Morgunblaðið - 14.01.2005, Síða 50

Morgunblaðið - 14.01.2005, Síða 50
50 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÞAÐ urðu engar róttækar breyt- ingar í íslensku djasslífi á síðasta ári frekar en annarsstaðar í veröldinni. Björn Thoroddsen hélt áfram að vekja athygli erlendis og lék bæði í Ameríku, Evrópu og Asíu. Hann lék með ýmsum erlendum djassleik- urum er heimsóttu Ísland, s.s. franska Givone tríóinu og danska pí- anistanum Arne Forchhammer á velheppnuðum minningartónleikum um einn af eldhugunum í íslensku djasslífi, Þóri Guðmundsson, er lést á árinu. Þá lést einnig einn af reynd- ustu djasstrommurum landsins, Þor- steinn Eiríksson, betur þekktur sem Steini Krúpa. Á Jazzhátíð Reykja- víkur lék Björn með tríói sínu Cold Front, þarsem meðspilarar hans eru kanadíski trompetleikarinn Richard Gilles og bandaríski bassaleikarinn Steve Kirby. Vel heppnuð skífa Jagúars Merkasta framlag Björns til djassins í fyrra var þó geislaplata hans, Luth- er, þarsem hann tók að leika raf- magnað að nýju m.a. með gömlum félaga sínum úr Gömmunum, Stefáni S. Stefánssyni saxófónleikara. Aðra íslenska djassplötu verður að nefna af þeim rúma tug er út kom á árinu, Dansaðu fíflið þitt dansaðu, þarsem Stórsveit Jagúars lék tónlist eftir Tómas R. Einarsson í útsetn- ingu Samúels J. Samúelssonar. Ein- staklega vel heppnuð skífa tekin upp á tónleikum á Listahátíð. Tómas lék aðallega Kúbudjass sinn í fyrra og gaf þarað auki út fyrstu djass- nótnabókina íslensku með lögum sínum. Engar erlendar djass- stjörnur á heimsmælikvarða sóttu Ísland heim þetta árið, en Jazzhátíð Reykjavíkur skartaði popparanum Van Morrison. Hátíðin var þó mun betur heppnuð helduren 2003 og settu íslenskir djassleikarar búsettir erlendis mestan svip á hana. Eft- irminnilegustu tónleikarnir voru með Atlantshafsbandalaginu, þeim Jóeli Pálssyni og Agnari Má Magn- ússyni sem búsettir eru í Reykjavík, Gulla Guðmunds er býr í Amst- erdam og Einari Vali Scheving er býr í Miami. Sannarlega djass á heimsmælikvarða. Árni Egilsson lék á hátíðinni með þriggjabassasveit- inni þarsem sjálfur Niels-Henning Ørsted Pedersen er innanborðs og hefur sjaldan leikið betur, auk þess flutti kór Langholtskirkju og Mezzo- forte nýtt djassverk eftir Árna, Kaleidoscope. Eftirminnileg var heimsókn bandaríska trommarans Gene Stone, sem hér lék um tíma fyrir nær hálfri öld. Á tónleikum hans sannaði Jón Páll Bjarnason enn einu sinni að hann er í fremstu röð klass- ískra djassgítarleikara. Djasshátíðir voru haldnar á Egils- stðum og í Vestmannaeyjum og svo bættist í hópinn vel heppnuð djasshátíð á Skógum undir Eyja- fjöllum undir forustu Sigurðar Flosasonar sem einnig stjórnaði hin- um ómissandi Jómfrúardjassi sum- arsins. Á Skógum vöktu tónleikar Snorra Sigurðarssonar trompetleik- ara í minningu Viðars Alfreðssonar mikla athygli og má telja Snorra ásamt Samúeli Jóni og Ómari Guð- jónssyni gítarleikara efnilegustu ungdjassara Íslands um þessar mundir. Stórsveitin í framför Djassklúbburinn Múlinn starfaði seinni hluta ársins á Hótel Borg og þar hélt Stórsveit Reykjavíkur þrenna afar athyglisverða tónleika undir stjórn Tim Hagens, Jens Winthers, sem stjórnuðu eigin tón- list, og Greg Hopkins, þarsem tón- list úr fórum stórsveitar Dizzy Gill- espie var leikin. Stórsveitin er í sífelldri framför og er það brýnasta mál í íslensku djasslífi að henni verði tryggður traustur starfsgrundvöll- ur. Að lokum skal minnst á sam- norræna kvartettinn Rodent, sem gaf út samnefnda skífu á árinu, og eru Íslendingarnir þar Haukur Gröndal og Helgi Svavar Helgason. Spilaði kvartettinn hér í tvígang ferska djasstónlist; í seinna skiptið á norrænu Ungdjasshátíðinni á Hótel Borg er Haukur skipulagði. Vonandi verður framhald á því verkefni. Morgunblaðið/Sverrir Björn Thoroddsen og félagar í Cold Front hófu Jazzhátíð í Reykjavík. Djassárið 2004 Höfundur er djassgagnrýnandi Morgunblaðsins. Eftir Vernharð Linnet

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.