Morgunblaðið - 02.04.2005, Side 14

Morgunblaðið - 02.04.2005, Side 14
14 LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU FRÉTTIR Vestmannaeyjar | Það vakti minn- ingar frá upphafi skuttogaraaldar á Íslandi í kringum 1970 að sjá togara í höfninni í Vestmanna- eyjum með gamalkunnu lagi. Þarna var kominn togarinn Bjart- ur NK frá Neskaupstað sem var að landa 125 körum eða um 40 tonnum sem fóru í gáma sem send- ir voru á England og Þýskaland. Bjartur er einn tíu skuttogara sem smíðaðir voru í Japan fyrir Ís- lendinga á árunum eftir 1970 og kom hann til heimahafnar í febr- úar 1973. Bjartur hefur þá sér- stöðu að vera sá eini af Japanstog- urunum sem ekki hefur verið breytt. En þó hann sé kominn á fertugsaldurinn ber hann eig- endum sínum í Síldarvinnslunni fagurt vitni því honum er vel við haldið. Birgir Sigurjónsson, skipstjóri á Bjarti frá 1993, sagði í samtali við Morgunblaðið að þeir hefðu skotist inn til að koma fiskinum sem ferskustum í gáma. „Þetta er gert af hagkvæmnisástæðum og það var styst hingað til Eyja,“ sagði Birgir. „Aflinn er þorskur og ýsa sem fara í tveimur gámum á England og karfinn fer í einn gám sem við sendum á Þýskaland.“ Þegar talið barst að hinu reynslumikla skipi sagði Birgir að það væri búið að reynast vel enda gott skip í alla staði. „Þó hann haldi sínu gamla útliti er í honum ný vél og spil og innréttingar hafa að einhverju leyti verið endurnýj- aðar. Að öðru leyti er þetta sami gamli og góði Bjartur,“ sagði Birg- ir skipstjóri, greinilega stoltur af sínu fleyi. Morgunblaðið/Sigurgeir Bjartur í góða veðrinu í Vestmannaeyjahöfn í gær en hann var einn þriggja togara sem landaði þar í gær. Morgunblaðið/Sigurgeir Ríkharð Svan Axelsson háseti og afleysingastýrimaður. Morgunblaðið/Sigurgeir Birgir skipstjóri og Viðar Sigurðsson annar stýrimaður. Skutust til Eyja til að koma fiskin- um sem fersk- ustum í gáma  Skapti Hallgrímsson og Magnús Sigurðsson ræða við Bobby Fischer Ekkert annað land vildi taka við mér á morgun GYÐA Baldursdóttir hjúkrunar- fræðingur, formaður hjúkrunar- ráðs LSH, hefur sent frá sér eft- irfarandi athugasemd: „Þótt mörgum kunni að þykja það að bera í bakkafullan lækinn að fjalla enn um málefni Landspít- ala –háskólasjúkrahúss (LSH) op- inberlega, finn ég mig knúna til að leiðrétta það sem kom fram í grein Sveins Guðmundssonar, yfirlæknis Blóðbankans, í Morgunblaðinu fimmtudaginn 31. mars sl. Þar segir hann: „Stuðningsyfir- lýsing hjúkrunarráðs við bréf okk- ar yfirlæknanna dregur fram mik- ilvæga þætti, sem starfsmenn LSH ræða daglega.“ Þarna er hallað réttu máli. Stjórn hjúkr- unarráðs LSH hefur ekki sent frá sér stuðningsyfirlýsingu við bréf yfirlæknanna 12. Hins vegar sendi stjórn hjúkr- unarráðs frá sér fyrir rúmu ári síðan eða 8. mars 2004 umsögn til stjórnarnefndar LSH vegna end- urskoðunar á stjórnskipulagi sem þá stóð yfir. Þar segir stjórnin að hún álíti stjórnskipulag LSH þungt í vöfum og tryggi ekki nægi- lega faglegar áherslur í starfi spít- alans. Þar er einnig tekið fram að stjórnin álíti að klínísk starfsemi þurfi að eiga meira vægi í yf- irstjórn hans. Stjórnarnefnd hefur nú sent frá sér ályktun þar sem m.a. kemur fram að forstjóri og framkvæmda- stjórn muni á næstunni boða til fundar með ýmsum stjórnendum spítalans og fulltrúum hjúkrunar- ráðs og læknaráðs með það að leiðarljósi að efla enn frekar sam- skipti og auka samráð þessara að- ila og yfirstjórnar LSH. Þessu fagnar stjórn hjúkrunarráðs. Nú ber að líta til framtíðar og snúa okkur að því að efla starfsemi spít- alans enn frekar, sjúklingum og landsmönnum til heilla.“ Athugasemd formanns hjúkr- unarráðs LSH NÝ dagvöruverslun tók til starfa á Stöðvarfirði í gær, föstudag. Þar hef- ur ekki verið starfrækt matvöruversl- un frá því í september í fyrra, þegar Stöðfirska verslunarfélagið hætti starfsemi. Nýja verslunin, sem ber nafnið Brekkan, er kærkomin fyrir íbúa fjarðarins í þéttbýli og til sveita, sem undangengna mánuði hafa þurft að sækja sér allan annan varning en mjólk og brauð um nokkuð langan veg í nágrannabyggðarlögin. Hægt var fram til 1. febrúar sl. að kaupa mjólk og brauð í Kútternum á Stöðv- arfirði, þar sem rekin var veitinga- sala. Það eru þær Ásta Snædís Guð- mundsdóttir og Rósmarý Dröfn Sól- mundardóttir sem hafa opnað versl- unina í húsnæði Kúttersins. Rósmarý sagði í samtali við Morgunblaðið að þær Ásta yrðu með á boðstólum mat- vöru og ætluðu jafnframt að reka veitingastofu samhliða. „Ástandið hefur verið hræðilegt og ömurlegt að þurfa að fara í önnur byggðarlög eftir nauðþurftum,“ segir Rósmarý. „Við erum með þessu að svara sárri þörf íbúanna fyrir mat- vöruverslun og þótt við byrjum smátt, eða mun smærra en Stöðfirska versl- unarfélagið var, þá ætlum við að auka við okkur í júní og svo vonandi dafnar þetta áfram.“ Á opnunardeginum mættu Stöðfirðingar í nýju búðina til að kaupa í matinn og krakkarnir streymdu að með klink til að kaupa sér sælgæti. Stöðfirðingar geta aftur keypt í matinn í heimabyggð Morgunblaðið/Albert Kemp Frá Stöðvarfirði. STUÐNINGSMENN Össurar Skarphéðinssonar, formanns Sam- fylkingarinnar, opna starfsstöð í Ármúla 40 í Reykjavík, sunnudaginn 3. apríl kl. 15, vegna formannskjörs flokksins sem fram fer 22. apríl til 19. maí næstkomandi. Við opnunina mun Össur ávarpa gesti og kynna helstu áherslur á næsta kjörtímabili formanns flokks- ins. Boðið verður upp á kaffi og pönnukökur og leikin létt tónlist. Stuðningsmenn Öss- urar opna starfsstöð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.