Morgunblaðið - 04.02.2005, Page 16

Morgunblaðið - 04.02.2005, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Um Brasilíumenn gildir almennt og yf-irleitt að skráð eða formleg nöfn eruyfirleitt ekki að vefjast fyrir þeim.Nafnarunurnar eru líka oftar en ekki ansi langar. Íþróttahetjurnar, stjórn- málamennirnir og allt hitt fræga fólkið er yf- irleitt betur þekkt undir gælunöfnum. Skírnar- og ættarnöfnin skipta hreinlega engu máli. Tökum sem dæmi þá Ronaldo de Assis Moreira og Carlos Alberto Libiano Christo. Báðir sinna þeir mikilvægum hlutverkum í sam- félagi Brasilíumanna en fáir myndu þekkja þá ef vísað væri til þeirra með þessum nöfnum. En það kviknar strax á perunni ef spurt er hvort viðkomandi þekki Ronaldinho Gauco en það er gælunafn Moreira. Hann er ofurstirni í fótboltanum, valinn besti knattspyrnumaður heims árið 2004 og bros hans yljar unnendum íþróttarinnar um heim allan. Carlos Alberto Libiano Christo er betur þekktur sem Frei Beto. Hann er vinstrisinn- aður kaþólskur prestur og hefur skrifað ógrynni bóka sem spanna afar vítt svið svo vægt sé til orða tekið. Presturinn hefur vitanlega skrifað um guðfræði. Vísindarit hans þykja jafnan áhugaverð en matreiðslubækurnar hans njóta þó sennilega mestrar hylli. Þar til nýverið var hann hátt settur aðstoðarmaður Luiz Inacio Lula da Silva, forseta Brasilíu. Lula en enginn „Dabbi“ Vissulega þekkja sumir nafnið en sennilega tengja flestir ekki Edson Arantes do Nascim- ento við manninn sem er orðinn eins konar tákn Brasilíu – knattspyrnusnillinginn Pele. Talandi um forsetann. Árum saman var hann einn atorkumesti verkalýðsleiðtogi Brasilíu og þá aðeins þekktur undir nafninu Lula sem raun- ar þýðir „kolkrabbi“ á portúgölsku. Reyndar var Lula aldrei skírður Lula en hann tók nafnið upp lögformlega fyrir nokkrum árum. Enginn þekkti hann undir öðru nafni. Og þetta leiðir eitt í ljós varðandi Bras- ilíumenn og nöfnin þeirra; yfirleitt er samræmið og samkvæmnin lítil sem engin. Þegar núverandi forseti hafði verið kjörinn árið 2002 spurðu erlendir fréttamenn aðstoð- arfólk hans hvernig forsetinn vildi að vísað yrði til sín. Þeir sögðu að forsetinn kysi að til hans yrði vísað sem Luis Silva. Nokkrir erlendir fréttamenn ákváðu þrátt fyrir óskir undirsáta forsetans að nota formlegt ættarnafn hans og vísa því jafnan til hans sem Luis da Silva. Blaða- mönnunum í Brasilíu var nákvæmlega sama. Þeir kalla hann bara Lula áfram. Í Brasilíu tíðkast ekki að stjórnmálaleiðtogar gangi undir viðteknum gælunöfnunum. Þar er enginn „Dóri“, „Dabbi“, „Ömmi“ eða „Denni“ og engin „Solla“ heldur. Gangi tiltekinn stjórn- málamaður ekki undir verulega hugvitssamlegu og óvenjulegu gælunafni er eitt nafn yfirleitt látið duga. Raunar minnir þetta nokkuð á mál- venjuna á Íslandi en í Brasilíu er þetta eilítið flóknara því menn geta jöfnum höndum notað skírnarnöfn eða ættarnöfn í þessu viðfangi. Þannig vita allir að Janio er Janio Quadros, fyrrum forseti. Og hið sama gildir um Sarney sem er Jose Sarney, einnig fyrrum forseti. Gælunöfnin er alls ekki bundin við fræga fólkið. Gælunafnahefðin er afar gömul í Bras- ilíu. Francisco er venjulega kallaður „Chico“ (borið fram sjí-kú). Raimundo er oftar en ekki kallaður „Mundico“ (mún-djíh-kú), sem er raun- ar oft bara stytt í „Dico“ (dji-kú), Edmar er yfir- leitt „Edinho“ (ed-djíhn-jú) og hann Jose er bet- ur þekktur undir nafninu „Ze“ (tseh). Heiti pabbinn og sonurinn báðir Luiz er hinn eldri kallaður „Luizao“ (Lú-í-tsán), sem þýðir „Stóri Luiz“, en sonurinn er „Luiznho“ (lú-í- tsín-jú) eða „Litli Luiz“. Algengt er einnig að gælunöfn séu búin til úr síðustu atkvæðum skírnarnafns. Þetta er vit- anlega þekkt úr fleiri málum en portúgölsku. Þannig er Celestina betur þekkt sem „Tina“ og Aparecida verður „Cida“. „Cida“ er viðtekið gælunafn og þess vegna tala Brasilíumenn ekki um SIDA þegar þeir tala um alnæmi heldur nota þeir ensku skamm- stöfunina AIDS. SIDA er aftur á móti notuð í spænsku tal- og ritmáli og er einnig rétta skammstöfunin á portúgölsku. Hljóðritun flækir málið Nöfn í Brasilíu verða oft lítt skiljanleg vegna þess að nokkuð algengt er að rithætti þeirra sé breytt og stuðst við hljóðritun. Þetta getur skapað margvíslegan vanda og misskilning. Nefna má sem dæmi Vinicius de Moraes, sem var skáld og diplómati en er sennilega betur þekktur fyrir að hafa verið einn upphafsmanna bossa nova-taktsins sem gerir brasilíska tónlist oft svo seiðandi. Algengt er að rekast á nafn hans í tveimur ólíkum útgáfum þ.e.a.s. Moraes og Morais sem er nær framburðinum. Fínn veitingastaður í hinu fræga Ipanema-hverfi í Río (þaðan sem „stúlkan“ fræga og ónefnda var/ er) leysir málið með því að notast við báðar út- gáfurnar á servíettum, dúkum og minjagripum sem þar má kaupa og tengdir eru hinum goð- sagnarkennda Vinicius de Moraes. Og svona er þetta einnig í nútímanum. Eduardo Martins er ritstjóri O Estado de S. Paulo sem er eitt virtasta dagblað Brasilíu. Hann segir frá því er forráðamenn blaðsins reyndu eitt sinn að tryggja réttan rithátt á nöfn- um leikara sem léku í forkunnarvinsælli sápu- óperu í brasilíska sjónvarpinu. „Við fengum lista frá sjónvarpsfyrirtækinu á degi hverjum og ákváðum að nota þá. En við gáfumst fljótt upp. Einn daginn hét leikkonan Ivette en þann næsta Yvete. Og svona var þetta um flesta leik- arana. Þetta gekk bara engan veginn. “ Vanderlei Hið sama gildir um einn þekktasta knatt- spyrnuþjálfara heims sem nú starfar hjá spænska stórveldinu Real Madrid. Sumir skrifa nafn hans Wanderley Luxembourgo en aðrir Vanderlei Luxembourgo. Þegar reynt var að fá fram hvor rithátturinn væri hinn rétti kom í ljós að þeir voru það báðir! Luxembourgo hafði sumsé skráð lögformlega báða rithættina. Svo fór að Luxembourgo sætt- ist á að nota aðeins Vanderlei sem er hljóðrit- aður framburður skírnarnafnsins. Og auðvitað er hann bara þekktur undir nafn- inu Vanderlei, ekki Luxembourgo. Frjálslega farið með nöfnin í landi Pele Nafnahefð í Brasilíu vefst fyrir mörgum en almenna reglan er sú að skírnar- og ættarnöfnin skipta oft ná- kvæmlega engu máli. Reuters Ronaldo de Assis Moreira, betur þekktur sem Ronaldinho. Hann spilar hjá Barcelona. AP „Með Lula til að breyta“ segir á þessum borða en myndin var tekin á dögunum í Porto Alegre í Brasilíu. „Lula“ vísar til Luiz Inacio Lula da Silva, forseta Brasilíu. Forsetinn er jafnan kall- aður Lula en var aldrei skírður því nafni. Hann tók það einfaldlega upp og skráði formlega vegna þess að allir kölluðu hann Lula. ’Einn daginn hét leikkonanIvette en þann næsta Yvete‘ GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti lagði áherslu á það í stefnuræðu sinni, sem hann flutti í fyrrinótt að íslenskum tíma, að hann vildi stuðla að veröld þar sem enginn þyrfti að una harðstjórn. Fordæmdi hann m.a. ríkisstjórnir Sýrlands og Írans og hvatti ráðamenn í þessum löndum til að hætta stuðningi við hryðjuverkamenn. Innanríkismál voru einnig of- arlega í huga forsetans en hann gerði m.a. grein fyrir hugmyndum sínum að róttækum breytingum á almannatryggingakerfi Bandaríkjanna. Bush sagði m.a. að opinbera lífeyriskerfið, almannatryggingakerfið, „stefndi í átt að gjaldþroti.“ Vill forsetinn að yngra fólk á vinnumarkaði breyti nokkru af skattfé sínu í fjárfestingarreikninga svo tryggja megi að það fái eftirlaun þegar það lætur af störfum fyrir aldurs sakir. Lífeyriskerfið hefur hingað til verið umræðuefni sem varasamt hefur talist fyrir stjórnmálamenn að taka upp. Ákvörðun Bush um róttækar breytingar á kerfinu þykir því sýna að hann sé fullur sjálfstrausts við upphaf annars kjörtímabilsins í embætti forseta. Sumir þingmenn Demókrataflokksins púuðu hins vegar á forsetann þegar hann ræddi þessi mál en það þykir heldur óvenjulegt við þetta tækifæri. Sagði Harry Reid, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, eftir ræðuna að áætlun Bush um einkavæðingu almannatryggingakerfisins væri „hættuleg“, enda myndi hún auka verulega skuldir ríkissjóðs sem þegar væru mjög miklar. Engin tímasetning varðandi brotthvarf frá Írak Í þeim kafla ræðunnar sem fjallaði um utanríkismál sagði Bush að hann fagnaði nýafstöðnum kosningum í Írak og á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna. Sagði hann að sú stefna Bandaríkjamanna „að stuðla að frelsi, sérstaklega í Mið-Austurlöndum,“ væri um þessar mundir í fram- kvæmd í Írak. Forsetinn hafnaði á hinn bóginn kröfum um að Banda- ríkjastjórn nefndi einhverjar dagsetningar um það hvenær Bandaríkja- her hygðust búast til brottfarar frá Írak. Slíkt myndi aðeins virka hvetjandi á skæruliða í landinu. Hann sagði þó að aukin þjálfun íraskra öryggissveita myndi smám saman létta byrðarnar. Bush sagðist ætla að fara fram á 350 milljóna dala stuðning frá Banda- ríkjaþingi til þess að styðja nýja stjórn Palestínumanna. „Takmarkið að mynda tvö lýðræðisríki, Ísrael og Palestínu, hlið við hlið í sátt og sam- lyndi, er innan seilingar – og Bandaríkin munu aðstoða þjóðirnar að ná þessu markmiði,“ sagði Bush. Um önnur utanríkismál sagði forsetinn meðal annars að Bandaríkin væru að vinna að því ásamt bandamönnum sínum í Evrópu að fá írönsk stjórnvöld til þess að falla frá áformum um kjarnorkuvopnaframleiðslu. Þá beindi hann orðum sínum til Sýrlendinga og þrýsti á þá að „hætta öll- um stuðningi við hryðjuverkamenn.“ Bush gagnrýndi líka bandamenn Bandaríkjanna, S-Arabíu og Egypta- land. Sagði hann stjórnvöld í fyrrnefnda ríkinu geta sýnt að S-Arabía væri forysturíki í heimshlutanum með því að veita almenningi meiri hlut- deild í ákvörðunum um eigin framtíð. „Og sú merka og stolta þjóð Egypt- ar, sem mörkuðu leiðina í átt að friði í Mið-Austurlöndum, getur nú markað leiðina í átt að lýðræði í Mið-Austurlöndum,“ sagði Bush. Setur breytingar á líf- eyriskerfinu á oddinn Reuters George W. Bush Bandaríkjaforseti í ræðupúltinu í þinginu í fyrra- kvöld. Að baki honum standa Dick Cheney varaforseti og Dennis Hastert, þingforseti fulltrúadeildarinnar. Washington. AFP.PAUL Volcker, sem fór fyrir nefnd sem rann- sakaði ásakanir um spillingu í tengslum við ol- íusölu Íraka á valdatíma Saddams Husseins, segir óyggjandi sannanir fyrir því að reglur Samein- uðu þjóðanna hafi verið brotnar og að Benon Sevan, yfirmaður olíusöluáætlun- arinnar, hafi verið óhæfur til starfsins vegna „alvar- legra hagsmunaárekstra“. Volcker birti skýrslu nefndarinnar í gærkvöldi og segir þar að framganga Sevans í starfinu hafi verið „siðferðislega ósæmileg“ og grafið „alvarlega undan heiðarleika Sameinuðu Þjóðanna“. Sev- an er sagður hafa þegið „miklar fjárhæðir“ en þó ekki sakaður um mútuþægni. Í skýrslunni er einnig bent á ýmsa alvarlega galla á eftirliti með framkvæmd áætlunarinnar. Sérstök skýrsla verður einnig unnin um þátt Kofi Annans, framkvæmdastjóra SÞ, og sonar hans Kojo en hann vann hjá fyrirtæki sem tengdist olíusölunni á árunum 1996 til 2003. Málið tengist olíusölu Íraka samkvæmt und- anþágum sem veittar voru frá viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna til kaupa á mat og öðrum nauðsynjum en ásakanir hafa komið fram um spillingu og óstjórn innan SÞ í tengslum við áætlunina. 26 féllu í Írak Sem kunnugt er þóttu þingkosningar, sem haldnar voru í Írak sl. sunnudag, ganga framar vonum. Tókst skæruliðum í landinu ekki að spilla þeim eins og þeir höfðu þó hótað að gera. Síðustu tvo dagana hafa þeir hins vegar drepið a.m.k. 26 í árásum en m.a. felldu þeir tólf íraska hermenn í fyrirsát nálægt Kirkuk í fyrrakvöld. Víða pottur brotinn hjá SÞ í Írak Sameinuðu þjóðunum, Bagdad. AP, AFP. Paul Volcker

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.