Morgunblaðið - 04.02.2005, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 25
MINNSTAÐUR
Ísafjörður | Lagt er til að Ísafjörður verði
byggður upp sem byggðakjarni fyrir Vestfirði
og að gerður verði vaxtarsamningur Vestfjarða
til ársins 2008. Tillögur þessar koma fram í nið-
urstöðum verkefnisstjórnar um byggðaáætlun
Vestfjarða sem Valgerður Sverrisdóttir iðn-
aðarráðherra kynnti á fundi á Ísafirði. Í gær
staðfestu einnig Valgerður og Árni M. Mathie-
sen sjávarútvegsráðherra samkomulag um að
leggja 20 milljónir kr. til verkefna á Ísafirði á
sviði rannsóknar- og þróunar í sjávarútvegi.
Samkvæmt samkomulagi ráðherranna munu
iðnaðarráðuneytið og sjávarútvegsráðuneytið
vinna sameiginlega að tveimur verkefnum á
Ísafirði á árinu 2005. Annað er á sviði veið-
arfærarannsókna en hitt varðar þorskeldi í
sjókvíum. Verkefnin verða unnin undir forystu
útbúa Hafrannsóknastofnunarinnar og Rann-
sóknastofnunar fiskiðnaðarins á Ísafirði.
Iðnaðarráðuneytið leggur 10 milljónir kr. til
verkefnanna af fjárveitingu til framkvæmdar
byggðaáætlunar 2002 til 2005. Sjávarútvegs-
ráðuneytið mun leggja fram sömu fjárhæð.
Möguleikar til vaxtar og fjölgunar
Í niðurstöðum skýrslu verkefnisstjórnar um
byggðaáætlun sem iðnaðarráðherra kynnti í
gær kemur meðal annars fram að verkefn-
isstjórnin telur að Vestfirðir eigi sér mikla
möguleika til vaxtar og þróunar og aukinnar
samkeppnishæfni, með þeim aukna fjölbreyti-
leika og bættum lífskjörum sem því fylgir. Það
er jafnframt mat verkefnisstjórnar að fyrir árið
2020 verði íbúatala Vestfjarða komin í um
8.300, sem samsvarar árlegri fjölgun íbúa um
hálft prósent.
Tillögum Verkefnisstjórnar er skipt í 3
flokka. Í fyrsta lagi er tillaga um uppbyggingu
Ísafjarðarbæjar sem byggðakjarna fyrir Vest-
firði. Í öðru lagi er lagt til að gerður verði Vaxt-
arsamningur Vestfjarða er nái frá 2005 til 2008
sem byggist á nýjum aðferðum við að styrkja
hagvöxt einstakra svæða. Samningurinn taki
mið af sambærilegum aðferðum, sem best hafa
tekist erlendis. Í þriðja lagi eru tillögur um
beinar aðgerðir á einstaka sviðum.
Markmið tillagnanna er fyrst og fremst, að
því er fram kemur í fréttatilkynningu frá iðn-
aðarráðuneytinu, að auka hagvöxt svæðisins,
fjölga atvinnutækifærum og treysta Ísafjörð
sem byggðakjarna svo hann geti enn frekar
sinnt því lykilhlutverki sínu að vera miðstöð at-
vinnu, menningar og þjónustu á öllum Vest-
fjörðum.
Fram kom á fundinum í gær að tillögur
skýrslunnar eru um margt nýjung á sviði
byggðamála hér á landi, ekki síst hvað varðar
uppbyggingu í formi svokallaðs vaxtarsamn-
ings þar sem lögð er áhersla á klasa á sviði
sjávarútvegs og matvæla, mennta og rann-
sókna, menningar- og ferðaþjónustu. Tillög-
urnar taka mið af sambærilegum áherslum víða
erlendis þar sem lögð er áhersla á að efla
byggðakjarna með markaðstengdum aðgerð-
um þar sem atvinnulíf ber uppi hagvöxt svæð-
isins. Jafnframt taka tillögurnar mið af stefnu í
byggðamálum fyrir árin 2002–2005.
Fram kom að iðnaðarráðherra mun yfirfara
og meta tillögur verkefnisstjórnarinnar á næst-
unni og kalla eftir samstarfi við önnur ráðu-
neyti, bæjaryfirvöld á Ísafirði, sveitarfélög og
atvinnulíf á svæðinu og aðra.
Eins árs undirbúningur
Vinna við byggðaáætlun fyrir Vestfirði hófst
í lok ársins 2003 þegar iðnaðar- og við-
skiptaráðherra skipaði verkefnisstjórn. Í henni
eru Baldur Pétursson iðnaðarráðuneyti, sem
jafnframt gegndi formennsku, Kristján G. Jó-
hannsson, framkvæmdastjóri á Ísafirði, Hall-
dór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar,
Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á Patreks-
firði, og Ásdís Leifsdóttir, sveitarstjóri á
Hólmavík. Starfsmenn verkefnisstjórnarinnar
hafa verið þau, Aðalsteinn Óskarsson og
Hrefna Magnúsdóttir, starfsmenn Atvinnu-
þróunarfélags Vestfjarða, og Guðmundur Guð-
mundsson frá Byggðastofnun.
Starfshópur um byggðaáætlun Vestfjarða leggur til að gerður verði vaxtarsamningur til ársins 2008
Ísafjörður byggður upp sem byggðakjarni
Væntingar Tillögur um byggðaáætlun Vestfjarða voru kynntar fyrir sveitarstjórnarmönnum
og fleiri gestum á fundi í stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði í gær.
Samhent Ráðherrarnir Valgerður Sverris-
dóttir og Árni M. Mathiesen takast í hendur
eftir undirritun samkomulags um eflingu
rannsóknar- og þróunarstarfs á Ísafirði.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Bifröst | Máttur
kvenna er heiti á
rekstrarnámi fyr-
ir konur í at-
vinnurekstri sem
Viðskiptaháskól-
inn á Bifröst efn-
ir til í annað sinn.
Um er að ræða
ellefu vikna fjar-
nám sem hefst
um helgina og
lýkur með formlegri útskrift 24.
apríl. Liðlega fjörutíu konur, flestar
af austur- og suðurhluta landsins,
sækja námskeiðið.
„Markmiðið er að gera konur
hæfari til að reka fyrirtæki sín og
auka hagnað. Einnig að efla at-
vinnulíf á landsbyggðinni,“ segir
Auðbjörg Agnes Gunnarsdóttir,
verkefnisstjóri símenntunar í
Viðskiptaháskólanum á Bifröst. Hún
segir að ýmiss konar námskeið séu í
boði fyrir konur sem hafi áhuga á að
stofna fyrirtæki en vantað hafi
rekstrarnám fyrir konur sem þegar
eru í rekstri og sé þessu námskeiði
ætlað að koma til móts við þær þarf-
ir.
Gleymdur hópur
Námskeið með þessu heiti var
fyrst haldið á síðasta ári og var þá
lögð áhersla á að ná til kvenna í
Norðvesturkjördæmi. Um sjötíu
konur útskrifuðust og mæltist nám-
ið vel fyrir, að sögn Agnesar. Nú er
konum í Norðaustur-, Suður- og
Suðvesturkjördæmum sérstaklega
boðið en Agnes tekur fram að allir
geti sótt um og verði þátttakendur
af öllu landinu.
„Við erum háskóli úti á landi og
finnst við hafa ákveðnar skyldur til
að koma til móts við þennan hóp
sem hefur verið gleymdur,“ segir
Agnes þegar hún er spurð um
ástæður þess að áhersla er lögð á
konur á landsbyggðinni. Hún segir
að konur sem reka þjónustufyrir-
tæki hafi orðið útundan þegar litið
sé á framboð menntunarúrræða. Í
upplýsingum um námskeiðið er jafn-
framt vakin athygli á því þessar
konur séu yfirleitt ekki í stéttar-
félögum og hafi því ekki möguleika á
að sækja um námsstyrki.
Námskeiðið hefur veirð unnið í
samvinnu við Byggðastofnun og iðn-
aðar- og viðskiptaráðuneytið sem
styrkja það.
Á námskeiðinu er kennt bókhald,
upplýsingatækni, markaðs- og sölu-
mál, fjármál og áætlanagerð. Agnes
segir að reynslan sýni að þátttak-
endur séu með mismunandi þarfir.
Sumar konurnar séu góðar í bók-
haldi en vanti kannski frekar þekk-
ingu á leiðum í markaðs- og sölu-
málum, aðrar séu góðar í fjármálum
og svo framvegis.
Námssjár Viðskiptaháskólans
Fjarnámið á Bifröst er aðgengi-
legt. Þátttakendur geta hlustað á
fyrirlestrana á Netinu þegar þeim
hentar en eru ekki bundnir við
ákveðinn tíma. Þeir koma tvær helg-
ar til að vinna í Bifröst, núna um
helgina við upphaf námsins og síðan
í lok námskeiðsins.
Nemendur og kennarar Við-
skiptaháskólans á Bifröst vinna á
námssjá skólans þar sem hvert nám-
skeið hefur sitt svæði. Þar eru fyr-
irlestrar frá kennurum og glærur.
Verkefnaskil og endurgjöf frá kenn-
urum fara einnig í gegnum námssjá-
inn. Nemendur geta með þessum
hætti haft vinnu sína á einum stað,
yfirfarna með athugasemdum.
Rekstrarnám ætlað fyrir konur í
atvinnurekstri á landsbyggðinni
Verði hæfari til
að reka fyrirtækin
Agnes
Gunnarsdóttir
LANDIÐ
Sjálfstæ›isflokkurinn
sími 515 1700 www.xd.is
Með hækkandi sól
Lægri skattar - aukin hagsæld
Opinn stjórnmálafundur í Sjálfstæðishúsinu, Hlíðasmára 19,
Kópavogi, laugardaginn 5. febrúar kl. 10.30.
Frummælendur:
Geir H. Haarde fjármálaráðherra og þingmennirnir
Bjarni Benediktsson og Arnbjörg Sveinsdóttir.
Fundarstjóri:
Sigurður Borgar Guðmundsson.
Allir velkomnir.