Morgunblaðið - 04.02.2005, Page 27

Morgunblaðið - 04.02.2005, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 27 DAGLEGT LÍF FJÖLMARGIR þurfa að ganga með gler- augu allan daginn, aðrir þurfa einvörðungu að nota gleraugu við lestur og eða tölvu- vinnu og enn aðrir bera gleraugu til þess eins að skreyta sig. Eflaust leggur fólk mismikið upp úr útliti gleraugna sinna en sumir halda því fram að gleraugu segi heil- mikið um þann sem ber þau. Hvað sem líð- ur þeim sannleik þá er vert að benda á nýj- an möguleika fyrir þá sem langar að breyta útliti gleraugna sinna eftir ólíkum tilefnum án þess að þurfa að fjárfesta í nýjum gleraugum hverju sinni. Ný gleraugnalína frá Frakklandi sem kallast Zenka fæst nú í versluninni Optic Reykjavík í húsi Blindrafélagsins Hamrahlíð 17, en í því húsi er kominn vísir að þverfaglegri þekk- ingarmiðstöð á sviði augna og sjónar, sem eykur þjónustuna við þá sem þess þurfa. Zenka gleraugun eru byltingarkennd á þann hátt, að með einföldum hætti er hægt að skipta út hluta af umgjörðinni og fá um leið aðra stemningu í gleraugun og útlitið. Sjónfræðingarnir Axel Örn Ársælsson og Davíð Sigurðsson sem eiga og reka Optic Reykjavík, segja hugmyndina að Zenka gleraugunum koma frá franskri konu, Patriciu Charmoille, en hún er sjónfræð- ingur að mennt. „Henni leiddist meðal- mennskan í gleraugum og ákvað því að hanna sína eigin gleraugnalínu, byggða á einfaldri hugmynd um umgjarðir sem væru tiltölulega látlausar en hægt væri að djassa upp við ólík tækifæri með skreytiklemmum úr stáli, sem eru bæði léttar og auðvelt að festa á gleraugun. Með Zenka gleraug- unum getur fólk því átt mörg gleraugu í einum.“ Nýtt á tveggja mánaða fresti Nú er hægt að velja úr 15 mismunandi grunnformum Zenka gleraugna og hægt er að fá umgjarðirnar í yfir 50 litum. Það sama má segja um skreytiklemmurnar, þær fást í margvíslegum formum og litum. Stefnan er að kynna nýjar skreytiklemmur á tveggja mánaða fresti og þá er tekið mið af helstu straumum í tísku og stefnu, sem tryggir að gleraugun halda gildi sínu og fólk fær ekki leiða á þeim. Sem dæmi má nefna að um síðustu jól og áramót voru einkunnarorð Zenka „gjafir, partý, glys og glamúr“ og þá komu skreyti- klemmur með fallegum glitrandi steinum sem breyttu gleraugunum að hluta til í skartgrip, og þannig mun þetta þróast með skemmtilegum hætti. Á teikniborðinu er síðan að fjölga formum og útfærslum, þannig að framtíðin fyrir gleraugnanot- endur er spennandi. Glitrandi steinar fyrir glysgjarna.Hvítar óreglulegar rendur. Litagleði fyrir þá líflegu.Gleraugun án skreytiklemmu. Gleraugu sem hægt er að breyta endalaust  HÖNNUN TVEIMUR sænskum framhalds- skólum hefur verið bannað að lesa fingraför nemenda í mötuneytum. Sænska persónuverndin hefur skipað skólunum að breyta eftir- litskerfinu því lestur fingrafara brjóti gegn persónuvernd- arlögum. Í neytendatímaritinu Råd og Rön kemur fram að fram- haldsskólarnir í Lerum og Udde- valla hafi sett upp eftirlitskerfi þar sem fingraför mötuneyt- isgesta eru lesin til að koma í veg fyrir að utanaðkomandi borði í mötuneytum skólanna. Skólarnir verða nú að breyta eftirlitskerf- unum þannig að fingraför komi hvergi við sögu. Morgunblaðið/Golli Framhaldsskólarnir í Lerum og Uddevalla hafa lesið fingraför mötu- neytisgesta til að koma í veg fyrir að utanaðkomandi borði þar. Bannað að lesa fingraför nemenda  SKÓLAR GH Gr af ís k Hö nn un Fjarðargata 13-15 Hafnarfirði 565 7100 ídag og á morgun Ótrúlegar verðlækkanir á miklu úrvali af þeirri einstöku hönnun sem Anas er þekkt fyrir Food and Fun 16-20. Febrúar Opnunartími: 11-18:30 mán-fös 10-18 lau / 13-17 sun. Skútuvogi 2, sími 522 9000 • www.expert.is Samsung SGH-X450 fallegur 3 banda sími með hágæða skjá mbl.is smáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.