Morgunblaðið - 04.02.2005, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 21
MINNSTAÐUR
SENDUM Í PÓSTKRÖFU
Öflug co-ensym unnin
úr rauðbeðum
Gagnleg fyrir hjarta-
og æðakerfið
www.islandia.is/~heilsuhorn
Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889
fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum,
Árnesaptóteki Selfossi,
Yggdrasil Kárastíg 1.
Fjarðarkaupum
Borgartúni 24
!"" #
$
%
& '& ())) %
* +,
#,
& &- . &-
/) &- & $ -
0% %
( # 1
'
2
$ %
-
'
%$
'
3
,
-
1 # #
#
% 4
&
& % &
$ - 5 #1 '
% & ' 11
, 6
# ", , 7 %$
'
, '
%#1 8 ))(, '
'
#
'
1 5 #
$
&
9
1 9
:
1 #
- 7))
%#1 8 ))(
1 4
% 1
1
, 6
# ", 3
1 # '
%
' / %
- ))(,
2 %-
Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri
Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is
Naustahverfi 2. áfangi
- byggingarréttur
Lausir eru til umsóknar byggingarréttir á 7 reitum sem ætlaðir eru
fyrir blandaða byggð í 2. áfanga Naustahverfis. Umsækjendur skulu
leggja fram staðfestingu viðskiptabanka á greiðslugetu sinni.
Til að umsókn teljist gild þarf viðkomandi að vera í skilum við bæjar-
sjóð.
Umsóknareyðublöð, úthlutunarskilmálar, vinnureglur umhverfisráðs við
lóðaveitingar og aðrar upplýsingar liggja frammi á skrifstofu umhverfis-
deildar og í þjónustuanddyri Geislagötu 9.
Umsóknarfrestur er til og með 16. febrúar 2005. Umsóknum skal skila í
afgreiðslu umhverfisdeildar eða í þjónustuanddyri Geislagötu 9.
Aðrar lausar lóðir eru auglýstar á heimasíðu Akureyrarbæjar:
akureyri.is/auglýsingar og umsóknir/lausar lóðir.
Skipulags- og byggingafulltrúi
AKUREYRI
ÞAÐ styttist í skiladag í alþjóðlegu
hugmyndasamkeppninni um
miðbæinn á Akureyri, í verkefninu
„Akureyri í öndvegi“. Skiladagur
tillagna er 1. mars nk., úrslit verða
kynnt 14. apríl og verðlaunaaf-
hending fer fram 21. apríl í vor, á
sumardaginn fyrsta. Þessa dagana
eru staddir á Akureyri, tveir
spænskir arkitektar, nöfnurnar
Carmen Alonso og Carmen Paz en
þær ásamt Ricardo Lampreave,
samstarfsmanni sínum á arkitekta-
stofu í Madríd, eru þátttakendur í
samkeppninni.
Blaðamaður Morgunblaðsins
rakst á þær stöllur í miðbænum,
þar sem þær voru að viða að sér
upplýsingum og taka myndir fyrir
áframhaldandi vinnu við verkefnið.
Þær fengu upplýsingar um sam-
keppnina á Netinu og það sem vakti
mesta athygli þeirra var hversu
kynningin á verkefninu var góð og
hversu virkir bæjarbúar voru við
undirbúning þess. Eins og fram hef-
ur komið liggur sérstaða verkefn-
isins í mjög virku samráði við íbúa
og hagsmunaðila við skipulagsvinn-
una. Haldið var fjölmennt íbúaþing
í september sl., þar sem fram komu
fjölmargar hugmyndir frá bæj-
arbúum.
Alonso og Paz áttu þó von á að
hér væri mun meira vetrarveður
með tilheyrandi snjómagni. Þær
hafa að sjálfsögðu sett stefnuna á
að vinna samkeppnina en söguverk-
efnið mjög ögrandi og skemmtilegt.
Verkefnið felst í því að styrkja
miðbæinn og hefur verið lögð mikil
áhersla á að tengja saman skipu-
lagsmál og atvinnumál, með það að
markmiði að móta styrka framtíð-
arsýn um miðbæinn sem getur stutt
við atvinnulíf og mannlíf. Bæjaryf-
irvöld á Akureyri hafa lýst yfir full-
um stuðningi við verkefnið og unn-
ið með áhugahópnum að framgangi
þess.
Alþjóðlega hugmyndasamkeppnin um miðbæ Akureyrar
Spænskir arkitektar
í skoðunarferð
Morgunblaðið/Kristján
Arkitektar Carmen Alonso og Carmen Paz á Ráðhústorginu.
Skákúrslit | Gylfi Þórhallsson
sigraði í Febrúarhraðskákmóti
Skákfélags Akureyrar, hlaut 15
vinninga en alls mættu 10 kepp-
endur til leiks og tefldu tvöfalda
umferð. Í 2.–3. sæti urðu Þór Val-
týsson og Unnar Þór Bachmann
með 11 vinninga. Sveitakeppni
barnaskólasveita fór fram á laug-
ardaginn var.
Einungis mættu tvær sveitir til
leiks, sveitir Lundarskóla og
Brekkuskóla. Sveit Lundarskóla
hafði betur, hlaut 5 vinninga gegn
þremur vinningum Brekkuskóla.
Næsta mót hjá félaginu er 10 mín-
útna mót föstudaginn 4. febrúar kl.
20 í KEA-salnum Sunnuhlíð og eru
allir velkomnir.
Þá vill félagið minna á að skrán-
ing stendur yfir í Minningarmótið
um Jón Viðar Björgvinsson á
heimasíðu félagsins sem er skak-
felag.is og í símum 862 3820 (Gylfi)
og 897 7874 (Smári).
Hádegistónleikar | Björn Steinar
Sólbergsson organisti heldur hádeg-
istónleika í Akureyrarkirkju á morg-
un, laugardaginn 5. febrúar kl. 12.
Á efnisskránni eru verk eftir
Charles Marie Widor og César
Franck.
Lesari er Heiðdís Norðfjörð. Að-
gangur er ókeypis og allir velkomnir.
ÁRNI Þór Sigtryggsson handknatt-
leiksmaður var útnefndur íþrótta-
maður Þórs 2004 en kjörinu var lýst
í hófi í Hamri í vikunni. Einnig var
kunngjört val á bestu íþróttamönn-
um einstakra deilda innan félagsins.
Árni Þór var jafnframt valinn hand-
knattleiksmaður ársins. Rut Sigurð-
ardóttir var valinn taekwondomaður
ársins, Ólafur Torfason körfuknatt-
leiksmaður ársins og Atli Már Rún-
arsson knattspyrnumaður ársins.
Alls voru átta íþróttamenn tilnefndir
í kjörinu að þessu sinni, tveir úr
hverri deild.
Árni Þór er einn allra efnilegasti
handknattleiksmaður landsins, hann
lék vel með liði sínu á síðasta ári og
þá ekki síst sl. haust. Árni Þór er
næstmarkahæsti leikmaður DHL-
deildarinnar, hann er farinn að vekja
áhuga erlenda liða og forráðamenn
margra liða á meginlandi Evrópu
hafa þegar borið víurnar í hann.
Þetta er í 15. skipti sem íþrótta-
maður Þórs er kjörinn frá því að
Ragnar Sverrisson, kaupmaður í
JMJ, endurvakti þennan sið í tilefni
75 ára afmæli félagsins 1990. Ragn-
ar gaf þá glæsilegan farandbikar í
þeim tilgangi en einnig hefur hann
gefið eignabikara árlega sem afhent-
ir hafa verið bestu íþróttamönnum
einstakra deilda.
Morgunblaðið/Kristján
Bestur Árni Þór Sigtryggsson íþróttamaður Þórs 2004.
Árni Þór íþrótta-
maður Þórs
Fréttir í tölvupósti