Morgunblaðið - 04.02.2005, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.02.2005, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EKKI LÝST Á ENSKU Útvarpsréttarnefnd hefur beint þeim tilmælum til Skjás eins að hætta útsendingum á knattspyrnu- leikjum í ensku úrvalsdeildinni sem ekki fylgir tal eða texti á íslensku. Framkvæmdastjóri Skjás eins segir að til greina komi að senda leikina út án þula, þ.e. aðeins með umhverf- ishljóðum. Hægari viðbrögð Ökumenn sem greinst hafa með lesblindu hafa um 30% hægari við- brögð en aðrir, samkvæmt niður- stöðum rannsóknar dr. Hermundar Sigmundssonar, dósents við Norska tækni- og vísindaháskólann í Þránd- heimi. 80 atvinnuleyfi Vinnumálastofnun hefur gefið út 80 atvinnuleyfi fyrir erlenda starfs- menn til Impregilo. Þeir koma frá fimm löndum en flestir frá Kína. Miðað við mannaflaþörf Impregilo er líklegt að fleiri atvinnuleyfi verði gefin út á næstu vikum. Olíusöluáætlunin gagnrýnd Paul Volcker, sem hefur rann- sakað ásakanir um spillingu í tengslum við olíusölu Íraka undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna á valdatíma Saddams Husseins, birti í gærkvöldi skýrslu þar sem hann gagnrýnir Benon Sevan, yfirmann olíusöluáætlunarinnar. Er fram- ganga Sevans sögð hafa verið „sið- ferðislega ósæmileg“ og grafið „al- varlega undan heiðarleika Sameinuðu þjóðanna“. „Þrælar fátæktar“ fái frelsi Nelson Mandela, fyrrverandi for- seti Suður-Afríku, skoraði í gær á auðugar þjóðir að frelsa milljónir „þræla fátæktar“ með því að stór- auka aðstoðina við þróunarlönd. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Viðhorf 34 Viðskipti 14 Bréf 36 Úr verinu 15 Minningar 38/45 Erlent 16/17 Brids 46 Akureyri 21 Dans 49 Höfuðborgin 22/23 Dagbók 50 Suðurnes 24 Víkverji 51 Austurland 24 Velvakandi 51 Landið 25 Staður og stund 52 Listir 26 Menning 53/61 Daglegt líf 28 Ljósvakamiðlar 62 Umræðan 30/36 Veður 63 Forystugrein 32 Staksteinar 63 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp- héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #           $         %&' ( )***                           „FJÁRSKORTURINN hjá okkur stafar af því að við þurftum að hækka launin hérna vegna starfs- mats,“ segir Sigrún Klara Hannes- dóttir landsbókavörður um fjárhags- stöðu Þjóðarbókhlöðunnar. Að sögn hennar þurfti að grípa til uppsagna þriggja starfsmanna við safnið en um 100 manns starfa við Landsbókasafn Íslands – Háskóla- bókasafn. Sigrún Klara segir í grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag að með starfsmatinu hafi þurft að hækka launin verulega og greiða há- ar upphæðir aftur í tímann. „Þar sem þetta starfsmat var bundið í stofn- anasamningi en ekki í miðlægum kjarasamningi fengust þessar launa- leiðréttingar ekki bættar af hinu op- inbera. Til þess að geta bætt launin þurfti að ná niður samsvarandi kostnaði og því var farið í sársauka- fullar uppsagnir. Hins vegar má vænta þess að sá leiðindastimpill sem á safninu hefur verið sem láglauna- kvennavinnustaður sé nú úr sög- unni,“ segir í grein Sigrúnar Klöru. Greiða niður hallann á tveimur árum Að sögn hennar leiddi starfsmatið til þess að greiða þurfti launahækk- anir aftur í tímann, sem gerði að verkum að fá þurfti heimild hjá menntamálaráðuneytinu til þess að ná niður hallanum á tveimur árum. Hún segir tímabundna fjárhags- erfiðleika vegna launahækkana ekki eiga að skaða þjónustu safnsins. Í grein sem Páll Sigurðsson pró- fessor ritaði í Morgunblaðið sl. þriðjudag spyr hann hvað sé að ger- ast í Þjóðarbókhlöðunni og segir m.a. að yfirstjórn safnsins hafi með umdeildum ákvörðunum dregið markvisst úr ýmsum starfsþáttum eða boðað bráðan niðurskurð á öðr- um. Sigrún Klara segir að eini niður- skurður þjónustu sem gripið hafi verið til hafi verið að hætta að hafa starfsmann á vakt í fatahenginu. Spurð hvort skorin hafi verið nið- ur innkaup bóka segir hún svo ekki vera. „Það eru sérfjárveitingar sér- staklega merktar því.“ Landsbókavörður um fjárhagsvanda Þjóðarbókhlöðu Segja þurfti upp þrem- ur starfsmönnum Morgunblaðið/Jim Smart Fjárhagserfiðleikar vegna launahækkana eiga ekki að skaða þjónustu Þjóðarbókhlöðunnar, segir landsbókavörður. Þjóðarbókhlaða/37 „VIÐTÖKURNAR hafa verið langtum betri en við bjugg- umst við. Sennilega erum við búin að bóka um tvö þúsund manns í flug til Frankfurt- Hahn,“ segir Almar Örn Hilm- arsson, framkvæmdastjóri Ice- land Express, en félagið hóf í gær að taka við pöntunum á nýjan áfangastað, Frankfurt- Hahn í Þýskalandi. Almar Örn segist fyrirfram hafa búist við góðum viðtökum, enda sé flugvöllurinn miðsvæð- is í Evrópu og henti því vel þeim sem hyggi á frekari ferðalög um álfuna. Þannig hafi í gær einnig borist fjöl- margar pantanir og fyrir- spurnir um tilboð á bílaleigu- bílum. Auk þess hafi borist fyrirspurnir frá Þjóðverjum sem vilji koma til Íslands. Gott verð „Við höfum ekki fengið við- líka viðbrögð við tilboðum áður og við gerum ráð fyrir mikilli sölu næstu vikurnar, því nú eru Íslendingar að skipuleggja og undirbúa sumarleyfin sín. En við gerum okkur grein fyr- ir því að samkeppnin á þessum markaði er mikil en teljum okkur bjóða það gott verð að við getum náð talsverðum hluta kökunnar.“ Fyrsta flug Iceland Express á Frankfurt-Hahn er 21. maí og verður flogið þrisvar í viku, á laugardögum, þriðjudögum og miðvikudögum. Almar Örn segir að fljótlega komi í ljós hvort Frankfurt-Hahn verði varanlegur áfangastaður fé- lagsins. „Við vonumst til að viðtökurnar verði þannig að við getum haldið úti flugi þangað allan ársins hring, jafnvel þótt tíðnin verði minni. Það er mjög dýrt að mark- aðssetja sig á nýjum markaði og við viljum ekki gera það nema það sé til lengri tíma,“ segir Almar Örn. Iceland Express Tvö þús- und bók- aðir til Hahn SKIPSTJÓRINN á dráttarbátnum Magna skarst illa í andliti þegar brot- sjór reið yfir brú bátsins á Hvalfirði á miðvikudagskvöld. Þrír voru um borð í bátnum og voru þeir skammt frá Grundartanga á heimleið eftir að hafa aðstoðað Goða- foss við Grundartangahöfn. Svokall- aður straumhnútur kom framan á brúna og braut glugga í henni. Fyrir varð Hreinn Sveinsson skipstjóri þar sem hann stóð við stýrið. Að sögn Sig- urjóns Hannessonar stýrimanns skarst hann illa í andliti og tók Sig- urjón þá við stýrinu og sneri bátnum við til Grundartanga. Þangað var um 15 mínútna sigling og var beðið um sjúkrabíl að höfninni. Hreinn slapp við augnskaða en var fluttur á sjúkra- húsið á Akranesi þar sem saumuð voru 20 spor í andlit hans. Straumhnútur kallast það þegar sjórinn spinnur sig upp af haffletinum og getur skollið af miklu afli á fyr- irstöðu. Sigurjón líkir högginu við sleggjuhögg sem var svo afmarkað að aðeins miðglugginn í brúnni mölvað- ist en hinir sluppu óskemmdir. Skarst í andliti í sjóslysi FREKARI hækkun krónunnar gæti verið framundan í bráð en ólíklegt er að sú hækkun verði mikil. Lækkun krónunnar hefst í lok árs og líkur eru á yfirskoti á næsta ári, að mati greiningardeild- ar Íslandsbanka. Þetta kom fram í erindi Ingólfs Bender, forstöðu- manns deildarinnar, á fundi bank- ans í gær um stöðu og gengi krón- unnar. Sagði hann ástæður fyrir þessu frekar mega rekja til sál- fræði markaðarins en efnahags- legra forsendna. Ingólfur sagði krónuna ofmetna. Núverandi gengi krónunnar væri langt yfir því gengi sem tryggði jafnvægi þar sem full atvinna ríkti og viðskiptajöfnuður væri viðun- andi. „Frá árinu 2002 höfum við færst hratt í áttina frá þessu jafn- vægi,“ sagði Ingólfur og nefndi mikinn viðskiptahalla og spennu á vinnumarkaði. „Viðskiptahallinn er að fara upp í 10% á næsta ári,“ sagði hann og bætti við að krónan þyrfti að lækka um 17 til 19% til að vinna upp hallann. Niðurstaða Íslandsbanka af útreikningum m.v. vaxtamun og jafnvægisraungengi væri sú að krónan væri a.m.k. tals- vert ofmetin. Fjórðungs gengislækkun Íslandsbanki spáir því að veik- ing krónunnar muni örugglega hefjast áður en stóriðjufram- kvæmdum lýkur. Ingólfur segir að líklega verði það í lok þessa árs og þegar verulega dregur úr stór- framkvæmdum verði lækkunarfer- illinn hraður. Taki líklega aðeins nokkra mánuði og talsverðar líkur séu á yfirskoti á næsta ári. Spáir bankinn að krónan muni lækka um fjórðung en aðeins sé þörf á fimmtungshækkun. Ingólfur segir líklegt að leiðrétting muni svo skila sér á árinu 2007. Verðbólguskot í tæp 9% Ingvar Arnarson hjá grein- ingardeild Íslandsbanka fjallaði á fundinum um afleiðingar geng- islækkunarinnar. Sagði hann að verðbólgan myndi að öllum líkindum hjaðna í ár en hækka mikið aftur í lok árs og að bankinn spáði verðbólguskoti á næsta ári. Þá myndi verðbólgan fara í allt að 9%. Fjórðungslækkun krónu á næsta ári Íslandsbanki spáir frekari hækkun á gengi íslensku krónunnar og síðan snarpri gengislækkun á næsta ári  Inngrip/14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.