Morgunblaðið - 04.02.2005, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
AUSTURLAND
Egilsstaðir | Fyrir skömmu var fjár-
hagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir
árið 2005 og yfirlit yfir helstu fram-
kvæmdir í sveitarfélaginu kynnt.
Áætlunin einkennist fyrst og fremst
af mikilli uppbyggingu, fólksfjölgun,
framkvæmdum og mótun nýs sveit-
arfélags í kjölfar sameiningar seint
á síðasta ári. Gert er ráð fyrir aukn-
um tekjum sveitarfélagsins á árinu
og að íbúafjöldinn í árslok verði um
3.600, en þá er fólksfjölgunin vel á
sjöunda hundrað manns árin 2004
og 2005 samanlagt. Fljótsdalshérað
er í dag fjölmennasta sveitarfélag á
Austurlandi. Þá er Fljótsdalshérað
eftir sameiningu stærsta sveitarfé-
lag landsins að flatarmáli, 8.884 fer-
kílómetrar.
820 milljónir í skatttekjur
Fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs
fyrir árið 2005 gerir ráð fyrir að
heildartekjur bæjarsjóðs og stofn-
ana sveitarfélagsins verði 1.508
milljónir króna. Þetta er hækkun
upp á rúmar 214 milljónir á milli
ára, ef miðað er við rauntölur ársins
2003 hjá sveitarfélögunum sem sam-
einuðust í Fljótsdalshérað. Af heild-
artekjum eru skatttekjur áætlaðar
820 milljónir króna, eða 54%, og
framlag úr Jöfnunarsjóði 262 millj-
ónir, eða 17%. Rekstrargjöld sam-
stæðunnar án fjármagnsliða eru alls
1.400 milljónir króna og fjármagns-
liðir eru samtals 130 milljónir.
620 milljónir í fjárfestingar
Af einstökum málaflokkum fara
mest útgjöld til fræðslu- og uppeldis-
mála en þar er gert ráð fyrir út-
gjöldum upp á tæpar 740 milljónir
króna, sem eru tæp 53% af rekstr-
argjöldum. Til æskulýðs- og íþrótta-
mála er áætlað að fari tæpar 147
milljónir króna, félagsþjónustunnar
um 87 milljónir og áætluð útgjöld til
menningarmála eru um 41 milljón
króna.
Fjárfestingar ársins eru áætlaðar
samtals 620 milljónir króna. Stærsta
einstaka fjárfestingin er bygging
nýs leikskóla við Skógarlönd á Egils-
stöðum fyrir 254 milljónir. Nýbygg-
ing gatna í sveitarfélaginu er áætlað
að kosti tæpar 100 milljónir, en þar
koma tekjur af gatnagerðargjöldum
á móti. Framkvæmdir við lagningu
hitaveitu eru áætlaðar um 70 millj-
ónir króna og vatnsveitu 46 millj-
ónir. Félagsaðstaða eldri borgara er
áætlað að kosti um 40 milljónir, við-
bygging við Menntaskólann á Egils-
stöðum 38 milljónir og fram-
kvæmdir við grunnskóla 34 milljónir
króna.
Gert er ráð fyrir að tekin verði ný
langtímalán að upphæð 285 milljónir
króna til að standa straum af kostn-
aði við framkvæmdir.
Álagning útsvars nýtt að fullu
Fasteignamat í sveitarfélaginu
hækkaði um 20% á síðasta ári, sam-
kvæmt ákvörðun Fasteignamats rík-
isins, sem m.a. hefur þau áhrif að
verðgildi fasteigna hefur aukist. Í
heildina séð hefur hins vegar engin
hækkun orðið á álagningarhlutfalli
fasteignagjalda hjá sveitarfélaginu.
Aftur á móti er fyrirhuguð lækkun á
álagningarhlutfalli fasteignagjalda
til fyrirtækja í 1,15%, en leyfileg há-
marksálagning er 1,65%. Álagning
útsvars er að fullu nýtt, eða 13,03%.
Fljótsdalshérað fjárfestir
fyrir rúmar 600 milljónir
„ATVINNUÁSTAND á Austur-
landi nú er bæði gott og vont“ segir
Ólöf Guðmundsdóttir, forstöðumað-
ur Svæðisvinnu-
miðlunar Austur-
lands. „Það eru
mjög miklar
framkvæmdir í
gangi sem marg-
ir njóta góðs af,
en of margir á
skrá miðað við
heildarmann-
fjölda á Austur-
landi.
Hlutfall at-
vinnuleysis er þó lágt. Nú eru 130
manns skráðir, ekki er búið að sam-
þykkja þá alla inn, en þeir eru samt
atvinnulausir. Margir eru að fara til
vinnu alveg á næstu vikum þannig
að þetta er árstíðabundið eins og
hefur alltaf verið og hættir ekki að
vera árstíðabundið þó að þessar
miklu framkvæmdir séu í gangi.“
Ólöf segir atvinnuleysi kvenna
með börn vandamál. „Ég ítreka þá
skoðun mína að það vantar aukna
barnagæslu, hún er ófullnægjandi.
Það eru göt í kerfinu og mér skilst
að sveitarfélögum beri ekki lagaleg
skylda til að vera með pláss fyrir
ung börn fyrr en þau eru orðin
tveggja ára. Það breytir því ekki að
þarna ergat í kerfinu, hver á að
brúa það og hvernig? Ég lít svo á
að það eigi að vera réttur fólks,
hvort sem það er að eiga börn eða
ekki, að hafa aðgengi að vinnu-
markaðnum. Ef maður lítur sér-
staklega til barnafólks þá þurfa all-
ir að geta unnið fyrir sér og
barnafólk getur það ekki, fái það
ekki barnapössun. Dagmæður eru
hverfandi stétt og þetta er úrlausn-
arefni sem þarf að laga hið fyrsta.“
Skilja eftir sig brotið samfélag
Ólöf segir Austurbyggð, einkum
þó Stöðvarfjörð veikust fyrir hvað
atvinnuástand varðar. „Fáskrúðs-
firðingar hafa staðið sig vel í langan
tíma en mér þykir allsvakalegt að
þar var sagt upp nú í haust íslensk-
um konum og ráðnir í staðinn inn
Pólverjar til að annast þrif í frysti-
húsinu og stafar líklega af því að
hægt er að borga Pólverjunum
lægri laun. Síðan er Stöðvarfjörður
mjög veikur fyrir, ekki síst vegna
væntanlegrar lokunar Samherja á
frystihúsi sínu á staðnum. Upp-
sagnir á borð við þær sem þar eru
yfirvofandi skilja eftir sig brotið
samfélag. Þá er atvinnuástandið
tæpt á Breiðdalsvík, en gengur aft-
ur orðið betur á Djúpavogi. Það er
búin að vera heilmikil árás á það
samfélag, þegar síldarbræðslan og
hluti af vinnslunni fór. Þá var nýbú-
ið að leggja þar í miklar hafn-
arframkvæmdir, m.a. vegna bræðsl-
unnar. Í kjölfarið á þessu myndast
mikið tekjutap fyrir fólkið á staðn-
um. Þetta hangir allt saman og
hefðbundin verkamannastörf láta
verulega undan. Það fækkar stöð-
ugt á landsbyggðinni og þróunin er
í átt til meiri sérhæfingar. Ég tel að
hluti fólks á vinnumarkaði sé ekki í
takt við sjálfan vinnumarkaðinn;
þarna á milli er ekki samrænt
göngulag og þá koma alvarlegar
brotalamir.“
Víða veikt atvinnu-
ástand þrátt
fyrir uppsveiflu
Ólöf Guð-
mundsdóttir
Uppsagnir hafnar | Stöðfirðingar
búast við að frystihúsi Samherja á
staðnum verði lokað á næstu mán-
uðum. Fyrstu uppsagnarbréfin bár-
ust starfsfólki síðasta dag janúar-
mánaðar. Skv. upplýsingum frá
Vökli, Stéttarfélagi á Höfn, átti að
tína inn uppsagnir til fólks eftir
lengd uppsagnarfrests meðan verið
væri að vinna í málinu, sem þýðir að
þeir sem eiga hálfsárslangan upp-
sagnarfrest var sagt upp fyrir síð-
ustu mánaðamót.
SUÐURNES
Grindavík | Stefnt er að því að
breyta félagsheimilinu Festi í
Grindavík í hótel og opna Hótel Festi
í maí á næsta ári. Í tengslum við
framkvæmdina er unnið að þróun
heilsuþorpsins Grindavíkur og von-
ast til að heilsutengd starfsemi þar
sem áhersla verður lögð á sálfræði-
meðferð geti styrkt stoðir hótel-
rekstrarins.
Unnið hefur verið að undirbúningi
byggingar hótels í Grindavík á und-
anförnum árum. Grindavíkurbær er
reiðubúinn að leggja fram húseign
sína, félagsheimilið Festi, í þeim til-
gangi. Lykilráðgjöf í Keflavík hefur
unnið að þróun verkefnisins. Nú hef-
ur orðið til hópur fjárfesta sem vill
vinna að þessu verkefni og hefur Sig-
urbjörn Dagbjartsson verið ráðinn
framkvæmdastjóri.
Sigurbjörn segir gert ráð fyrir að
hótelið kosti um 300 milljónir og að
fjármögnun gangi vel. Hann segir að
í hópi fjárfesta séu útgerðarmenn í
Grindavík og almennir bæjarbúar,
auk annarra. Segir hann að menn
telji að hótelið geti orðið mikil lyfti-
stöng fyrir bæjarfélagið.
Hugmyndin er að nýta hluta fé-
lagsheimilisins fyrir hótel en byggja
við þriggja hæða hótelálmu. Sigur-
björn tekur fram að salurinn verði
áfram nýttur til samkomuhalds fyrir
Grindvíkinga. Í þessum fyrsta
áfanga verða fjörutíu herbergi.
Sálræna þættinum bætt við
Á dögunum var efnt til kynning-
arfundar um verkefnið í Grindavík.
Þar var undirrituð yfirlýsing um
samstarf um uppbyggingu heilsu-
þorpsins og Hótels Festi. Sjöfn
Ágústsdóttir sálfræðingur hjá
Heilsuhópnum ehf., Brynjar Péturs-
son nuddari og Sigurbjörn Dag-
bjartsson skrifuðu undir yfirlýs-
inguna ásamt Jóni Kristjánssyni
heilbrigðisráðherra og Ólafi Erni
Ólafssyni bæjarstjóra en þeir lýstu
báðir yfir vilja sínum til að leggja
verkefninu lið.
Sjöfn er sjálfstætt starfandi sál-
fræðingur og sérfræðingur í mark-
aðsmálum á Netinu. Hún hefur
ásamt tveimur öðrum sálfræðingum
og Mixa hönnun og auglýsingum haft
hugmyndir um að byggja upp heilsu-
tengda ferðaþjónustu þar sem með-
höndlun sálræna þáttarins væri bætt
við þann líkamlega. Sjöfn kom fyrir
tilviljun til Grindavíkur og leist svo
vel á aðstæður að hún setti sig í sam-
band við Ólaf Örn Ólafsson bæjar-
stjóra og síðan þá sem unnið hafa að
byggingu Hótels Festi. Síðan hefur
hugmyndin verið þróuð áfram í sam-
vinnu þeirra.
Sjöfn segir að hugmyndin sé að fá
tuttugu til tuttugu og fimm manna
hópa erlendis frá í heilsumeðferð og
á námskeið. Boðið verði upp á hefð-
bundna spa-meðferð en hugmyndin
sé að bæta við sálfræðilegri meðferð,
ekki síst vegna álags, streitu og kuln-
unar í starfi. Segir Sjöfn að mikill og
vaxandi markaður sé fyrir heilsu-
tengda þjónustu. Telur hún að þörf
sé á þeirri þjónustu sem Heilsuhóp-
urinn hyggist bjóða upp í samstarfi
við Hótel Festi og sérhæfing þeirra á
þessu sviði geti skapað þjónustunni
vissa sérstöðu.
Sigurbjörn Dagbjartsson segir að
samstarfið við Heilsuhópinn og
Nuddstofu Brynjars renni styrkari
stoðum undir rekstur hótelsins og er
ánægður með samstarfið.
Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri
segir að þetta sé spennandi verkefni,
sérstaklega hugmyndin um heilsu-
tengdu starfsemina í tengslum við
hótelið. „Þetta yrði nýjung í atvinnu-
lífinu hér og raunar nýjung á Ís-
landi,“ segir hann. Ólafur Örn sagði
þó að framkvæmdin færi eftir því
hvernig fjárfestunum gengi að safna
hlutafé.
Heilsubærinn Grindavík
Grindavík veður skilgreind sem
heilsuþorp og er ætlunin að það taki
fimm ár að byggja upp starfsemina.
Ágæt aðstaða er til líkamsræktar í
Grindavík og móttöku heilsuferða-
langa, nema hvað gistiaðstöðuna
vantar. Hugmyndin er að afla heilsu-
þorpinu alþjóðlegra umhverfisvott-
ana, svo sem Green globe.
Markmiðið er að því að fram-
kvæmdir geti hafist um næstu mán-
aðamót og að þeim ljúki að ári þannig
að unnt verði að opna Hótel Festi
vorið 2006. Sigurbjörn er bjartsýnn á
að það takist.
Stjórnendur Bláa lónsins hafa
unnið að undirbúningi byggingar
heilsuhótels við Bláa lónið. Þar er nú
rekið Hotel Northern Light Inn. Sig-
urbjörn telur ekki að það hafi áhrif á
áformin í Grindavík. Hótel Bláa lóns-
ins verði mun vandaðra og dýrara
hótel sem höfði til annarra hópa en
Hótel Festi. Miðað er við að síðar-
nefnda hótelið verði þriggja stjarna.
Stefnt er að opnun heilsuhótels í húsnæði félagsheimilisins Festi í Grindavík vorið 2006
Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson
Hótel Tveggja hæða húsinu á bakhlið félagsheimilisins Festi verður breytt í hótel og byggð ný hótelálma.
Samstarf Jón Kristjánsson og Sigurbjörn Dagbjartsson takast í hendur eftir
undirritun yfirlýsingar um samstarf. Sjöfn Ágústsdóttir er lengst til vinstri
og til hægri við Sigurbjörn eru Ólafur Örn Ólafsson og Brynjar Pétursson.
Ferðamenn koma
í sálfræðimeð-
ferð við streitu