Morgunblaðið - 04.02.2005, Side 1
Bílar og Íþróttir í dag
STOFNAÐ 1913 33. TBL. 93. ÁRG. FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
5 stjarna
diskur
Hefur aldrei verið eins mikil
Emilíana | Menning
Bílar | Þeyst um sveitir á BMW 3 Stærri og
ennþá vandaðri Focus Íþróttir | Túnis í undan-
úrslit á HM Íslendingar sannir íþróttamenn
Út í heim
bæklingurinn fylgir
blaðinu á morgun
út í heim
Varð af 820
milljónum
ÓHEPPINN Norður-Íri, sem vissi ekki að
hann hafði dottið í lukkupottinn, varð í
gær af sjö milljónum sterlingspunda, sem
samsvarar 820 milljónum króna.
Óþekktur Belfastbúi fékk stóra vinn-
inginn þegar dregið var í lottóinu 7. ágúst
í fyrra og frestur vinningshafans til að
gefa sig fram rann út síðdegis í gær.
Þar sem enginn lagði vinningsmiðann
fram í tæka tíð verður þetta stærsti ósótti
vinningurinn í tíu ára sögu breska lottós-
ins. Verðlaunaféð og vextir að andvirði
rúmra 18 milljóna króna eiga að renna til
góðgerðarstarfsemi.
Ósóttir vinningar hjá breska lottóinu
námu alls 16,3 milljónum punda, eða 1,9
milljörðum króna, í fyrra. Talsmaður
Camelot, fyrirtækis sem rekur lottóið,
sagði að ef menn vildu vera öruggir um að
fá þá vinninga sem þeim ber ættu þeir að
kaupa miða á Netinu eða með farsímum
því að þá væri hægt að rekja vinningsmið-
ana til þeirra.
JEAN-Claude Trichet, forseti Evrópska
seðlabankans, hvatti í gær til aukinnar var-
úðar og sagði, að hugsanlega hefði hættan á
hruni á verðbréfamarkaði, jafnt innan Evr-
ópusambandsins sem annars staðar, verið
vanmetin.
Trichet lagði áherslu á, að hann væri ekki
að boða nein ótíðindi, heldur aðeins að vara
við ákveðnum hættumerkjum. Sagði hann
það áhyggjuefni hvað menn virtust vera til-
búnir að taka mikla áhættu í verðbréfavið-
skiptum. Það væri oft einkennandi fyrir
vanmat á undirliggjandi áhættu.
Trichet vék einnig að hækkandi fast-
eignaverði í nokkrum löndum, einkum á
Spáni og Írlandi og nú síðast í Frakklandi.
Sagði hann, að aukið framboð á lánsfé hefði
kynt undir fasteignaverðbólu, sem væri úr
takti við annan efnahagslegan veruleika og
gæti ekki gengið nema í takmarkaðan tíma.
Reuters
Jean-Claude Trichet telur blikur á lofti.
Varað við
áhættu á
markaði
Frankfurt. AFP.
NELSON Mandela, fyrrverandi
forseti Suður-Afríku, krafðist þess
í gær að auðugar þjóðir tækju
höndum saman og frelsuðu millj-
ónir „þræla fátæktar“ í þróunar-
löndunum.
„Eins og þrælahald og kynþátta-
aðskilnaður er fátækt ekki eðlileg,“
sagði Mandela í ræðu á Trafalgar-
torgi í London á fundi samtaka
sem beita sér fyrir því að auðugu
ríkin auki aðstoðina við fátækustu
þjóðirnar og létti á skuldum þeirra.
Gert er ráð fyrir því að Mandela
ræði við fjármálaráðherra sjö
helstu iðnríkja heims í London í
dag.
„Plága okkar tíma“
Mandela sagði að baráttan gegn
fátækt snerist um mannréttindi og
réttinn til mannsæmandi lífs. Hann
lýsti örbirgðinni í fátækustu lönd-
unum sem „skelfilegri plágu okkar
tíma“ og „félagslegu böli“ sem líkja
mætti við þrælahald og kúgunina í
Suður-Afríku áður en aðskilnaðar-
stefnan var afnumin.
„Milljónir manna í fátækustu
löndum heims eru enn í prísund,
ánauð og í hlekkjum. Þær eru lok-
aðar inni í fangelsi fátæktar. Það er
kominn tími til að frelsa þær.“
Reuters
Kveðst styðja Marshall-aðstoð við Afríku
NELSON Mandela með Tony Blair á skrifstofu breska forsætisráðherrans í gær. Mandela hvatti auðugustu
ríki heims til að samþykkja „Marshall-aðstoð við Afríku“ sem stjórn Blairs hefur beitt sér fyrir. Hún vill að
skuldir fátækustu þjóða heims verði afskrifaðar og fjárhagsaðstoðin við þróunarlönd verði aukin um helming.
Krefst þess að þrælar
fátæktar verði frelsaðir
London. AFP.
Mandela vill
útrýma örbirgð
VIÐBRAGÐSFLÝTIR ökumanna sem eru með
lesblindu er að jafnaði 30% minni en annarra
ökumanna. Þetta er niðurstaða rannsóknar dr.
Hermundar Sigmundssonar, dósents við
Norska tækni- og vísindaháskólann í Þránd-
heimi í Noregi.
Við rannsóknina lagði Hermundur próf fyrir
hóp sjálfboðaliða og kannaði viðbragðshæfni
þeirra undir stýri í bílhermi við mismunandi að-
stæður. Í ljós kom að þeir ökumenn sem greinst
höfðu með lesblindu brugðust ekki eins skjótt
og hinir ökumennirnir við merkjum sem brugð-
ið var upp fyrir framan þá við aksturinn. Reynd-
ist munurinn á viðbragðsflýtinum allt að 0,19
sekúndur.
Niðurstöðurnar eru birtar í nýjasta hefti vís-
indatímaritsins Brain and Cognition og greint
var frá þeim í nokkrum erlendum fréttamiðlum í
gær m.a. BBC og í vefútgáfu tímaritsins New
Scientist. Í frétt tímaritsins í gær eru niðurstöð-
ur Hermundar bornar saman við rannsóknir á
ölvunarakstri og bent er á að svo virðist sem les-
blinda geti skert viðbragðshæfni ökumanna í
jafnmiklum mæli eða meiri en hófleg vín-
drykkja.
Rannsóknar íslensks vísindamanns í Noregi getið víða um heim
Lesblindir bregðast ekki eins
skjótt við undir stýri og aðrir
Lesblinda dregur/11
BURÐARÁS hf. mun fá rúmlega 704
milljónir króna í arðgreiðslur vegna
hlutafjáreignar sinnar í sænska verð-
bréfafyrirtækinu Carnegie, sem birti
ársuppgjör sitt í gær.
Hagnaður fyrirtækisins á fjórða
ársfjórðungi nam 157 milljónum
sænskra króna, eftir skatt, sem sam-
svarar tæplega 1,4 milljörðum króna,
og var það rúmlega 40% yfir með-
alspá og meira en 50% yfir afkomu
sama tímabils árið 2003.
Hagnaður ársins í heild nam 396
milljónum sænskra króna eftir skatt
og samsvarar það rúmlega 3,5 millj-
örðum króna. Hagnaður ársins 2003
var 211 milljónir sænskra króna og er
því um 87% afkomubata að ræða.
Allur hagnaður greiddur í arð
Hluta afkomubatans má rekja til
óinnleysts hagnaðar vegna eignar
bréfa í kauphöllinni í Kaupmannahöfn
en eins og fram hefur komið hefur
OMX, sem rekur kauphöllina í Stokk-
hólmi, gert yfirtökutilboð í hana.
Stjórn Carnegie hefur lagt til að
allur hagnaður ársins verði greiddur í
arð til hlutahafa og verður arður því
5,93 sænskar krónur á hlut. Hlutdeild
Burðaráss í arðinum verður rúmlega
704 milljónir króna en Burðarás á
20,01% hlut í Carnegie.
Samkvæmt frétt í sænska við-
skiptablaðinu Dagens Industri hefur
Burðarás tilkynnt að félagið muni til-
nefna tvo menn til setu í stjórn Carn-
egie en ekki hefur verið tilkynnt
hverjir þeir verða.
Burðarás fær 704 milljónir í arð
♦♦♦