Morgunblaðið - 04.02.2005, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
EKKI LÝST Á ENSKU
Útvarpsréttarnefnd hefur beint
þeim tilmælum til Skjás eins að
hætta útsendingum á knattspyrnu-
leikjum í ensku úrvalsdeildinni sem
ekki fylgir tal eða texti á íslensku.
Framkvæmdastjóri Skjás eins segir
að til greina komi að senda leikina út
án þula, þ.e. aðeins með umhverf-
ishljóðum.
Hægari viðbrögð
Ökumenn sem greinst hafa með
lesblindu hafa um 30% hægari við-
brögð en aðrir, samkvæmt niður-
stöðum rannsóknar dr. Hermundar
Sigmundssonar, dósents við Norska
tækni- og vísindaháskólann í Þránd-
heimi.
80 atvinnuleyfi
Vinnumálastofnun hefur gefið út
80 atvinnuleyfi fyrir erlenda starfs-
menn til Impregilo. Þeir koma frá
fimm löndum en flestir frá Kína.
Miðað við mannaflaþörf Impregilo
er líklegt að fleiri atvinnuleyfi verði
gefin út á næstu vikum.
Olíusöluáætlunin gagnrýnd
Paul Volcker, sem hefur rann-
sakað ásakanir um spillingu í
tengslum við olíusölu Íraka undir
eftirliti Sameinuðu þjóðanna á
valdatíma Saddams Husseins, birti í
gærkvöldi skýrslu þar sem hann
gagnrýnir Benon Sevan, yfirmann
olíusöluáætlunarinnar. Er fram-
ganga Sevans sögð hafa verið „sið-
ferðislega ósæmileg“ og grafið „al-
varlega undan heiðarleika
Sameinuðu þjóðanna“.
„Þrælar fátæktar“ fái frelsi
Nelson Mandela, fyrrverandi for-
seti Suður-Afríku, skoraði í gær á
auðugar þjóðir að frelsa milljónir
„þræla fátæktar“ með því að stór-
auka aðstoðina við þróunarlönd.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Viðhorf 34
Viðskipti 14 Bréf 36
Úr verinu 15 Minningar 38/45
Erlent 16/17 Brids 46
Akureyri 21 Dans 49
Höfuðborgin 22/23 Dagbók 50
Suðurnes 24 Víkverji 51
Austurland 24 Velvakandi 51
Landið 25 Staður og stund 52
Listir 26 Menning 53/61
Daglegt líf 28 Ljósvakamiðlar 62
Umræðan 30/36 Veður 63
Forystugrein 32 Staksteinar 63
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is
Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp-
héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson
Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%&' (
)***
„FJÁRSKORTURINN hjá okkur
stafar af því að við þurftum að
hækka launin hérna vegna starfs-
mats,“ segir Sigrún Klara Hannes-
dóttir landsbókavörður um fjárhags-
stöðu Þjóðarbókhlöðunnar.
Að sögn hennar þurfti að grípa til
uppsagna þriggja starfsmanna við
safnið en um 100 manns starfa við
Landsbókasafn Íslands – Háskóla-
bókasafn. Sigrún Klara segir í grein
sem birt er í Morgunblaðinu í dag að
með starfsmatinu hafi þurft að
hækka launin verulega og greiða há-
ar upphæðir aftur í tímann. „Þar sem
þetta starfsmat var bundið í stofn-
anasamningi en ekki í miðlægum
kjarasamningi fengust þessar launa-
leiðréttingar ekki bættar af hinu op-
inbera. Til þess að geta bætt launin
þurfti að ná niður samsvarandi
kostnaði og því var farið í sársauka-
fullar uppsagnir. Hins vegar má
vænta þess að sá leiðindastimpill sem
á safninu hefur verið sem láglauna-
kvennavinnustaður sé nú úr sög-
unni,“ segir í grein Sigrúnar Klöru.
Greiða niður hallann
á tveimur árum
Að sögn hennar leiddi starfsmatið
til þess að greiða þurfti launahækk-
anir aftur í tímann, sem gerði að
verkum að fá þurfti heimild hjá
menntamálaráðuneytinu til þess að
ná niður hallanum á tveimur árum.
Hún segir tímabundna fjárhags-
erfiðleika vegna launahækkana ekki
eiga að skaða þjónustu safnsins.
Í grein sem Páll Sigurðsson pró-
fessor ritaði í Morgunblaðið sl.
þriðjudag spyr hann hvað sé að ger-
ast í Þjóðarbókhlöðunni og segir
m.a. að yfirstjórn safnsins hafi með
umdeildum ákvörðunum dregið
markvisst úr ýmsum starfsþáttum
eða boðað bráðan niðurskurð á öðr-
um.
Sigrún Klara segir að eini niður-
skurður þjónustu sem gripið hafi
verið til hafi verið að hætta að hafa
starfsmann á vakt í fatahenginu.
Spurð hvort skorin hafi verið nið-
ur innkaup bóka segir hún svo ekki
vera. „Það eru sérfjárveitingar sér-
staklega merktar því.“
Landsbókavörður um fjárhagsvanda Þjóðarbókhlöðu
Segja þurfti upp þrem-
ur starfsmönnum
Morgunblaðið/Jim Smart
Fjárhagserfiðleikar vegna launahækkana eiga ekki að skaða þjónustu
Þjóðarbókhlöðunnar, segir landsbókavörður. Þjóðarbókhlaða/37
„VIÐTÖKURNAR hafa verið
langtum betri en við bjugg-
umst við. Sennilega erum við
búin að bóka um tvö þúsund
manns í flug til Frankfurt-
Hahn,“ segir Almar Örn Hilm-
arsson, framkvæmdastjóri Ice-
land Express, en félagið hóf í
gær að taka við pöntunum á
nýjan áfangastað, Frankfurt-
Hahn í Þýskalandi.
Almar Örn segist fyrirfram
hafa búist við góðum viðtökum,
enda sé flugvöllurinn miðsvæð-
is í Evrópu og henti því vel
þeim sem hyggi á frekari
ferðalög um álfuna. Þannig
hafi í gær einnig borist fjöl-
margar pantanir og fyrir-
spurnir um tilboð á bílaleigu-
bílum. Auk þess hafi borist
fyrirspurnir frá Þjóðverjum
sem vilji koma til Íslands.
Gott verð
„Við höfum ekki fengið við-
líka viðbrögð við tilboðum áður
og við gerum ráð fyrir mikilli
sölu næstu vikurnar, því nú
eru Íslendingar að skipuleggja
og undirbúa sumarleyfin sín.
En við gerum okkur grein fyr-
ir því að samkeppnin á þessum
markaði er mikil en teljum
okkur bjóða það gott verð að
við getum náð talsverðum
hluta kökunnar.“
Fyrsta flug Iceland Express
á Frankfurt-Hahn er 21. maí
og verður flogið þrisvar í viku,
á laugardögum, þriðjudögum
og miðvikudögum. Almar Örn
segir að fljótlega komi í ljós
hvort Frankfurt-Hahn verði
varanlegur áfangastaður fé-
lagsins. „Við vonumst til að
viðtökurnar verði þannig að
við getum haldið úti flugi
þangað allan ársins hring,
jafnvel þótt tíðnin verði minni.
Það er mjög dýrt að mark-
aðssetja sig á nýjum markaði
og við viljum ekki gera það
nema það sé til lengri tíma,“
segir Almar Örn.
Iceland Express
Tvö þús-
und bók-
aðir til
Hahn
SKIPSTJÓRINN á dráttarbátnum
Magna skarst illa í andliti þegar brot-
sjór reið yfir brú bátsins á Hvalfirði á
miðvikudagskvöld.
Þrír voru um borð í bátnum og voru
þeir skammt frá Grundartanga á
heimleið eftir að hafa aðstoðað Goða-
foss við Grundartangahöfn. Svokall-
aður straumhnútur kom framan á
brúna og braut glugga í henni. Fyrir
varð Hreinn Sveinsson skipstjóri þar
sem hann stóð við stýrið. Að sögn Sig-
urjóns Hannessonar stýrimanns
skarst hann illa í andliti og tók Sig-
urjón þá við stýrinu og sneri bátnum
við til Grundartanga. Þangað var um
15 mínútna sigling og var beðið um
sjúkrabíl að höfninni. Hreinn slapp
við augnskaða en var fluttur á sjúkra-
húsið á Akranesi þar sem saumuð
voru 20 spor í andlit hans.
Straumhnútur kallast það þegar
sjórinn spinnur sig upp af haffletinum
og getur skollið af miklu afli á fyr-
irstöðu. Sigurjón líkir högginu við
sleggjuhögg sem var svo afmarkað að
aðeins miðglugginn í brúnni mölvað-
ist en hinir sluppu óskemmdir.
Skarst í
andliti í
sjóslysi
FREKARI hækkun krónunnar
gæti verið framundan í bráð en
ólíklegt er að sú hækkun verði
mikil. Lækkun krónunnar hefst í
lok árs og líkur eru á yfirskoti á
næsta ári, að mati greiningardeild-
ar Íslandsbanka. Þetta kom fram í
erindi Ingólfs Bender, forstöðu-
manns deildarinnar, á fundi bank-
ans í gær um stöðu og gengi krón-
unnar. Sagði hann ástæður fyrir
þessu frekar mega rekja til sál-
fræði markaðarins en efnahags-
legra forsendna.
Ingólfur sagði krónuna ofmetna.
Núverandi gengi krónunnar væri
langt yfir því gengi sem tryggði
jafnvægi þar sem full atvinna ríkti
og viðskiptajöfnuður væri viðun-
andi. „Frá árinu 2002 höfum við
færst hratt í áttina frá þessu jafn-
vægi,“ sagði Ingólfur og nefndi
mikinn viðskiptahalla og spennu á
vinnumarkaði. „Viðskiptahallinn er
að fara upp í 10% á næsta ári,“
sagði hann og bætti við að krónan
þyrfti að lækka um 17 til 19% til
að vinna upp hallann. Niðurstaða
Íslandsbanka af útreikningum m.v.
vaxtamun og jafnvægisraungengi
væri sú að krónan væri a.m.k. tals-
vert ofmetin.
Fjórðungs gengislækkun
Íslandsbanki spáir því að veik-
ing krónunnar muni örugglega
hefjast áður en stóriðjufram-
kvæmdum lýkur. Ingólfur segir að
líklega verði það í lok þessa árs og
þegar verulega dregur úr stór-
framkvæmdum verði lækkunarfer-
illinn hraður. Taki líklega aðeins
nokkra mánuði og talsverðar líkur
séu á yfirskoti á næsta ári. Spáir
bankinn að krónan muni lækka um
fjórðung en aðeins sé þörf á
fimmtungshækkun. Ingólfur segir
líklegt að leiðrétting muni svo
skila sér á árinu 2007.
Verðbólguskot í tæp 9%
Ingvar Arnarson hjá grein-
ingardeild Íslandsbanka fjallaði á
fundinum um afleiðingar geng-
islækkunarinnar. Sagði hann að
verðbólgan myndi að öllum
líkindum hjaðna í ár en hækka
mikið aftur í lok árs og að bankinn
spáði verðbólguskoti á næsta ári.
Þá myndi verðbólgan fara í allt að
9%.
Fjórðungslækkun
krónu á næsta ári
Íslandsbanki spáir frekari hækkun á gengi íslensku
krónunnar og síðan snarpri gengislækkun á næsta ári
Inngrip/14