Morgunblaðið - 04.02.2005, Qupperneq 60
60 FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÁ FRAMLEIÐENDUM
„PIRATES OF THE CARIBBEAN“
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 5.30, 8 og 10.30.
Sýnd kl. 10.30.
S.V. Mbl.
Kvikmyndir.com „Hressir ræningjar“
Fréttablaðið
OCEAN´S TWELVE
Kvikmyndir.is
Ian Nathan/EMPIRE
Sýnd kl. 5.30 og 10.05
Sýnd kl. 6 og 9.10.
tilnefningar til óskarsverðlauna
þ.á.m. Besta mynd, besti leikstjóri, besti
leikari-Leonardo Dicaprio, bestu aukaleikarar-
Cate Blanchett og Alan Alda.
11
VINSÆLUSTU
MYNDIRNAR
Á FRÖNSKU
KVIKMYNDAHÁTIÐINNI
SÝNDAR ÁFRAM
V.G. DV.
Langa trúlofunin
- Un Long
dimanche.
Sýnd
kl. 5.30 og 8.
Grjóthaltu kjafti
- Tais toi.
Sýnd
kl. 8.30. ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 10.30.
SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.30, 8 OG 10.30.
Sýnd laugardag og
sunnudag
KRINGLAN
Sýnd kl. 9 og 11.
Nýjasta snilldarverkið frá
Óskarverðlaunahafanum Clint Eastwood.
Eftirminnilegt og ógleymanlegt meistaraverk.
Besta mynd hans til þessa.
Hlaut tvenn Golden Globe verðlaun
KRINGLAN
Sýnd kl. 4.30, 6, 8 og 10. B.i. 14 ára.
Nýjasta snilldarverkið frá Óskarverðlaunahafanum Clint Eastwood.
Eftirminnilegt og ógleymanlegt meistaraverk.
Besta mynd hans til þessa.
Nýjasta snilldarverkið frá Óskarverðlaunahafanum Clint Eastwood.
Eftirminnilegt og ógleymanlegt meistaraverk.
Besta mynd hans til þessa.
Hlaut tvenn Golden Globe verðlaun
Sýnd kl. 6, 8.30 og 11. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 14
Ó.H.T. Rás 2. .T. ás 2
H.L. Mbl.
Ein vinsælasta grínmynd allra tíma
Þrjár vikur á toppnum í USA
Ein vinsælasta grínmynd allra tíma
Þrjár vikur á toppnum í USA
LEONARDO DiCAPRIO
H.L. Mbl. Kvikmyndir.is
MARTHA Stewart hefur tekið að
sér sama hlutverk og Donald
Trump í nýrri útgáfu Lærlingsins
(The Apprentice) á sjónvarpsstöð-
inni NBC. Stewart tekur ekki við af
Trump, heldur munu þáttaraðirnar
verða tvær. Þættir Mörthu munu
heita The Apprentice: Martha
Stewart, en orðrómur um þessa
nýju þætti hefur verið í gangi mán-
uðum saman.
Mark Burnett og Donald Trump
verða aðalframleiðendur þáttanna,
líkt og þeirra upprunalegu, en
fyrsta röðin fer í loftið í haust.
Stewart losnar úr fangelsi í næsta
mánuði og hefur þá fimm mánaða
afplánun í stofufangelsi. Framleið-
endur segja að tökur hefjist þegar
þeirri afplánun lýkur.
Þættir Stewart munu verða með
svipuðu sniði og Trumps, nema
hvað áherslan verður á sérfög
hennar; heimaiðnað og hönnun.
Martha
Stewart
með nýjan
Lærling
Martha Stewart hefur ástæðu til að
brosa enda nýir sjónvarpsþættir í
burðarliðnum.
Austurríski tónlistarmaðurinn Fennesz(fullt nafn Christian Fennesz) hefurundanfarin ár verið undir smásjá tón-
listaráhugamanna og þykir raftónlist hans með
því allra áhugaverðasta sem fram hefur komið
lengi í þeim geiranum. Fennesz mun halda tón-
leika hérlendis í dag og um helgina ásamt Jó-
hanni Jóhannssyni og DJ Musician.
Styrkur Fennesz liggur m.a. í því að hannnýtur virðingar bæði hjá þeim sem vilja
það „þungt og spekingslegt“ og þeim sem eru
„poppaðri“ í hugsun ef svo má að orði komast.
Segja má að Fennesz hafi
„slegið í gegn“ með plötu
sinni Endless Summer árið
2001 þar sem honum tókst á
einhvern ótrúlegan hátt að
búa til aðgengilega og gríp-
andi óhljóðatónlist án nokk-
urrar listrænnar málamiðlunar. Þetta er eins
og komast upp með að gera satanískt jólalag og
koma því á vinsældalista að auki. Á síðasta ári
kom svo út platan Venice og festi hún Fennesz
enn frekar í sessi, dómar um plötuna hafa verið
lofsamlegir og er Fennesz á fljúgandi fart nú
um stundir.
Blaðamaður ræddi stuttlega við Christian
vegna heimsóknarinnar. Hann lýsir því að til-
drög hennar hafi verið nokkuð einkennileg.
„Málið er það að kærastan mín er á Íslandi
nú um stundir. Hún er dansari og er að vinna
með Ernu Ómarsdóttur. Mig langaði til að
heimsækja hana og ég setti mig í samband við
Jóhann en við þekkjumst ágætlega, höfum ver-
ið að spila saman á hátíðum og svoleiðis og er-
um auk þess á mála hjá sama útgáfufyrirtæk-
inu (Touch). Hann stakk upp á því að ég myndi
halda tónleika í leiðinni og mér leist prýðilega
á það. Og þannig er þetta tilkomið.“
Fennesz segir uppbyggingu tónleika sinnafrekar einfalda; hann notist við gítar, tölvu
og einnig varpi hann myndum upp á vegg.
„Ég spinn á tónleikunum en notast við lög og
grunna sem ég hef þegar samið. Ég legg líka
áherslu á hljóminn og vil hafa hann nokkuð há-
væran. Í upphafi notaði ég bara kjöltutölvu á
tónleikum en svo fannst mér það vera orðið of
lokað og leitaði því í ræturnar og tók upp
gamla gítarinn. Ég er gítarleikari að upplagi
og flestöll hljóðin sem ég nota eru unnin gít-
arhljóð. Þetta á sérstaklega við um fyrstu plöt-
urnar mínar. Það er frábært að nota gítarinn á
tónleikum – dálítið rokkstjörnulegt (hlær).“
Fennesz lýsir því svo að hann sé nánast kom-
in í heilhring en hann byrjaði nefnilega ferilinn
í tilraunarokksveitinni Maische. Heilhringurinn
er í formi þess að Ryuichi Sakamoto er búinn
að biðja hann um að spila með sér á tónleika-
ferðalagi í Japan – og þá eingöngu sem gít-
arleikari í hljómsveitinni sinni! Þannig er mál
með vexti að Fennesz og Sakamoto eru nýbúnir
að vinna plötu saman en þeir kynntust í gegn-
um langtíma samstarfsmann Sakamoto, David
Sylvian, sem syngur eitt lag á Venice.
„Ég sendi Sylvian tölvupóst og spurði hann
hvort hann vildi syngja lag á Venice. Hann
svaraði um hæl og sagðist vel vera til í það – ef
ég myndi vilja semja lag fyrir hann í staðinn
(hlær). Sylvian er mjög hæfileikaríkur maður
og við erum orðnir ágætir vinir í gegnum þetta
ferli.“
Fennesz lýsir Venice sem frekar niðurdrep-andi verki.
„Ég þjáist illa af vetrarþunglyndi verð ég að
játa og það verður verra með árunum. Þegar
ég var að taka plötuna upp var ég í tvo mánuði
í hljóðverinu og hitti engan allan þann tíma.
Tónlistin varð því nokkuð sorgleg en þó heyri
ég vonarglætu í flestum laganna.“
Fennesz hefur einni unnið náið með manni
sem er andlega skyldur honum, Bandaríkja-
manninum Jim O’Rourke (Sonic Youth, Gastr
Del Sol) og hafa þeir gefið út tvær plötur undir
nafninu Fenn O’Berg (ásamt líka Peter Reh-
berg eða Pita). O’Rourke er einn virtasti til-
raunatónlistarmaður samtímans og á það sam-
eiginlegt með Fennesz að dufla eina stundin við
laufléttar melódíur en aðra við argasta utan-
garðshávaða.
„Ég og Jim erum búnir að vinna saman í
meira en tíu ár. Þetta er eins konar tónlist-
arlegt ástarsamband. Ég samþykki það fúslega
að við erum andlega skyldir menn.“
Fennesz býr í Vín og París en Vín hefur ver-
ið þekkt undanfarin ár sem mikil raftónlist-
arborg.
„Já, hún er nokkuð sterk senan þar,“ segir
hann. „Það er mikil sköpun í gangi, mikið um
áhugaverða tilraunastarfsemi þar sem spuna-
tónlistarmenn úr djasstónlistinni t.d. vinna með
raftónlistarmönnum o.s.frv.“
Fennesz segist að lokum ánægður með að
tónlist sín sé að brúa bil á milli ólíkra hlust-
endahópa.
„Ég vil að þetta sé rokkað og poppað. Mér
hrýs hugur við að einu hlustendurnir séu þess-
ar einstrengingslegu raftónlistartýpur.“
Fennesz mun troða upp í 12 Tónum, Skóla-vörðustíg í dag klukkan 17.00 ásamt DJ
Musician. Þar verður hægt að nálgast forsmekk
að tónleikunum á morgun sem verða hins vegar
haldnir í Klink og Bank og hefjast þeir klukkan
21.00. Aðgangseyrir er 1.500 krónur.
Einnig leika Jóhann Jóhannsson og DJ
Musicican. Jóhann mun leika ásamt slagverks-
leikara og strengjasveit.
Aðgengileg óhljóð
’Ég vil að þetta sé rokkað ogpoppað. Mér hrýs hugur við að
einu hlustendurnir séu þessar
einstrengingslegu raftónlist-
artýpur.‘
AF LISTUM
Arnar Eggert
Thoroddsen
arnart@mbl.is
Líkt og Jóhann Jóhannsson styðst Fennesz við
tölvu í tónlistarsköpun sinni og eiga þeir það
einnig sameiginlegt að samþætta þar vélræn
hljóð og lífræn.