Morgunblaðið - 04.02.2005, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
* Koffín
Eykur orku og fitubrennslu.
* Hýdroxísítrussýra
Minnkar framleiðslu fitu.
* Sítrusárantíum
Breytir fitu í orku.
* Króm pikkólínat
Jafnar blóðsykur og minnkar nart.
* Eplapektín
Minnkar lyst.
* L-Carnitine
Gengur á fituforða.
BYLTING Í FITUBRENNSLU!
- ÖFLUGAR BRENNSLUTÖFLUR
Perfect bu
rner töflu
r 90 stk.
Hagkvæm
ustu kaup
in!
Söluaðilar:
Hagkaupsverslanir, Heilsuhúsið, Hreysti,
Lyfjuverslanir og helstu líkamsræktarstöðvar.
Perfect burner er því lausnin á því að tapa
þyngd á árangursríkan, skynsaman og
endingagóðan hátt.
Í
Vestursal Kjarvalsstaða er verið að
ljúka við að hengja upp fjölbreytileg
verk sem spanna margbrotinn feril
Harðar Ágústssonar. Í norðurend-
anum eru fígúratíf málverk frá þeim
árum er Hörður dvaldi í Frakklandi, þá birtast
óhlutbundin verk, þarna eru formstúdíur og
raðir af tímaritinu Birtingi; ljósmyndir af
veggmálverkum, uppdrættir af íslenskum hús-
um, málverk með kristnum þemum, hvers kon-
ar hönnun á auglýsingum og húsbúnaði og loks
í suðurendanum raðir af þessum bylting-
arkenndu límbandsverkum sem eru enn í dag
jafnfersk og þegar Hörður var að setja þau
saman seint á áttunda áratugnum. Þetta eru
þættir úr öllum þeim ólíku en þó á vissan hátt
skyldu sviðum sem hann er löngu orðinn
þekktur fyrir. Hörður er í salnum að líta sýn-
inguna augum í fyrsta sinn og segist mjög
ánægður. „Sýningin er sérlega vel upp sett,“
segir hann. „Hérna kemur fram megnið af
þeim hugmyndum sem ég hef verið að setja
fram í myndlist og arkitektúr.“
– En eru þessar hugmyndir ekki mikið til
sprottnar af sömu rótum?
„Þegar ég hugleiði það nú, í ró og spekt, þá
er ótrúlegt hvað ég fékk snemma þessar hug-
myndir. Þegar ég var strákur þá var ég ákveð-
inn í því að verða arkitekt fyrir hádegi og
myndlistarmaður eftir hádegi. Og ég stóð nú
eiginlega við það. Því fyrri hluta ævinnar var
ég myndlistarmaður og seinni hluta ævinnar,
kannski ekki arkitekt, heldur byggingalist-
arfræðingur – og áróðursmaður fyrir verndun
sjónminja.“
Konur eiga stærsta hlutinn
Hörður heldur áfram og segir frá sumum
hugmyndum sínum um menningararfleifðina.
„Ég er algjörlega að móti fullyrðingu Sig-
urðar Nordals: Bókmenntirnar eru eina arf-
leifð vor, segir hann. En ég segi, það er ekki
rétt. Íslensk listaarfleifð er miklu fjölbreyttari
en það. Og það eru konurnar sem hafa skapað
myndlist frá því að Íslendingar settust að hér á
þessu landi. Eins og norskur sendiherra sagði
eitt sinn; myndlistin komið af hafi með öndveg-
issúlunum.
Ég er nú búinn að pæla mikið í þessu og get
ekki séð annað en konurnar eigi stærstan hlut
í myndlistararfleifð Íslendinga. En það hefur
alltaf verið þagað um konurnar. Þetta liggur
mér á hjarta og hefði ég verið yngri nú, þá
hefði ég skrifað heila bók um þetta!
Ég tek sem dæmi Ragnheiði Jónsdóttur,
sem var seinasta kona Gísla biskups Þorláks-
sonar. Eftir hana er altarisklæði á Þjóðminja-
safninu sem ég álít að sé eins gott og mynd eft-
ir Þorvald Skúlason. Svo eru það dætur hans
Páls Vídalíns, með teppið um dyggðirnar.
Gríðarstór mynd sem er hreint meistaraverk.
Svo má minna á að Barði Guðmundsson var
með kenningu, sem ég get ekki fullyrt að sé
rétt, en það er gaman að veita henni athygli.
Hann hélt því fram að Valþjófsstaðahurðin,
sem er eitt mesta meistaraverk miðalda, ekki
bara hér heldur á öllum Norðurlöndum, sé eft-
ir konu.“
– Þú kallar þig áróðursmann fyrir verndun
sjónminja, hefur ekki ýmislegt breyst á liðnum
áratugum hvað varðar skilning fólks á þessum
þáttum?
„Ég ætla bara að þakka Guði fyrir að það
hefur borið árangur. Það var til dæmis ákveðið
að rífa Torfuna alla eins og hún lagði sig – hún
stendur ennþá. Það er svo margt sem hefur
lagast.“
– En ertu fullsáttur?
„Nei, ég er nú gamall sósíalisti og mér finnst
kapítalið ráða of miklu; það er að segja bygg-
ingameistararnir. Ég skrifaði einu sinni grein
um þessa skemmd sem varð á Skúlagötunni.
Þar var danskur skipulagsfræðingur að hjálpa
með skipulagið og hann vildi byggja húsin
hægt við þau sem komin voru, en ekki eintóma
„eiffelturna“, eins og raun varð á. Meðferðin á
Skúlagötunni er rosalegur galli að mínu mati.
Vissulega hefur orðið viðhorfsbreyting á síð-
ustu 40 árum. En það er alltaf eitthvað, eins og
hvernig farið var með Þjóðminjasafnið, meist-
araverk eftir Sigurð Guðmundsson; það er allt
saman tætt í sundur. Ég verð hins vegar að
taka það fram að uppsetning á sýningunni þar
núna finnst mér vera framúrstefna eins og hjá
Nýlistasafninu í gamla daga. Erlendir safna-
menn gætu komið hingað heim og séð hvernig
ætti að traktera arfleifð hverrar þjóðar. “
Fjölbreytileiki sýningarinnar kemur skoð-
andanum á óvart, og kannski ekki síst þættir
eins og hönnun og auglýsingagerð Harðar. Þá
eru þarna raðir af stílhreinum kápum tímarits-
ins Birtings, en þar var hann einn forsvars-
manna.
Sagður litblindur
„Það er nú hægt að kvarta undan ýmsu,“
segir Hörður. „Eins og með hann Dieter
Roth.“ Þeir Hörður og Roth unnu talsvert
saman eftir að Dieter flutti til Íslands árið
1957. „Hann kemur til landsins um það leyti
þegar ég er að kenna formfræði og þá er hann
alveg inni á sömu línu og ég. Það olli deilum við
ritstjórn Birtings að ég skyldi leyfa honum að
brjóta um eitt hefti. Svo er Dieter orðinn
heimsfrægur maður núna.“
– Hefur nokkuð komið í staðinn fyrir Birting
í menningarumræðunni síðan hann hætti að
koma út 1968?
„Nei. Ég var að líta á hann um daginn og var
alveg bit hvað þetta var helvíti gott hjá okkur.
Það var ekkert bara ég, heldur skáldin, Einar
Bragi, Thor, Geir Kristjánsson, Jón Óskar –
þetta er svo mikil upplýsing um tímann.
Einar Bragi skúbbaði saman í Unuhúsi
flokk af listamönnum og skáldum og með því
að lesa þetta geturðu alveg komist inn í miljø
tímans.
Ég var bara núna að lesa samtal sem Jón
Óskar hafði við Jón úr Vör, hvernig honum var
tekið og hvernig honum reiddi af, þetta eru
gríðarmiklar upplýsingar um listasögu Ís-
lands.“
– Ég hef á tilfinningunni að menn hafi ekki
alltaf getað fylgt þér eftir, í stefnum og
straumum. Það má sjá í bókinni að gagnrýn-
endur hafa til dæmis ekki alltaf áttað sig á því
hvað þú varst að fara. Eins og þegar þú sýndir
límbandsverkin.
„Ég var í þessari formfræði með krökk-
unum sem ég var að kenna, var búinn að koma
mér niður á ákveðinn fílósófískan grundvöll.
Þetta er allt þarna í svarthvítum myndum á
veggnum: línur, þríhyrningar og ferningar.
Síðan ætlaði ég að fara að mála þetta en óaði
við að mála svona nákvæmlega,“ segir Hörður
og hlær. „Svona stóra fleti og marga. Þá varð
mér gengið framhjá Málaranum í Bankastræti
og sá þar þessar límbandsrúllur. Þá kom hug-
myndin: Þetta er auðvitað efnið sem ég á að
nota! Ég keypti nokkrar rúllur. Læknir einn
var búinn að segja að ég væri litblindur, svo ég
taldi best að hafa þetta allt skipulagt: eina
rauða rúllu, bláa, gula, svarta og svo fram-
vegis. Þegar ég var að gera mér grein fyrir því
hvernig ég ætti að gera þetta, þá keypti ég
þessar spónaplötur og byrjaði mjög smátt. Svo
varð þetta miklu auðveldara og smátt og smátt
þróaði ég þessa hugmyndafræði – þetta sést
allt hér í salnum.“
Á meira en hálfrar aldar ferli hefur Hörður Ágústsson skilað gríðarmiklu starfi sem myndlistarmaður, hönnuður,
kennari, rithöfundur og brautryðjandi í rannsóknum á íslenskri húsagerðarsögu. Einar Falur Ingólfsson skoðaði
yfirlitssýningu með verkum hans sem verður opnuð kl. 17 á Kjarvalsstöðum og ræddi við Hörð, sem er 83 ára í dag.
Mikil upplýsing um tímann
Morgunblaðið/Einar Falur
„Ég get ekki séð annað en konurnar eigi stærstan hlut í myndlistararfleifð Íslendinga,“ segir Hörður Ágústsson.
efi@mbl.is
„Í SAMFÉLAGINU er alltaf til-
hneiging til að hólfa hlutina af og
það má segja að menningarfröm-
uðurinn Hörður Ágústsson hafi liðið
aðeins fyrir það hvað hann hefur
verið að vinna á mörgum sviðum,“
segir Pétur H. Ármannsson arki-
tekt. Pétur, sem er deildarstjóri
byggingarlistardeildar Listasafns
Reykjavíkur, er einn sýningarstjór-
anna.
„Hugmyndin er að sýna þessa
þætti saman, fræðimennskuna og
listina, og sýna hvernig þetta hefur
haft gagnkvæm áhrif í einum og
sama manninum. Það er heillandi
við Hörð að hjá honum verður það
að uppgötva eins og að skapa. Til
þess að njóta myndlistar hans þarf
maður að vita um fræðimanninn, og
til þess að skilja fræðibækurnar þarf
maður að vita að hann er myndlist-
armaður, af ákveðinni kynslóð.
Við höfum leyft okkur að kalla
Hörð „endurreisnarmann íslenskra
sjónmennta“. Endurreisnarmenn-
irnir voru á sama tíma að skapa list
og rannsaka heiminn. Og ekki bara
það, því þeir reyndu líka að breyta
heiminum til góðs með uppgötv-
unum sínum og skrifum. Þeir drógu
fram í dagsljósið þekkingu úr forn-
öld, vegna þess að hún hafði gildi í
samtímanum. Áhugi Harðar Ágústs-
sonar á sögunni og fortíðinni er ekki
fortíðarinnar vegna, heldur vegna
þess að þekking fortíðar er lykill að
skapandi hugsun í samtímanum. Síð-
an er Hörður náttúrlega endurreisn-
armaður í þeim skilningi að hann
hefur gert meira en nokkur annar í
að breyta viðhorfi íslensku þjóð-
arinnar til síns menningararfs. Á
einum stað segir hann að Íslend-
ingar tali alltaf um að innihaldið
skipti mestu máli, en hann segir
þvert á móti, það eru umbúðirnar
sem fela í sér menninguna; umbúð-
irnar eru líka innihald. Menningin er
líka í umbúðunum. Öll list og hönn-
un er jú umbúnaður, ef út í það er
farið.
Öllu blandað saman
Hjá þjóð þar sem orðsins list er
metin meira en allt annað, þá er það
djarft að halda því fram, eins og
hann hefur gert, að menningararfur
þjóðarinnar á sviði sjónmennta og
formmótunar sé alveg jafnmerki-
legur. En þetta hefur honum tekist
að sýna fram á í sínu mikla ævi-
starfi.“
Pétur segir að sumum kunni að
finnast þessi yfirlitssýning þurfa
meira pláss en það sé ein af grunn-
hugmyndunum að blanda öllum
þessum þáttum í ferli Harðar saman.
„Ef við hefðum dregið fræðimennsk-
una og byggingarsöguþáttinn frá
hinum, eða haft hönnunina í sér sal,
þá hefði þessi tenging ekki orðið
jafnaugljós. Við vildum frekar sýna
færri verk og alla þessa þætti sam-
an.“
Hörður breytti viðhorfi þjóðarinnar