Morgunblaðið - 14.01.2005, Síða 36

Morgunblaðið - 14.01.2005, Síða 36
36 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jón Sigurðssonfæddist í Víði- nesi á Kjalarnesi 12. mars 1916. Hann andaðist á Hjúkrun- arheimilinu Ljós- heimum á Selfossi að kvöldi 6. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sigurður Einarsson bóndi í Seljatungu, f. 24.3. 1884, d. 10.3. 1951, ættaður frá Holtahólum í Horna- firði, og Sigríður Jónsdóttir húsfreyja og ljósmóðir, f. 4.7. 1883, d. 27.12. 1970, ættuð frá Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd. Foreldrar Jóns fluttu árið 1919 frá Víðinesi á Kjalarnesi að Seljatungu í Gaul- verjabæjarhreppi þar sem hann ólst upp. Jón var fjórði í aldursröð átta systkina frá Seljatungu. Elst var Sigríður, f. 11.4. 1912, d. 21.9. 1998, Þorsteinn, f. 21.4. 1913, d. 19.11. 1992, Sesselja Sumarrós, f. 22.4. 1915, d. 20.4. 2003, Laufey, f. 25.10. 1917, d. 30.10. 1976, Magn- ea Kristín, f. 13.8. 1921, Guðjón, f. 26.11. 1922, og Einar Gunnar, f. 16.7. 1924. Hinn 24. júní 1944 kvæntist Jón Þeirra börn, Guðrún Erla, Sævar Þór og Edda Ósk. 5) Sigríður, f. 25.1. 1956, maki Valtýr Pálsson, f. 29.2. 1952. Börn hennar Davíð Örn og Jón Trausti. Börn hans, Óli Haukur og Benedikta. 6) Kári, f. 21.2. 1960, maki Kristjana Kjartansdóttir, f. 25.1. 1961. Börn þeirra, Kjartan, Aron og Anton Kári. 7) Gunnar, f. 16.7. 1961, maki Anna Fríða Björnsdóttir, f. 2.2. 1963. Börn þeirra, Bjarni Kristinn, Árni Jón og Bryndís Gígja. 8) Ásmundur, f. 3.12. 1967, maki Margrét Alice Birgisdóttir, f. 10.10. 1960. Dóttir þeirra Íris. Dætur hennar, Anna Hlín og Thelma Gunnarsdætur. Jón vann ýmis störf frá unga aldri, var m.a. átta vertíðir í Vest- mannaeyjum í landvinnslu hjá Ár- sæli Sveinssyni útgerðarmanni þar. Hann var starfsmaður við bílaviðgerðir og fleira hjá Bif- reiðastöð Steindórs í Reykjavík og vann á bílaverkstæði Kaup- félags Árnesinga á Selfossi frá 1949. 15. júní 1956 fór hann til starfa hjá sýslumannsembættinu í Árnessýslu við sjúkraflutninga og lögreglustörf og tók í framhaldi af því við embætti bifreiðaeftir- litsmanns fyrir Suðurland. Jón starfaði sem bifreiðaeftirlitsmað- ur til sjötugsaldurs, 1986. Eftir það var hann um hríð starfsmaður hjá Set hf. á Selfossi. Jón verður jarðsunginn frá Sel- fosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Sigríði Guðmunds- dóttur, f. 12.2. 1923, frá Hurðarbaki, dótt- ur hjónanna Þuríðar Árnadóttur, f. 4.8. 1896, d. 15.5. 1985, og Guðmundar Kristins Gíslasonar, f. 9.12. 1890, d. 20.10. 1954. Jón og Sigríður bjuggu nokkur ár að Seljavegi 33 í Reykja- vík og fluttu árið 1954 að Austurvegi 31 á Selfossi, í hús sem Jón byggði í fé- lagi við Þorstein bróður sinn. Jón og Sigríður eign- uðust níu börn, það fyrsta, dreng- ur, lést í fæðingu. 1) Guðmundur Kristinn, f. 14.9. 1946, maki Krist- ín Lára Ólafsdóttir, f. 4.6. 1946. Börn þeirra eru Jón Birgir, Ólaf- ur og Haukur Snær. 2) Sigurður, f. 27.4. 1948, maki Esther Ósk- arsdóttir, f. 12.12. 1949. Þeirra börn, Helgi, Óskar, Sigríður Rós og Daði Már, fósturdóttir Díana Óskarsdóttir. 3) Þuríður, f. 15.1. 1951, maki Magnús Óskarsson, f. 29.11. 1948. Börn þeirra, Jón Arn- ar, Harpa Sigríður og Einar Kári. 4) Gísli Árni, f. 17.6. 1954, maki Emilía Björk Gränz, f. 23.3. 1956. Á kveðjustund bregðum við ljósi á vegferð þess sem sem kvaddur er og þau samskipti sem við höfum átt. Þá kemur einnig fram hvað hefur verið gefið og hvað þegið í þeim samskipt- um. Allt er vistað í sjóði minning- anna. Einnig sjáum við myndir frá fyrri tíma og staðnæmumst við atvik og ýmis atriði á vegferð kynslóðanna, hvernig hver maður ber með sér vöxt og viðgang forfeðra sinna. Eiginleik- ar og einkenni birtast og hægt er að finna samhljóm í eigindum, athöfnum og samskiptum fólks. Við flytjum með okkur arf kynslóðanna og erum hluti af hinum mikla vefnaði lífsins sem ofinn hefur verið frá ómuna tíð og er enn í vinnslu. Lífið er yndislegt og gefandi sú stund sem lifuð er, en það er hún sem alltaf er dýrmætust. Hægt er að horfa til baka og líta fram á veg en dagstundin er sá tími sem við getum mótað. Við kveðjum ástríkan föður, afa og langafa eftir tæpra 89 ára vegferð með okkur. Margt hefur á dagana drifið og mörg er sú önn og mæða sem mætt hefur honum og hans fólki eins og gengur með okkur mannanna börn. Pabbi ólst upp í Flóanum, í Selja- tungu og hrærðist í því samfélagi sem þar byggðist upp. Hann var að uppruna af hornfirskum ættum í föð- urætt, búinn hógværð, hagleik og miklu næmi fyrir öllu sem lifði og hafði í fyrrirúmi áherslur lífsins – vildi öllu vel. Í móðurætt var hann af Hvalfjarðarströndinni með mikinn dugnað, festu og æðruleysi gagnvart því sem að höndum bar. Þessa eiginleika sína ræktaði pabbi. Þó ekki væri skólagangan mikil né kennslan á háu stigi voru í sveitum menn og konur sem bjuggu yfir kunnáttu og næmi á eiginleika fólks og vildu leiðbeina ungum manni sem var augsýnilega búinn eiginleik- um og færni hagleiksmannsins. Þeir sáu efni í þúsundþjalasmið í strákn- um frá Seljatungu sem hann og varð og nýttist honum vel í lífinu. Hann dáði líka alla þá sem höfðu slíka færni til smíða eða sköpunar. Þolinmæði og natni voru honum ofarlega í huga sem og heiðarleiki, staðfesta og eft- irfylgni þess sem sagt var. Hvert verkefni varð honum ögrun að leysa, alveg eins og íþróttamanni er keppnin. Það var sama hvert verk- efnið var, vindmylla á hlaðinu í Selja- tungu til rafmagnsframleiðslu, brotið drif í mjólkurbíl, eftirlitskerfi með skráningu bifreiða eða járnstigi í hús- ið okkar hjóna. Allt var smíðað og lát- ið falla vel að með góðri nýtingu efn- isins. Pabbi og mamma gengu í hjóna- band á fallegum degi í júnímánuði 1944, krupu á gólfinu í stofunni á Hurðarbaki og bundust tryggða- böndum sem héldu vel á þeirra veg- ferð um lífið. Lífsbaráttan var hörð og samfélagið mótað af samhjálp og virðingu fyrir lífinu og lífsbjörginni. Eftir búsetu í nokkur ár í Reykjavík fluttu þau á Selfoss þar sem mikill uppgangur var og næg vinna í kring- um athafnasemi Kaupfélags Árnes- inga og Mjólkurbús Flóamanna. Þau reistu húsið á Austurvegi 31 í félagi við Þorstein bróður hans og Guðrúnu Valdimarsdóttur og bjuggu fjölskyld- urnar þar í góðu samfélagi og við barnalán. Var húsið stundum nefnt Bræðratunga eftir bræðrunum frá Seljatungu. Á þessum tíma var ekki hundrað prósenta lán í boði né pen- ingaflóð í samfélaginu. Samt byggðu menn sér hús og treystu sín sam- félagslegu tryggðabönd með því að hjálpast að við húsbyggingarnar. Það var eðlilegt að létta undir með öðrum og auðvitað gaman líka því þar sem menn komu saman var líf og fjör. Oft var glatt á hjalla í kringum steypu- vinnu og á stundum hljóp á menn frægt steypuæði og þeir urðu eigi einhamir í framgöngu sinni, gengu hreinlega berserksgang við vinnuna, enda gekk þetta vel. Upp úr þessum jarðvegi sprettum við afkomendurnir og eigum samskipti við aðrar stór- fjölskyldur undir öruggri leiðsögn foreldranna, móður sem sinnti heim- ilinu og hins vinnusama föður sem dró að. Starf pabba á bifreiðaverkstæði Kaupfélagsins var honum kært enda sinnti hann þar starfi sem reyndi á útsjónarsemi og næmi við að gera upp drif og lagfæra ýmis gangverk sem fóru úr lagi í hinum mikla bíla- flota sem haldið var úti í kringum Kaupfélagið og Mjólkurbúið. Þó ekki væri hann með prófgráður var hann eftirsóttur á þessu sviði og þótti vænt um mat forystumanna KÁ á hæfileik- um hans. Nefndi hann oft Guðmund Böðvarsson í því sambandi. Vinnan við Bifreiðaeftirlitið var honum einn- ig kær og sinnti hann henni af kost- gæfni, gaf sig allan í verkið, vildi að allt gengi vel fyrir sig. Var þá ekki spurt um tíma því starfið hafði for- gang, skoðun bíla, prófdómarastörf eða meiraprófsnámskeið. Það var í hans eðli að láta verkið ganga fyrir. Það var gaman að fylgjast með hon- um og Gesti Ólafssyni forstöðumanni þegar mikið var að gera og hann kom austur.Við starfslok sat eftir ómæld- ur tími og var pabbi alltaf þakklátur Þorsteini Pálssyni þáverandi dóms- málaráðherra sem rétti hlut hans. Pabbi hafði unun af samskiptum við þá fjölmörgu sem færðu bíla sína til skoðunar og naut þess að fylgjast með mönnum sem fóru vel með bíla sína. Það var honum kært að eiga góðan bíl og halda honum vel við. Hann sóttist ekki eftir nýjum bílum en sá oft færi á að gera góðan bíl úr því sem hann sá og ýtti þessari skoð- un að okkur bræðrum og maður reyndi, gerði við og klastraði en hann fylgdist með og færði orðalaust í rétt horf. Við starfslok hans sem bifreiðaeft- irlitsmanns var farið að blika fyrir nýjungum og ljóst að starfsemin myndi breytast, sem hún gerði. Hann horfði yfir farinn veg sáttur með starfið en vinnusemin var söm við sig og eftir sjötugsaldurinn starfaði hann við framleiðslustörf hjá Set hf. á Sel- fossi. Dáði hann mjög þá útsjónar- semi sem hann kynntist þar og hag- leik eigendanna við smíði ýmissa véla og verkfæra, sem og framganga þeirra og drift. Það var honum kær- komið að vinna við framleiðslu og sjá hluti verða til. Eru þeim feðgum í Set hf. og eigendum öllum færðar þakkir fyrir góð samskipti við hann. Pabbi fylgdist vel með samfélags- málum þótt hann gæfi sig ekki að þeim með beinni þátttöku. Hann var einlægur sjálfstæðismaður sem vildi frelsi einstaklingsins og þá heilbrigðu samhjálp sem sjálfstæðisstefnan býður upp á. Hann dáði Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson, sagði af þeim sögur og hafði gjarnan mynd af Ólafi uppi á vegg. Kunni hann vel að meta vasklega framgöngu þessara póli- tísku leiðtoga, sem og annarra svo sem Ingólfs Jónssonar og síðar Dav- íðs Oddssonar. Barnahópurinn varð stór og svo er og um barnabörnin og barnabarna- börnin. Mikið var að gera í barna- afmælum og oft stórtraffík á heim- ilinu, borðið var hlaðið góðgæti, frænkur og frændur komu, karlarnir settust í stofu og ræddu samfélags- mál með viðeigandi hávaða og skoð- anaskiptum. Það var gaman að hlusta á karlana rífast. Allir fengu kóka kóla og hélt pabbi þeim sið allar götur í jólaboðum og er það ein minninganna sem barnabörnin eiga þegar afi Jón kom með kók í gleri á ákveðinni stundu í jólaboðunum. Alltaf gladdist hann yfir nýju barni, hafði yndi af litlum börnum og afi Jón og amma Sigga eiga sinn sess í hugum barnanna. Við leiðarlok birtast myndir sem við eigum hvert og eitt í hugskoti okkar og svo er um alla menn. Þetta eru verðmæti sem við getum dregið af lærdóm og eigum að gera. Það er nærandi að fara í sjóð minninganna. Það er líka kært að minnast góðrar þjónustu sem pabbi hlaut á Ljós- heimum á Selfossi. Það var upp- byggilegt að verða vitni að góðri og gæskuríkri umgjörð sem hann hlaut þar og skilningi á þörf hans fyrir út- rás athafnaseminnar. Þar ríkir höfð- ingsskapur og virðing fyrir mann- legri reisn. Heilar þakkir fyrir það. Við biðjum góðan Guð að blessa minningu föður, tengdaföður, afa og langafa og umvefja hann kærleik í ríki sínu og gefa mömmu, ömmu og langömmu styrk í sorg sinni. Sigurður, Esther, börn og barnabörn. Nú er hann faðir minn, Jón Sig- urðsson frá Seljatungu í Flóa, geng- inn á vit forfeðra sinna. Við minn- umst hans með hlýhug og söknuði, öll fjölskyldan. Hann var einkar barn- góður maður, hjartahlýr og hjálp- samur, staðfastur og stundum þver en afskaplega tryggur og trúr sínum. Öll verkefni vann hann af einstakri natni sem kalla mætti smámunasemi. Þannig vann hann hvort sem um var að ræða verk fyrir sjálfan sig eða aðra. Faðir minn var ekki skólageng- inn en handlaginn maður og hafði mest yndi af að gera við hluti og koma þeim í brúk aftur. Var þá sama hvort unnið var í tré eða járn. Brotin sleif eða ausa kom alltaf til baka betri en ný og gúmmískórnir voru sólaðir marga hringi. Í uppvextinum hjálp- aði hann okkur systkinunum, einkum strákunum, með bílaviðgerðir. Oft var óþolinmóður unglingur á vappi við skúrinn sem vildi komast á rúnt- inn eða á ball, meðan „sá gamli“ dundaði sér við að smíða gorma- pressu eða slagþvingu til viðgerð- anna. Aldrei var kastað til höndum, allt varð að vera vel frá gengið með hverja skrúfu á sínum stað vel smurða svo taka mætti í sundur síð- ar. Nytjastefnan með sína nýtni og sjálfsbjargarviðleitni var við lýði. Að geta gert hlutina sjálfur, vera óháður öðrum, var lífsmottó. Þannig var gott verkfæri gulls ígildi. Hárklippisett var auðvitað til á bænum og mikill sparnaður í því að klippa alla drengjakollana. Þá var oft grátur yfir horfnum bítlalokkum. Nú er kertið brunnið út og minn- ingin um manninn lifir eftir. Blessuð sé sú minning, megi guð varðveita hann og styrkja eftirlifandi móður okkar. Kári og fjölskylda. Það er erfitt að trúa því að afi sé farinn. Þrátt fyrir að veikindin hafi tekið sinn toll og ágerst með degi hverjum trúði maður því alltaf að hann myndi verða betri því þraut- seigjan og þrjóskan virtist alltaf koma honum til góða og fleyta honum yfir hinar ótrúlegustu hindranir. Þegar við heimsóttum afa um jólin var hann uppábúinn og fínn þrátt fyr- ir að vera bundinn við rúmið, og yfir honum ákveðinn glæsileiki og virðing sem hefur fylgt honum alla tíð. Afi var einstakur maður og átti engan sinn líkan þótt víða væri leitað. Hann eyddi öllum stundum í skúrnum á Austurveginum, en yfir honum hvíldi ákveðin dulúð fyrir okkur börnin. Nýtnin var einstök hjá afa, það mátti engu henda því það gæti nýst seinna meir. Mörgum þótti nú nóg um dótaríið í skúrnum en fyrir okkur frændsystkinin var þetta al- gjör paradís. Oft langaði mann að leika í hinum ýmsu leikjum þarna inni en þangað vogaði maður sér ekki inn nema að afi væri þar og gæfi manni leyfi. Jólaboðin á Austurveginum verða ætíð mjög ofarlega í minningunni. Hópurinn var svo stór að það þurfti að borða í nokkrum lotum því það komust ekki allir að við borðið. Við krakkarnir lékum okkur í kjallaran- um, gengum í kringum jólatréð og borðuðum heimatilbúið konfekt.Það var sérstakur viðburður þegar afi kom upp með kassa af kók og gaf okkur öllum litla kók í gleri sem búið var að geyma í kjallaranum. Að fá heila kók alveg sjálfur á þessum aldri þótti ekkert smá fínt, það tók mig all- an daginn að klára kókið þó svo að margir frændur mínir hafi verið fljót- ari. En afi varð hálfgerður Guð í mín- um augum fyrir að tíma að gefa okk- ur öllum kókið. Það er erfitt að vera svona langt í burtu á erfiðum tímum. Ég átti ynd- islega kveðjustund með afa þegar við vorum á Íslandi um jólin. Það var yndislegt að sjá hvað hann lifnaði all- ur við og ljómaði þegar hann sá börn- in mín og hélt í hönd þeirra. Það er minning sem ég mun geyma ofarlega í hjartanu. Elsku amma, við sendum þér okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Guðrún Erla og fjölskylda, Minnesota. Afi minn er farinn, farinn upp til guðs. Þessi ótrúlegi maður sem oft var hægt að segja að ætti níu líf. Því kveð ég þig, afi minn, með tári og söknuði í hjarta, því gull af manni varst þú. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku amma og aðstandendur. Mínar innilegustu samúðarkveðjur, megi styrk hönd guðs leiða okkur í gegnum sorgina. Edda Ósk. Í fáum línum langar mig til að kveðja frænda minn Jón Sigurðsson. Nonni, eins og hann var kallaður, var fjórða barn föðurforeldra minna. „Hann var skaparinn mikli,“ eins og yngsti bróðir hans komst að orði, „skapaði smáa hluti sem stóra, ýmist úr tré eða járni“. Hann var afar vinnugefinn, handlaginn og hafði snemma áhuga fyrir vélum og tækj- um. Þeir bræður Jón og faðir minn reistu í sameiningu tvíbýlishús á Austurvegi 31 á Selfossi. Nonni átti þar lóð sem hann lagði til en faðir minn lagði fram teikningar og var yfirsmiður við húsbygginguna. Sel- fosshreppur var nýorðinn sjálfstætt sveitarfélag þegar þetta var og þá fengu húsin nöfn. Bræðratunga vildu menn nefna hús þeirra og vísa með því til bræðranna frá Seljatungu. Ekki festist nafnið þó við húsið en þarna stækkuðu fjölskyldurnar og við börnin og frændsystkinin nutum samvista hvert við annað sem um stórfjölskyldu væri að ræða. Ég hygg að faðir minn og Jón hafi verið um margt líkir að skapgerð þó að hugur þeirra hafi hneigst í ólíkar áttir. Báð- ir voru þeir verkgefnir menn, annar valdi trésmíðar en hinn járnsmíði og vélar. Jón var áhugasamur um bíla og vélar meðan faðir minn eignaðist sinn fyrsta bíl er hann var kominn að fimmtugu. En þess þurfti ekki með. Hægt var að leita til Nonna ef á bif- reið þurfti að halda. Hann átti forláta drossíur og minnisstæðar eru ferðir með honum á Þingvelli, niður í Selja- tungu og berjaferðir í uppsveitir Ár- nessýslu. Þó að bíltúrarnir væru mik- ið tilhlökkunarefni gátu þeir reynt á þolrifin því bílveiki herjaði á unga fólkið. Plastpokar voru þá ekki við höndina eins og nú og því gat bílstjór- inn setið uppi með að þrífa bíl sinn JÓN SIGURÐSSON Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is MOSAIK af legsteinum gegn staðgreiðslu í janúar og febrúar Sendum myndalista 15% afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.