Morgunblaðið - 04.02.2005, Side 57

Morgunblaðið - 04.02.2005, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 57 ANNA María Karlsdóttir kvik- myndaframleiðandi er leyndardóms- full á svip þegar hún gengur út af sýningu á einni af átta norrænum kvikmyndum sem keppa um að- alverðlaunin á Kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem nú stendur yfir, en Anna María er fulltrúi Íslands í fimm manna dómnefnd. „Ég get ekkert sagt um myndirnar á þessu stigi,“ segir Anna María. Það eina sem hún lætur uppi um dóm- nefndarstörfin er að þau séu mjög skemmtileg og þeim fylgi mikil ábyrgðartilfinning. Næstkomandi laugardag kemur í ljós hver af kvikmyndunum hlýtur Drekann og 100.000 sænskra króna verðlaun, samkvæmt ákvörðun dóm- nefndarinnar. Gargandi snilld í leikstjórn Ara Al- exanders og framleidd af Sigurjóni Sighvatssyni, er ein af þeim sem koma til greina, en þar er umfjöll- unarefnið íslensk tónlist í þúsund ár og verður myndin frumsýnd í dag. Hinar myndirnar, sem keppa um aðalverðlaunin, eru opnunarmynd hátíðarinnar, hin sænska Kocken eft- ir Mats Arehn, danska myndin Brødre eftir Susanne Bier, Sandor slash Ida frá Svíþjóð í leikstjórn Henrik Georgsson, norska myndin Min misunnelige frisør í leikstjórn Annette Sjursen, sænsk-norska myndin Vinterkyss eftir Söru John- sen, Paha maa eða Frozen Land frá Finnlandi í leikstjórn Aku Louhimies og danska brúðumyndin Strings í leikstjórn Anders Rønnow Klarlund þar sem brúðugerð var í höndum hins þýska Bernd Ogrodnik sem reyndar býr á Íslandi. Bjólfur birtist í haust Þetta er í fyrsta skipti sem Anna María situr í dómnefnd á alþjóðlegri kvikmyndahátíð en hún hefur oft set- ið hinum megin borðsins, sem kvik- myndaframleiðandi, líkt og hún gerir seinni hluta Gautaborgarhátíð- arinnar að þessu sinni. En Anna María er framleiðandi kvikmyndar- innar Bjólfskviðu eða Beowolf and Grendel sem Sturla Gunnarsson leik- stýrir en myndin er í vinnslu og verð- ur kynnt sem slík á dagskránni „Work in Progress“ eða „Verk í vinnslu“ á seinni hluta kvik- myndahátíðarinnar. Myndin var tekin upp á Íslandi í sumar og meðal aðalleikara er hinn sænski Stellan Skarsgård sem lík- lega heimsækir hátíðina í Gautaborg af þessu tilefni. „Bjólfskviða hefur alla möguleika til að ná góðri dreifingu og nú þegar er búið að selja hana á kaupstefnum til fjölda landa. En Gautaborgarhá- tíðin er fyrsta hátíðin þar sem við kynnum myndina betur og talað er um hana,“ segir Anna María. Stefnt er að frumsýningu Bjólfs- kviðu í haust. Anna María Karlsdóttir í Gautaborg Morgunblaðið/Eggert Anna María Karlsdóttir er önnum kafin við dómnefndarstörf og kynn- ingu á Bjólfskviðu í Gautaborg. Gautaborg. Morgunblaðið. steingerdur@telia.com Dæmir myndir og kynnir Bjólf HANN er einhver alvanasti kvik- myndagerðarmaður í Asíu, Tak- eshi Kitano, stundum kallaður Beat Takeshi. Þótt hann sé ekki búinn að gera myndir nema í hálf- an annan ára- tug – Violent Cop, Boiling Point, Hana bi, Kikujiro – þá hefur hann sent frá sér hverja snilldina á fæt- ur annarri, hörku asískar hasarmyndir, ofurdramatísk- ar og flottar fyrir augað. Með Zatoichi má kannski segja að hann hafi náð fullkomnum tökum á sagnaformi sínu. Myndin er byggð á japanskri myndaröð frá 8. ára- tugnum og fjallar um blindan bar- dagameistara, flakkara sem þefar uppi ræningja og ribbalda, þá sem níðast á minni máttar og kemur þeim fyrir kattarnef – blindandi. Hér er allt svo innilega áreynslu- laust og öruggt; hvert sem litið er má finna handbragð kvikmynda- gerðarmanns sem veit upp á hár hvað hann er að gera og gæti hæglega gert það blindandi og samt skilað af sér áhugaverðu verki. Snilldar- verk í blindni KVIKMYNDIR Myndbönd Leikstjórn og handrit Takeshi Kitano. Að- alhlutverk Takeshi Kitano. Japan 2003. Myndform VHS/DVD. Bönnuð innan 16 ára. Zatoichi  Skarphéðinn Guðmundsson Það er óhætt að segja að MastaAce sé eldri en tvævetur íheimi hipp hoppsins. Fyrst kvað að honum árið 1988 er hann var meðlimur í The Juice Crew sem inni- hélt kappa á borð við Big Daddy Kane, Biz Markie og Craig G og átti hann innslag í hinu sígilda „klíku“- lagi „The Symphony“. Masta (fæddur Duval Clear í Brooklyn þar sem hann lifir og starf- ar í dag) á nú að baki fimm sólóplötur en sú fyrsta kom út 1990 (Take a Look Around) og sú síðasta í fyrra (A Long Hot Summer). Masta Ace hefur einhverra hluta vegna alltaf verið utan radarsins og hafa margir gagnrýnendur og popp- fræðingar lýst yfir gremju vegna þessa, þar sem hæfileikar Ace þykja ótvíræðir og allar breiðskífur hans eru ávallt vel yfir meðallagi, sér- staklega þykja tvær þær síðustu vera afbragð. Þá þykir önnur plata hans, Slaughtahouse (1993) m.a. merkileg vegna þess að hún var ein fyrsta rappplatan sem samþætti hið harða austurstrandarapp og hið fönklegna, grúvkennda vest- urstrandarapp (The Game er t.a.m. að gera svipaða hluti í dag). Þá gáfu Ace og Eminem saman út lagið „Hellbound“ árið 2000 en flæði þeirra þykir svipað og Eminem hefur í viðtölum tiltekið Masta Ace sem áhrifavald á sig. Uppgjör Langur tími hefur liðið á milli breiðskífa hin síðustu ár en þegar platan Disposable Arts kom út árið 2001 (næst á undan A Long Hot Summer) var Ace að koma úr sex ára útlegð en um tíma fékk hann nóg af bransanum og þótti honum rapp- listin vera orðin fótum troðin af pen- ingagráðugum, jakkafataklæddum hákörlum. Þessar tvær síðustu plöt- ur hans hafa enda verið eins konar uppgjör við ferilinn og hreinskiptar (sumir segja bitrar) vangaveltur um eðli rappbransans og inntak. Ace byggir þar á uppsafnaðri reynslu og um leið og greinileg ást hans á tón- listinni skín í gegn eru lögin um leið viss sorgarstef. Ace segir blaðamanni ástæðuna fyrir langri töf A Long Hot Summer ekki eins dramatíska og áður en hann og félagar hans hafa und- anfarið verið að bisa við að kom upp hljóðveri og sú vinna dróst nokkuð og platan þá um leið. En hvernig kom Íslandsheimsóknin til? „Sá sem sér um að bóka mig í Englandi sá um þetta. Mér leist strax vel á hugmyndina þar sem ég hef aldrei komið þangað áður. Þann- ig að þetta verður forvitnilegt og gaman.“ Í ljós kemur að Masta Ace á ágæt- is bakland í Evrópu. „Það er merkilegt að sjá hvernig rappformið hefur breiðst út um víða veröld,“ segir hann. „Það er t.d. frá- bær sena í Þýskalandi, Danmörku, Svíþjóð og fleiri löndum.“ Blaðamaður tjáir honum að það hafi orðið rappsprenging mikil í ís- lensku tónlistarlífi fyrir fjórum árum þegar rappsveitir fóru að rappa á ís- lensku. „Það er mjög jákvætt,“ segir hann. „Það er einmitt það sem gerir þetta svo spennandi. Það verður áhugavert að kynna sér íslenska hipp hoppið.“ Það stendur ekki á svari frá hon- um þegar hann er beðinn um að lýsa viðhorfi sínu gagnvart rappheim- inum í dag. „Æ … ég vildi bara að fólk væri kynnt betur fyrir því hvað rappið snýst um,“ segir hann ákveðinn. „Á sjónvarpsstöðvunum er þetta bara kampavín, konur að hrista rassinn sinn og „bling bling“ (heiti yfir þá rapptísku að bera stóra hringi, háls- keðjur og þess háttar glysvarning). Það er svo miklu, miklu meira sem rappið snýst um.“ Blaðamaður ber að lokum undir Ace hvort það sé rétt að hin lofaða A Long Hot Summer sé hans síðasta plata. „Já,“ segir hann blátt áfram án þess að hika. „Þetta verður síðasta platan sem ég mun koma að sem Masta Ace.“ Masta Ace verður á tónleikunum studdur rapparanum Wordsworth sem gaf út sína fyrstu breiðskífu síð- asta haust, Mirror Music en hann hefur m.a. starfað með Tribe Called Quest og Talib Kweli og Mos Def. Íslenskt – já, takk! Um upphitun sér svo stórskotalið innlendra rapptónlistarmanna og plötusnúða. Þeir eru Forgotten Lores, Tiny úr Quarashi, Antlew/ Maximum, DJ Magic (Gísli Galdur) og DJ B-ruff. Forgotten Lores vöktu mikla athygli á síðustu Airwaves- hátíð fyrir sérdeilis frábæra tónleika en þeir eru nýkomnir frá Bandaríkj- unum þar sem þeir spiluðu í Wash- ington DC (en þeir fengu boð um að spila þar efir Airwaves-hátíðina). Tónlist | Masta Ace treður upp á NASA Hreinskiptinn reynslubolti Masta Ace veitti Eminem innblástur á sínum tíma. Rapparinn Masta Ace er borinn og barnfæddur New York-búi og hefur verið í hipp hopp-brans- anum í sautján ár. Hann heldur tónleika í kvöld á NASA. Arnar Eggert Thoroddsen sló á þráð- inn til hans og baunaði á hann spurningum. Aðgangseyrir er 1.000 krónur og verður húsið opnað klukkan 23.00. Yngra áhugafólk á færi á því að sjá Masta og Wordsworth klukkan 17.00 í Smash, Kringlunni. Það er Kronik sem stendur að tón- leikunum í samstarfi við Bacardi Breezer og Smash. www.mastaace.com. arnart@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.