Morgunblaðið - 04.02.2005, Page 58

Morgunblaðið - 04.02.2005, Page 58
58 FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er svo merkilegt að ef eitthvað, sem maður hefur beðið lengi eftir, reynist uppfylla allar manns uppsöfnuðu væntingar og vel það, þá gleymist um leið öll óþreyjan sem hafði verið að naga mann. Þá er talað um að eitthvað hafi verið biðarinnar virði. Og þetta á við fyrstu plötu Emil- íönu Torrini í fimm ár – hún var sannarlega bið- arinnar virði. Fimm ár eru langur tími í lífi ungrar konu, langt þroskaskeið hjá skapandi og umfram allt leitandi tónlistarmanni sem hún Emilíana hefur alltaf verið, allt síðan hún steig fyrst fram á sjón- arsviðið sem kornung söngkona hljómsveitarinnar Spoon. Þessi fimm ár hafa verið afdrifarík í lífi hennar, eins og fram hefur komið í viðtölum við hana; tími sorgar og gleði, tími mikillar og djúprar naflaskoðunar, tími endurskoðunar, tími endur- nýjunar. Það má greina glöggt því þótt Love in the Time of Science hafi um margt verið merkileg og reyndar mjög vanmetin plata þá einkenndist hún mjög af þreifingum listamanns sem þá var nýbúinn að stinga sér út í djúpu laug tónlistar- heimsins. Nú er hún hins vegar svo sannarlega búin að ná andanum, farin að synda og sveifla sporði sínum tignarlega sem hafmeyja væri. Emil- íana hefur aldrei verið eins mikil Emilíana – ef þannig mætti að orði komast. Aldrei, að manni virðist, gefið eins mikið af sjálfri sér og verið eins vel heima í því sem hún hefur verið að gera. Það er ekki ofsögum sagt að Emilíana vendi þar tónlistarkvæði sínu í kross. Hvergi nema í þessari einstöku og hreinu rödd greinir maður að hér sé á ferð sama söngkona og sendi frá sér hina vönduðu og sumpart ofpródúseruðu Love in the Time of Science. Á Fisherman’s Woman er ekkert of og reyndar ekkert van heldur – samt enginn íburður, ekkert skrúð, heldur Emilíana berskjölduð. Alls- nakin röddin, klædd einum fata gegnsæjum gít- urum og einstaka píanó- og trommuslætti. Það kallar á djörfung að koma svona nakin fram og er hún svo sannarlega ekki að gera það fyrir frægð- ina því seint verða lögin tólf á plötunni talin væn til vinsælda. En skítt með það. Þau eru ekta og þau eru hennar, með húð og hári. Reyndar nýtur hún dyggrar aðstoðar Dan Carey, sem segja má að sé hægri hönd hennar á plötunni, vitanlega ber- handleggjaður. Og saman virðast þau ná með miklum ágætum; bæði sem flytjendur og lagahöf- undar. Töfrarnir blasa reyndar ekki við einn, tveir og þrír, enda heldur engar sjónhverfingar á ferð; ekkert blöff. Og það rennur ekki upp fyrir manni fyrr en eftir einar tvær – fremur dofnar – áheyrn- ir, en þá verður líka ei aftur snúið. Eins og með svo margar slíkar innihaldsríkar og dugandi plöt- ur, þá gerðist það lag fyrir lag; perlurnar komu í ljós hver af annarri. Sú fyrsta var „Heartstopper“, gítargrúvið og sagan af kaffiþambandi stelpunni sem misst hefur tökin á lífinu, finnur ekki fyrir því lengur, en skilur það samt svo miklu betur en flestir aðrir. Svo kom „Today Has Been OK“, ein- staklega ljúfsárt lag, bjartsýnt í allri sinni sorg og söknuði. Minnir einna helst á „Saturday Sun“ með Nick Drake en áhrifa hans og annarra söngva- skálda af bresku þjóðlagrokkkynslóðinni gömlu gætir mjög í tónlist Emilíönu og spreytir hún sig meira að segja á hinu átakanlega fallega „Next Time Around“ eftir Sandy Denny, af þriðju plötu hennar The North Star Grassman and the Ravens frá 1971, og fer mjög vel með. Annað tökulag sem hún gerir að sínu eigin og gerir jafnvel enn betra er „Honeymoon Child“ eftir Bill Callahan úr Smog. Smáskífan „Sunny Road“ er trúlega það sem næst kemst að geta talist popplag, enda gríp- andi og létt lag með þægilegum vongóðum texta, sem eins og flestir aðrir fá mann til að velta vöng- um yfir hversu persónulegur hann er. Þannig lokka þeir mann og laða hver af öðrum söngvar sjómannskonunnar og dvelja með manni lengur, miklu lengur en þær tæpu 40 mínútur sem platan tekur í flutningi. Reyndar skekkir lokalagið svolít- ið sérlega sterka heildarmynd plötunnar, hið full Simon og Garfunkel- og hippalega „Serenade“, sem Emilíana á ekkert í og hefði það alveg mátt víkja fyrir einu af hennar lögum, sem hún hlýtur að eiga uppi í erminni. Í umsögn þessari er engin forgjöf, engin auka- stjarna fyrst hún er íslensk og við viljum eiga hana. Þetta er einfaldlega platan þar sem einn okkar fremsti og áhugaverðasti tónlistarmaður finnur sig eftir stranga en þó ekkert mjög langa leit, finnur sína réttu fjöl í tónlistinni og lífinu. Hafmeyjan er komin heim – þótt hún búi í útland- inu. Heimkoma hafmeyjunnar TÓNLIST Íslenskar plötur Sólóplata Emilíönu Torrini. Emilíana syngur og leikur á hljómborð, Dan Carey leikur á gítara, tabla og hljóm- borð, Samuli Koskinen trommur, Julin Joseph píanó, Pharoah S. Russell trommur. Flestir textar eftir Emil- íönu. Flest lög eftir Emilíönu og Carey. Carey stjórnaði upptökum. Útgefandi er Rough Trade. Dreifing 12 Tónar. Emilíana Torrini – Fisherman’s Woman  Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Skarphéðinn Guðmundsson „Emilíana hefur aldrei verið eins mikil Emilíana,“ segir í umsögn um plötuna Fisherman’s Woman. ERIC Clapton varð faðir í fimmta sinn á þriðjudaginn er eiginkona hans Melia eignaðist stúlkubarn á spítala í Lundúnum. Clapton, sem er 59 ára, og Melia, sem er 29 ára, eiga fyrir saman tvær dætur; Julie Rose, sem er þriggja ára og Ellu Mae, sem er tveggja. Clapton var viðstaddur fæðinguna, sem gekk eins og í sögu, að því er fram kemur í breskum fjölmiðlum. Clapton á einnig hina 19 ára gömlu Ruth með fyrrverandi unn- ustu sinni Yvonne Kelly. Sonur hans Conor – sem hann átti með ítölsku leikkonunni Lory Del Santo – lést hins vegar í hræðilegu slysi árið 1991, fjögurra ára gamall, er hann féll út um glugga úr háhýsi í New York-borg. Um sonarmissinn hefur Clapton samið lögin „Tears in Heav- en“ og „River of Tears“. Pabbi-Clapton lék á als oddi er hann kom fram á góðgerðartón- leikum í Cardiff í janúar. Faðir í fimmta sinn Fólk í fréttum | Eric Clapton Miðasala opnar kl. 15.30 ÍSLANDSBANKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.kl. 3.45 B.i. 10 ára VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI I I I I Í L F 20 F L F I I SIDEWAYS WWW.BORGARBIO.IS   Tilnefningar til Óskarsverðlauna þ.á.m. besta mynd, leikstjóri og handrit il f i r til . . . t , l i tj ri rit Óskarsverðlauna „Fullkomlega ómissandi mynd“ S.V. MBL. 5 T.V. Kvikmyndir.is tilnefningar til óskarsverðlauna þ.á.m. Besta mynd, besti leikstjóri, besti leikari-Leonardo Dicaprio, bestu aukaleikarar-Cate Blanchett og Alan Alda. 11 7 Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 6. ÍSL TAL.Sýnd kl. 11. B.i. 14 ára Áður en hún finnur frið verður hún að heyja stríð Svakalega flott ævintýraspennumynd með hinni sjóðheitu og sexý Jennifer Garner l fl tt i t r i i j it if r r r Fædd til að berjast þjálfuð til að drepa Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 14 ára  MMJ kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.50 LEONARDO DiCAPRIO  Ó.H.T. Rás 2 Frá framleiðanda Training Day Þeir þur fa a ð st and a sa man til a ð ha lda lífi! Fráb ær s pen nutr yllir! tilnefningar til Óskarsverðlauna þ.á.m. besta mynd, leikari og handrit „Ein snjallasta mynd ársins... Ógleymanleg...ljúf kvikmyndaperla“  Ó.Ö.H. DV SV Mbl.    Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i. 14 ára Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. ATH! VERÐ KR. 500 Áður en hún finnur frið verður hún að heyja stríð Fædd til að berjast þjálfuð til að drepa Frá þeim sem færðu okkur X- Men kemur fyrsta stórmynd ársins i f - f i Svakalega flott ævintýraspen numynd með hinni sjóðheitu og sexý Jennifer Garner Frumsýnd 11. FebrúarFrumsýnd 11. Febrúar Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. kl. 5.30, 8 og 10.30. Ein vinsælasta grínmynd allra tíma þrjár vikur á toppnum í USA! EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINSI I I Frumsýning H.L. Mbl. Kvikmyndir.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.