Morgunblaðið - 04.02.2005, Síða 48
48 FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
I.O.O.F. 12 185247½ Þb.
I.O.O.F. 1 185248 Gh.
Í kvöld kl. 20.30 heldur Ólöf
Einarsdóttir erindi „Nálarstungur
og heimspekin á bak við þær“ í
húsi félagsins, Ingólfsstræti 22.
Á laugardag kl. 15-17 er opið
hús með fræðslu og umræðum
kl. 15.30 í umsjón Birgis Bjarna-
sonar „Dagurinn langi“.
Hugræktarnámskeið
Guðspekifélagsins hefst fimmtu-
daginn 10. febrúar nk. kl. 20.30.
Starfsemi félagsins er öllum
opin.
www.gudspekifelagid.is
Félagslíf
Sálarrannsókna-
félag Suðurnesja
María Sigurðardóttir, miðill,
verður með skyggnilýsingarfund
sunnudaginn 6. febrúar kl. 20.30
í húsi félagsins á Víkurbraut 13,
Keflavík. Húsið opnað kl. 20. Að-
gangseyrir við innganginn. Allir
velkomnir.
Stjórnin.
Fáðu úrslitin
send í símann þinn
EYVERJAR, félag ungra sjálfstæð-
ismanna í Vestmannaeyjum, skora á
heilbrigðisráðherra að bregðast
strax við þeirri alvarlegu stöðu sem
komin er upp á Heilbrigðisstofnun
Vestmannaeyja. Einnig skora Ey-
verjar á ríkisstjórn, dómsmálaráð-
herra og Alþingi að stöðva í fæðingu
þær fráleitu hugmyndir að minnka
löggæslu á landsbyggðinni með því
að færa yfirstjórn úr byggðum
landsins.
„Staða landsbyggðarinnar þar á
meðal Vestmannaeyja hefur verið
mikið í umræðunni síðustu misseri
og finnst okkur sem stjórnvöld hafi
sýnt skilningsleysi á þeirri sérstöðu
sem Vestmannaeyjar búa við. Meðan
störfum á vegum ríkisins er fjölgað á
höfuðborgarsvæðinu fækkar þeim á
landsbyggðinni, flutningar þessir
eru oftast réttlættir í formi hagræð-
ingar. Það er ekki alltaf hagræðing
fólgin í því að flytja allt á dýrustu
bletti Reykjavíkurborgar, það gæti
falist mikil hagræðing í því að færa
stofnanir af dýrustu svæðunum,
selja fasteignir og flytja starfsemi
þar sem vinnuafl er stöðugra, og
húsnæði ódýrara. Stjórnvöld þurfa
að hafa kjark í að flytja stofnanir á
landsbyggðina, það er lítið mál á tím-
um þeirra tæknibyltinga sem við bú-
um við í dag. Við erum hlynnt minnk-
andi ríkisafskiptum og frelsi ein-
staklingsins, en staðreyndin er sú að
ríkið hefur verið að fjölga störfum
umtalsvert hin síðari ár og flest eru
þau búin til í kringum stofnanir á
höfuðborgarsvæðinu, það hefur ver-
ið dregið úr frelsi og möguleikum
fólks að búa og flytjast út á land. Síð-
ustu fréttir og hugmyndir um skerð-
ingu á grunnþjónustu eins og heilsu-
gæslu og löggæslu fylltu mælinn.
Heilsu okkar og öryggi er ógnað og
því sendum við frá okkur þessa yf-
irlýsingu.“
Alvarleg staða
á Heilbrigðis-
stofnuninni
EINHVERJIR hafa furðað sig á því að Vegagerðin sé hætt að merkja skilt-
in við Lágheiði með upplýsingum um hvort hún sé fær eða ekki, en sam-
kvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar eru nokkur ár síðan hætt var að
nota skiltin til að gefa upplýsingar um færð. „Í dag má nálgast allar upp-
lýsingar um færð annars vegar á Netinu og hins vegar í textavarpi sjón-
varpsins. Þær upplýsingar eru bæði mjög áreiðanlegar og aðgengilegar,“
segir Guðmundur Ragnarsson, þjónustustjóri hjá Vegagerðinni á Sauð-
árkróki.
Er hann er spurður hvers vegna hætt hafi verið að festa upp upplýsingar
um færð á skiltin sjálf segir Guðmundur að býsna snúið hafi verið að halda
upplýsingum ávallt réttum, ekki síst þegar veður skipuðust skjótt í lofti.
„Því það varð kannski ófært að kvöldi eftir að þjónustu lauk,“ segir Guð-
mundur á og bendir á að reyndar séu skiltin enn notuð til að merkja upp-
lýsingar um þungatakmarkanir á veginum.
Ljósmynd/Sigurður Ægisson
Hætt var að nota skiltin við Lágheiði til að veita upplýsingar um færð fyrir
nokkrum árum, en nálgast má allar upplýsingar um færð á Netinu.
Skiltin við Lágheiði
Skuldbreyting
námslána
heimiluð
UM ÁRAMÓT tóku gildi ný lög
um Lánasjóð íslenskra námsmanna
(LÍN), þar sem endurgreiðslubyrði
námslána var lækkuð. Hlutfall
tekjutengdrar afborgunar var
lækkað um eitt prósentustig, úr
4,75% í 3,75%, sem þýðir lægri ár-
lega endurgreiðslu til LÍN. Lán-
þegum, sem tóku lán eftir árið
1992, gefst nú kostur á að skuld-
breyta lánum sínum í samræmi við
ný lög. Frestur til skuldbreytinga
rennur út hinn 1. nóvember 2005.
Frestur þessi gildir bæði um þá
sem þegar eru byrjaðir að greiða
af lánum sínum og hina sem enn
eru á lánum.
Námsmenn og endurgreiðendur
eru hvattir til að hafa samband
við skrifstofu Sambands íslenskra
námsmanna erlendis (SÍNE) óski
þeir eftir frekari upplýsingum eða
aðstoð.
Skoda
Octavia sýnd
HEKLA hf. frumsýnir Skoda
Octavia um helgina. Nýi bíllinn hef-
ur unnið til margra verðlauna að
undanförnu og m.a. verið kjörinn
2005 í Finnlandi, Tékklandi, Serb-
íu, Svartfjallalandi og Búlgaríu. Þá
hlaut hann nýverið Gullna stýrið,
einhver eftirsóttustu bílaverðlaun
heims, auk þess sem Ítalir völdu
hann fallegasta bílinn í sínum
flokki.
Sýningin verður opin á morgun
og á sunnudag frá kl. 12–16 hjá
Heklu í Reykjavík, Keflavík, Sel-
fossi, Akureyri og Reyðarfirði.
Ráðstefna
Kvenréttinda-
félags Íslands
KVENRÉTTINDAFÉLAG Íslands
boðar til ráðstefnu í Ráðhúsi
Reykjavíkur á morgun, laugardag-
inn 5. febrúar, kl. 11–14. Efni ráð-
stefnunnar er hvað hafi áunnist síð-
an 1975, þegar konur tóku sér frí
frá störfum 24. október og hvað sé
eftir.
Erindi flytja: Sjöfn Ingólfsdóttir,
formaður Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar, Kristín Ást-
geirsdóttir sagnfræðingur, Berg-
lind Rós Magnúsdóttir, jafnrétt-
isfulltrúi Háskóla Íslands, og
Hólmfríður Sveinsdóttir, for-
stöðumaður Rannsóknarmiðstöðv-
arinnar á Bifröst. Að erindaflutn-
ingi loknum verða frjálsar
umræður og ályktanir.
Málþing um
fjölmiðla og
innflytjendur/
hælisleitendur
FJÖLMIÐLAMIÐSTÖÐ Reykjavík-
urAkademíunnar (RA) efnir til mál-
þings á morgun, laugardag, um um-
fjöllun fjölmiðla um innflytjendur,
hælisleitendur og um málefni út-
lendinga á Íslandi almennt. Mál-
þingið verður haldið kl. 12–14, í
fundarsal RA á fjórðu hæð JL-
hússins á Hringbraut 121.
Framsöguerindi á málþinginu
flytja: Atli Viðar Thorstensen, verk-
efnisstjóri á innanlandssviði Rauða
kross Íslands, Georg Kr. Lárusson,
forstjóri Landhelgisgæslunnar og
fyrrum forstjóri Útlendingastofn-
unnar og Tatjana Latinovic, formað-
ur Samtaka kvenna af erlendum
uppruna á Íslandi og stjórnarmaður
í stjórn Alþjóðahússins.
Auk framsöguflytjenda setjast í
pallborð þau Anna G. Ólafsdóttir,
blaðamaður á Morgunblaðinu, og
Sigurður Þór Salvarsson, upplýs-
ingafulltrúi Alþjóðahússins og fyrr-
um fréttamaður. Fundarstjóri og
umræðuvaki verður Þorfinnur Óm-
arsson, verkefnisstjóri/kennari hjá
HÍ.
SUS styður breytta sölu léttvíns
SUS hvetur forseta Alþingis til
þess að taka til umræðu frumvarp
sem varðar sölu á léttu áfengi.
Guðlaugur Þór Þórðarson hefur
ásamt fjórtán öðrum þingmönnum
Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar,
Framsóknarflokks og Frjálslynda
flokksins, lagt fram frumvarp um
breytingu ýmissa lagaákvæða sem
varða sölu áfengis og tóbaks.
„Með frumvarpinu er lagt til að
afnumin verði einkasala ÁTVR
með áfengi sem hefur 22% vín-
andastyrk eða minna. Frumvörp til
laga um breytingu á einkasölu rík-
isins á áfengi hafa ítrekað verið
lögð fram á þingi, en ekki náð
fram að ganga, iðulega vegna þess
að ekki hefur verið greitt um þau
atkvæði.
Samband ungra sjálfstæðis-
manna hefur ítrekað ályktað um
að afnema beri einkaleyfi ÁTVR á
sölu áfengis. Þá er jafnframt vert
að benda á að samkvæmt frétt sem
birtist á vef Morgunblaðsins, 2.
febrúar síðastliðinn, er meirihluti
þjóðarinnar, eða ríflega 59%,
hlynntur sölu bjórs og léttvíns í
matvöruverslunum.
Því hefur formaður SUS sent
forseta Alþingis erindi, þar sem
skorað er á hann, að beita sér fyrir
því að ofangreint frumvarp verði
tekið á dagskrá Alþingis svo fljótt
sem kostur er.“