Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÁRSFUNDUR Seðlabankans verður seint flokkaður undir skemmtisamkomu. Þangað mætti þó 30. mars sl. prúðbúinn hópur fólks samkvæmt venju til að hlusta á þrjá vel klædda síð- miðaldra karla lesa upp heimastíla. Þetta voru formaður banka- ráðs, Ólafur G. Ein- arsson, formaður bankastjórnar, Birgir Ísleifur Gunnarsson, og forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson. Fundargestum er ekki ætlað annað hlutskipti en að sitja og hlýða. Engar um- ræður eru leyfðar enda gætu skoðanaskipti auðvitað spillt slíkri samkomu. Innihald ræðu formanns bankaráðs er nokk- uð sjálfgefið og fyrirfram ekki að vænta mikilla pólitískra tíðinda þar. Þegar kom að ræðum bankastjóra og forsætisráðherra æstist hins vegar leikurinn og athyglisverð- astar voru hinar fullkomnu mót- setningar í málflutningi þeirra. Hvor af sinni plánetunni Þegar hlýtt var á formann bankastjórnar Seðlabankans og síð- an forsætisráðherra í beinu fram- haldi var erfitt að verjast þeirri hugsun að þeir kæmu hvor frá sinni plánetunni. Með svo ger- ólíkum hætti meta þeir aðstæður í íslenskum efnahagsmálum. Ræða Birgis Ísleifs var að miklu leyti málsvörn fyrir aðgerðir Seðlabank- ans. Rökstudd var nauðsyn vaxta- hækkana sem Seðlabankinn hefur gripið til, útskýrt hvers vegna bankinn færi þá leið og þar ekki síst byggt á þeim afdráttarlausu lagafyrirmælum sem bankinn starfar nú eft- ir um verðstöðugleika sem yfirmarkmið. En seðlabankastjóri dró heldur ekki dul á áhyggjur manna þar á bæ af ýmsum hættu- merkjum í íslensku efnahagslífi og kvað þar við svipaðan tón og gert hefur í efni frá Seðlabankanum að undanförnu, t.d. í síð- asta hefti peningamála og greinargerð Seðla- bankans til ríkisstjórn- arinnar, sökum þess að verðbólga er komin yfir þolmörk frá 18. febr- úar sl. Seðlabankinn hefur verið ófeiminn við að nefna helstu skýr- ingar þess óstöðugleika sem nú er við að glíma. Þrjá hluti ber hæst. þ.e. hinar gríðarlega miklu og sam- anþjöppuðu stóriðjuframkvæmdir, aukinn aðgangur almennings að lánsfé og mikil útlánaþensla og það eru stórfelldar skattalækkanir rík- isstjórnarinnar sem nú hafa verið lögfestar langt fram í tímann. Í ræðu sinni gerði seðlabankastjóri hinn mikla viðskiptahalla og skuld- setningu þjóðarbúsins sérstaklega að umtalsefni. Þá kom í ræðustól forsætisráð- herra og kvað nú heldur betur við annan tón. Hann lýsti því hversu ánægjulegt væri að ræða stöðu efnahagsmála á Íslandi um þessar mundir. Það væri nú munur að glíma við hlutina þegar vandamálin væru góðærisvandamál. Forsætis- ráðherra hvítþvoði ríkisstjórnina og stóriðju- og skattastefnu hennar af allri ábyrgð, ef við einhvern væri að sakast þá væri það helst Seðla- bankinn sjálfur. Og ráðherrann velti fyrir sér bæði vaxtaákvörð- unum bankans og síðan verðbólgu- mælingunum, hvort þar væri kannski sökudólginn að finna. Þetta gæti sem sagt verið hitamælinum að kenna sem sýnir sótthitann, en örugglega ekki ríkisstjórninni. Kostulegur var sá hluti ræðu ráð- herrans sem laut að því að útskýra að tími inngripa stjórnvalda í efna- hagsmálin væri liðinn, kostulegur vegna þess að stór hluti þess vanda sem við er að glíma er sökum handafls ríkisstjórnarinnar, þ.e.a.s. að keyra með pólitískum ákvörð- unum og í krafti opinberra fyrir- tækja inn í landið þær gríðarlegu stórframkvæmdir sem eru ein helsta undirrót þenslunnar og bæta svo stórfelldum skattalækkunum við. Seðlabankastjóri og forsætisráð- herra töluðu þannig í austur og vestur. Annar hafði auðheyranlegar áhyggjur og rökstuddi nauðsyn harðra aðhaldsaðgerða til að af- stýra enn meiri vanda síðar. Hinn riðaði til falls í ræðustólnum undan þunga hins mikla góðæris. Aðgerða er þörf Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð hefur einn flokka lagt fram á þingi ítarlega rökstuddar tillögur um aðgerðir til að tryggja efna- hagslegan stöðugleika. Þingmál okkar má nálgast á vef Alþingis, en samandregið eru þar lagðar til eft- irfarandi aðgerðir: *Gefin verði út formleg yfirlýs- ing um að ekki verði veitt leyfi fyr- ir né stuðlað að frekari stórvirkj- unum né uppbyggingu meiri orkufrekri stóriðju en þegar er í byggingu að minnsta kosti til árs- loka 2010. Áhersla verði þess í stað lögð á fjölbreytta, smáa og með- alstóra iðnaðarkosti af viðráð- anlegri stærð fyrir hagkerfið og að- stæður í viðkomandi byggðarlögum. *Því verði beint til fjármálaeftirlits að huga vandlega að áhættumati í bankakerfinu. Verði í því skyni bæði farið yfir eiginfjármörk og áhættugrunn fjár- málastofnana. *Þeim tilmælum verði beint til Seðlabankans að huga að aukinni bindiskyldu eða öðrum aðgerðum sem stutt geti við- leitni stjórnvalda til að end- urheimta efnahagslegan stöð- ugleika. *Hugað verði að breytingum á mælikvörðum verð- lagsþróunar, sérstaklega því að skoða hvernig fasteignaverð er reiknað inn í vísitölu neysluverðs. *Ríkisstjórnin leggi fyrir Alþingi tillögur um að falla frá eða fresta eftir atvikum að minnsta kosti ein- hverjum hluta hinna almennu skattalækkana sem lögfestar voru fram í tímann í desember 2004. *Og loks að leitað verði eftir víð- tæku samstarfi við aðila vinnu- markaðarins, samtök bænda, neyt- enda, öryrkja og aldraðra og o.s.frv. í anda þjóðarsáttar um þátt- töku í aðgerðum til að endurheimta efnahagslegan stöðugleika. Umræða um vandamál óstöð- ugleika og ójafnvægis í efnahags- málum sem við blasa er nú loks að komast upp á yfirborðið og því ber að fagna að umræðan um ruðn- ingsáhrif stóriðjunnar og efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnar er að þyngjast. Engum dyljast áhyggjur þeirra sem standa fyrir atvinnu- rekstri eða eru í forsvari í fjár- málaheiminum. Eini aðilinn sem sefur værum svefni í hlýju eldanna sem loga í hagkerfinu er rík- isstjórnin með forsætisráðherra í broddi fylkingar. Spurningin er hvort Halldór kann á fiðlu. Eldarnir loga, en kann Halldór á fiðlu? Steingrímur J. Sigfússon fjallar um efnahagsmál ’Seðlabankastjóri ogforsætisráðherra töluðu þannig í austur og vestur. Annar hafði auðheyranlegar áhyggjur og rökstuddi nauðsyn harðra aðhaldsaðgerða til að afstýra enn meiri vanda síðar. Hinn riðaði til falls í ræðustólnum undan þunga hins mikla góðæris.‘Steingrímur J. Sigfússon Höfundur er alþingismaður, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. „UTAN Efnahagsbandalagsins yrði hlutskipti okkar það sama og hins stjórnlausa fleys. Ákvarðanir sem okkur varða, yrðu teknar án okkar vitundar eða samþykkis. Vörur okkar þyrftu að klífa tollmúra. Við yrðum utan almennrar verkaskiptingar og framfara í Evrópu. Lífskjörin mundu væntanlega standa í stað eða batna hægar en hjá nágrannaþjóð- um okkar. Okkur mundi af þeim sökum væntanlega standa meiri ógn af fólks- flótta, ef við stæðum utan við, en fólksflutningi, ef við gerðumst aðilar.“ Ef skipt væri um eitt orð í þess- um tilvitnaða texta, þ.e. að í stað Efnahagsbandalagsins kæmi Evr- ópusambandsins, gæti hann sem best verið frá deginum í dag, hafð- ur eftir einhverjum aðdáanda Evr- ópusambandsins. Þau eru reyndar úr rúmlega fjörutíu og þriggja ára gömlu framsöguerindi um stöðu Íslands og þátttöku í efnahags- bandalögum. Erindið var flutt í janúar árið 1962 á lokaðri ráð- stefnu, sem félagið Frjáls menn- ing efndi til í Reykjavík. Sá sem átti orðin var Már Elísson, skrif- stofustjóri Fiskifélags Íslands á þeim tíma og síðar fiskimálastjóri. Yfirmaður hans, fiskimálastjóri Davíð Ólafsson, sagði á sömu ráð- stefnu að hann gæti alveg tekið undir með skrifstofustjóranum um að Íslendingar ættu að sækja um aðild að Efnahagsbandalagi Evr- ópu og það heldur fyrr en seinna. Mér finnast ummæli þessara framámanna í íslenskum sjávar- útvegi einkar athyglisverð, ekki síst í ljósi þess að Íslendingar voru á þessum tíma nýkomnir úr harðvítugu þorskastríði, því átt- unda í sögu sinni, svo vitnað sé í Björn Þorsteinsson sagnfræðing og nú vegna útfærslu landhelg- innar í 12 mílur 1. september árið 1958. Átökin á Íslandsmiðum stóðu þó fram í mars 1961 eða þar til viðreisnarstjórnin samdi við þá bresku um að Bretar fengju að veiða næstu þrjú ár á sex mílna ytra belti 12 mílna lögsögunnar. Já, viðreisnarstjórnin margfræg, komst til valda í nóvember 1959 og sat fram í júlí 1971. Þetta voru reyndar þrjár rík- isstjórnir, en í öllum tilfellum samstjórnir Sjálfstæðis- og Al- þýðuflokks. Ráð- herrar komu og fóru eins og fara gerir en tveir af ráðherrum Alþýðuflokksins sátu þó allt tíma- bilið. Annar þeirra var Gylfi Þ. Gíslason sem gegndi embætti við- skipta- og menntamálaráðherra öll viðreisnarárin. Hann lét ekki áð- urnefnda ráðstefnu fram hjá sér fara og taldi þar enga leið færa fyrir Íslendinga án aðildar að Efnahagsbandalagi Evrópu. Og það var ekki Gylfi einn af ráðherr- um Alþýðuflokksins, sem tók stefnuna á aðild að bandalaginu á þessum tíma heldur allir þrír ráð- herrar flokksins og margir aðrir úr forustusveit hans. Málið hvarf hins vegar af dagskrá ári seinna. Í fyrsta lagi vegna þess að de Gaulle Frakklandsforseti kom í veg fyrir aðild Breta að bandalag- inu, í öðru lagi vegna þess að sam- starfsflokkur Alþýðuflokksins hélt aftur af svo bráðri Evrópustefnu, þótt Alþýðuflokksbroddarnir ættu innan hans ýmsa hauka í horni, sbr. áður tilvitnuð ummæli for- ustumanna Fiskifélags Íslands og í þriðja lagi vegna eindreginnar andstöðu meirihluta fólksins í landinu við aðildarumsókn, ekki síst Alþýðusambands Íslands. Hvernig halda menn nú að Ís- lendingum hefði gengið að færa landhelgina út í 50 mílur árið 1972 og í 200 mílur árið 1975 ef þeir hefðu farið að ráðum dóms- dagsspámannanna og annarra sem vildu að Íslendingar gerðust aðilar að Efnahagsbandalagi Evrópu árið 1962? Bandalagi, sem hefur al- frelsi í atvinnurekstri sem grund- vallaratriði og hefur auk þess að markmiði sínu að eyða öllum landamærum í Evrópu. Þess má geta í þessu sambandi að landa- mæri eyríkisins Íslands eru á haf- inu. Svarið við spurningunni er einfalt og þarf lítillar íhugunar við, það hefði aldrei tekist. Hins vegar er vert að íhuga hvernig umhorfs væri á Íslandi nú og við hvaða lífskjör launafólk byggi ef helstu fiskveiðiþjóðir Evrópu hefðu mátt láta greipar sópa um íslenska fiskislóð upp að 12 mílna landhelgislínunni allar götur frá 1962 og ef til vill nær landi því eins og áður var ritað tók nærri sex ár að fá fullnaðarviðurkenn- ingu á 12 mílna landhelginni og ná fram friði á fiskimiðunum um þá skipan því undanþágusamning- urinn við Breta gilti þar til í mars árið 1964. Ísland og Evrópa Ólafur Þ. Jónsson fjallar um Evrópumál ’Hvernig halda mennnú að Íslendingum hefði gengið að færa landhelgina út í 50 mílur árið 1972 og í 200 mílur árið 1975 ef þeir hefðu farið að ráðum dóms- dagsspámannanna og annarra sem vildu að Íslendingar gerðust aðilar að Efnahags- bandalagi Evrópu árið 1962?‘Ólafur Þ. Jónsson Höfundur er fv. vitavörður. EKKI þjónar tilgangi að svara nýrri og alltof víðáttumikilli send- ingu frá Baltasar Kormáki til mín í Morgunblaðinu í gær að öðru leyti en þessu: 1. Ég ýjaði hvergi í umræddum Les- bókarpistli mínum um skort á kvik- myndum eftir ís- lenskar konur að því að karlpunga- sjónarmið réðu ríkjum í úthlut- unum Kvikmynda- miðstöðvar Íslands. Þvert á móti taldi ég slíkt afar ólík- legt og annað hef- ur ekki hvarflað að mér. Ég var ein- faldlega að vitna í ummæli eins af okkar helstu leik- stjórum, Kristínar Jóhannesdóttur, í sjónvarpsþætti þess efnis að hún teldi sig við úthlut- anir hafa goldið þess að vera kona. Ekki veit ég hvers vegna Balt- asar finnst þetta litlu máli skipta. 2. Ég er ekki „gagnrýnandi“ á Morgunblaðinu um kvikmyndir og hef ekki verið í tæplega 20 ár. Ég hef fjallað hér und- anfarin ár um kvikmyndir sem blaðamaður og sem ein- staklingur með skoðanir og ber ábyrgð á þeim skoðunum sjálf- ur. En það flokkar Baltasar ef til vill undir smáatriði. 3. Pistillinn í Lesbókinni var ekki „úttekt“, eins og Baltasar telur henta að orða það, heldur rabb- dálkur frá hjartanu. Það breytir engu um gleymsku mína varð- andi kvikmyndina Dís, sem ég hef þegar beðist velvirðingar á og virðist því miður aukaatriði í huga Baltasars. Stormviðri og Reykjavík Guesthouse eru at- hyglisverðar myndir en þær eru á mörkum umfjöllunarefnisins frá mínum bæjardyrum og hlýt ég að hafa rétt til að hafa þá skoðun. 4. Niðurstaða og til- efni pistilsins standa óhögguð, þ.e. að leiknar bíómynd- ir í fullri lengd eftir íslenskar konur eru í algjörum minni- hluta í styrkúthlut- unum undanfarin ár. Ástæður þess eru það sem er mik- ilvægt að reifa og ræða, ekki hvort myndirnar hafi ver- ið þrjár, fjórar eða fimm. Með tilheyr- andi skilgrein- ingasmásmygli sem ekki er auðvelt að sjá tilganginn með, ef menn hafa á ann- að borð áhuga á meginatriðum frek- ar en persónulegu hnútukasti. Það er óþarfi að búa sér til óvini þar sem engir eru til staðar. Vonandi getum við Baltasar ver- ið sammála um þetta. Vonandi er þessum tilgangslitla „hanaslag“ lokið. Kannski má að lokum einnig binda vonir við að þessi deila hafi þrátt fyrir allt, þrátt fyrir gleymsku, útúrsnúninga og dylgj- ur, svo vísað sé til nokkurra helstu einkennismerkja hennar, vakið athygli á þörfu umhugsunar- efni. Baltasar óska ég góðs gengis við áframhaldandi framleiðslu kvennakvikmynda frekar en hysterískar dramatíseringar í blaðagreinum. Aðalatriði og aukaatriði Árni Þórarinsson svarar grein Baltasars Kormáks Árni Þórarinsson ’Baltasar óskaég góðs gengis við áframhald- andi framleiðslu kvennakvik- mynda …‘ Höfundur er blaðamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.