Morgunblaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 21 MINNSTAÐUR SENDUM Í PÓSTKRÖFU Öflug co-ensym unnin úr rauðbeðum Gagnleg fyrir hjarta- og æðakerfið www.islandia.is/~heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Árnesaptóteki Selfossi, Yggdrasil Kárastíg 1. Fjarðarkaupum Borgartúni 24                                             !""   #     $        %  & '&   ()))  %     *    + ,     # ,    & &-  . &-        /) &-  &     $  -  0% %       (  #     1      '     2     $ %               -     '    %$      '   3      , -  1 #     #  #    % 4        &   &  % &  $   - 5 # 1  '      % & '   11   , 6 # ",  ,  7   %$    '     , '    %# 1  8  ))(,  '    '           #        '   1  5 #       $ &   9   1 9              :          1     #     -  7)) %# 1 8  ))(      1      4  % 1 1  , 6 # ",   3        1        #  '  %      ' / % - ))(, 2     % -   Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is Naustahverfi 2. áfangi - byggingarréttur Lausir eru til umsóknar byggingarréttir á 7 reitum sem ætlaðir eru fyrir blandaða byggð í 2. áfanga Naustahverfis. Umsækjendur skulu leggja fram staðfestingu viðskiptabanka á greiðslugetu sinni. Til að umsókn teljist gild þarf viðkomandi að vera í skilum við bæjar- sjóð. Umsóknareyðublöð, úthlutunarskilmálar, vinnureglur umhverfisráðs við lóðaveitingar og aðrar upplýsingar liggja frammi á skrifstofu umhverfis- deildar og í þjónustuanddyri Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til og með 16. febrúar 2005. Umsóknum skal skila í afgreiðslu umhverfisdeildar eða í þjónustuanddyri Geislagötu 9. Aðrar lausar lóðir eru auglýstar á heimasíðu Akureyrarbæjar: akureyri.is/auglýsingar og umsóknir/lausar lóðir. Skipulags- og byggingafulltrúi AKUREYRI ÞAÐ styttist í skiladag í alþjóðlegu hugmyndasamkeppninni um miðbæinn á Akureyri, í verkefninu „Akureyri í öndvegi“. Skiladagur tillagna er 1. mars nk., úrslit verða kynnt 14. apríl og verðlaunaaf- hending fer fram 21. apríl í vor, á sumardaginn fyrsta. Þessa dagana eru staddir á Akureyri, tveir spænskir arkitektar, nöfnurnar Carmen Alonso og Carmen Paz en þær ásamt Ricardo Lampreave, samstarfsmanni sínum á arkitekta- stofu í Madríd, eru þátttakendur í samkeppninni. Blaðamaður Morgunblaðsins rakst á þær stöllur í miðbænum, þar sem þær voru að viða að sér upplýsingum og taka myndir fyrir áframhaldandi vinnu við verkefnið. Þær fengu upplýsingar um sam- keppnina á Netinu og það sem vakti mesta athygli þeirra var hversu kynningin á verkefninu var góð og hversu virkir bæjarbúar voru við undirbúning þess. Eins og fram hef- ur komið liggur sérstaða verkefn- isins í mjög virku samráði við íbúa og hagsmunaðila við skipulagsvinn- una. Haldið var fjölmennt íbúaþing í september sl., þar sem fram komu fjölmargar hugmyndir frá bæj- arbúum. Alonso og Paz áttu þó von á að hér væri mun meira vetrarveður með tilheyrandi snjómagni. Þær hafa að sjálfsögðu sett stefnuna á að vinna samkeppnina en söguverk- efnið mjög ögrandi og skemmtilegt. Verkefnið felst í því að styrkja miðbæinn og hefur verið lögð mikil áhersla á að tengja saman skipu- lagsmál og atvinnumál, með það að markmiði að móta styrka framtíð- arsýn um miðbæinn sem getur stutt við atvinnulíf og mannlíf. Bæjaryf- irvöld á Akureyri hafa lýst yfir full- um stuðningi við verkefnið og unn- ið með áhugahópnum að framgangi þess. Alþjóðlega hugmyndasamkeppnin um miðbæ Akureyrar Spænskir arkitektar í skoðunarferð Morgunblaðið/Kristján Arkitektar Carmen Alonso og Carmen Paz á Ráðhústorginu. Skákúrslit | Gylfi Þórhallsson sigraði í Febrúarhraðskákmóti Skákfélags Akureyrar, hlaut 15 vinninga en alls mættu 10 kepp- endur til leiks og tefldu tvöfalda umferð. Í 2.–3. sæti urðu Þór Val- týsson og Unnar Þór Bachmann með 11 vinninga. Sveitakeppni barnaskólasveita fór fram á laug- ardaginn var. Einungis mættu tvær sveitir til leiks, sveitir Lundarskóla og Brekkuskóla. Sveit Lundarskóla hafði betur, hlaut 5 vinninga gegn þremur vinningum Brekkuskóla. Næsta mót hjá félaginu er 10 mín- útna mót föstudaginn 4. febrúar kl. 20 í KEA-salnum Sunnuhlíð og eru allir velkomnir. Þá vill félagið minna á að skrán- ing stendur yfir í Minningarmótið um Jón Viðar Björgvinsson á heimasíðu félagsins sem er skak- felag.is og í símum 862 3820 (Gylfi) og 897 7874 (Smári). Hádegistónleikar | Björn Steinar Sólbergsson organisti heldur hádeg- istónleika í Akureyrarkirkju á morg- un, laugardaginn 5. febrúar kl. 12. Á efnisskránni eru verk eftir Charles Marie Widor og César Franck. Lesari er Heiðdís Norðfjörð. Að- gangur er ókeypis og allir velkomnir. ÁRNI Þór Sigtryggsson handknatt- leiksmaður var útnefndur íþrótta- maður Þórs 2004 en kjörinu var lýst í hófi í Hamri í vikunni. Einnig var kunngjört val á bestu íþróttamönn- um einstakra deilda innan félagsins. Árni Þór var jafnframt valinn hand- knattleiksmaður ársins. Rut Sigurð- ardóttir var valinn taekwondomaður ársins, Ólafur Torfason körfuknatt- leiksmaður ársins og Atli Már Rún- arsson knattspyrnumaður ársins. Alls voru átta íþróttamenn tilnefndir í kjörinu að þessu sinni, tveir úr hverri deild. Árni Þór er einn allra efnilegasti handknattleiksmaður landsins, hann lék vel með liði sínu á síðasta ári og þá ekki síst sl. haust. Árni Þór er næstmarkahæsti leikmaður DHL- deildarinnar, hann er farinn að vekja áhuga erlenda liða og forráðamenn margra liða á meginlandi Evrópu hafa þegar borið víurnar í hann. Þetta er í 15. skipti sem íþrótta- maður Þórs er kjörinn frá því að Ragnar Sverrisson, kaupmaður í JMJ, endurvakti þennan sið í tilefni 75 ára afmæli félagsins 1990. Ragn- ar gaf þá glæsilegan farandbikar í þeim tilgangi en einnig hefur hann gefið eignabikara árlega sem afhent- ir hafa verið bestu íþróttamönnum einstakra deilda. Morgunblaðið/Kristján Bestur Árni Þór Sigtryggsson íþróttamaður Þórs 2004. Árni Þór íþrótta- maður Þórs Fréttir í tölvupósti   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.