Morgunblaðið - 04.02.2005, Síða 38
38 FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Halldóra Jó-hannsdóttir
fæddist að Hamars-
braut 9 í Hafnarfirði
hinn 16. desember
1944. Hún lést á
Líknardeild LSH í
Kópavogi hinn 27.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
eru Steinþóra Guð-
laugsdóttir, hús-
freyja í Hafnarfirði,
f. 15. júlí 1924, og
Jóhann Lárusson
múrarameistari, f.
að Gröf í Grundar-
firði 26. ágúst 1920. Systkini
Halldóru eru: 1) Sigurður, mat-
reiðslumaður og bakari, f. 18.
janúar 1943, kvæntur Huldu
Dóru Jóhannsdóttur bókaverði,
f. 25. nóvember 1943. Þau eiga
þrjú börn. 2) Elínborg, sjúkraliði
í Hafnarfirði, f. 20. mars 1951,
eiginmaður hennar er Oddur
Helgi Oddsson húsasmíðameist-
ari, f. 10. febrúar 1950. Þau eiga
þrjú börn. 3) Jóhann Þórir, kaup-
maður í Hafnarfirði, f. 30. júlí
1954, kvæntur Ragnheiði Þ.
Kristjánsdóttur verslunarstjóra,
f. 18. júlí 1958. Þau eiga fjögur
börn.
Halldóra giftist 22. júlí 1967
Einari Gíslasyni kennara, f. í
Reykjavík 29. apríl 1946. For-
eldrar Einars voru Sigríður
Jónsdóttir húsfrú, f. 22. desem-
ber 1925, d. í Reykjavík 5. mars
1989 og Gísli Einarsson lögfræð-
ingur, f. 26. desember 1922, d. í
Reykjavík 25. janúar 1992.
Dætur Halldóru og Einars eru,
1) Kristín iðjuþjálfi, f. í Reykja-
vík 22. maí 1967, gift Úlfi K.
Grönvold myndlist-
armanni, f. 3. jan-
úar 1966. Börn
þeirra eru, Ylfa, f.
1988, Ýmir, f. 1994,
og Högni, f. 2004. 2)
Brynja sjúkraliði, f.
í Reykjavík 20. júlí
1970, gift Erni
Almarssyni lyfja-
efnafræðingi, f. 5.
febrúar 1967. Börn
þeirra eru, Karítas,
f. 1991, Halldór
Alex, f. 1994, og
Bjarki, f. 2000.
Brynja og fjölskylda
hennar eru búsett í Boston, BNA.
3) Þóra bókari, f. í Hafnarfirði
22. apríl 1973, gift Árna H.
Björgvinssyni kennara, f. 21.
september 1972. Börn þeirra eru
Brynjar Logi, f. 1996, og Birgitta
Rún, f. 2002. Sonur Þóru og
Guðna Pálssonar er Einar Orri,
f. 1992. Þóra og fjölskylda eru
búsett í Árósum í Danmörku.
Halldóra lauk gagnfræðaprófi
frá Núpi í Dýrafirði 1960 og lauk
námi í gluggaútstillingum í
Kaupmannahöfn 1962. Halldóra
var starfsstúlka á dagheimilinu
Hörðuvöllum 1977–1983. Handa-
vinnuleiðbeinandi á Hrafnistu í
Hafnarfirði og síðar hjá Reykja-
víkurborg 1983–1987. Halldóra
var handavinnuleiðbeinandi eldri
borgara í Hafnarfirði frá 1987 til
2002, er hún lét af störfum sakir
heilsubrests. Halldóra tók þátt í
starfi Kvenfélagsins Hringsins í
Hafnarfirði og sat þar í stjórn
um nokkurt árabil.
Útför Halldóru fer fram frá
Víðistaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Halldóra tengdamamma dáin.
Amma Dóra ekki lengur í símanum
með glaðlegu röddina að gá að
barnabörnunum sínum. Það var
mjög erfitt að frétta um andlát henn-
ar og að segja börnunum frá því.
Mun erfiðari var sjúkdómurinn og
baráttan hennar Dóru við hann. En
Dóra kvartaði aldrei. Hún vildi berj-
ast af krafti og horfa á björtu hlið-
arnar. Hún notaði tímann sem hún
hafði og gerði það sem lá best fyrir
henni: Að gefa mikið og rausnarlega
af orku sinni. Á skömmum tíma eftir
að nýtt ár gekk í garð tók orkan að
dvína hratt undan álagi krabba-
meinsins, og Dóra fór frá okkur. Við
söknum hennar mikið og sárt.
Mér lánaðist að kynnast Dóru
skömmu eftir að hafa kynnst Brynju
miðdóttur hennar og Einars. Það
reyndist mér alltaf mikil ánægja að
spjalla við Dóru yfir kaffibolla,
stundum á meðan kærastan var á
vakt og oft á morgnana á háskóla-
árunum mínum hér heima. Tókst um
leið með okkur mikill vinskapur, og
sá vinskapur var mikils virði. Svo
liðu árin, og við nýja fjölskyldan
fluttum af landi brott til frekara
náms og starfa. Alltaf var Dóra í
góðu sambandi, og hún ferðaðist oft
til okkar og dvaldi hjá okkur. Við
geymum margar góðar minningar
um ferðir í Bandaríkjunum, en þar
fannst Dóru jafnan gott að vera. Þá
var gaman fyrir alla, því Dóra var
rausnarleg, fjörug og afskaplega
hjálpleg í alla staði. Við Brynja feng-
um ómetanlega hjálp frá Dóru þegar
miðsonur okkar var væntanlegur í
heiminn fyrir rúmum tíu árum. Á
meðan Brynja var á rúmlegu og ég
að klára nám, var Dóra að létta fyrir
öllu starfi á heimilinu og leit eftir
elsta barninu. Hjálpsemin hennar
Dóru var slík, að hún hætti ekki að
stússa fyrir mann þó að hún stæði
fyrir framan dauðans dyr. „Viljiði
kaffi, strákar?“ var ein fyrsta spurn-
ingin fyrir tengdasynina allt í lok síð-
asta árs. Svo var hún að bjóða heim
um jólin, þótt þróttur hennar væri
mjög á undanhaldi. Dóra náði að
halda upp á sextugsafmælið sitt í
desember með reisn, og fékk hún
síðan barnabörnin sín í heimsókn
víðs vegar að yfir hátíðirnar. Þessi
tími fékk sérstaka merkingu í huga
okkar allra, því auðséð var hvert
stefndi.
Síðustu rúm tvö árin hafa ein-
kennst nokkuð af baráttunni við
krabbameinið. Dóra barðist af krafti
og jákvæðni sem var hreint ótrúleg.
Það hafa skipst á góð og slæm tíma-
bil í baráttunni. Hluti meðferðarinn-
ar hafði í för með sér óhjákvæmi-
legar og oft hrikalegar aukaverk-
anir. Dóra kveinkaði sér aldrei, því
hún var ákveðin í að sigra. Ég dáðist
að henni, og ég vildi að gæti hafa
sagt henni það í lifanda lífi.
Baráttunni er lokið. Blessuð Dóra
mín, í síðasta sinn. Takk fyrir allt.
Örn Almarsson.
Mig langar að minnast Dóru
tengdamóður með nokkrum orðum.
Ég kynntist Dóru og Einari fyrir 10
árum þegar ég fór að slá mér upp
með Þóru yngstu dóttur þeirra. Þau
tóku mér strax opnum örmum og á
stuttum tíma var ég orðinn einn af
fjölskyldunni. Strax og ég kynntist
Dóru sá ég að þar var á ferðinni mikil
kjarnakona. Það var til dæmis gam-
an að koma á heimili þeirra, sem var
prýtt fallegum munum sem þau
höfðu útbúið. Um tíma bjuggum við í
göngufæri og þá var mikill samgang-
ur á milli, því alltaf var heitt á könn-
unni og tekið á móti okkur af ást og
hlýju. Dóra og Einar voru mjög sam-
hent hjón og eitt af því sem þau voru
dugleg að gera var að ferðast, bæði
innanlands og utan. Oft buðu þau
okkur og krökkunum með í styttri
ferðir, þar sem fellihýsið þeirra kom
að góðum notum og þar áttum við
notalegar stundir saman. Dóra lék á
alls oddi eins og venjulega og sá um
að halda uppi fjörinu.
Það er sérstakur kostur að geta
alltaf séð jákvæðu hliðarnar á öllu og
öllum. Þennan hæfileika hafði Dóra
til að bera og það var aðdáunarvert
að fylgjast með henni nota hann. Það
var þess vegna hægt að treysta því
að ef leitað var álits hjá henni fékk
maður allan hennar stuðning og að-
stoð við að sjá einfalda lausn á við-
fangsefninu. Dóra tókst á við veik-
indi sín af einstöku æðruleysi og
maður hafði á tilfinningunni að ef
einhver gæti sigrast á þeim hefði það
verið hún, því hún horfði alltaf fram
á veginn í stað þess að líta til baka
eða gefa upp vonina.
Dóra var mikil handavinnukona og
þar var hún svo sannarlega á heima-
velli.
Hún var alltaf með mörg járn í
eldinum og dreif hlutina af, hvort
sem var að prjóna á barnabörnin eða
sauma bútasaumsteppi og dúka.
Heimili okkar ber þess líka merki því
það eru ófáir hlutirnir sem hún hefur
gefið okkur fjölskyldunni í gegnum
tíðina.
Núna hefur Dóra kvatt og hennar
er sárt saknað. Við sem eftir stönd-
um getum yljað okkur við góðar
minningar um yndislega, sterka og
jákvæða konu sem ég er þakklátur
fyrir að hafa fengið að kynnast. Lífs-
sýn Dóru hefur mótað mig og alla
mína fjölskyldu og gert okkur að
betri manneskjum.
Blessuð sé minning hennar.
Árni Björgvinsson.
Hetja er látin.
Elsku Dóra mín, nú er þessari
baráttu lokið.
Aldrei gafst þú upp heldur hélstu
fast í hvern vonarneista allt til hinstu
stundar.
Eftir stöndum við hnípin og skilj-
um ekki af hverju við fengum ekki að
hafa þig lengur meðal okkar.
Mig langar að þakka þér fyrir að
hafa verið systir mín í 53 ár.
Þakka þér fyrir að gæta mín á
uppvaxtarárunum.
Þakka þér fyrir öll heilræðin á
unglingsárunum.
Þakka þér fyrir að gæta barna
minna.
Þakka þér fyrir aðstoðina við
saumaskapinn.
Þakka þér fyrir allt föndrið.
Þakka þér fyrir að vera þú.
Þakka þér fyrir styrkinn og kjark-
inn sem þú sýndir í baráttu þinni við
þann illvíga sjúkdóm sem lagði þig
að velli.
Þakka þér fyrir þær fallegu minn-
ingar sem þú skildir eftir handa ætt-
ingjum og vinum. Þær minningar
getum við nú huggað okkur við í
sorginni, er við sjáum á eftir þér til
austursins eilífa.
Þín systir, Bogga.
Elínborg.
Þegar samferðamaður um lífstíð,
vinur og félagi kveður vakna trega-
fullar minningar og minningabrot
birtast sem leiftur. Við Ingibjörg átt-
um því láni að fagna að samband
okkar hófst í beinu framhaldi af þeim
happafeng sem Einar bróðir sótti í
Hafnarfjörð. „Fallegustu stúlku á
jarðríki!“ Pilturinn ungi á „Bestó“
sveif um í gleði sinni og hann dýrkaði
sannarlega hana Dódó, Dóru, sem
fljótlega varð eiginkona hans. Sem
ungir krakkar áttum við Ingibjörg,
unga parið, greiða leið að gáskafullu
heimili þeirra Einars og Dóru þar
sem einatt var gestkvæmt og gleðin
ríkti. Litli bróðir fetaði í fótspor hins
stóra og sótti einnig dömu úr Firð-
inum. Það var einmitt á heimili
þeirra hjóna sem festar okkar Ingi-
bjargar hófust og sömuleiðis sameig-
inlegt ferðalag okkar allra um lífsins
æviskeið.
Brátt voru áhyggjulaus æskuár að
baki og búskapur og barnastand tók
við. Einar og Dóra fluttu í Hafnar-
fjörð og héldu þar heimili af þeim
myndarskap sem allir þekkja sem
þangað sóttu. Dóra og Einar sýndu
mikla samheldni og ólu dætur sínar
upp í góðum gildum og styrktu þær
og studdu. Þau voru þeim í senn góð-
ir foreldrar og góðir félagar.
Listfengi Dóru og áhugi á hand-
íðum leiddi hana til þeirra starfa sem
hún annaðist lengstum utan heimilis
og um skeið ráku þau hjónin saman
glæsilega hannyrða- og handíða-
verslun í Hafnarfirði. Þar naut hug-
myndaauðgi Dóru sín til fulls.
Það var ávallt gaman að koma í
heimsókn til Einars og Dóru og
þiggja kaffisopann, spjalla og heyra
fréttir af nákomnum og sveitungum.
Lífsgleði Dóru var slík að í minning-
unni sé ég hana hvergi þreytta eða
óupplagða. Brosið ljúfa og lífsglampi
augnanna er það sem minningin skil-
ar.
Þegar börnin uxu úr grasi og
barnabörnin bættust í hópinn
þreyttust Dóra og Einar aldrei á því
að hafa samband, heimsækja þau
sem kusu að dvelja í útlöndum og
þótt fjarlægðin væri ærin til barna-
barna í Bandaríkjunum, þar sem
Brynja miðdóttir þeirra býr, fengum
við hin ætíð nákvæmar lýsingar á
barnabörnum, uppátækjum þeirra,
sérkennum og orðfæri.
Það var öllum brugðið þegar ljóst
var að Dóra þyrfti að kljást við
skeinuhættan sjúkdóm en þá var það
Dóra sem tók af skarið því síðastliðin
tvö og hálft ár stóð hún hnarreist
sem sönn hetja. Hún lét aldrei bug-
ast og gaf öðrum styrk fram á síð-
asta dag. Við hlið hennar stóð Einar
staðfastur og síðustu vikurnar vék
hann ekki fótmál frá Dóru sinni.
Við Ingibjörg vorum þeirrar gæfu
aðnjótandi að eiga með þeim heið-
urshjónum yndislega samveru í Dan-
mörku síðastliðið sumar. Þar
gleymdum við veikindunum, hlógum,
brugðum á leik, ferðuðumst um Sjá-
land og gerðum okkar glaðan dag –
alveg eins og í gamla daga. Kim
Larsen hljómaði í bakgrunni og
Dóra rifjaði upp dvöl sína í Köben á
unglingsárum.
Ég kveð Dóru mágkonu með mikl-
um söknuði og votta Einari, Krist-
ínu, Brynju og Þóru, Boggu, Steinu
og Jóa, barnabörnum og öðrum ætt-
ingjum Dóru dýpstu samúð. Þeirra
missir er mikill en minning um mikla
manneskju og hetju lífsbaráttunnar
mun ylja þegar tíminn tekur til við
að græða dýpstu sárin.
Megi blessun fylgja minningu
Halldóru Jóhannsdóttur.
Ragnar Gíslason.
Margar góðar minningar leita á
hugann þegar elskuleg mágkona mín
er kvödd í dag eftir baráttu við erf-
iðan sjúkdóm.
Dóra mágkona, eins og ég kallaði
hana oftast, varð sextug 16. desem-
ber sl. og þá eins og alltaf hélt hún
afmælisveislu, þar sem ættingjar
hennar og vinir komu saman með
ræðuhöld og söng. Þannig vildi hún
hafa það, margt fólk í kringum sig og
þá var það hennar létta lund, hlátur
og gamansemi sem skapaði þessar
ógleymanlegu stundir sem við minn-
umst svo vel í dag.
Ég kynntist Dóru fyrir rúmum 40
árum og höfum við verið góðar vin-
konur alla tíð síðan.
Þegar Dóra fór til Danmerkur að-
eins 16 ára gömul að læra gluggaút-
stillingar, skrifaði hún mér mörg
bréf og lýsti því fyrir mér hvað lífið
væri skemmtilegt hjá ungri stúlku
við nám og leik í stórborginni Kaup-
mannahöfn. Oft höfum við talað um
þennan tíma og best gátum við rifjað
þetta upp fyrir þremur árum þegar
við fórum 8 konur úr fjölskyldunni
saman til Kaupmannahafnar.
Við hjónin höfum átt ánægjulegar
stundir með þeim Dóru og Einari á
ferð okkar áður fyrr í Grundarfjörð,
á Laugarvatn, í sumarbústað við
Djúpavatn og Grímsnes og nú síðast
ógleymanlega ferð til Vestmanna-
eyja. Það var gaman að ferðast með
þeim hjónum því þau voru mjög
áhugasöm um þá staði sem við kom-
um á og Einar kunni ætíð frá mörgu
að segja enda vel lesinn og minnugur
maður. Dóra var börnum mínum,
eins og öðrum börnum í fjölskyld-
unni, mjög góð. Þegar þau voru lítil
saumaði og prjónaði hún föt á þau
eða föndraði handa þeim leikföng.
Seinna, þegar þau svo uxu úr grasi,
fylgdist hún af áhuga með þeim í
námi og starfi og hvatti þau í því sem
þau tóku sér fyrir hendur.
Það er varla með orðum hægt að
lýsa því hve handavinnan hennar
Dóru er falleg og stórkostleg, ég
held að allir í fjölskyldunni eigi eftir
hana fallega hluti, allt frá ungbarna-
hosum til silfurskartgripa. Dóra og
Einar eiga fallegt heimili þar sem
listhneigð þeirra fær að njóta sín og
margir listmunir gerðir af þeim
hjónum.
Nú kveð ég Dóru og þakka henni
alla tryggðina í gegnum árin og bið
góðan Guð að leiða hana um bjarta
og blómum skrýdda sali himnaríkis.
Elsku Einar, Kristín, Brynja,
Þóra, Steina og Jói, megi góður Guð
styrkja ykkur og aðra ástvini í sorg-
inni.
Hulda Dóra.
Það er erfitt að ímynda sér að
Dóra frænka sé dáin. Hún hefur ver-
ið hluti af lífi mínu frá því ég man eft-
ir mér og var mér oft á tíðum sem
önnur móðir.
Dóra háði langa og erfiða baráttu
við illvígan sjúkdóm. Hún ætlaði að
vinna sigur og þeirri baráttu lauk
með sigri. Samt var það ekki sigur-
inn sem við vonuðumst eftir. Við
vildum annan en þann sem Páll post-
uli birtir okkur í sigursöng trúarinn-
ar þegar hann segir í Fyrra Korintu-
bréfi:
Dauðinn er uppsvelgdur í sigur.
Dauði, hvar er sigur þinn? Dauði, hvar er
broddur þinn?
Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn
fyrir Drottin vorn Jesú Krist!
Þrátt fyrir sorg okkar og sársauka
þá er það sigur Drottins sem öllu
máli skiptir.
Með þessi orð í huga get ég horft
ótrauður og óhræddur til framtíðar
og minnst Dóru með gleði, hlýju og
kærleika í hjarta. Trúin gefur okkur
sigur og sigrar sárar tilfinningar.
Hún gefur okkur styrk til að takast á
við sorgina og fyllir huga okkar já-
kvæðum minningum í stað sársauk-
ans.
Það voru ófáar stundirnar sem ég
átti með Dóru og allar einkenndust
þær af léttleika og vináttu. Persónu-
leiki hennar var hreinn og beinn.
Hún var ákveðin en um leið blíð og
gefandi. Hún lagði skýrar línur og
hjálpaði okkur smáfólkinu að fylgja
þeim.
Gisting hjá Dóru frænku var alltaf
fyrsta val hjá mér ef foreldrar mínir
brugðu sér af bæ. Ég fann mig svo
innilega velkominn á heimili hennar.
Þar var glatt á hjalla og mikið fjör.
Það var alltaf stutt í grínið hjá
Dóru og húmorinn var aldrei langt
undan, jafnvel líka þegar komið var
að kveðjustund. Síðasta kvöldið, sem
við Hanna María áttum hjá henni á
líknardeildinni, var í þessum anda.
Orðin var erfitt að mæla en blikið í
augum hennar sagði allt sem segja
þurfti.
Dóru frænku var margt til lista
lagt. Allt lék í höndum hennar, mat-
argerð, fatasaumur eða annars kon-
ar handavinna. Handbragðið alltaf
jafn fallegt og verkin vel unnin. Hún
var dugleg að afla sér hugmynda,
þekkingar og skoðaði handbragð fal-
legra hluta hvar sem hún fór.
Dóra kenndi mér þá hreinskilni að
segja ætíð það sem mér bjó í brjósti.
Þess vegna get ég sagt að Dóra
frænka var yndisleg manneskja.
Hún var í alla staði vel gerð og heil-
steypt kona, sem gerði okkur ríkari
sem fengum að ganga með henni lífs-
götuna. Þó að hlátur hennar sé þagn-
aður þá munum við hann. Orðin
hennar og leiðbeiningar eru fjársjóð-
ur til framtíðar.
Englar Guðs hafa fengið öfluga
liðskonu. Ég horfi til himins og segi
mín bænar- og þakkarorð fyrir árin
og stundirnar, sem Guð gaf mér með
Dóru. Ég veit að hún er örugg í hans
umsjá.
Einari, Kristínu, Brynju, Þóru og
fjölskyldunni allri óska ég blessunar
Guðs og þess styrks sem trúin ein
megnar að gefa okkur.
Davíð Freyr Oddsson.
Það var fyrir rúmum þremur ár-
um að við kvenleggurinn skunduðum
til Köben, amma Steina og þú Dóra
mín með dætur þínar, mamma með
dætur sínar, Steinu og mig, og ég
með Huldu dóttur mína. Ég mun
aldrei gleyma þessari ferð og þá ekki
Hulda heldur, þarna var hún að
kynnast ykkur öllum sem ein af full-
orðnum. Hún talaði mikið um þig og
hvað þú og stelpurnar væruð frá-
bærar mæðgur. Kristín leiddi okkur
um allt enda þrælkunnug þarna úti.
Þóra með sína lúmsku brandara og
svo var gert grín að öllu og öllum.
Þetta var ómetanleg ferð með ykkur.
Ári seinna vorum við mæðgur á leið
til Reykjavíkur að hitta ykkur allar
sem voruð í þessari ferð, þá varst þú
nýbúin að greinast með krabbamein
og mamma líka. Hulda sagði þá:
„Hugsaðu þér mamma mín, það er
sagt að þriðja hver kona fái krabba-
mein,“ og þarna vorum við saman-
komnar um kvöldið níu konur og
tvær með þennan sjúkdóm. Ein-
HALLDÓRA
JÓHANNSDÓTTIR