Morgunblaðið - 02.04.2005, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 02.04.2005, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. OG HVAÐ MEÐ SKATTGREIÐENDUR? Gera má ráð fyrir að einhverjirskattgreiðendur hafi glaðztþegar þeir lásu á forsíðu Morgunblaðsins í fyrradag að fram- leiðslutengdur og viðskiptatruflandi stuðningur við landbúnaðinn yrði að lækka úr um 10,5 milljörðum á ári í 5–6 milljarða, miðað við núverandi stöðu í viðræðum á vettvangi Heims- viðskiptastofnunarinnar, WTO. Þar er annars vegar átt við beinar greiðslur til bænda og hins vegar þann stuðning, sem felst í himinháum tollum á innfluttar landbúnaðarvör- ur. Brosið hefur svo væntanlega farið af þessum sömu skattgreiðendum er þeir lásu í Morgunblaðinu í gær um- mæli Guðna Ágústssonar landbúnað- arráðherra um að þótt tollar yrðu lækkaðir og dregið úr framleiðslu- tengdum styrkjum, myndi krónutal- an, sem skattgreiðendur láta af hendi til landbúnaðarins, ekki lækka. Ráð- herra segir að styrkir verði væntan- lega færðir yfir í svokallaðar grænar greiðslur eins og gert hafi verið í ýmsum nágrannalöndunum. Með grænum greiðslum er t.d. átt við beinan tekjustuðning við bændur, án tillits til framleiðslu, umhverfisstyrki og byggðastyrki. Það væri að sjálfsögðu alveg óvið- unandi niðurstaða fyrir íslenzka skattgreiðendur, ef framlag þeirra til landbúnaðarins lækkaði ekkert til lengri tíma litið. Þeir greiða nú ein- hverja hæstu landbúnaðarstyrki í heimi, og fá í staðinn sem neytendur að kaupa einhverjar dýrustu land- búnaðarvörur í heimi úti í búð. Þetta er ástand, sem þjóðin hefur látið bjóða sér furðu lengi en gerir varla öllu lengur. Það getur verið réttlætanlegt, til skemmri tíma, að færa styrkina til þannig að peningar, sem áður voru notaðir í framleiðslustuðning, séu notaðir til að hjálpa bændum að að- lagast nýju samkeppnisumhverfi. Þannig mætti aðstoða þá, sem reka óhagkvæm bú, til að hætta rekstrin- um og finna sér aðra vinnu, stuðla að endurmenntun bænda og skapa ný atvinnutækifæri í sveitunum. En til lengri tíma litið er auðvitað ekki við- unandi að ein atvinnugrein njóti jafn- víðtæks stuðnings skattgreiðenda og landbúnaðurinn gerir. Heildarstuðn- ingurinn hlýtur því að lækka og markmiðið að vera að íslenzkur land- búnaður geti staðið á eigin fótum. Það eru að sjálfsögðu rök í málinu að önnur ríki styrkja sinn landbúnað og við þá styrki keppa íslenzkir bændur. En landbúnaðarstyrkir á Ís- landi mega lækka umtalsvert áður en hægt verður að halda því fram með sanni að íslenzkir skattgreiðendur geri verr við sinn landbúnað en t.d. skattgreiðendur í Evrópusambands- löndunum. Önnur ríki greiða líka ríkisstyrki til sjávarútvegsins. Það hefur ekki orðið til þess að íslenzk stjórnvöld vilji greiða íslenzkum sjávarútvegi sambærilega ríkisstyrki. Allir sjá að það væri ekkert vit í því. Þess í stað berjast þau fyrir því á vettvangi Heimsviðskiptastofnunarinnar að styrkir til sjávarútvegs verði lækk- aðir eða afnumdir, og að sjávarútveg- urinn standi á eigin fótum. Sömu stefnu ættu íslenzk stjórnvöld auðvit- að að hafa í landbúnaðarmálum. Það er ekki hægt að marka stefnuna í WTO-viðræðunum eingöngu út frá hagsmunum landbúnaðarins. Hags- muni neytenda og skattgreiðenda verður líka að virða. TRÚVERÐUGLEIKI FRÉTTASTOFU ÚTVARPSINS Ákvörðun Auðuns Georgs Ólafs-sonar um að gefa frá sér starf fréttastjóra fréttastofu Útvarpsins eftir að hafa gegnt því einn dag var skynsamleg og óhjákvæmileg. Hann var í raun settur í vonlausa stöðu strax með ákvörðun meiri- hluta útvarpsráðs um að mæla með honum í stöðuna og ganga þar með framhjá fólki með langtum meiri reynslu af fréttamennsku. Öllum mátti vera ljóst að sú ákvörðun var ekki tekin á faglegum forsendum og ekki með trúverðugleika frétta- stofunnar að leiðarljósi, heldur pólitíska hagsmuni, hversu illa skil- greindir sem þeir kunna að hafa verið. Fréttastjórinn fyrrverandi sá raunar um það sjálfur að afgreiða eigin trúverðugleika í sínu fyrsta viðtali við eigin fréttastofu í hádeg- isfréttum í gær. Af því viðtali mátti sömuleiðis vera nokkuð ljóst að hann hafði ekki þá reynslu, sem nauðsynleg er til að gegna þessu erfiða starfi. Þau miklu viðbrögð, sem komið hafa fram víða í samfélaginu eftir að meirihluti útvarpsráðs mælti með þeim umsækjanda um stöðu fréttastjóra, sem flestir þeir er til þekkja töldu einna ólíklegastan til að verða ráðinn, sýna vel að al- menningur í landinu gerir miklar kröfur til fjölmiðla. Fólk vill að þeim sé stýrt af fagmönnum með mikla reynslu og þekkingu á fréttamennsku. Vandaðir fjölmiðlar hafa byggt upp orðspor, sem er þeirra dýrmætasta eign. Eitt það versta, sem getur komið fyrir fjölmiðla, sem vilja láta taka mark á sér, er að fólk fái á tilfinninguna að þeim sé stjórnað út frá póli- tískum hagsmunum eða peninga- legum. Þess vegna ríður mikið á hvernig framhaldi fréttastjóramálsins verð- ur háttað. Yfirstjórn Ríkisútvarps- ins og útvarpsráð verða á næstu dögum að skoða vel þá stöðu, sem upp er komin. Forráðamenn Út- varpsins eiga nú engan annan kost en að láta reynslu, þekkingu og fagmennsku ráða þegar nýr frétta- stjóri verður valinn. Önnur ráðn- ing, sem kæmi þjóðinni jafnspánskt fyrir sjónir, gæti riðið trúverðug- leika fréttastofu Útvarps að fullu. F lest bendir til, að Jóhannes Páll páfi II eigi skammt eftir ólifað. Stað- fest hefur verið í Páfagarði, að honum hafi verið veitt hin hinstu sakramenti og Camillo Ruini kard- ináli í Róm og yfirmaður ítalska biskuparáðsins er kominn í Páfagarð. Er það hans hlutverk að tilkynna lát páfa þegar það ber að höndum. Þá fer af stað ákveðið ferli við val á nýjum yf- irmanni kirkjunnar en segja má, að kaþólska kirkjan standi nú á nokkrum krossgötum í þeim efnum. Miklar breytingar hafa átt sér stað innan kaþólsku kirkjunnar á síðustu áratugum og hún er nú miklu alþjóðlegri en áður var. Eftir sem áður er talið víst, að næsti páfi komi úr röðum kardinálanna sjálfra, sem er þó ekkert skilyrði, og allt þar til Pólverjinn Karol Wojtyla var kjörinn sem Jóhannes Páll páfi II árið 1978 þótti það næstum því sjálfgefið, að páfi væri ítalskur að þjóðerni. Með kjöri Wojtyla var rof- in 455 ára löng, óslitin hefð og var það einkum rakið til klofnings meðal ítölsku kardinálanna og mikils þrýstings frá íhaldssömum kirkjuleið- togum í Bandaríkjunum. Breyttir tímar Innan kirkjunnar er enn sterk hreyfing fyrir því, að páfi sé ítalskur, en breyttir tímar og þær breytingar, sem páfi hefur sjálfur beitt sér fyrir, gera það ekki jafnsjálfsagt og áður. Mið- stýringin innan kirkjunnar hefur líka minnkað og kardinálahópurinn hefur aldrei verið jafn- alþjóðlegur. Næsti páfi gæti því komið hvaðan sem er úr heiminum. Verði einhver ítölsku kardinálanna fyrir val- inu, eru einkum fimm menn nefndir til sög- unnar. Það eru þeir erkibiskuparnir Dionigi Tettamanzi í Mílanó; Angelo Scola í Feneyjum; Tarcisio Bertone í Genúa; Angelo Sodano, utan- ríkisráðherra Páfagarðs, og Giovanni Battista Re, yfirmaður safnaðarins í Páfagarði. Eru þeir á aldrinum 63 til 77 ára en stundum getur ald- urinn ráðið nokkru við val á páfa. Ef kirkjuleiðtogarnir eru sæmilega sammála um helstu áhersluatriðin í stefnu kirkjunnar, er líklegt, að þeir velji tiltölulega ungan mann, eins og var með Wojtyla 1978, til að stýra henni á næstu áratugum. Mikill ágreiningur end- urspeglast hins vegar oft í því, að þá verður fyrir valinu aldraður maður, sem almennt er litið á sem bráðabirgðalausn. Afrískur páfi? Ef kardinálarnir beina sjónum sínum út fyr- ir Ítalíu, má segja, að allt sé opið. Þá gæti svo farið, að næsti páfi yrði blökkumaður frá Afr- íku. Yrðu það mikil tíðindi og ákaflega tákn- ræn. Hefur þessi möguleiki verið nokkuð í umræðunni að undanförnu og er hann einkum rökstuddur með þeirri hörðu baráttu, sem kaþólska kirkjan heyr nú í hinni Svörtu álfu við íslam og ýmsar kristnar kirkjudeildir. Í þessu sambandi er oftast nefndur Francis Ar- inze kardináli frá Nígeríu, 72 ára að aldri, en hann er nú með sitt aðsetur í Páfagarði. Í Rómönsku Ameríku eru einkum nefndir erkibiskuparnir Dario Castrillon Hoyos, yf- irmaður kardinálaráðsins í heimshlutanum; Oscar Andres Rodrigues Maradiaga í Teg- ucigalpa; Jorge Mario Bergoglio í Buenos Aires og Claudio Hummes í Sao Paulo. Er Maradiaga yngstur þeirra, 62 ára, en Hoyos elstur, 75 ára. Mikill meirihluti kaþólsks fólks býr á suðurhveli Það er sem sagt ekki ólíklegt, að næsti páfi komi úr einhverju þróunarlandanna og á það veðja margir. Þar er gróskan mest í starfsemi kaþólsku kirkjunnar, öfugt við það, sem er í iðnríkjunum þar sem víða hefur hallað undan fæti. Sem dæmi má nefna, að aðeins á síðustu 20 árum hefur kaþólsku fólki í Afríku fjölgað úr 50 í 90 milljónir og meira en tveir þriðju hlutar þess rúma milljarðs manna, sem til- heyra kirkjunni, búa nú á suðurhveli jarðar. Í Evrópu, utan Ítalíu, hefur nafn Josephs Ratzingers kardinála frá Þýskalandi og hægri handar Jóhannesar Páls páfa II stundum bor- ið á góma en hvort tveggja er, að hann er orð- inn 78 ára og þykir fullíhaldssamur. Þar að auki er talið víst, að ítölsku prelátarnir muni í ljósi sögunnar seint geta sætt sig við þýskan páfa eða franskan. Um Bandaríkin þarf ekki að hafa mörg orð. Vegna hneykslismála innan kirkjunnar þar, ásakana og dóma um kynferð- islegt ofbeldi, kemur það ekki einu sinni til álita að velja mann þaðan. Óttast að ímynd kirkjunnar hafi skaðast Vitað er, að margir kardinálanna vilja fá í embættið mann, sem vill einbeita sér að innra Fréttaskýring | Ljóst er, að kaþólska kirkjan stendur urðsson segir hér nokkuð frá vangaveltum um líklega Verður næsti páfi frá þriðja heiminum? MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi yfirlýsing frá framkvæmdastjórn Landspítala – háskólasjúkrahúss: „Stjórnun og rekstur Landspít- ala – háskólasjúkrahúss (LSH) hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu daga. Margt óvægið hefur verið sagt og skrif- að og sumt af því beinlínis rangt. Þetta eru staðreyndir um sjúkra- hús allra landsmanna:  Starfsmenn á LSH eru um 4.800 í rúmlega 3.800 stöðugild- um. Heildarkostnaður spítalans á síðasta ári var um 28 milljarðar króna. Þar af fóru um 3,8% til rekstrar skrifstofu forstjóra og skrifstofu fjárreiðna og upplýs- inga, þar sem er m.a. starfs- mannaþjónusta, reikningshald, launadeild, áætlanir, söfnun, greining og veiting stjórnunar- upplýsinga, innheimta, innkaup og birgðastöð, alls um 150 stöðu- gildi. Skrifstofa tækni og eigna, með um 485 stöðugildi, er að stærstum hluta þjónustustarf- semi, s.s. ræsting spítalans, eld- húsrekstur, rekstur þvottahúss, upplýsingatækni, vakt- og örygg- isþjónusta og viðhald húsnæðis og lækningatækja. Á skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar eru um 28 stöðugildi. Hún er tengilið- ur spítalans við Háskóla Íslands og aðrar menntastofnanir og styður við kennslu- og vísinda- starf spítalans. Í samdráttarað- gerðum árið 2004 fækkaði starfs- mönnum á ofangreindum stoð- þjónustueiningum um rúm 5% en rúmt 1% á klínískum starfsein- ingum spítalans sem er sú þjón- usta sem snýr beint að meðferð sjúklinga.  Á föstu verðlagi var rekstrar- kostnaður LSH 2004 nánast sá sami og 2000. Framlag til LSH, sem hlutfall af heildarfjárlögum, hefur lækkað þótt fólki á höfuð- borgarsvæði hafi fjölgað og þjón- usta aukist.  Stjórnkerfi spítalans er ein- faldara og hagkvæmara en fyrir sameiningu sjúkrahúsanna. Stjórnendum var fækkað, t.d. tekið út eitt stjórnunarlag, þ.e. forstöðulæknar og hjúkrunar- framkvæmdastjórar. Frá fyrsta ári eftir sameiningu hefur klínísk- um sviðum á LSH fækkað um eitt og sviðum á skrifstofum spítalans um fimm.  Starfsmönnum LSH fækkað og dregið úr yfir Haldið hefur verið fram a vinnutímar séu hlutfallsleg á skrifstofum en í klínísku Slíkur samanburður er mögulegur vegna mismu talningar á yfirvinnutím vaktavinnudeildum og á stofum. Til dæmis er yfi lækna á vöktum talin vakta aður og telst því ekki ti vinnutíma í uppgjöri spítala  Starfsstöðvum hefur mar verið fækkað til hagræðing bættrar þjónustu. Víða Yfirlýsing framkvæmdastjórnar Land Hið sanna um re
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.