Morgunblaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÞAÐ urðu engar róttækar breyt- ingar í íslensku djasslífi á síðasta ári frekar en annarsstaðar í veröldinni. Björn Thoroddsen hélt áfram að vekja athygli erlendis og lék bæði í Ameríku, Evrópu og Asíu. Hann lék með ýmsum erlendum djassleik- urum er heimsóttu Ísland, s.s. franska Givone tríóinu og danska pí- anistanum Arne Forchhammer á velheppnuðum minningartónleikum um einn af eldhugunum í íslensku djasslífi, Þóri Guðmundsson, er lést á árinu. Þá lést einnig einn af reynd- ustu djasstrommurum landsins, Þor- steinn Eiríksson, betur þekktur sem Steini Krúpa. Á Jazzhátíð Reykja- víkur lék Björn með tríói sínu Cold Front, þarsem meðspilarar hans eru kanadíski trompetleikarinn Richard Gilles og bandaríski bassaleikarinn Steve Kirby. Vel heppnuð skífa Jagúars Merkasta framlag Björns til djassins í fyrra var þó geislaplata hans, Luth- er, þarsem hann tók að leika raf- magnað að nýju m.a. með gömlum félaga sínum úr Gömmunum, Stefáni S. Stefánssyni saxófónleikara. Aðra íslenska djassplötu verður að nefna af þeim rúma tug er út kom á árinu, Dansaðu fíflið þitt dansaðu, þarsem Stórsveit Jagúars lék tónlist eftir Tómas R. Einarsson í útsetn- ingu Samúels J. Samúelssonar. Ein- staklega vel heppnuð skífa tekin upp á tónleikum á Listahátíð. Tómas lék aðallega Kúbudjass sinn í fyrra og gaf þarað auki út fyrstu djass- nótnabókina íslensku með lögum sínum. Engar erlendar djass- stjörnur á heimsmælikvarða sóttu Ísland heim þetta árið, en Jazzhátíð Reykjavíkur skartaði popparanum Van Morrison. Hátíðin var þó mun betur heppnuð helduren 2003 og settu íslenskir djassleikarar búsettir erlendis mestan svip á hana. Eft- irminnilegustu tónleikarnir voru með Atlantshafsbandalaginu, þeim Jóeli Pálssyni og Agnari Má Magn- ússyni sem búsettir eru í Reykjavík, Gulla Guðmunds er býr í Amst- erdam og Einari Vali Scheving er býr í Miami. Sannarlega djass á heimsmælikvarða. Árni Egilsson lék á hátíðinni með þriggjabassasveit- inni þarsem sjálfur Niels-Henning Ørsted Pedersen er innanborðs og hefur sjaldan leikið betur, auk þess flutti kór Langholtskirkju og Mezzo- forte nýtt djassverk eftir Árna, Kaleidoscope. Eftirminnileg var heimsókn bandaríska trommarans Gene Stone, sem hér lék um tíma fyrir nær hálfri öld. Á tónleikum hans sannaði Jón Páll Bjarnason enn einu sinni að hann er í fremstu röð klass- ískra djassgítarleikara. Djasshátíðir voru haldnar á Egils- stðum og í Vestmannaeyjum og svo bættist í hópinn vel heppnuð djasshátíð á Skógum undir Eyja- fjöllum undir forustu Sigurðar Flosasonar sem einnig stjórnaði hin- um ómissandi Jómfrúardjassi sum- arsins. Á Skógum vöktu tónleikar Snorra Sigurðarssonar trompetleik- ara í minningu Viðars Alfreðssonar mikla athygli og má telja Snorra ásamt Samúeli Jóni og Ómari Guð- jónssyni gítarleikara efnilegustu ungdjassara Íslands um þessar mundir. Stórsveitin í framför Djassklúbburinn Múlinn starfaði seinni hluta ársins á Hótel Borg og þar hélt Stórsveit Reykjavíkur þrenna afar athyglisverða tónleika undir stjórn Tim Hagens, Jens Winthers, sem stjórnuðu eigin tón- list, og Greg Hopkins, þarsem tón- list úr fórum stórsveitar Dizzy Gill- espie var leikin. Stórsveitin er í sífelldri framför og er það brýnasta mál í íslensku djasslífi að henni verði tryggður traustur starfsgrundvöll- ur. Að lokum skal minnst á sam- norræna kvartettinn Rodent, sem gaf út samnefnda skífu á árinu, og eru Íslendingarnir þar Haukur Gröndal og Helgi Svavar Helgason. Spilaði kvartettinn hér í tvígang ferska djasstónlist; í seinna skiptið á norrænu Ungdjasshátíðinni á Hótel Borg er Haukur skipulagði. Vonandi verður framhald á því verkefni. Morgunblaðið/Sverrir Björn Thoroddsen og félagar í Cold Front hófu Jazzhátíð í Reykjavík. Djassárið 2004 Höfundur er djassgagnrýnandi Morgunblaðsins. Eftir Vernharð Linnet
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.