Morgunblaðið - 04.02.2005, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 04.02.2005, Qupperneq 42
Magnús mágur minn lauk skyndilega jarðvist sinni. Vitur maður, glaðlyndur og lítillátur, sem vildi öllum vel, vildi ekki bregðast neinum. Hin óskráðu lög kærleika og góðvildar urðu sú arfleifð til afkomenda hans sem treysti fjölskyldubönd og leiddi til hagsældar og farsældar. Í dag fylgir kærleiksylur þakklætis sál hans í Heið- ríkju Almættis. Djúpstæð samúð til ástvina. Jenna Jensdóttir. HINSTA KVEÐJA 42 FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Margrét Guð-leifsdóttir fædd- ist í Keflavík 8. maí 1913. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði 26. janúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Erlendsína Marín Jónsdóttir, f. í Keflavík 7. nóvem- ber 1880, d. þar 5. júní 1960, og Guð- leifur Guðnason, f. á Berustöðum í Holt- um 8. sept. 1870, d. í Keflavík 5. júní 1950. Systkini Margrétar voru: Jónína Valdís, f. 26. ágúst 1902, d. 10. jan. 1920; Ragnar, f. 27. okt. 1905, d. 15. mars 1996, Guðni, f. 14. apríl 1907, d. 26. des. 1995, og Sigríður, f. 4. apríl 1908, d. 28. sept. 1980. Margrét giftist 3. júní 1933 Sig- urjóni Sumarliðasyni, f. 7. okt. 1909 á Ytri-Varmalæk í Ólafsvík, d. 16. sept. 1942 í Mosfellssveit. 6 (sem síðar var nr. 10) og bjuggu þar síðan. Sigurjón stundaði alla almenna vinnu bæði til lands og sjávar. Þegar Bretavinnan hófst hér á landi í heimsstyrjöldinni síð- ari fór hann að vinna þar sem smiður, og var hann við vinnu í Mosfellssveit, er hann lést þar úr heilahimnubólgu 16. september 1942. Margrét hélt áfram heimili eftir lát Sigurjóns. Um haustið voru þau hjá foreldrum Margrétar, en í jan- úar 1943 flutti hún aftur með börn sín í hús sitt á Vesturgötu og þar ól hún upp börn sín fjögur og stund- aði jafnframt vinnu út í frá, lengi framan af í Frystihúsi Keflavíkur hf., síðan í Efnalaug Suðurnesja og loks í eldhúsi Hótels Loftleiða á Keflavíkurflugvelli. Árið 1962 seldi Margrét hús sitt á Vestur- götu 10 og innréttaði fyrir sig litla íbúð í risi húss dóttur sinnar Guð- bjargar og tengdasonar Sveins á Háteig 5 í Keflavík og þar bjó hún uns hún flutti á Dvalarheimilið Hlévang í Keflavík 14. mars 2000 og síðan á Hjúkrunarheimilið Garðvang í Garði 14. ágúst 2002. Útför Margrétar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Guð- leifur Sigurjónsson, f. 1. okt. 1932, maki Ást- ríður Hjartardóttir, f. 25. okt. 1932, eiga þau sex börn. 2) Erlends- ína Marín Sigurjóns- dóttir, f. 22. júlí 1936, maki Sigurður Al- bertsson, f. 30. nóv. 1934, eiga þau þrjú börn. 3) Guðbjörg Ragna Sigurjónsdótt- ir, f. 25. nóv. 1938, d. 6. janúar 2001, maki Sveinn Guðnason, f. 11. apríl 1936, eiga þau tvö börn. 4) Sigríður Guðrún Sigurjónsdóttir, f. 26. jan. 1941, maki Guðni Magn- ús Sigurðsson, f. 15. sept. 1941, eiga þau tvö börn. Afkomendur Margrétar eru orðnir 40 auk stjúp- barna. Þau Margrét og Sigurjón byrj- uðu að búa í leiguíbúð, en vorið 1938 keyptu þau húsið Vesturgötu Elsku mamma. Nú ertu búin að fá hvíldina eins og þú þráðir svo heitt og búin að hitta pabba, Guð- björgu og aðra ástvini þína. Það er svo margt að minnast á, allt það sem þú gerðir fyrir mig og mína og allar ánægjustundirnar sem við átt- um saman. Þú varst alltaf til reiðu ef á þurfti að halda. Ég kveð þig með söknuði og þökk fyrir allt, mamma mín. Yndislega móðir mín, minning þín mun ætíð lifa. Unaðsblíðu brosin þín bjarta hlýja móðir mín. Aldrei gleymist ástin þín og gleðin meðan hjörtun lifa. Blessuð kæra móðir mín minning þín mun fögur lifa. Hjartans elsku móðir mín mig þú leiddir lífs á vegi. Hlý var ætíð höndin þín hennar nutu börnin mín. Heyrðist fagra röddin þín á hreinum tærum sólardegi. Undur fagra móðir mín verndaðu oss á lífsins vegi. (Guðm. Kr. Sig.) Hvíl í friði. Þín dóttir, Erlendsína Marín (Sína). Það eru margar minningarnar sem koma upp í huga minn á stundu sem þessari. Það var oft sem ég kom til ömmu uppi á loftinu á Háteig og sat hjá henni svo tímunum skipti. Ef mamma var ekki heima þegar ég var búin í skólanum fór ég oft til ömmu og fékk að borða og sinnti heimalærdómnum. Ég gat talað við hana um allt milli himins og jarðar og alltaf þótti henni jafn gaman að heyra hvað var í gangi í lífi mínu. Og þol- inmæðin sem hún sýndi mér var einstök, ég sá aldrei að hún væri pirruð eða leið. Ég man hversu gaman mér þótti að fá að hjálpa henni með því að fara í búð fyrir hana, lakka á henni neglurnar og skrifa jólakortin, og hún sýndi mér alltaf mikið þakklæti þegar ég gerði eitthvað fyrir hana. Ég vildi óska að öll börn ættu ömmu eins og hana. Katrín Aðalsteinsdóttir. Þegar við hugsum til baka rifjast upp margar góðar minningar um ömmu okkar Möggu, þegar hún bjó á Háteignum uppi hjá Guggu og Svenna. Okkur þótti alltaf jafn gott að koma til hennar og gerðum það oft. Alltaf tók hún vel á móti okkur og gaf okkur kók og kökur. Hún var oft að leggja kapal og spilaði hún oft við okkur. Við gleymum aldrei þegar við og Sonný vorum hjá Sínu ömmu og Magga amma var þar og við spiluðum kana fram á kvöld, hún var svo glöð og ánægð þótt hún væri að nálgast nírætt. Þessu kvöldi gleymum við aldrei. Þegar við fengum einkunnir úr skólanum hlupum við alltaf fyrst til ömmu og sýndum henni þær. Hún var alltaf jafn stolt af okkur, sama hversu lélegar þær voru. Þetta lýs- ir því hversu góð manneskja hún var. Við þökkum fyrir þann tíma sem við áttum með Möggu ömmu og kveðjum hana með söknuði. Freydís og Birna Marín. Elsku Magga amma. Núna er þinn dagur liðinn og núna ertu uppi á himnum hjá Guði og Sigurjóni afa. Við getum öll litið til baka þegar þú varst hérna hjá okkur og allar þær minningar sem við eigum sam- an eru æðislegar. Þú varst alltaf svo glöð og brosið þitt svo fallegt. Ástin sem þú gafst öllum í kringum þig var alveg ótrúleg. Þú varst með eina fallegustu sál sem nokkur get- ur haft. Þegar ég kom að heimsækja þig, þá var alltaf til gos og möndlukök- ur. Þú gerðir alltaf þitt allra besta til að láta okkur langömmubörn- unum líða vel, og þú varst svo góð við okkur. Þú gladdir alla í kring- um þig og þurftir aldrei að vinna fyrir því. Þú geislaðir af fegurð og ást. Þú áttir myndir af öllum ætt- ingjum þínum og hafðir myndir af öllum uppi á veggjum, og sýndir hvað þér þótti vænt um okkur öll. Á 90 ára afmælinu þínu var hald- in veisla á dvalarheimilinu. Það komu allir til þess að sjá þig og fagna á þessum degi með þér. Það var svo gaman að sjá alla saman komna og sjá hvað við eigum ótrú- lega góða fjölskyldu. Þú varst svo falleg og fín þennan dag. Búið að gera fallega brúna hárið þitt svo fínt. Allan tímann sast þú í sófanum og horfðir á fjöl- skylduna þína, sem þótti og þykir svo vænt um þig. En líkaminn þinn var að gefast upp og ákvað því að taka fallegu sálina þína á enn betri stað svo að þér gæti liðið betur. Þó það hafi verið erfitt að kveðja þig, þá var þetta ekki kveðjustundin. Við mun- um öll hittast aftur og vera saman á sama stað. Sjáumst seinna, elsku amma. Við munum öll sjá þig aftur þegar okkar tími kemur. Ég elska þig. Megi allir englar Guðs vera með þér. Ég veit að þú munt fylgja mér um ókomna framtíð. Þín Kristín Helga. MARGRÉT GUÐLEIFSDÓTTIR ✝ GuðmundurMagnús Stefáns- son fæddist í Belgs- holti í Melasveit 3. nóvember 1920. Hann lést 28. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Stefán Guðmundsson Thor- grímsen, f. 27. maí 1881, d. 10. maí 1973, og kona hans Ás- gerður Petrína Þor- gilsdóttir, f. 1. júlí 1891, d. 21. nóvem- ber 1984. Bræður Magnúsar eru Óskar Þorgils, f. 1925, Þorgils Þorberg, f. 1927, og Stefán Guðmundur, f. 1934. Hinn 31. desember 1949 kvænt- ist Magnús eftirlifandi eiginkonu sinni Sigríði Jensdóttur, f. 8. nóv- ember 1922. Foreldrar hennar voru Jens Guðmundur Jónsson, f. 6. september 1890, d. 15. desem- ber 1976, og kona hans Ásta Sól- lilja Kristjánsdóttir, f. 6. janúar 1892, d. 28. janúar 1936. Börn Magnúsar og Sigríð- ar eru: 1) Ásgerður Ásta, f. 11. nóvem- ber 1950, gift Ólafi Magnússyni, þau eiga fjóra syni og fjögur barnabörn. 2) Þorbjörg Unnur, f. 29. janúar 1954, gift Karli Sigurðssyni, þau eiga tvö börn. Fyrir átti hún tvö börn með Kristni Björnssyni, barna- börnin eru þrjú. 3) Þorvaldur Ingi, f. 27. desember 1954, kvæntur Brynju Þorbjörnsdóttur, þau eiga þrjú börn. 4) Soffía Sól- ey, f. 17. desember 1958, gift Gísla Runólfssyni, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. 5) Ásta Jenný, f. 26. desember 1960, gift Jóni Hauki Haukssyni, þau eiga þrjú börn. Útför Magnúsar verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Jarðsett verður í Saurbæjarkirkjugarði. Elskulegur tengdafaðir minn, Magnús Stefánsson, kvaddi snögg- lega eins og hann hefði örugglega kosið sér, hefði hann fengið að velja. Að leiðarlokum langar mig að minnast hans með nokkrum orðum og þakka honum alla þá hlýju og hjálpsemi sem hann sýndi okkur Þorvaldi og börnum okkar alla tíð. Árum saman bjuggum við saman hér á Kalastöðum og aldrei féll skuggi á þau samskipti. Hon- um var annt um að jörðinni væri sómi sýndur og staðnum haldið við og lagði sitt af mörkum til að svo gæti verið. Þau eru ófá handtökin sem hann hefur lagt til þess að að- stoða okkur við heyskap, trjáplönt- un eða önnur verk sem þurfti að vinna. Í dagsins streði stóð Sigríð- ur við hlið hans og veitti honum stuðning og hlýju. Samband þeirra var byggt á gagnkvæmri vænt- umþykju og virðingu. Magnús var ekki maður margra orða eða fyrir að flíka tilfinningum sínum, en við vissum alltaf af því að stuðning hans og aðstoð ættum við vísa, ef á þyrfti að halda. Börn- in mín áttu í honum góðan og ást- ríkan afa sem þau nú sakna sárt eins og aðrir í fjölskyldunni. Guð blessi minningu Magnúsar Stef- ánssonar. Brynja. Með sorg í hjarta kveðjum við hann afa okkar og óskum honum góðrar ferðar á vit ævintýranna á öðrum stað. Hjálpsemi, góðvild og ástríki einkenndu hann „afa í sveitinni“, og munum við geyma þá minningu um aldur og ævi. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Hvíl í friði, elsku afi. Þín Halldór, Gísli Kr. og Ragnheiður Rún. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stef.) Elsku afi, við sjáumst seinna. Elísabet, Katrín og Haukur. Hann Maggi föðurbróðir minn hefur kvatt okkur og í huga mér bærast alls konar tilfinningar. Ég er svo glöð fyrir hans hönd yfir því hvernig þetta bar að en við hin sitjum eftir sorgmædd og söknum hans svo mikið. Hann frændi minn hefur verið stór hluti af mínu lífi frá því ég var lítil stelpa í sveit hjá honum og henni Siggu hans á Kalastöðum. Hvergi fannst mér betra að vera og eyddi þar flestum mínum skólafríum þar til ég var orðin unglingur. Svo liðu árin og þau hjón fluttu sig á mölina, ég var orðin fullorðin og við kynnt- umst á annan hátt. Ég komst að því hvað hann Maggi var skemmti- legur, einstaklega skapgóður og jákvæður maður, hann hafði gam- an af því að spjalla og það gerðum við þegar færi gafst. Heilsunni hrakaði síðustu árin en hann var nú ekki að íþyngja okkur hinum með því, alltaf hló hann, gerði grín að öllu saman og leiddi talið að öðru. Nú er hann frændi minn kominn á annan stað, orðinn léttur í spori aftur og ekki að efa að margir hafa orðið til að taka á móti honum og fagna honum þar. Mér fannst svo innilega vænt um hann, veit að það var gagnkvæmt, sumt þarf ekki að ræða. Samúðarkveðjur sendi ég henni Siggu og fjölskyldunni allri. Elsku frændi, Guð og englarnir geymi þig. Inga. MAGNÚS STEFÁNSSON Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. (Ásmundur Eiríksson.) Það tekur okkur sárt að þurfa að kveðja elsku litla Karl Hannes. Dauðinn er eitthvað sem heimsækir okkur öll einhvern daginn, en þó að við höfum þá vitneskju þá kemur hann okkur alltaf í opna skjöldu. Þá allra fremst þegar ungar sálir mæta dauða sínum svo fljótt, alltof, alltof fljótt. Það er svo ótrúlega erf- itt fyrir okkur að skilja.Við fyll- umst ósjálfrátt beiskju út í mátt- arvöldin. Krefjumst skýringar sem engin svör er við að fá. En öllum gjörðum Guðs fylgir tilgangur og KARL HANNES UNNARSON ✝ Karl HannesUnnarson fædd- ist í Reykjavík 19. október síðastliðinn. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík sunnudaginn 9. jan- úar og fór útför hans fram frá Bústaða- kirkju 17. janúar. við trúum því að hann sé í góðum höndum og vel sé um hann séð hjá Guði almáttugum. Elsku kæra Unnur og aðrir aðstandend- ur. Nú hjartans kveðjur sam- úðar við sendum, er sorgin víkur allri gleði á braut, en líf vort allt það er í herr- ans hendi, sem hjálpar okkur best í hverri þraut. Jesú viltu græða sorgarsárin, syrgjendunum veittu friðinn þinn svo brátt þau megi brosa í gegnum tárin, hjá björtum englum vita drenginn sinn. (Guðrún Elísabet Vormsdóttir.) Megi Guðs hlýja og kærleikur umvefja ykkur og gefa ykkur styrk. Munið, Góður er Drottinn þeim er á hann vona, og þeirri sál er til hans leitar. Gott er að bíða hljóður eftir hjálp Drottins. (Hl. 3:25,26.) Jónína Sesselja Gísladóttir, Sigurður Styff og dætur. Linda Marín Styff og Sigurður Rúnar Guðmundsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.