Morgunblaðið - 04.02.2005, Page 34

Morgunblaðið - 04.02.2005, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN V ið erum stödd í kirkju. Presturinn spyr: „Hvað á barnið að heita?“ „Fjallmundur Árgoði,“ segir móð- irin og það kemur svipur á marga viðstadda. Presturinn fer þó ekki út af laginu og leggur hönd á höfuð barnsins yfir skírnarfontinum: „Fjallmundur Árgoði. Ég skíri þig í nafni föður, sonar og heilags anda. Amen.“ Ekki veit ég hvenær og hvort þessi athöfn mun fara fram en í fljótu bragði sé ég ekkert athuga- vert við nafnið Fjallmund Árgoða. Þjóðlegt og náttúrulegt með sveita- rómantískt yf- irbragð. Sam- kvæmt skrá mannanafna- nefndar hafa þessi nöfn ekki komið til umfjöll- unar ennþá en mælir eitthvað meira gegn þeim en t.d. Dufþakur, Bambi eða Brynsteinn? Eitt þeirra nafna sem mannanafnanefndin lagði blessun sína yfir á síðasta ári var Fjalldís og einnig má sjá á mannanafnaskrá nafn eins og Ár- gils. En þegar þjóðskráin er skoð- uð kemur í ljós að það heitir engin stúlka eða kona í dag Fjalldís og hvað þá heldur karl með nafninu Árgils. Fjölmiðlar hafa verið duglegir að greina frá úrskurðum manna- nafnanefndar og hefur fólk þá haft tækifæri til að hneykslast á nafn- giftum eða lofa þær. Þegar nánar er að gáð rata ekki öll þessi nöfn í þjóðskrána. Annaðhvort hætta for- eldrarnir við að gefa börnum sín- um þau skringilegu nöfn sem álits er óskað eftir hjá nefndinni eða að gárungar úti í bæ hafa hreinlega verið að stríða nefndarmönnum. Munu vera nokkur dæmi um hið síðarnefnda, að mér skilst. Einnig skal þess getið að inn í mannanafnaskrá hafa verið færð fjölmörg nöfn úr eldri nafnaskrám og heimildum, nöfn sem engum dytti til hugar að nota í dag en þekktust fyrr á öldum, allt aftur til Íslendingasagnanna. Fá þessi nöfn að vera áfram á skránni þó að eng- inn beri þau í dag. Séu nýbakaðir foreldrar í vandræðum með nafn- giftir ættu þeir að líta á vefinn www.rettarheimild.is/mannanofn. Þar eru vel yfir þrjú þúsund nöfn og fjölbreytileikinn nánast óend- anlegur – og fáránleikinn um leið. Enn sem komið er er Jón algeng- asta karlmannsnafnið á Íslandi og Guðrún algengasta kvenmanns- nafnið. Eru Jónarnir vel á sjötta þúsundið og Gunnurnar annað eins. Að auki eru nöfn afar algeng eins og Sigurður, Guðmundur, Gunnar, Ólafur, Anna, Sigríður, Kristín og Margrét. En síðustu ár hafa sum þessara ágætu nafna verið á und- anhaldi og svonefnd „tískunöfn“ verið að ryðja sér til rúms. Ef fram heldur sem horfir er hætt við að á elliheimilum landsins eftir 60–70 ár verði Jón, Sigurður, Guðrún og Anna ekki lengur í meirihluta, held- ur jafnvel Aron, Kristófer, Alex- andra og Birta. Af hverju þetta hefur gerst er erfitt að fullyrða um. Tískunöfnin hafa það yfirbragð að eiga ágæt- lega við ungbörn, saklaus og sæt, og svo virðist sem gömlu góðu nöfnin séu frekar tengd við eldra fólk. Það er eins og nýbakaðir for- eldrar gleymi því í aðdraganda skírnar eða nafngiftar að börnin verði einhvern tímann gömul, hversu gáfulega sem það nú hljóm- ar! Sennilega er skýringin á nafna- byltingunni undanfarinn áratug sú að nýrri kynslóð hefur ekki þótt það nógu „töff“ eða „kúl“ að skíra börnin sín í höfuðið á öfunum og ömmunum. Þörf til að finna og gera eitthvað nýtt virðist hafa skapast, eldri kynslóðinni til ama, sem skilur ekkert í því af hverju börnin eru ekki kennd við einhvern úr ættinni. Hafi börnum verið gef- in nöfn „út í loftið“ eru dæmi þess að eldra fólk hefur ekki viljað leggja sér þau nöfn í munn. Nú skal þess getið að ég hef tekið þátt í þessari nafnabyltingu að hálfu leyti, börnin hafa fengið tvö nöfn þar sem annað er „út í loftið“ og millinafnið í höfuðið á feðrum okkar hjóna. Það skal við- urkennast hér og nú að stundum hefur samviskan nagað mig yfir því að hafa ekki fylgt gömlu nafna- hefðinni í þaula. Ekki er sam- viskubitið þó svo mikið að ég ætli að gefa börnum mínum ný nöfn því þau fengu bara ágætis nöfn sem eru þjál í munni. Í öðru tilfell- inu héldum við í sakleysi okkar að við hefðum komið niður á afar sjaldgæft nafn en þegar upp var staðið það árið höfðu hundruð annarra foreldra fengið sömu hugmynd. Þetta kom skemmti- lega í ljós er við fórum með þann litla í ungbarnasund að af fimmtán drengjum voru fjórir nafnar, okk- ur til mikillar undrunar! Nú, tíu árum síðar, er þetta ágæta nafn farið að gera harða atlögu að efstu sætum í þjóðskránni. Nafngiftir eru mikið tilfinninga- mál og réttast er að veita fólki fullt frelsi í þeirri ákvarðanatöku. Að baki hverri ákvörðun eru líklega jafnmargar ástæður og ég er sennilega ekki sá eini sem hefur undrast afskipti ríkisvaldsins af nafngiftum. Starfandi er manna- nafnanefnd, skipuð af dóms- málaráðherra, sem ber að veita ráðgjöf og úrskurða um nöfn. Fer hún einkum eftir því hvort nöfn hafa hlotið hefð í íslensku máli eða hvort þau geti tekið eignarfalls- endingu. Berast nefndinni um 100 mál á hverju ári og athyglisvert er að úrskurðir hennar eru end- anlegir, ekki er hægt að skjóta þeim til æðra stjórnvalds líkt og tíðkast í sumum málaflokkum. Fyrst á annað borð er verið að skipta sér af nafngiftum þá ætti áfrýjunarnefnd að vera til staðar. Persónulega skil ég ekki af hverju nefndin hefur hafnað nöfn- um eins og Tímótheus, Aðal- björgvin, Siv, Finngálkn og Elíza en leyft Orfeus, Nóvember, Cýrus og Atlas. Hvað skyldi mannanafnanefnd segja um Fjallmund Árgoða? Hvað má barnið heita? Ef fram heldur sem horfir er hætt við að á elliheimilum landsins eftir 60–70 ár verði Jón, Sigurður, Guðrún og Anna ekki lengur í meirihluta, heldur Alex- andra, Kristófer, Aron og Birta. VIÐHORF Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Í RITSTJÓRNARGREIN Morg- unblaðsins þann 31. janúar kemur fram sjónarmið sem vakti athygli mína. Í greininni kemur fram að með því að bjóða upp á heilsársháskóla þá „yrði háskólanám full vinna.“. Grein- arhöfundur segir að þetta liggi auð- vitað í augum uppi þegar á það er bent, „háskólar eru í raun bara þjón- ustufyrirtæki, sem selja menntun.“. Greinarhöfundur tekur einnig mjög afdráttarlausa afstöðu í málinu þegar hann skrifar „Af hverju í ósköpunum ættu neyt- endur, nemendur há- skólanna, að sætta sig við að þjónustufyr- irtækið sé lokað í 22 vikur á ári?“ Ætli allur almenn- ingur líti háskóla þess- um augum? Er há- skólanám bara hlutastarf? Eru há- skólar bara þjónustu- fyrirtæki sem selja vöru sína hæstbjóðanda? Er „þjón- ustufyrirtækið“ þá lokað í 22 vikur, þ.e. rúm 40% af árinu? Getur þetta verið og getur verið að mönnum sé full alvara þegar svona er sett fram? Háskólanám er full vinna Það dylst engum er hefur stundað háskólanám að það er full vinna. Með tilkomu tölvupósts hef ég orðið var við að nemendur eru að sinna námi sínu á nánast öllum tímum sól- arhringsins og mjög oft á tímum sem hinn venjulegi vinnandi maður á frí. Sumir nemendur vinna með námi og einstaka eru líklega í námi með vinnu. Þeir nemendur sem taka aðra vinnu fram yfir námið, útskrifast alla jafna ekki á þeim tíma sem skipulag námsins segir til um. Í Háskóla Íslands er fullt nám, og þar með full vinna, 30 einingar á námsári eða 15 einingar að jafnaði í misseri. Með fullu námi er átt við að það endurspegli alla námsvinnu stúdents og viðveru í kennslu- stundum og prófum. Háskólanám er því annað og meira en eingöngu við- vera í kennslustund. Stór hluti er sjálfsnám, þar sem nemandi situr löngum stundum við lestur fræði- bóka, og verkefnavinna. Verk- efnavinna með öðrum nemendum er mikilvæg en getur verið tímafrek. Auðvitað sinna nemendur vinnu sinni misvel og þeim sækist einnig námið misvel. En er það ekki einnig þannig á hinum almenna vinnumark- aði? Er sá vinnustaður til þar sem allir starfsmenn standa sig alltaf frá- bærlega? Er háskóli bara þjónustufyrirtæki? Flestir sem einhverja reynslu hafa af starfi háskóla, átta sig á því að þeir lúta ekki sömu lögmálum og hefðbundin fyrirtæki. Háskólar eru flóknar einingar, sem miklu heldur má líkja við samfélag en fyrirtæki. Samfélagið sam- anstendur af ólíkum hópum, s.s. nemendum, kennurum, sérfræð- ingum, starfsfólki stjórnsýslu og hags- munaaðilum. Háskóla- starfið snertir alla þessa hópa. Að sjálfsögðu eiga háskólar að kappkosta að veita nemendum sínum eins góða menntun og nokkur kostur er. Nem- endur vilja eðlilega að kennsluað- staða sé góð, vinnu- og lesaðstaða sé til staðar, þeir hafi aðgengi að bóka- safni og að starfsfólk sýni skilning og sé kurteist í framkomu. Námið gerir einnig miklar kröfur til nem- andans sjálfs. Hann verður að sinna námi sínu af kostgæfni og leggja al- úð við þau verkefni sem honum eru falin af kennurum sínum. Góð út- koma, sem við getum kallað góð þjónusta, krefst því mikils af skól- anum en gerir ekki síður kröfur til nemandans sjálfs. Háskóli Íslands er rannsókn- arháskóli. Það hefur það í för með sér að aðeins hluti starfseminnar tengist kennslu. Stór hluti hennar, og hjá mörgum mikill meirihluti, tengist rannsóknum og stjórnsýslu margskonar. Hjá flestum há- skólakennurum er allt að helmingur starfsins rannsóknir sem þeir sinna ásamt kennslu en ekki síst á þeim tíma þegar kennsla stendur ekki yf- ir. Háskóli Íslands starfar allt árið Háskóli Íslands heldur úti starf- semi allan ársins hring. Það er grundvallarmisskilningur að líta svo á að þegar ekki er kennsla eða próf, þá liggi starfsemin niðri. Kennsluár- ið er nokkuð mismunandi eftir deild- um. Þannig hefst kennsla í sumum deildum 23. ágúst, s.s. sjúkraþjálfun, og í öðrum lýkur henni ekki fyrr en í júní, s.s. MBA námi í viðskipta- og hagfræðideild. Flestar deildir bjóða nemendum sínum að taka próf að hausti, á tímabilinu 15. til 25. ágúst. Rétt er þó að það komi fram að hefð- bundin skilgreining á kennslumiss- eri er frá 1. september til 21. desem- ber fyrir haustmisseri og frá 10. janúar til 15. maí fyrir vormisseri. Í lok haustmisseris, þ.e. frá 21. des. til 10. janúar, þurfa kennarar að fara yfir próf og verkefni og það sama á sér stað í lok vormisseris, en þá eru kennarar gjarnan að fara yfir próf fram í júní. Til viðbótar þurfa kenn- arar að undirbúa námskeið komandi misseris og aðstoða þá nemendur sem kjósa að skrifa ritgerð yfir sum- artímann. Auk þess er kennslu- starfsemin eins og áður sagði aðeins hluti af starfsemi Háskóla Íslands. Kennarar stunda rannsóknir og rannsóknartengda vinnu og innan Háskóla Íslands er fjöldinn allur af rannsóknar- og þjónustustofnunum sem starfa allt árið og hafa lokað í mesta lagi í 2-3 vikur yfir hásumarið. Og er þá ótalinn allur sá fjöldi nem- enda sem vinnur margvísleg verk- efni tengd náminu yfir sumartím- ann. Með framangreint í huga er það illskiljanlegt hvernig nokkrum dett- ur í hug að háskóli geti verið annað en heilsársháskóli, hvað þá að hann sé lokaður í 22 vikur á ári. Háskólafólk að slæpast? Þórhallur Guðlaugsson gerir athugasemdir við ritstjórnar- grein Morgunblaðsins ’Þegar höfð er í huga súumfangsmikla starfsemi sem fram fer í Háskóla Íslands, er illskiljanlegt hvernig nokkrum dettur það í hug að háskóli geti verið annað en heils- ársháskóli, hvað þá að hann sé lokaður í 22 vik- ur á ári.‘ Þórhallur Guðlaugsson Höfundur er lektor í viðskipta- og hagfræðideild. TILFINNINGALEGT rót kom á ýmsa þegar Stöð 2 upplýsti að yf- irmenn verktakafyrirtækisins NCC vilji ekki bera ábyrgð á kostnaðaráætlun sem Árni Johnsen hefur undir höndum um jarð- göng til Vestmanna- eyja. Umræðan hefur dregið dám af því upp- námi og frétt Stöðvar 2 verið afflutt. Í fréttinni sagði: „NCC þvær hendur sín- ar af Árna Johnsen og fullyrðingum hans um að fyrirtækið telji kostnað við jarðgöng til Vestmannaeyja aðeins helminginn af því sem Vegagerðin áætlaði.“ Talsmenn NCC hafa ekkert dregið í land og látið sig einu gilda þótt Árni Johnsen veifi þriggja síðna skýrslu frá starfsmanni fyrirtækisins í Fær- eyjum. Almenningur í landinu á rétt á slíkri vitneskju, einkum þegar skýrslan hefur orðið grundvöllur blaðamannafundar með sérfræð- ingum og stjórnmálamönnum (sem Stöð 2 sagði frá í fréttum) auk opins borgarafundar í Vestmannaeyjum, þar sem miklir hagsmunir eru í húfi. Frétt Stöðvar 2 var því bæði að- kallandi og rétt. Vegna villandi gagnrýni á fréttina er rétt að geta þess að í henni var beinlínis gert ráð fyrir því að Árni Johnsen byggði á einhverjum upp- lýsingum frá fyrirtæk- inu. Aftur á móti var sagt að við þær upp- lýsingar ætlaði „NCC ekki að standa“. Þessu mótmælir enginn heið- arlegur maður sem les fréttatextann. Frétta- stofan hélt því ekki fram að Árni Johnsen segði ósatt. Réttbær talsmaður NCC hefur hins vegar ítrekað vís- að á bug fullyrðingum um að Árni hafi í hönd- unum raunhæft kostn- aðarmat frá fyrirtækinu. Trúlega valda hinar afdrátt- arlausu yfirlýsingar Öyvinds Kvaal í framkvæmdastjórn NCC í Noregi hinum vanstilltu viðbrögðum við fréttinni, en það er ekki við frétta- stofuna að sakast. Öyvind sagði m.a. um Árna Johnsen: „Við tökum ekki ábyrgð á því sem þessi maður segir opinberlega. Þetta eru ekki okkar útreikningar og ekki tölur frá okk- ur.“ Þótt fréttastofa Stöðvar 2 og fleiri íslenskir fjölmiðlar reyndu síðar að reka þetta ofan í Öyvind Kvaal á grundvelli þeirra gagna sem Árni Johnsen sannanlega hefur frá verk- efnisstjóra NCC í Færeyjum breytti það engu um afstöðu hans. Hann endurtók aðeins að þessi gögn kæmu fyrirtækinu ekki við. Raunar bætti hann um betur og mótmælti staðhæfingum skýrsluhöfundarins um að kostnaðarmat hans væri raunhæft. Í tölvubréfi til mín dags. 31. jan- úar skrifar Öyvind Kvaal: „Í dag liggja engar greiningar fyrir af hálfu NCC sem unnt er að byggja mark- tæka kostnaðaráætlun á.“ Þessar upplýsingar er nauðsyn- legt að hafa þegar hin svonefnda kostnaðaráætlun um jarðgöng til Eyja er metin. Og ekki síður um- mæli skýrsluhöfundarins sjálfs um að ekki sé um eiginlega skýrslu að ræða, eins og hún hefur þó verið kynnt með mikilli viðhöfn, heldur einungis „minnisatriði“. Fréttastofa Stöðvar 2 biðst afsök- unar þegar hún flytur rangar fréttir. Þess gerist ekki þörf í þessu tilviki. Rétt frétt Þór Jónsson fjallar um fréttaflutning Stöðvar 2 ’Fréttastofan hélt þvíekki fram að Árni John- sen segði ósatt.‘ Þór Jónsson Höfundur er fréttamaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.