Morgunblaðið - 04.02.2005, Page 52
52 FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Deildu vonum þínum og þrám með
öðrum. Tjáðu þig um framtíðaráform
þín. Hugsanlegt er að viðbrögð
þeirra komi þér að góðum notum.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Staða himintunglanna gerir að verk-
um að þú gengur vel í augun á
náunganum um þessar mundir. Öll-
um finnst þú frábær. Af hverju ekki
að nýta sér þennan meðbyr?
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Forvitni er þér eðlislæg. Þessa dag-
ana þyrstir þig í að reyna eitthvað
nýtt eða fara á stað sem þú hefur
aldrei komið á áður. Þú þráir örvun
og ævintýri.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Á þessum árstíma er nauðsynlegt að
tryggja undirstöður sínar og finna út
úr því hvað aðrir eiga inni hjá þér.
Hnýttu lausa enda varðandi trygg-
ingar, erfðamál og sameiginlegar
eignir.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú ert þér meðvitandi um áhrifin
sem þú hefur á aðra. Hvernig væri að
kafa dálítið ofan í þetta? Ekki beita
ágiskunum í samskiptum við þína
nánustu, láttu þá heyra hvað er þér
mikilvægt.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Suma daga ertu frjálsleg og afslöpp-
uð, aðra daga ertu upptekin af því að
koma böndum á óreiðuna. Þessa
stundina þráir þú röð og reglu í
kringum þig.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Umbunaðu sjálfri þér með góðum fé-
lagsskap og léttri afþreyingu. Vertu
opin fyrir rómantík og daðri. Þig
langar til þess að lyfta þér upp og hví
ekki?
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú beinir sjónum þínum að fjöl-
skyldu og heimili um þessar mundir
og hið sama gildir um fasteignir. Þig
langar til þess að bæta umhverfi þitt.
Nú er rétti tíminn.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þér er fyrirmunað að halda þig
heima við þessa dagana. Tempóið er
hratt, sættu þig bara við það. Vertu í
hringiðunni, keyptu og seldu, farðu í
stutt ferðalög og mæltu þér mót við
aðra.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Veltu fyrir þér hvernig þú getur farið
að því að auka tekjurnar. Þú verslar
mikið og kaupir fallega hluti, reyndu
að fá sem mest fyrir peningana.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Nú eru fjórar plánetur í þínu merki,
það fer ekki hjá því að þú laðir að þér
annað fólk. Þú ert eins og ljósgeisli í
myrkrinu satt að segja. Njóttu þess.
Er á meðan er.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Gættu þess að fá eins mikla hvíld og
slökun og þér er framast unnt. Þá
væri ekki vitlaust að reyna að verja
dálitlum tíma í einrúmi.
Stjörnuspá
Frances Drake
Vatnsberi
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert lífleg, skemmtileg og frumleg
manneskja. Þú óttast ekki að fara yfir
strikið þar sem þú lifir samkvæmt eigin
reglum og sannfæringu. Þú ert orkumikil
og hefur getu til þess að koma miklu til
leiðar í lífinu.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 borguðu, 4 kveif,
7 látnu, 8 útlimum, 9
tunga, 11 bráðum, 13 flan-
ar, 14 atvinnugrein, 15
dreyri, 17 krafts, 20 burtu,
22 heiðurinn, 23 gefa nafn,
24 bylgjan, 25 sefaði.
Lóðrétt | 1 hörkufrosts, 2
ráðning, 3 klaufdýrum, 4
endaveggur, 5 sparsöm, 6
sár, 10 óskar, 12 myrkur,
13 skel, 15 renna úr æð, 16
fýla, 18 halda á lofti, 19
geði, 20 hafði upp á, 21
spil.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 tjaldferð, 8 gerpi, 9 eggja, 10 tík, 11 spara, 13
tuska, 15 fálka, 18 ógnar, 21 róm, 22 rekja, 23 eyðan, 24
banamanns.
Lóðrétt | 2 jarða, 3 leita, 4 frekt, 5 regns, 6 eggs, 7 hala, 12
rok, 14 ugg, 15 fork, 16 lokka, 17 arana, 18 ómega, 19 náð-
in, 20 ræna.
Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíu-
málverk í forkirkju.
Hrafnista Hafnarfirði | Tryggvi Ingvars-
son, rafvirkjameistari og heimilismaður á
Hrafnistu, sýnir útsaum og málaða dúka í
Menningarsalnum á fyrstu hæð.
Kaffi Sólon | Sigríður Valdimarsdóttir –
Snjókorn.
Listasafn ASÍ | Valgerður Guðlaugsdóttir –
Á skurðarborði Augans.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Birgir
Snæbjörn Birgisson – verk úr tveimur
myndröðum, Snertingar og Ljóshærðar
starfsstéttir. Elías B. Halldórsson – Olíuljós.
Verk úr einkasafni Þorvaldar Guðmunds-
sonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur á
neðri hæð.
Listasafn Reykjanesbæjar | Kristín Gunn-
laugsdóttir – …mátturinn og dýrðin, að ei-
lífu …
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Maðurinn og efnið – yfirlitssýning á verkum
Ásmundar Sveinssonar.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Þórð-
ur Ben Sveinsson – Borg náttúrunnar.
Bjargey Ólafsdóttir – Láttu viðkvæmt útlit
mitt ekki blekkja þig. Erró – Víðáttur. Brian
Griffin – Áhrifavaldar.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Hörður Ágústsson – Yfirlitssýning í Vest-
ursal. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur
Örn Friðriksson – Markmið XI Samvinnu-
verkefni í miðrými. Yfirlitssýning á verkum
Kjarvals í Austursal.
Safn | Stephan Stephensen – AirCondition.
Jóhann Jóhannsson – Innsetning tengd
tónverkinu Virðulegu forsetar. Á hæðunum
þremur eru að auki ýmis verk úr safneign-
inni, þ.á m. ný verk eftir Roni Horn, Pipilotti
Rist og Karin Sander.
Slunkaríki | Ívar Brynjólfsson – Bardaga-
vellir.
Thorvaldsen Bar | Kristín Tryggvadóttir
sýnir samspil steina, ljóss og skugga.
Þjóðmenningarhúsið | Bragi Ásgeirsson er
myndlistarmaður mánaðarins í samstarfi
Þjóðmenningarhússins og Skólavefjarins.
Sýning á verkum Braga í veitingastofu og í
kjallara.
Listasýning
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Fyrir og eft-
ir er heiti á sýningu sem opnaði 6. nóv-
ember sl. Lýkur um helgina. www.ljos-
myndasafnreykjavikur.is
Dans
Borgarleikhúsið | Íslenski dansflokkurinn
kynnir verk eftir Ernu Ómarsdóttur og Emil
Hrvatin. Þetta er sýning fyrir hermenn í
friðargæslu, fyrir þá sem láta sig lífið varða
og þá sem stendur á sama. Miðapantanir í
Borgarleikhúsinu í síma 568 8000 eða
midasala@borgarleikhus.is www.id.is.
Söfn
Veiðisafnið – Stokkseyri | Veiðisafnið í
samvinnu við versl. Vesturröst í Reykjavík
heldur byssusýningu 5. feb. kl. 11–18. Til
sýnis verða skotvopn, m.a. byssur sem ekki
tilheyra grunnsýningu safnsins og byssur
úr safni Sverris Sch. Thorsteinssonar. Opið
alla daga kl. 11–18 uppl. á www.hunting.is.
Þjóðmenningarhúsið | Sýningaröðin Tón-
listararfur Íslendinga. Kynntar eru nýjar
rannsóknir á tónlistararfinum og útgáfa
efnis á geisladiskum. Fyrsta sýningin fjallar
um Silfurplötur Iðunnar sem Kvæða-
mannafélagið Iðunn og Smekkleysa gaf ný-
lega út á 4 geisladiskum ásamt veglegu
riti.
Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning
Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til –menn-
ing og samfélag í 1.200 ár. Opið frá kl. 11–17.
Fyrirlestrar
Lögberg, stofa 101 | Þorbjörg S. Gunn-
laugsdóttir heldur fyrirlestur við lagadeild
Háskóla Íslands um efni kandidatsritgerðar
til embættisprófs í lögfræði: Nauðgun frá
sjónarhorni kvennaréttar. Fyrirlesturinn fer
fram kl. 12.15, í Lögbergi, stofu 101. Í rit-
gerðinni er hugtakið nauðgun kannað með
aðferðum kvennaréttarins. Ritgerðin er því
á mörkum tveggja fræðisviða, annars veg-
ar refsiréttar og hins vegar kvennaréttar.
Verkfræðideild HÍ| María J. Gunnarsdóttir
heldur fyrirlestur um verkefni sitt til meist-
araprófs í umhverfisfræðum frá umhverf-
is- og byggingarverkfræðiskori Háskóla Ís-
lands. Verkefnið ber heitið:
Neysluvatnsgæði og vatnsvernd. Fyrirlest-
urinn fer fram 7. febrúar kl. 16.15, í stofu
157 í VR–II við Hjarðarhaga.
Kynning
Maður lifandi | Inga Kristjánsdóttir nemi í
næringarþerapíu DET verður með ráðgjöf í
vetur, kl. 12–14 á föstudögum.
Námskeið
Mímir – símenntun ehf | Námskeið um
vesturfarana er hafið á vegum Mímis – sí-
menntunar og Borgarleikhússins og stend-
ur í 4 vikur. Fyrirlesarar verða: Viðar
Hreinsson, Gísli Sigurðsson, Helga Ög-
mundardóttir og Böðvar Guðmundsson.
Skráning hjá Mími – símenntun í síma
580 1800 og á www.mimir.is.
Ráðstefnur
Kvenréttindafélag Íslands | Kvenréttinda-
félag Íslands boðar til ráðstefnu í Ráðhúsi
Reykjavíkur laugardaginn 5. febrúar, kl. 11–
14. Efni ráðstefnunnar er hvað hefur áunn-
ist síðan 1975, þegar konur tóku sér frí frá
störfum 24. október, og hvað er eftir?
Mannfagnaður
Smáralind | Idol Extra Live verður í beinni
útsendingu á PoppTíví kl. 22. Svavar Örn
mun taka púlsinn á keppendum baksviðs.
Útivist
Ferðafélagið Útivist | Myndakvöld í Húna-
búð, Skeifunni 11, 7. febrúar kl. 20. Trausti
Tómasson sýnir myndir úr göngu frá Siglu-
firði yfir í Héðinsfjörð og Reynir Þór Sig-
urðsson kynnir ferð sem farin verður á
þessar slóðir. Kökuhlaðborð, aðgangseyrir
er 700 kr.
Mýrdalshreppur | Til stendur að merkja
gönguleiðir á kort af Mýrdalshreppi, því er
gönguáhugafólk í Vík í Mýrdal sem á GPS-
staðsetningar af gönguleiðum beðið að
kom þeim til sveitarstjóra Mýrdalshrepps.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
TVÆR myndlistarsýningar
verða opnaðar á Kjarvals-
stöðum í dag kl. 17. Annars
vegar er þar um að ræða
yfirlitssýningu á verkum
Harðar Ágústssonar í Vest-
ursal, en hins vegar sýn-
inguna Markmið XI í mið-
rými Kjarvalsstaða. Þar
starfa saman myndlist-
armennirnir Helgi Hjaltalín
Eyjólfsson og Pétur Örn
Friðriksson, en Helgi er
myndhöggvari febrúar-
mánaðar í Hafnarborg.
Á yfirlitssýningu Harðar
Ágústssonar er reynt að
varpa ljósi á framlag hans á
sviði myndlistar, hönnunar
og byggingarlistar og hvernig hinir ólíku
þættir fléttast saman í einstæðu lífs-
verki, þar sem enginn þeirra verður skil-
inn án vitundar um hina. M.a. verða
fluttir fyrirlestrar á komandi vikum og
mánuðum um feril Harðar.
Á sýningu Helga og Péturs, Markmið
XI, vinna þeir félagar með fyrirbærið
„Tækjamaníu,“ með því að smíða furðu-
tæki af ýmsu tagi, mörg hver með und-
arlegt notagildi, en þó virka þau flest á
sinn hátt. Markmið þeirra Helga og Pét-
urs virðist oftar en ekki vera ferðalag –
hvort sem þar er um að ræða ferð
myndbandstökuvélar niður fjallshlíð eða
ferðir ýmiss konar ökutækja, sem
ímyndunaraflið knýr áfram.
„Við vinnum úr eldri sýningum. Við
gerðum eina sýningu fyrir fimm árum
síðum og svo valt hún áfram,“ segir
Pétur Örn. „Við notum eldri hluti og
eldri senur þannig að þetta tengist allt,
en samt mjög óreglulega, það er engin
harðlína sem við erum að vinna úr. Á
fyrstu sýningunni vorum við t.d. með
verk tengd pólitík og hálfgerða vopna-
sýningu, en núna eru farartæki farin að
verða meira áberandi. Þar eru bíll og
beltaslípivélar í forgunni. Við erum með
einn bíl sem við ætlum að endursmíða
yfirbygginguna á, á meðan á sýningunni
stendur. Þetta er að vissu leyti leik-
völlur, við gerum bara hluti og greinum
þá á meðan við gerum þá eða jafnvel
eftir á frekar en að útiloka þá fyrirfram.
Í rauninni, í einföldustu lýsingu, eru
þetta bara hlutir og skrásetning af
hlutnum og notkun á honum.“
Ferill listamanns og furðutæki á Kjarvalsstöðum
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
Tónlist
12 tónar | DJ Musician leikur kl. 17.
Bar 11 | Bacon og Æla með tónleika kl. 21.
NASA | Rappararnir Masta Ace og Words-
worth ásamt Forgotten Lores, Tiny úr
Quarashi, Antlew/Maximum, DJ Magic
(Gísli Galdur) og DJ B-ruff kl. 23.
Safn | Jóhann Jóhannsson – Tónlistar-
innsetning. Stephan Stephansson – sýning.
Salurinn | Myrkir músíkdagar: Kl. 20, Tón-
list eftir Indra Rise, Kjartan Ólafsson og
Patrick Koak. Kl. 22, Áshildur Haralds-
dóttir flytur verk eftir Kaare Dyvik Husby
og Magnús Blöndal Jóhannsson, auk Són-
ötu fyrir flautu og píanó eftir Atla Heimi
Sveinsson ásamt Önnu Guðnýju Guð-
mundsdóttur píanóleikara.
Smekkleysa Plötubúð – Humar eða frægð
| Dáðdrengir kl. 17.
Stúdentakjallarinn | Reggaehljómsveitin
Hjálmar heldur tónleika í kvöld. Reggae-
stemning og frítt inn.
Skemmtanir
Cafe Amsterdam | DJ. Master heldur uppi
stemningunni.
Cafe Catalina | Hermann Ingi jr. spilar og
syngur um helgina.
Cafe Victor | Idolparty á Risaskjám. Plötu-
snúðurinn Mr. Metro spilar Dans og RnB
tónlist.
Classic Rock | Hljómsveitin Sex Volt spilar
um helgina.
Dalabúð | Ingimar spilar á harmonikuna á
Dússabar í kvöld kl. 23.
De Palace | Exos, Steini og Máney þeyta
skífum á De Palace.
Dillon | Andrea Jónsdóttir leikur eftirlæt-
islögin á plötuspilara.
Gaukur á Stöng | Rugl.is Dj Jóhann Dj Pitti
á neðri hæðinni. Dj Maggi á efri hæðinni.
Klúbburinn við Gullinbrú | Hljómsveitin
Sólon ásamt Dúkkulísunum.
Kringlukráin | Mannakornin verða með
dansleik um helgina.
Lundinn, Vestmannaeyjum | Hljómsveitin
Tilþrif spilar um helgina.
Pakkhúsið, Selfossi | Bermuda um
helgina.
Ráin Keflavík | Rúnar Þór leikur og syngur
um helgina.
VÉLSMIÐJAN Akureyri | Hljómsveitin
Sixties leikur um helgina. Húsið opnað kl.
22 á föstud., frítt inn til kl. 23. Á laugardag
verður húsið opnað kl. 24 fyrir aðra en
matargesti, uppselt í mat.
Myndlist
Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli – Stefnumót
lista og minja.
Gallerí 101 | Egill Sæbjörnsson – Herra
Píanó & Frú Haugur.
Gallerí Dvergur | Efrat Zehavi – Fireland.
Gallerí Humar eða frægð! | Ásdís Sif
Gunnarsdóttir sýnir vídeóverk sem hún
hefur unnið að síðastliðin ár ásamt nýrri
vídeóinnsetningu fyrir sýningarrýmið.
Gallerí I8 | Finnur Arnar sýnir ýmis mynd-
verk.
Gerðuberg | Rosemarie Trockel sýnir ljós-
myndir, skúlptúra, teikningar og mynd-
bönd. Sigríður Salvarsdóttir í Vigur sýnir
listaverk úr mannshári í Boganum, Gerðu-
bergi frá 21. jan. – 13. mars. www.gerdu-
berg.is.
Grafíksafn Íslands | Rut Rebekka sýnir
vatnslita og olíumálverk.
Hafnarborg | Helgi Hjaltalín Eyjólfsson er
myndhöggvari febrúarmánaðar.
1. d4 d5 2. c4 e5 3. dxe5 d4 4. Rf3 Rc6 5.
Rbd2 Rge7 6. Rb3 Rf5 7. a3 Be7 8. g3 a5
9. Dd3 a4 10. Rbd2 h5 11. Bh3 g6 12.
Re4 h4 13. Bf4 hxg3 14. hxg3 Rg7 15.
Bg2 Hxh1+ 16. Bxh1 Bf5 17. Rfg5 Ra5
18. Df3 Re6 19. Rh7 Bxe4 20. Dxe4 c6
21. e3 Rb3 22. Hd1 Da5+ 23. Ke2 Rec5
24. Dg2 Da6 25. Kf1 Dxc4+ 26. Kg1 Dc2
27. Df3 d3 28. Bg5 Re4 29. Bxe7
Staðan kom upp í A-flokki Corus
skákhátíðarinnar sem er nýlokið í sjáv-
arbænum Wijk aan Zee í Hollandi. Al-
exander Morozevich (2741) hafði svart
gegn Ivan Sokolov (2685). 29... Rxf2!
30. Dxf2 Dxd1+ 31. Kg2 Dc2 32. Bd6
O-O-O 33. Kg1 Dxf2+ 34. Kxf2 Hh8 og
hvítur gafst upp enda liðstap óumflýj-
anlegt. Íslandsvinurinn Sokolov átti erf-
itt uppdráttar á mótinu og lenti í neðsta
sæti með 3½ vinning en Morozevich var
sæti fyrir ofan með 4½ vinning.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Svartur á leik.