Morgunblaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ólöf Björnsdóttirfæddist í Keldu-
hverfi í Norður Þing-
eyjarsýslu 29. ágúst
1915. Hún lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urnesja 8. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Björn
Indriðason og Jónína
Steinunn Jónsdóttir.
Systkini Ólafar eru
Helga, Unnur, Jón,
Jakobína og Indriði.
Ólöf var yngst þeirra
systkina. Fyrstu fimm
æviárin bjó hún ásamt systkinum
og foreldrum í Kelduhverfi. Þaðan
fluttist fjölskyldan til Siglufjarðar,
þar sem Ólöf ólst upp. 19 ára göm-
ul flutti hún síðan til Reykjavíkur
þar sem hún lærði m.a saumaskap.
Ólöf giftist 27. maí 1950 Skarp-
héðni Agnarssyni, f.
26. mars 1919. Dætur
þeirra eru: a) Birna,
f. 29. mars 1950, son-
ur hennar er Ríkarð-
ur. b) Margrét, f. 28
apríl 1951, gift Þórði
Ingimarssyni. Börn
hennar eru Sigurður,
Herdís og Ólafur
Freyr. c) Jónína, f.
10. janúar 1956, gift
Ólafi Viðari Gunn-
arssyni, dóttir þeirra
er Dagný Silva, son-
ur Jónínu er Carl Jó-
hann.
Ólöf og Skarphéðinn bjuggu all-
an sinn búskap í Keflavík. Ólöf
stundaði aðallega verslunarstörf.
Útför Ólafar fer fram frá Kefla-
víkurkirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Elsku amma mín. Ég man ávallt
þær stundir er ég var hjá þér og afa á
Hringbrautinni. Þú varst oft að púsla
við mig, Disneypúsl. Okkur fannst
það svo gaman. Og spilin sem þú
kenndir mér voru ófá. Þegar ég og
mamma bjuggum hjá ykkur, þá
varstu alltaf með hlaðborð í hádeginu.
Þetta voru yndislegir tímar. En nú,
elsku amma, ertu komin á betri stað.
Þú varst orðin svo veik. Þú sagðir
mér oft sögur úr sveitinni sem þú
bjóst í þegar þú varst ung. Svo man
ég líka að ég kom stundum með
Hubba Bubba tyggjó og við lékum
okkur að gera kúlur úr tyggjóinu. Þú
bjóst á Garðvangi seinustu árin. Þú
varst svo dugleg við allt. Vildir bara
labba sjálf og gera allt sjálf. Þegar ég
rifja upp man ég hvað þú varst söng-
elsk. Þú söngst oft fyrir mig. Ég hafði
gaman af því. Eitt skipti kom ég í
heimsókn til þín, þá varstu orðin hálf-
blind og þú vildir endilega baka fyrir
mig pönnukökur. Síðan byrjar þú,
tekur upp uppskriftarbókina þína.
Svo er allt tilbúið og þú bara manst
þetta allt. Ég held þú hafir ekki séð
stafina. Þetta voru alveg einstakar
pönnukökur. Stundum fór ég með þér
og afa í sumarbústaðinn, það voru
góðar stundir. Þú talaðir oft um það
þegar þú vannst í síldinni. Þú sagðir
mér oft sögur af því. En, elsku amma,
nú ertu farin frá okkur og sögurnar
verða því miður ekki fleiri, en þær
munu geymast í hjarta mínu.
Elsku afi og aðrir aðstandendur,
votta ykkur samúð mína.
Hvíl í friði, elsku amma mín.
Þinn ömmustrákur
Ólafur Freyr.
Elsku amma mín.
Ég mun aldrei gleyma hvað var
gott að faðma þig, ég mun aldrei
gleyma hve góð þú varst, ég mun
aldrei gleyma hve þolinmóð þú varst,
ég mun aldrei gleyma hve vel mér leið
hjá þér, ég mun aldrei gleyma hve
gott var að lúra hjá þér í hreinu rúm-
fötunum, ég mun aldrei gleyma
hvernig þú gast látið lítið eldhús
verða að heilu ævintýri í augum á lít-
illi stelpu, ég mun aldrei gleyma raul-
inu þínu sem róaði og sefaði mig og
gerir enn, ég mun aldrei gleyma hve
skemmtileg þú varst, ég mun aldrei
gleyma spilastundum okkar, ég mun
aldrei gleyma hve endalaust þú
nenntir að leika við mig, ég mun aldr-
ei gleyma sögunum þínum, ég mun
aldrei gleyma að ég er lambið þitt.
Þakka þér fyrir allt þetta og svo
miklu meira sem þú gafst mér.
Ég mun aldrei gleyma þér elsku
amma mín.Ég veit að þú ert á góðum
stað þó hjarta mitt muni aldrei hætta
að sakna þín.
Þín
Herdís.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Elskuleg vinkona mín, Ólöf Björns-
dóttir, kvaddi þennan heim laugar-
dagsmorguninn 8. janúar. Heilsu
hennar hafði hrakað mikið síðustu 2
árin og var hún farin að þrá hvíldina.
Ólöf var gift Skarphéðni föður-
bróður mínum, og vorum við búnar að
þekkjast í yfir hálfa öld. Hún var ynd-
isleg kona og mjög vel lesin og fróð.
Það var hægt að tala við hana um allt
og hún var inni í öllum málum næst-
um því fram á síðasta dag. Við vorum
saman í saumaklúbb í nokkur ár í
Keflavík, og þá var saumað og prjón-
að í klúbbunum. Ólöf var mikil hús-
móðir og frábær hannyrðakona.
Elsku Ólöf, þegar ég lít til baka er
ég mjög glöð að hafa átt þig sem vin-
konu frá mínum unglingsárum. Ég vil
þakka þér alla þá umhyggju og góð-
vild sem þú sýndir mér þegar ég
þurfti mest á því að halda, og ekki
bara þá, heldur alla tíð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Skarphéðinn, Birna, Gréta,
Jonný og fjölskyldur.
Ég votta ykkur innilega samúð
mína. Guð blessi ykkur.
Guðrún (Lilla).
Elsku besta mamma mín,
minningarnar streyma,
um gæsku þína, verkin þín,
þær allar mun ég geyma.
Far í friði móðir mín,
góður guð þig geymi,
góðmennsku þinni og móðurást
til mín ég aldrei gleymi.
Guð blessi þig elsku mamma mín.
Gréta.
ÓLÖF
BJÖRNSDÓTTIR
Það þýðir nú lítið að
ragna,
því byrðar ég losnað hef
við.
Með dómara mínum ég
fagna,
hann hefur nú gefið mér frið.
Mín bíða hér bjartari dagar
og mikið er um að vera.
En skapari minn loks lagar
það sem hann lengi hefur langað að gera.
Við verðum að lokum að kveðja,
því mín bíða verkefni víðar.
Þar mun ég upp ljósið mitt hefja,
því veit ég að sjáumst við síðar.
(M.K.)
HJALTI ÞÓR
ÍSLEIFSSON
✝ Hjalti Þór Ísleifs-son fæddist í
Reykjavík 3. apríl
1974. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ mánudag-
inn 27. desember síð-
astliðinn og var útför
hans gerð frá Kópa-
vogskirkju 4. janúar.
Elsku Ísleifur, Haf-
dís, Sveinlaug og
Hrefna, guð gefi ykkur
styrk á þessari erfiðu
stundu. Kveðja,
Magnús og Halldór.
Elsku Hjalti Þór,
mánudagurinn 27. des-
ember mun seint
gleymast. Þann morg-
un rann saman mikil
sorg og mikil gleði. All-
ir voru sáttir. Nú ert þú
frjáls og allt erfiðið að
baki, þín bíða ný verk-
efni.
Elsku Hjalti, takk fyrir að vera
okkur góður bróðir, takk fyrir allt
sem þú hefur gefið okkur. Minning
þín mun lifa í hjörtum okkar.
Sofnar drótt, nálgast nótt,
sveipast kvöldroða himinn og sær.
Allt er hljótt, hvíldu rótt.
Guð er nær.
Þínar systur,
Sveinlaug og Hrefna Dröfn.
Elsku amma mín,
með þessum fáu orð-
um langar mig að
kveðja þig. Minning-
arnar eru margar og
allar góðar. Við erum á Sólvalla-
götu, ég er kannski fjögurra ára.
Við liggjum uppi í rúmi og þú ert
að lesa fyrir mig úr 1001 nótt og
ég upplifi ævintýrin. Ég sef á milli
á bramboltinu og þú vaknar svo
um miðja nótt við bröltið í mér,
vaknar aftur snemma morguns við
að ísskápurinn er opnaður og kem-
ur fram og sérð mig að næla mér í
rjómalögg. Stundum náði ég líka
að fá mér smjör með litlu putt-
unum áður en þú komst og var þá
heldur hróðug. Var þá bara þvegin
og svo skriðið aftur upp í rúm.
Alltaf var farið í messu á sunnu-
dögum í Landakoti og þar söngst
þú í kirkjukórnum og ég reyndi að
staulast í gegnum Grallarann með
ykkur. Seinna meir lærði ég þetta
allt og söng með. Fyrir jól var svo
steikt laufabrauð og voru margar
sögur sagðar og kveðið. Þegar þú
MARGRÉT
HJÁLMARSDÓTTIR
✝ Margrét Hjálm-arsdóttir fæddist
á Blönduósi 30. ágúst
1918. Hún andaðist á
Hjúkrunarheimilinu
Víðinesi 1. janúar
síðastliðinn og var
henni sungin sálu-
messa í Kristskirkju
í Landakoti 7. jan-
úar.
fluttir svo í Presta-
húsið gamla við
Landakot og ég varð
eldri kenndir þú mér
dönsku því að þú
varst sú eina sem
kunnir dönskuna að
mínu mati og talaðir
hana svo fallega. Einu
sinni um páska var ég
hjá þér í öllu skólafrí-
inu og var þá að
syngja í öllum mess-
um með þér og svo
heima að hafa það
notalegt. Við áttum
okkar miðvikudaga
veturinn sem Hörður var á Skjóli
og þá sótti ég þig til að fara í
heimsókn til hans eða þá að við
skruppum í Kringluna og borð-
uðum saman eitthvað óhollt og
gott. Margar stundir áttum við svo
saman í Furugerðinu og mikið var
spjallað og skeggrætt. Á Víðinesi
var gott starfsfólk sem hugsaði vel
um þig. Síðasta haust langaði mig
að bjóða þér heim í gæs en þú
treystir þér ekki til að koma þann-
ig að ég fór bara með gæsina beint
úr ofninum og allt meðlæti og
borðuðum við það saman hjá þér
og mikið var gaman að geta glatt
þig með því, þetta var svo gott.
Núna ertu farin og guðs blessaði
sonur hefur tekið þig til sín. En
þessar fallegu minningar um þig
mun ég geyma og miðla til næstu
kynslóða. Þín ömmustelpa
Margrét Elfa Hjálmarsdóttir.
Horfin er úr okkar
hópi kær vinkona og
skólasystir, Erla
Finnsdóttir frá Siglu-
firði. Þegar vinir
kveðja leita minning-
arnar fram í hugann.
Fyrstu ár ævinnar var vinátta
hvers og eins bundin við börn á
næsta nágrenni en svo fór kjarni
árgangsins að ganga í smábarna-
skólann hjá fröken Láru, sem
vakti hjá okkur óttablandna virð-
ingu, en kenndi okkur alveg ótrú-
lega mikið. Þar næst tóku barna-
og gagnfræðaskólinn við og á þeim
árum mynduðust hin sterku bönd
árgangs ’32. Það var sérstakt lán
að fá að alast upp á Siglufirði í
þann tíma. Nám og leikir í um-
gjörð fagurra fjalla. Á vetrum þeg-
ar mjallhvít fönnin huldi jörð var
farið á skíðum fram á fjörð, eða
upp í Hvanneyrarskál, sumir létu
sér nægja að skíða niður brekk-
urnar, en aðrir voru kappsamari
og kepptu í stökki eða bruni. Á
sumrin fengu margir að taka til
hendi við síldarsöltun eða eitt og
annað á plönum, en alltaf var tími
til að fara í leiki, útilegu í Kamba-
lágar og ótal margt annað
skemmtilegt. Við stelpurnar vor-
um að vísu ekki eins framtaks-
samar og fyrirferðarmiklar og
strákarnir, en höfðum það ekki
síður skemmtilegt. Þannig liðu
bernskuárin við leik og störf.
En elfur tímans streymir hratt
og strax eftir fermingu fór hóp-
urinn að þynnast. Æ fleiri fóru á
brott, fyrst til náms og svo tók við
atvinna, heimili og börn. En þegar
árin liðu og umsvifin urðu minni
leituðu æskuminningarnar æ oftar
fram í hugann.
Erla var ein þeirra sem höfðu
hvað mestan áhuga á að við skóla-
ERLA
FINNSDÓTTIR
✝ Erla Finnsdóttirfæddist á Akur-
eyri 18. janúar 1932.
Hún lést á Hjúkrun-
arheimilinu Skjóli að
morgni aðfangadags
og var útför hennar
gerð frá Grafarvogs-
kirkju 4. janúar.
og fermingarsystkinin
hittumst á Siglufirði
sumarið 1982 í tilefni
fimmtugsafmælis okk-
ar og endurnýjuðum
gömul vináttubönd.
Lagði hún á sig mikla
vinnu og fyrirhöfn
ásamt öðrum skóla-
félögum heima til að
sú hátíð tækist sem
best. Enda voru það
ógleymanlegir dagar
sem við áttum þar.
Þarna var endurnýjuð
gömul æskuvinátta
sem var það sterk, að
árgangur ’32 hittist aftur á Siglu-
firði árin 1987, 1992 og svo nú síð-
ast árið 2002. Það sannaðist að
vinátta okkar Erlu var ekki
gleymd og höfðum við þó nokkuð
mikið samband, þó svo að við hitt-
umst ekki oft þessi ár. Við syrgð-
um með henni við fráfall sonar
hennar og glöddumst með henni
þegar allt lék í lyndi. En Erla var
sterk og lét ekki bugast þótt hún
yrði fyrir ýmsum áföllum. Við
gleymum ekki hversu glöð og kát
hún var þegar við hittumst aftur,
en mörg okkar höfðu ekki sést frá
því um fermingu. En tíminn gefur
engum grið og það var mikið áfall
er við fréttum af veikindum henn-
ar. Og alltaf mætti Erla þegar ár-
gangur ’32 kom saman, hún kom
jafnvel hingað suður til þess að
taka þátt í myndakvöldum okkar,
þó svo að heilsa hennar versnaði
stöðugt.
Og sumarið 2002 kom hún á há-
tíðina okkar á Siglufirði, með að-
stoð dætra sinna Bylgju og Báru
sem sýndu henni aðdáunarverða
umhyggju og ástúð. Þótt Erla væri
þá komin í hjólastól tók hún þátt í
öllum okkar uppákomum og naut
þess að vera með í hópnum.
Við kveðjum Erlu skólasystur
okkar með sorg en þakklæti fyrir
að hafa fengið að ganga með henni
okkar bernsku- og æskuár og
fylgjast með henni á lífsins vegi,
þótt oft væri vík milli vina.
Minningarnar lifa.
F.h. árgangs ’32 frá Siglufirði
Kristjana H. Guðmundsdóttir.
HREFNA
SIGURBJÖRG
HÁKONARDÓTTIR
✝ Hrefna SigurbjörgHákonardóttir
fæddist í Vík í Mýrdal
13. september 1927.
Hún lést á sjúkrahús-
inu á Blönduósi 14.
desember síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Víkurkirkju
21. desember.
og velferðar barnanna
gætti,
og hvar sem við bág-
stadda færi hún fann,
hún fúslega mein
þeirra bætti.
En sálin og hjartað og
höndin varð þreytt
og hörð var og þreyt-
andi biðin,
en drottni sé lof, nú er
dauðastríð breytt
í dýrðlega himneska
friðinn.
Þótt horfinn sé vinur af hérvistar braut,
til heimvonar æðri vér snúum,
vér samfögnum henni, að sigruð er þraut
og sömu til ferðar oss búum.
(Sigurbjörn Jóhannsson.)
Innilegar samúðarkveðjur til
barna hennar og þeirra fjölskyldna
Erla og Jón Elimar.
Hún sefur og hvílist, sem
vakti og vann,
sem vildi hið góða og þarfa,
sem annarra farsæld sér
ánægju fann
við áreynslu skyldunnar starfa.
En skyldan var margbreytt og skeiðið var
langt,
en skyldurækt hennar ei breyttist.
Já reynslan var margbreytt og stríðið var
strangt,
unz starfskraftur líkamans þreyttist.
Sem kona og móðir hún vakti og vann