Morgunblaðið - 02.04.2005, Síða 25

Morgunblaðið - 02.04.2005, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 25 MINNSTAÐUR LANDIÐ Vestmannaeyjar | Fyrirhugað er að grafa upp hús sem stóðu við Suðurveg sem lentu undir ösku í eldgosinu árið 1973, og hefur deili- skipulag fyrir svæðið verið aug- lýst. Markmiðið er að koma upp nokkurs konar gosminjasafni til að auka fjölbreytni í ferðaþjónustu. Vinnuheiti verkefnisins er „Pompei norðursins“, sem vísar í hina fornu borg Pompei á Ítalíu sem grófst undir ösku í eldgosi í eldfjallinu Vesúvíusi árið 73 eftir Krist, en Pompei hefur að nokkru leyti verið grafin upp á sl. 200 ár- um. Tæplega 400 hús fóru undir hraun í Vestmannaeyjagosinu, en 10–14 hús við Suðurveg sluppu við hraunið en grófust þess í stað und- ir ösku, og þau er að líkindum hægt að grafa upp, segir Kristín Jóhannsdóttir, menningar- og markaðsfulltrúi Vestmannaeyja. Óvíst er hvernig ástand húsanna er, en þau voru svo ný- leg þegar þau grófust undir að menn gera sér vonir um að þau séu svo heilleg að það sé mögu- legt að grafa þau upp. Kristín segir ljóst að uppgröfturinn geti haft góð áhrif á ferðamannaþjónustuna í Vest- mannaeyjum. Svæðið sé einstakt og það að grafa upp hluta húsanna komi með algerlega nýja sýn á gosminjarnar. „Bara fréttirnar um að við ætlum að fara að gera þetta hafa vakið gríðarlega athygli. Það sem við erum að fara að gera þarna er einstakt, og ekki spurning að þetta á eftir að vekja mikla athygli.“ Fyrrum íbúar áhugasamir „Það er misjafnlega djúpt niður á húsin, en við höfum hugsað þetta þannig að það verði mjór stígur þarna inn og þetta verði eins og lítið þorp og hlíðin allt í kring,“ segir Kristín. Hún segir stefnt að því að hefjast handa þegar í maí verði deiliskipulagið samþykkt og grafa upp u.þ.b. þrjú hús. Framhaldið verði svo að ráðast af því hvernig gangi að grafa og hvort fjármagn fáist til verkefnisins. Ekki er búið að ákveða nákvæmlega á hvaða húsum verður byrjað, en rætt verður við fyrrum íbúa í húsunum áður en hafist verður handa. Kristín segir að í samtölum við fyrrum íbúa húsanna hafi nær undantekningarlaust verið tekið vel í að húsin verði grafin upp. Aðspurð hver kostnaðurinn við verkið verði, og hver borgi brúsann, segir Kristín að enn sé of snemmt að meta kostnaðinn. Hún hafi þó þegar rætt við ákveðna aðila sem hafi sýnt verk- efninu áhuga og gætu haft hug á að styrkja það, og Ferðamálaráð hafi styrkt verkefnið eitthvað til að koma því af stað. Til að skemma ekki húsin er lítið hægt að beita tækjum við uppgröftinn, og segir Kristín að reiknað sé með að nota vörubíl og gröfu sem notuð voru við gosið 1973, en að öðru leyti verði notaðar skóflur og handaflið til þess að grafa niður á húsin og ná öskunni út úr þeim. Ætla að grafa upp hús sem lentu undir öskunni Pompei norðursins Framtíðarsýn Sýn skopteiknarans og Eyjamannsins Sig- mund á framtíð þessa verkefnis. SEX sveitarfélög af ýmsum stærðum víðsvegar af landinu fengu viðurkenningar fyrir fram- sækni í starfi sínu á ráðstefnu á vegum Sam- bands íslenskra sveitarfélaga á Hótel Loftleið- um í gær, og er markmiðið að hvetja til aukinnar framsækni sveitarfélaga á landinu. Sveitarfélögin sex, sem öll þóttu skara fram úr að einhverju leyti í könnun sem gerð var á ný- mælum sveitarfélaga fyrir stuttu, voru Akur- eyri, Hafnarfjörður, Blönduós, Reykjanesbær, Vatnsleysustrandarhreppur og Garðabær. Í flokki stærstu sveitarfélaganna hlutu Ak- ureyri og Hafnarfjörður viðurkenningu fyrir heildstæð og umfangsmikil umbóta- og þróun- arverkefni, en bæði sveitarfélögin endurskipu- lögðu stjórnkerfi sitt með góðum árangri árið 2003. „Hjá báðum þessum sveitarfélögum hefur átt sér stað umfangsmikil framþróun á öllum þeim fjórum sviðum sem skoðuð voru og taldi valnefndin ekki unnt að gera upp á milli þessara sveitarfélaga,“ sagði Anna Guðrún Björnsdótt- ir, sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs hjá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga, þegar hún kynnti hverjir voru verðlaunaðir í gær. Blönduósbær þótti skara fram úr þegar kem- ur að heildstæðum umbótum í hópi smærri sveitarfélaga eftir viðamiklar breytingar á und- anförnum árum. „Fæstar breytingarnar eru einstæðar fyrir sveitarfélög. Hins vegar telur valnefndin til fyrirmyndar, sérstaklega fyrir smærri sveitarfélög, hvernig sveitarfélagið hef- ur á markvissan og heildstæðan hátt staðið að umbótastarfi sínu,“ sagði Anna. Veittar voru tvær viðurkenningar fyrir fram- sækni á ákveðnum sviðum. Sveitarfélögin Reykjanesbær og Vatnsleysustrandarhreppur fengu þessa viðurkenningu fyrir árangursríka innleiðingu á nýjum árangursstjórnunaraðferð- um. Að lokum fékk Garðabær viðurkenningu fyrir að innleiða nýjar aðferðir til samráðs við íbúana með því að opna fyrir vefinn Minn Garðabær, þar sem íbúarnir geta skráð sig inn á persónulegt vefsvæði, nýtt sér þjónustu sveitar- félagsins og fylgst með því sem þar gerist. Morgunblaðið/Eyþór Viðurkenningar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, afhenti Ásdísi Höllu Bragadóttur, bæjarstjóra Garðabæjar, viðurkenninguna. Á að hvetja til framþróunar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.