Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 33
VIÐ Íslendingar teljum það ekki eftir okkur að ferðast um víða veröld enda eyjarskeggjar, sem hafa mikla þörf fyrir að kynnast framandi menningu og þjóðum sem eru um margt ólíkar okkur. Við eigum langa sögu að baki í ferðalögum til heitra sólarstranda Miðjarðarhafsins og í skíðabrekkur Mið- Evrópu, svo dæmi séu tekin. En hvernig stöndum við okkur, þegar ferðalög um föð- urlandið eiga hlut að máli? Þegar kannanir eru skoðaðar kemur í ljós að lítil aukning er frá ári til árs í ferðalögum landsmanna innan- lands. Það kemur í ljós að við erum afar treg til að nýta okkur afþrey- inguna, sem ferðaþjón- ustan um allt land er að bjóða upp á. Við sækj- um helst í sund og gönguferðir. Afþrey- inguna viljum við helst skipuleggja sjálf og leggja land undir fót þegar það hentar okk- ur. Við höfum allt of lítið samband við upplýsingamiðstöðvar ferðaþjónust- unnar, sem eru um allt land. Þær eru mannaðar vel menntuðu starfsfólk sem býr yfir miklum fróðleik og kunnáttu, tilbúið til að leiðbeina okk- ur og benda á allt það skemmtilega og forvitnilega sem viðkomandi svæði hefur upp á að bjóða. Við verðum að fara að líta á ferðir okkar um landið sem frí á sama hátt og fjölskyldan gerir þegar hún fer til Spánarstranda. Við eigum ekki að aka eins og byssubrennd milli staða. Við megum ekki sitja á buddunni eða fela kortið á ferðum okkar um landið. Afþreying sem innlenda ferðaþjón- usta býður upp á er afar hóflega verðlögð miðað við það sem gerist er- lendis. Gefum ferðaþjónustunni tæki- færi og kynnumst öllu því skemmti- lega og fróðlega sem starfsfólk ferðaþjónustunnar leggur fyrir okk- ur á ferð um landið. Maður fær þá beint í æð allan fróðleikinn um nátt- úru og sögu landsins eða upplifum hvali leika listir sínar í fjörðum og fló- um eða skoðum mik- ilfenglega náttúru óbyggða sitjandi á fót- vissum íslenskum hesti. Við vitum að Íslend- ingar vilja ferðast meira um eigið land. Ferða- þjónusta landsmanna sækir stöðugt í sig veðr- ið, eykur breiddina og fjölbreytnina í afþrey- ingunni allt umhverfis land. Árlega koma fram nýir ferðamöguleikar og fjölbreyttar uppá- komur í öllum lands- hlutum. Samtímis þessu tekur fagmennskan miklum framförum frá ári til árs. Ferðamálasamtök landshlutanna sem sameinast í Ferðamála- samtökum Íslands hafa eftir megni aðstoðað fyrirtæki um allt land við að auka þjónustuna við ferðamanninn, ekki bara þann útlenda held- ur og við hinn innlenda. Í ár er markaðstorg innlendrar ferðaþjón- ustu, Ferðatorg 2005, haldið í fjórða sinn í Vetrargarði Smáralindar nú um þessa helgi, 1. til 3. apríl. Vonandi sjá sem flestir sér fært að heimsækja Ferðtorgið til að ræða við fulltrúa frá öllum landshlutum um áhugaverða og skemmtilega ferða- og afþreying- armöguleika innanlands í sumar. Ferðaflóran hefur aldrei verið glæsi- legri og áhugaverðari en nú í upphafi sumars. Góðar viðtökur almennings á Ferðatorginu undanfarin ár sýna og sanna að þessi árlegi viðburður Ferðamálsamtaka Íslands þjónar þörfum og væntingum fólksins. Sjáumst á Ferðtorginu. Góða ferð um Ísland í vor og sumar. Ferðaflóra Íslands – aldrei glæsilegri en nú Pétur Rafnsson fjallar um Ferðatorg 2005 ’Við verðum aðfara að líta á ferðir okkar um landið sem frí á sama hátt og fjölskyldan gerir þegar hún fer til Spánar- stranda.‘ Pétur Ólafur Rafnsson Höfundur er formaður Ferðamálasamtaka Íslands. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 33 UMRÆÐAN HINN 23. apríl nk. kjósa íbúar Borgarfjarðar og Mýra um samein- ingu í eitt sveitarfélag ásamt einum hreppi af Snæfellsnesi – Kolbeinsstaðahreppi. Það furðar sig margur núverandi og fyrrver- andi íbúi Snæfellsness á því, hvers vegna íbú- ar í þessari sveit vilja með allt sitt suður á Mýrar og í Borg- arfjörð. Löngum hefur legið það orð á Kol- hreppingum, að þeir vilji ekki sameinast neinu öðru sveitarfé- lagi, heldur búa vel að sínu. Nokkuð er til í því en hefðbundinn búskapur hefur hald- ist þar á öllum jörðum um langt skeið og íbúatala verið stöðug. Landbúnaður, skólamál og samgöngur Ekki veit ég hvað mínir gömlu sveitungar eru að hugsa í þessum sameiningarmálum; kannski virðist grasið einfaldlega grænna í Borg- arfirðinum og þeim finnst leiðin til Reykjavíkur styttast með samein- ingu í suður? Talað er um að öll þjón- usta sé sótt í Borgarnes, en þannig var það alla síðustu öld og enginn tal- aði um sameiningu við Borgarnes. Um hvað snúast hagsmunir þessa sveit- arfélags þá? Sé litið á lifibrauðið; hefðbund- inn landbúnað, eru byggðirnar í Dölum á sama báti og þar er barist við að halda uppi vinnslu mjólkur og kjöts. Af hverju snúa Kolhreppingar sér ekki að þessum sveitum um það sem ættu að vera sameiginlegir hags- munir bænda? Þá eru það skóla- málin. Laugargerðisskóli á bökkum Haffjarðarár hefur nú starfað í 40 ár – bylting síns tíma frá farskólanum. Í sameinuðum sveitarfélögum kemur alltaf að því, fyrr eða síðar, að sveita- skólarnir eru lagðir niður og börnum ekið í þéttbýlisskóla til hagræðingar. Sá er meira en grænn sem heldur annað. Annar skóli á sunnanverðu Snæfellsnesi – Lýsuhólsskóli berst nú fyrir lífi sínu, þótt nemendur þar hafi vakið landsathygli fyrir virkjun sína og gróðurhús. Því gæti farið svo innan skamms tíma, að enginn grunnskóli verði á sunnanverðu Snæfellsnesi. Á sama tíma vex og dafnar framhaldsskóli í Grundarfirði, sem þegar er orðinn að héraðsstolti. Loks er vert að nefna samgöngu- málin. Um Kolbeinsstaðahrepp ligg- ur leiðin vestur um Snæfellsnes og einnig Heydalsvegur með tengingu við norðanvert Snæfellsnes, í Dali og áfram til Vestfjarða og Norðurlands. Jafnframt lokar Heydalsvegur hringleiðinni um Snæfellsnes að austanverðu. Brýnt er að koma veg- um um Skógarströnd og Heydal á áætlun um bundið slitlag og brúa Álftafjörð til að stytta leið milli Snæ- fellsness og Dala. Samgöngubætur hljóta að skipta máli í Kolbeins- staðahreppi eins og annars staðar – það er ekki nóg að aka á malbiki í Borgarnes! Kolbeinsstaðahreppur á margra kosta völ Sá sem lítur á landakort sér, að úr Kolbeinsstaðahreppi eru svipaðar vegalengdir, hvort sem ekið er í vest- ur í Þjóðgarð undir Snæfellsjökli, til Eiríksstaða í Dölum eða suður til Reykholts í Borgarfirði. Á sama hátt má skoða sameiningarkosti í vestur, austur og suður. Þá er ekki mikill munur á vegalengdum til Stykk- ishólms, Búðardals eða Borgarness. Svo er það héraðsvitundin. Hún á sér væntanlega rætur allt aftur til land- náms. Fram að þessu hafa Þing- eyingar alltaf verið Þingeyingar, Skagfirðingar ávallt Skagfirðingar o.s.frv. Eins er með Borgfirðinga, Mýramenn, Snæfellinga og Dala- menn. Ekki er langt síðan félagsleg, menningarleg og atvinnuleg sam- skipti voru mjög öflug meðal byggð- anna við Breiðafjörð og á söguöld náði Þórsnesþing frá Hítará í suðri til Gilsfjarðarbotns í norðri. Með breyttum og bættum samgöngum er lítið mál að fara á milli staða og vega- bætur um Skógarströnd og Heydal myndu gera Breiðafjarðarsvæðið að hagkvæmri heild á margan hátt. Ég tel mig mæla fyrir munn mikils fjölda fólks á þessu svæði og einnig fyrrum íbúa, sem myndu harma það mjög, ef byggðirnar á Snæfellsnesi og við Breiðafjörð tvístrast við upp- stokkun á núverandi skipan sveitar- félaga, og þá liggur beinast við að gera Vesturlandið að einu sveitarfé- lagi og Borgarnes að höfuðstaðnum. Kannski er það viljinn hjá Kolhrepp- ingum og flytja um leið Eldborg suð- ur á Mýrar? Verða Kolhreppingar Mýra- menn eða Borgfirðingar? Reynir Ingibjartsson skrifar um sameiningu sveitarfélaga ’Ég tel mig mæla fyrirmunn mikils fjölda fólks á þessu svæði og einnig fyrrum íbúa, sem myndu harma það mjög, ef byggðirnar á Snæ- fellsnesi og við Breiða- fjörð tvístrast við upp- stokkun á núverandi skipan sveitarfélaga …‘ Reynir Ingibjartsson Höfundur er fyrrum íbúi í Kolbeinsstaðahreppi. Gleymum ekki að við lifum á tím- um þar sem börn okkar og unglingar verða fyrir sterku áreiti fjölmiðla. Það er eflaust ómögulegt að stöðva þann flaum auglýsinga og efnis sem hefur áhrif á börnin og kemur víðs vegar að úr heiminum. En við getum verið duglegri við að gefa réttari mynd af því hvað vímugjafar eru og hvaða skaðsemi og áhætta fylgir notkun þeirra. Eins og áfengisauglýsingar koma manni fyrir sjónir virðist varan bæði saklaus og freistandi, já nánast nauðsyn. Persónulega hef ég valið að hluti af mínum lífsstíl skuli vera algjört bindindi við notkun vímuefna. Ég gæti hæg- lega sagt margt um kosti þess. En tilgangur minn með þessum skrifum er ekki, að þessu sinni, að hvetja til slíkrar ákvarð- anatöku, heldur að mæl- ast til þess að við komum á sameiginlegum vett- vangi þar sem margir aðilar geti lagt lóð sín á vogaskálarnar í barátt- unni gegn óábyrgri notkun vímuefna. Mjög margir eru ein- huga um að við vissar aðstæður eigi áfengi ekki heima. Tölum hátt um það! Segjum meira um hvers vegna það á ekki heima við þær að- stæður! Mjög margir vita að það er sam- hengi á milli þess að bragða áfengi snemma á lífsleiðinni og misnotk- unar síðar meir. Á sér stað ábyrg og markviss kennsla í skólunum um þetta? Á fundi framkvæmdastjórnar Al- þjóðaheilbrigðismálastjórnarinnar (WHO) sem haldinn var í Genf í jan- úar sl. reyndist heilbrigðisvandi sök- um áfengisneyslu það svið sem erf- iðast var að komast að samkomulagi um sameiginlega yfirlýsingu. Í viðtali í Morgunblaðinu segir Davíð Á. Gunnarsson, formaður framkvæmdastjórnarinnar, að menn hafi skipst í þrjá hópa. Norðurlöndin með stranga áfengisstefnu, lönd múslíma þar sem áfengisneysla er bönnuð og önnur lönd sem hingað til hafa ekki skilgreint mikla drykkju sem heilbrigðisvanda. (Heimild: Mbl.6.feb.2005.) Líkt og á svo mörgum sviðum er samstaða Norðurlandanna mikil í þessum málaflokki og við getum haft gagn af reynslu og þekkingu hvort annars. Börn á hættusvæði heitir áætlun sem beinir athygli að viðhorfum for- ráðamanna gagnvart notkun áfengis á mismunandi skeiðum og við ólíkar aðstæður. Áætlunin hefur verið í þróun í fleiri ár hjá Bláa krossinum, mjög viðurkenndum og mikilvægum aðila í rannsóknum á vímuefnaneyslu og meðferðarúrræðum bæði í Noregi og Svíþjóð. Áætlunin er ætluð full- orðnum en fjallar um börn. Á þessu ári verður þessi áætlun kynnt á ráðstefnu hér á landi og fulltrúum margra aðila verður boðið að sitja hana. VIÐ sjáum og þekkjum ótal dæmi um hverju hægt er að koma til leiðar þegar nógu margir sameinast um einn málstað. Þetta á bæði við um góða og vonda hluti og í þessari stað- reynd felst bæði ógnun og von. Heimurinn stendur nánast varn- arlaus gagnvart ofbeldi og hryðju- verkum og við þær kringumstæður er auðvelt að missa móð- inn og segja að ekkert sé hægt að gera. Við erum lánsöm sem lifum í frið- samlegri hluta heims- ins þar sem lög og réttur, ró og regla eru enn í hávegum höfð. En einnig hér upp- lifum við að fólk er misnotað og beitt of- beldi og illsku. Ástæðurnar eru sjálfsagt marg- víslegar og ekki eru til einfaldar skýr- ingar eða lausnir á þessum vanda. En ef marka má skýrslur sem gefnar hafa verið út í kjölfar slíkra atburða getum við slegið því föstu að mjög oft er að finna sama áhrifavaldinn, nefnilega áfengi. Þegar við búum yf- ir þeirri vitneskju að áfengi kemur við sögu í mörgum al- varlegum umferðarslysum og vitum þar að auki að það kúgar og leggur líf einstaklinga og heilu fjölskyldurnar í rúst og veldur börnum og unglingum varanlegum skaða, ættum við í sam- einingu að geta ráðist til atlögu gegn þessari vá með enn sterkari hætti en gert hefur verið hingað til. Sem betur fer er unnið mikið og gott forvarnarstarf á ýmsum víg- stöðvum og baráttan gegn vímuefn- um er á stefnuskrá margra frjálsra félagssamtaka, sem og hjá hinu op- inbera. Allir þeir sem beita sér á þessu sviði eiga heiður skilið. Margar rannsóknir hafa verið gerðar og mikið vísindastarf er unnið á þessu sviði og því skortir ekki þekkingu til þess að þeir sem vilja leggja sitt af mörkum til að tryggja betri uppvaxtarskilyrði fyrir börn og unglinga geti látið í sér heyra til að vara við áhrifum vímuefna. Það er reyndar umhugsunarefni að slíkur óvinur þjóðarinnar, sem áfengið hefur reynst, skuli fá að vera til staðar við margvísleg opinber tækifæri. Ég lít svo á að það sé einföld og rökrétt hugsun að harðstjóri sem veldur fólki sínu svo miklum erf- iðleikum, svo mörgum slysum og þjáningum, ætti að mæta skipulagðri og sterkri mótstöðu og að alls ekki ætti að gefa honum hýrt auga. Sem sagt, vandamálið er marg- slungið og ekki eru til einfaldar lausnir. En líkt og með flestar fram- farir sem eiga sér stað í okkar sam- félagi er þekking lykilorðið. Við get- um tvímælalaust gert miklu meira til að upplýsa verðandi og nýbakaða foreldra um skaðsemi áfengis. Ég er líka sannfærð um að í skólakerfinu sé mögulegt að skapa svigrúm til mark- vissrar kennslu bæði handa börnum og fullorðnum. Þegar allir leggjast á eitt Anne Marie Reinholdtsen fjallar um áfengisneyzlu og vímuefni ’Við erum lán-söm sem lifum í friðsamlegri hluta heimsins þar sem lög og réttur, ró og regla eru enn í hávegum höfð.‘ Anne Marie Reinholdtsen Höfundur er yfirforingi Hjálpræðishersins á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.