Morgunblaðið - 04.02.2005, Page 30

Morgunblaðið - 04.02.2005, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN EINU SINNI var haft á orði að hafið tæki lengi við og miklu hent þangað eða losað í sjó. Nú eru breyttir tímar og margar þjóð- ir hafa tekið upp betri siði en þann að fela óþverra í sjónum. Rétt eins og er með hafið, hefur andrúms- loftið takmarkaða geymslugetu. Eftir nokkra áratugi mun þykja hlálegt hvernig menn dældu þangað mengandi loftteg- undum, ekki af brýnni nauðsyn einni eða með fyrirhyggju held- ur líkari börnum sem fela óhrein- indi undir teppi. Reyndar hefur mönnum lærst í þessum efnum. Þeir hættu t.d. að losa klórflúór- kolefni út í loftið. Það veldur allt of hraðri eyðingu ósóns sem verndar okkur m.a. gegn út- fjólubláum geislum utan úr geimn- um. Svo var brennisteinn hreins- aður úr bensíni og olíu til að minnka áhrif súrrar úrkomu í borgum og nálægt iðnaðar- svæðum. Núna reyna flest ríki heims að hamla gegn losun lofttegunda sem hita lofthjúpinn meðfram hitasveiflum sem náttúran framkallar sjálf. En úrbæturnar ganga allt of hægt. Ísland er lítið og þjóðin fámenn. Hún ræður yfir ríflega 200.000 bílum, nokkur hundruð skipum og bátum af stærri gerðinni og slatta af flugvélum. Vegalengdir eru litl- ar: Flugleiðir ná 200–400 km inn- anlands, akstursleiðir eru fremur stuttar og um 2.000 km sigl- ingaleið er kringum landið. Sam- göngur eru samt ekki skipulagðar heildstætt. Þess í stað þróast þær eftir margskiptri stefnu sem kall- ast úrbætur í samgöngum eða samkvæmt ótilgreindri hag- kvæmni eða hugdettum einstakra stofnana eða fyrirtækja, jafnvel einstaklinga. Og ástandið er sér- kennilegt. Nú fyrst eru vega- yfirvöld að nálgast yfirsýn yfir vegi og slóða í landinu. Núna leggja menn af strandsiglingar og setja flutninga á hundruð þús- undum tonna yfir á veikburða meginvegi landsins meðan lands- hafnir eru hálftómar og núna er í alvöru rætt um að flytja innan- landsflug til Keflavíkur. Allt sýn- ist þetta gert eins og að mengun, slysahætta, slit verðmæta og um- hverfisvernd séu ekki með í út- reikningum. Reyndar kemur fyrir að slíkt sé nefnt í umræðum en þá venjulega án tengingar við heild- ina. Umhverfi okkar á að koma í fyrsta sæti í gervi grænnar hag- kvæmni en hin reikningslega aurahagkvæmni í annað. Um leið er hætt að horfa á einangraða samgöngugeira og þeir tengdir. Um leið er tekið til við að skoða heildarferli í samgöngum en ekki staka þætti. Hvað skyldu margir þættir sem snerta bíla, fólk, vegi, loftmengun og verndun lífríkis koma til álita þegar skoða á kosti og galla þess að flytja flug til Keflavíkur? Auðvitað snýst málið um fleira en byggingarlóðir og þróun miðbæjar Reykjavíkur. Vistferilsgreiningar (LCA) eru mikið notaðar til að skoða heild- ardæmi í þjónustu- eða fram- leiðslugeirum samfélagsins. Hver hefur heyrt um þær? Í ljósi þeirra kæmi kannski fram að innanlands- flugvelli fyrir rétta gerð af flug- vélum væri best komið á hluta nú- verandi flugvallarstæðis með viðbótum á sjó út? Eða að strand- siglingar með réttri gerð skipa og síðar vetnisvæddum skipum séu fýsilegar? Eða að loka skuli tugum slóða og vega og nýta hringveg með jarðgöngum sem eðlilegan heilsárskost í stað vafasamra há- lendisvega? Það er í raun lítið gagn að því að setja endalaust fram rök t.d. í flugvallamálinu sem fela í sér að það er ekkert mál að aka í 40 mín. til Keflavíkur til að fljúga á Akureyri eða það græðast 10 milljarðar á að skipuleggja Vatns- mýrina sem byggð. Það kostar lík- lega nokkurra mánaða vinnu fjöl- menntaðs sérfræðingahóps að útbúa umræðugrunn sem gagn er að. Lítið mál fyrir nokkrar millj- ónir króna. Fyrirhyggja í samgöngum – loftið tekur ekki endalaust við Ari Trausti Guðmundsson fjallar um loftmengun ’Núna reyna flest ríkiheims að hamla gegn losun lofttegunda sem hita lofthjúpinn meðfram hitasveiflum sem náttúran fram- kallar sjálf.‘ Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er jarðeðlisfræðingur og áhugamaður um umhverfismál. HINN 22.11. 2004 var birt um- sókn um skráningu á vörumerkinu ICELAND hjá OHIM (Office for Harmonization In the Internal Market). Slík skráning myndi gilda í Evrópusambandinu. Eig- andinn er Iceland Foods PLC, Bret- landi. Umsóknin nær til 7 vöruflokka og eins þjónustuflokks. Eigandi merkisins hefur notað það fyrir smásölu með matvöru frá því á áttunda ára- tug síðustu aldar. Umsóknin hefur vakið athygli utanrík- isráðuneytisins og víðar. Ástæða er til að bregðast við. Ýms- ar leiðir eru færar í því sambandi og rétt að ígrunda hvaða leið er valin varðandi efni mótmæla o.fl. Af því sem birt hefur verið opinberlega um væntanleg viðbrögð má skilja að bregðast þurfi við innan 22.2. 2005 með andmælum en það er þó ekki tæmandi lýsing á möguleikum Íslend- inga varðandi um- sóknina og væntanlega skráningu. Til dæmis má krefjast ógildingar eftir skráningu en þá gilda ekki jafn ströng skilyrði um efni mót- mæla og tímafresti eins og gilda varðandi andmæli gegn umsókn um skráningu. Annað sem hefur komið fram opinberlega varðar sjálfstætt álitamál sem tengist viðbrögðum Íslendinga við skráningu merkisins hjá OHIM ekki beint. Er þá átt við áhrif hugsanlegrar skráningar á vörumerkinu ICE- LAND á viðskiptahagsmuni Ís- lands og íslenskra fyrirtækja í út- flutningi. Um þetta atriði hefur verið tek- ið sterkt til orða og því lýst án fyrirvara að slík skráning geti þrengt að möguleikum og jafnvel hindrað Íslendinga í að koma vörum sínum á markað í Evrópu- sambandinu. M.a. var frétt á Stöð 2 að kvöldi 1. febrúar sl. þar sem að fullyrt var að slík skráning gæti hindrað íslensk fyrirtæki í að koma vörum sínum á markað. Við- mælandi fréttamanns fullyrti þar að skráningin gæti komið í veg fyrir að íslensk fyrirtæki gætu notað upprunatilvísun til landsins og notað ICELAND í sinni mark- aðssetningu. Þarna er auðvitað birt ansi svört framtíðarsýn fyrir okkur og ekki von á öðru en að mönnum bregði við tilhugsunina. En svo einhliða lýsing á af- leiðingum skráningar á vörumerkinu ICE- LAND stenst þó ekki nánari athugun. Í 6. grein Evróputil- skipunar um samræm- ingu á lögum aðild- arríkja um vörumerki frá 21.12.1988 ( 89/ 104/EBE) segir m.a. að skrásetning vöru- merkis veiti rétthafa þess ekki heimild til að banna þriðja aðila að nota í viðskiptum upplýsingar um gerð, gæði, fjölda, áætlaða notkun, verð, upp- runaland eða fram- leiðslutíma vöru, tíma sem þjónustan var innt af hendi eða aðra eiginleika vöru eða þjónustu. Þarna er lýst ákveðinni tak- mörkun á vörumerkjaréttinum sem dregur úr áhrifum hugs- anlegrar skráningar á ICELAND á íslensk fyrirtæki. Á þessa grein reyndi í dómi Evrópudómstólsins árið 2004 í máli C-100/02 þar sem því var slegið föstu að greinina bæri að túlka þannig að ef landfræðilegt heiti er líkt eða eins og skráð vörumerki er aðeins hægt að stöðva notkun land- fræðilega heitisins ef slík notkun samræmist ekki góðum við- skiptaháttum. Samkvæmt þessum heimildum er ekki mögulegt að fullyrða að skráning á vörumerkinu ICE- LAND veiti eiganda slíkrar skrán- ingar rétt til að stöðva notkun á orðinu Iceland á þann hátt sem að lýst hefur verið opinberlega skv. framansögðu. Vörumerkið ICELAND Valborg Kjartansdóttir fjallar um skráningu vörumerkisins ICELAND Valborg Kjartansdóttir ’En svo einhliðalýsing á afleið- ingum skrán- ingar á vöru- merkinu ICE- LAND stenst þó ekki nánari athugun.‘ Höfundur er lögmaður í Reykjavík. SVARTFUGLINN er að deyja úr hungri í stórum breiðum úti fyrir öllu Norðurlandi, og allt suð- ur til Skotlands. Allir vita þó að svartfugl lifir á síli og þegar hann deyr úr hungri þá vantar fæðuna. Útgerðin er komin með dýpri næt- ur og betri leitartæki en nokkru sinni fyrr, og drepur alla loðnu og síld löngu áður en hún kemur upp að landinu svo fuglinn hefur ekkert. Samt vill enginn kveða upp úr með hvað er að. Engin af hinum ótelj- andi félögum nátt- úruverndar, land- verndar og umhverfisverndar hafa snefil af áhuga á helsveltum svartfugli eða annarri rányrkju á lífríki hafsins. Hvar eru náttúruvernd- armenn Íslands? Af hverju eru þeir ekki fluttir með ræðuhöldin, ljóðlistina og uppákomurnar inn á Austurvöll til að bjarga lífríkis hafsins? Þótt útgerð sé undirstöðu- atvinnuvegur má ekki horfa framhjá þessari staðreynd. Líka má skoða það betur hvaða áhrif það hefur á lífríki sjávar að botn- vörpungarnir brjóta alla kóralla, botnstrýtur og alla felustaði fyrir ungviði botnfiska með því að valta yfir u.þ.b. 50.000 ferkílómetra af hafsbotni á ári með æ þyngri troll- um. Oft hafa birst fréttir af að klak botnfiska hafi misfarist og brestur orðið á viðkomu seiða, þetta hlýtur að hafa áhrif þar. Svo virðist ekki vera, svartfugl- inn má drepast eins og hann vill fyrir náttúruverndarmönnum, en ef Landsvirkjun vill leggja ein- hverja sandauðn undir vatn þá telja þeir lífríkinu ógnað og stofna til málarekstrar sem engan enda virðist ætla að taka. Hver maður hlýtur að sjá, að slíkur flokkur er einungis sértrúarflokkur gegn stóriðju. Þeir hafa engan áhuga á skipulagðri náttúruvernd. Slík náttúruvernd hættir ekki þegar einhver framkvæmd er leyfð, held- ur eflist og beinist þá að því að tryggja að framkvæmdin falli sem best að náttúrunni, bæði hvað skipulag og útlit varðar. Þetta gera hérlendir náttúruvernd- armenn ekki. Þeir yfirgefa við- komandi stað, mála hann svartan á kortinu og flytja víglínuna á næsta stað. Þeir hafa engan áhuga á að mannvirki valdi litlum skemmdum á náttúru, bara að stöðva framkvæmdir. Það má ekki virkja fyrir stóriðju, þar sem það er leyft þá er viðkomandi mál tap- að og náttúran á staðnum má eiga sig. Þeir sem eitthvað efast um þessar fullyrðingar geta skoðað kortið sem þessi flokkur er nýbúinn að gefa út. Þar eru öll virkjunar- áform máluð með svörtum lit eins og jörð væri sviðin í tíu kílómetra belti með- fram viðkomandi á, nokkurn veginn frá upptökum til ósa. Meira að segja Blanda fær þessa meðferð, þó löngu sé komið í ljós að sú virkjun hafði góð áhrif á umhverfi árinnar, svo sem gróður, fisk- gengd, landbrot í Langadal og hreinleika vatns. Hins vegar hafa áróðursmeistarar sleppt því að mála Þingvallavatn, Sogið og Elliðaárdalinn svört þótt allt séu þetta virkjunarsvæði með ná- kvæmlega sömu umhverfisáhrifum og á öllum öðrum virkjunar- stöðum. Þetta er væntanlega vegna þess að allir Íslendingar vita að Þingvellir, Sogið og Elliða- árdalur eru ekki sviðin jörð, það þýðir ekki að reyna að telja nokkrum manni trú um slíkt. Það er búið að setja mikla laga- bálka um náttúruvernd, aðallega til þess að tryggja aðkomu al- mannasamtaka að slíkum málum. Hvernig hafa þau rækt þetta hlut- verk? Eins og hér er lýst; ekki skal virkja handa erlendum auð- hringum og svartfuglinn má drep- ast í friði. Svona afstaða er ekki náttúruvernd heldur andvirkj- unartrú. Hefur áður verið skrifað um þetta og færð fyrir þessu nokkur rök. Mönnum kann að finnast það undarlegt að slíkt geti verið trúarbrögð, en í raun þá er trú á helgi náttúrunnar og ósnert- anleika elstu trúarbrögð mann- kyns, þau trúarbrögð sem bæði jól og ferming ogfleiri hátíðir stafa frá. Þessi trú er alls ekki neikvæð fremur en önnur guðstrú, t.d. má færa að því gild rök að margir fagrir blettir, klettar og landslags- einkenni af öðru tagi hafi hlotið vernd um hundruð ára fyrir til- stilli þessarar trúar. Það er til- hneiging nútímans að blanda inn í þessa trú baráttu gegn auðvaldi og alþjóðavæðingu sem gerir bar- áttu svokallaðra náttúruvernd- armanna svo afkáralega. Menn hafa ekkert á móti sér- trúarhópum sem rækja köllun sína af hjartaprýði og skyldurækni við sinn guðdóm, en afhenda þeim völdin í veigamiklum atvinnu- málum hefur engum dottið í hug. Þá þarf að endurskipa málum í skipulagðri náttúruvernd með þeim hætti að þessi málaflokkur hreinlega týnist ekki í einhverjum skærum við þennann sértrúarhóp. Stofnun Umhverfisstofnunar er stórt og jákvætt skref í þessa átt, en betur má ef duga skal. Þetta mál þolir enga bið, umrætt kort þeirra, þótt arfavitlaust sé, þjónar þó tilgangi að einu leyti. Það sýnir með ótvíræðum hætti að við þenn- an hóp nást engar sættir. Þeir ætla að berjast gegn öllum virkj- unum sem til greina koma fyrir stóriðju undantekningalaust. Um þetta er kortið skýr stefnuyfirlýs- ing, hún sýnir að allt tal um sættir er hjóm eitt. Við þessu verður að bregðast, núverandi löggjöf er beinlínis samin með það að mark- miði að sættir geti tekist í þessu máli við svokallaða náttúruvernd- armenn, kortið sýnir að þetta er vonlaust. Marka verður nýja stefnu. Af svörtum fuglum og svörtum kortum Jónas Elíasson fjallar um náttúruvernd og náttúru- verndarsamtök ’Þetta mál þolir engabið, umrætt kort þeirra, þótt arfavitlaust sé, þjónar þó tilgangi að einu leyti. Það sýnir með ótvíræðum hætti að við þennan hóp nást engar sættir.‘ Jónas Elíasson Höfundur er prófessor.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.