolinmæði með dyggri aðstoð
eiginmanns og barna. Eru þeim öll-
um færðar þakkir fyrir það. Börn
okkar Brynju hafa öll frá unga aldri
þekkt Ingu frænku sína og fjöl-
skyldu hennar og eru Ingu þakklát
fyrir allt sem hún var þeim í lífinu
og geyma um hana fagra minningu.
Kæra vina, við kveðjum þig með
sárum söknuði og með innilegri
þökk fyrir allar þær stundir sem við
nutum með þér, við trúðum og von-
uðum að þær yrðu fleiri en það er
greinilega ekki okkar að ráða. Við
færum fjölskyldu Ingu og nánustu
ættingjum, okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur og biðjum Guð um að
styrkja ykkur í sorginni og um alla
framtíð.
Kári og fjölskylda.
Það var okkur öllum harmafregn
að heyra að Inga væri dáin. Að hún
hefði tapað stríðinu við sjúkdóminn
eftir að hafa unnið nokkrar orrustur
af miklum hetjuskap. Inga hafði tek-
ist á við sjúkdóminn af því æðruleysi
og jákvæðni sem einkenndi hana
alla tíð og þegar við hugsum til baka
um þann tíma sem við áttum með
Ingu sjáum við hvernig henni tókst
oft á tíðum að gera gott úr hlutunum
með þessari óbilandi jákvæðni sinni.
Allt myndi reddast … ganga vel …
ekki vera neitt mál og jafnvel bara
betra svona – og auðvitað var ekki
hægt annað en að vera sammála
henni.
Inga var glaðlynd og hafði svo
sannarlega gaman af lífinu og elsk-
aði náttúruna. Við minnumst hennar
þar sem hún tekur á móti okkur létt-
klædd á veröndinni í Vestursíðunni;
sólbrún af norðlenskri sól, kapp-
klæddrar með heitt kakó í tjald-
vagninum; tilbúin í næsta spil við
stelpurnar, útitekinnar og stællegr-
ar með sólgleraugun á skíðum í
Hlíðarfjalli. Alltaf jafngaman og
aldrei virtist hún njóta sín betur en
með fjölskylduna í kringum sig.
Aldrei var heldur neitt mál að bæta
nokkrum utanaðkomandi í hópinn.
Hún Perla fékk nokkrum sinnum að
reyna gestrisni fjölskyldunnar í
Vestursíðunni og síðast er Inga kom
í heimsókn í Rjúpnahæðina virtist
sú gamla enn eiga henni nokkuð að
þakka. Marta dvaldi einnig hjá
frænkum sínum fyrir norðan af og
til og minnist hún sérstaklega hlýj-
unnar sem Inga virtist eiga auðvelt
með að sýna. Ekkert þótti henni
Ingu sjálfsagðara en að láta vekja
sig um miðja nótt ef lítil stelpa átti
erfitt með að sofa og ráð átti hún
undir rifi hverju við hvers kyns
vandamálum.
Inga var glæsileg kona og þegar
Marta var lítil var hún þess fullviss
að hún Inga hefði sigrað í fegurð-
arsamkeppni en af því að Inga var
eins og hún var myndi hún aldrei
segja frá því. Það sannfærði Mörtu
endanlega að Inga gaf sér tíma til
þess að sitja með þeim Hrefnu heilt
kvöld til að horfa á Ungfrú Ísland og
gat sér þar að auki rétt til um úrslit-
in!
Þessar hugleiðingar og margar
fleiri fara allar í sjóð minninganna
um góða vinkonu.
Guðmundur og Inga voru alltaf
samstíga og til marks um það eru
þau jafnan nefnd bæði saman og því
verður eflaust erfitt að breyta og
vandfyllt verður skarðið sem nú er
komið í þéttan hóp fjölskyldunnar.
Elsku Guðmundur, Hrefna, Hlín,
Sunna, Ingólfur og fjölskyldur, megi
fallegar minningar um góða konu
ylja ykkur í framtíðinni og Guð veita
ykkur styrk í sorginni.
Lárus, Soffía, Erna Kristín,
Marta Guðrún og Brynja Rut.
Elsku vinkona mín, við höfum
þekkst í 25 ár og það er margs að
minnast frá þeim árum en nú er ég
með hugann við dagana sem ég var
hjá þér í Svíþjóð fyrir jólin.
Ég hugsa um gönguferð í skóg-
inum, þeir voru fallegir skógarstíg-
arnir sem við þræddum en víða
höfðu trjágreinar brotnað undan
snjóþunga. Þegar við komum heim í
Ronaldshús varst þú þreytt í fót-
unum svo ég nuddaði á þér iljarnar
og þú lást með olíubornar tásurnar
upp í loft og fékkst þér kríu, á með-
an ég sat með prjónana og Andrea
Bocelli söng fyrir okkur eins og hon-
um einum er lagið. Það var ekki
jólastressið á okkur þá. Himininn
var heiður og blár þennan fallega
dag en það var frost og jörðin hvít af
snjó og við biðum með tilhlökkun
eftir vorinu.
Elsku vinkona, ég trúi að vorið sé
komið hjá þér nú þegar og þó það sé
kalt núna þá mun vora hjá okkur
hinum líka.
Elsku Guðmundur, Ingólfur, Her-
dís, Sunna, Hrefna, Hlín, ömmudúll-
urnar og Pálmi afi, við Tryggvi
sendum ykkur innilegar samúðar-
kveðjur og biðjum þess að Guð gefi
ykkur styrk í þessari miklu sorg.
Inga Ing.
Mér finnst ég knúin til að skrifa
nokkur kveðjuorð til þín Inga mín.
Vissulega brá mér síðasta sumar er
ég frétti að þú værir að berjast við
krabbamein. Síðasta sunnudag fékk
ég svo hringingu frá föður mínum
sem færði mér þær slæmu fréttir að
þú hefðir orðið að láta í minni pok-
ann fyrir þessum vágesti sem leggur
allt of marga að velli. Þegar jóla-
ljósin slokknuðu hvert af öðru í
kring um okkur, slokknaði líka ljósið
þitt.
Ósjálfrátt reikar hugurinn nokkra
áratugi aftur í tímann, þar sem við
erum litlar og áhyggjulausar stelpur
í sveitinni okkar, æskuvinkonur og
aðeins einn bær skildi okkur að. Þar
dönsuðum við um mela og móa, að
ég tali nú ekki um allar tjarnirnar
og vötnin þar sem við lékum okkur
saman á skautum. Það tók okkur
ekki svo langan tíma að hlaupa á
milli bæjanna og þá nutum við lífs-
ins, alveg áhyggjulausar um heims-
ins vandamál. Ég man eftir því þeg-
ar ég heimsótti þig einu sinni sem
oftar og þú hafðir verið lasin, varst
alveg rammhás og sagðist vera með
rödd eins og Louis Armstrong, þetta
fannst mér afar merkilegt, því ég
vissi varla hver hann var. Eftir þetta
tengdi ég þig oft við hann.
Við vorum ekki mörg í gamla
bekknum okkar í barnaskólanum,
við stelpurnar aðeins þrjár og u.þ.b.
helmingi fleiri strákar, og kannski
vorum við nánari þess vegna. Mér
finnst alltaf að við höfum verið ferm-
ingarsystur, en í raun var það ekki
þannig, því þú fluttir til Akureyrar
stuttu fyrir ferminguna, og mikið
saknaði ég þín þegar þú fórst. Því
miður rofnaði sambandið á milli
okkar á unglingsárunum, en við
vissum þó alltaf hvor af annarri og
glöddumst í hvert sinn sem við hitt-
umst á förnum vegi.
En nú er komið að kveðjustund
Inga mín.
Megi algóður Guð veita fjölskyldu
þinni allri styrk í sorginni.
Hvíl þú í friði.
Aðalheiður frá Hólkoti.
Elsku Inga mín.
Mig langar til að þakka þér fyrir
allar góðu stundirnar sem við áttum
saman. Við kynntumst gegnum sam-
eiginlega vinkonu okkar fyrir 14 ár-
um þegar við stofnuðum sauma-
klúbbinn sem aldrei hefur fengið
nafn. Gleðin og bjartsýnin voru
ríkjandi í fari þínu. Við stofnuðum
saman Handíð fullar bjartsýni, stað-
ráðnar í því að garn og bútar væri
það sem vantaði á hvert heimili og
ætluðum okkur að verða gamlar
saman bak við búðarborðið. Hand-
íðarárið okkar var mjög skemmti-
legur tími, undirbúningurinn og
ferðin suður til að kaupa inn vörur,
nóttin sem við gistum hjá Eik
frænku þinni. Þá vorum við svo
spenntar að við gátum ekki sofið en
spjölluðum saman næstum alla nótt-
ina. Einnig voru námskeiðin sem við
héldum í búðinni afskaplega
skemmtileg. Við höfðum allavega
gaman af þessu ævintýri. Ég, Inga,
Drífa, og Sía, höfum saknað þín sárt
úr saumaklúbbnum, en þú munt allt-
af eiga stað í huga okkar. Elsku
Inga mín við gleymum þér aldrei.
Ég bið góðan guð að gæta þín. Sofðu
rótt góða vinkona.
Jesús er mér í minni,
mig á hans vald ég gef,
hvort ég er úti eða inni,
eins þá ég vaki og sef.
Hann er mín hjálp og hreysti,
hann er mitt rétta líf,
honum af hjarta eg treysti,
hann mýkir dauðans kíf.
(Hallgrímur Pétursson.)
Elsku Guðmundur, Pálmi, Ingólf-
ur, Herdís, Sunna, Hrefna, Hlín, og
ömmustelpurnar fjórar. Ég, Krist-
inn og fjölskylda vottum ykkur okk-
ar dýpstu samúð. Guð veri með ykk-
ur.
Edda.
INGA JÓNASÍNA
PÁLMADÓTTIR