Morgunblaðið - 02.04.2005, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 02.04.2005, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í UMRÆÐUÞÆTTINUM Ís- landi í dag hinn 22. mars síðastliðinn viðurkenndi Alfreð Þorsteinsson að mikill lóðaskortur væri nú í Reykja- vík þrátt fyrir að boðnar hefðu verið út fjölmargar lóðir undanfarin tvö ár. Framboð annaði engan veginn eft- irspurn. Jafnframt tók hann undir það sjón- armið að nægt land væri til í borginni en að ómögulegt hefði verið að sjá fyrir þá gíf- urlegu spurn eftir hús- næði sem varð í kjölfar breytinga á lánamark- aði. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, benti hins vegar á í sama þætti, að margsinnis hefði verið varað við hætt- unni sem fylgdi því að bjóða ekki út lóðir jafnt og þétt því ann- ars gæti safnast upp eftirspurn sem myndi spenna upp húsnæð- ismarkaðinn með ófyr- irsjáanlegum afleið- ingum. Jafnframt minnti Vilhjálmur á að skortur hefði verið á lóðum löngu áður en umræddar breytingar urðu á lánakjörum til húsnæðiskaupa. Fast- eignaverð hefði því farið ört hækkandi síðustu ár þótt aukinn kaupmáttur og hagstæðari lánakjör hefðu einnig haft áhrif. Síðar í þættinum skiptust þeir Al- freð og Vilhjálmur á skoðunum en ekki leið á löngu þar til Alfreð greip til einkar undarlegra skýringa til að firra R-listann ábyrgð á þessari óheillaþróun. Fyrri rangtúlkun Alfreðs Fyrri skýring Alfreðs gekk út á að lóðaskortur væri ekki bara bundinn við Reykjavík. Um væri að ræða al- mennan skort á lóðum á höfuðborg- arsvæðinu og víðar. Þannig hefði húsnæðisverð í nágrannasveit- arfélögum einnig hækkað í sama takti og innan Reykjavíkur. Við fyrstu sýn virðist Alfreð hafa nokkuð til síns máls en í raun er hér um alvarlegan misskilning á lögmáli framboðs og eftirspurnar að ræða. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð- inu mynda eitt búsetu- og atvinnu- svæði og einn markað fyrir íbúðar- húsnæði. Þegar skortur er á lóðum í Reykjavík, langstærsta og fjölmenn- asta sveitarfélaginu, ræður það úr- slitum um þróun fasteignaverðs á svæðinu öllu. Þetta gerist þrátt fyrir að ná- grannasveitarfélögin hafi úthlutað mun fleiri lóðum en Reykjavík. Smæð þeirra gagnvart Reykjavík er slík að þeim er um megn að anna þeirri eftirspurn sem heimatilbúinn lóðaskortur í höfuð- borginni leiðir af sér. Alfreð gefur hins vegar í skyn að öll sveitar- félögin á höfuðborg- arsvæðinu hafi sama vægi í samspili fram- boðs á húsnæði og eft- irspurnar þess þótt við blasi að Reykjavík er þar ráðandi afl. Síðari rangtúlkun Alfreðs Síðar í þættinum gerði Alfreð sig sekan um aðra mistúlkun á lögmáli framboðs og eftirspurnar þegar hann hélt því fram að lóðaskortur væri orðinn það víðtækur að nokkur þúsund manns hefðu nýverið slegist um tæp- ar fjörutíu lóðir á Sel- fossi. Sem fyrr væri ekki bara við Reykjavík að sakast, lóðaskortur væri víða vandamál. Ekki hvarflaði að Alfreð Þor- steinssyni að hugsanlega væri fjöldi umsækjenda um þessar lóðir einmitt Reykvíkingar sem kjósa fremur að yfirgefa borgina sína sökum lang- varandi lóðaskorts og leita því þang- að sem unnt er að fá lóðir á skikk- anlegu verði. Ástandið á fasteigna- markaðnum í borginni er nefnilega orðið það ískyggilegt að fólk vill hugsanlega frekar auka aksturs- vegalengdina til og frá vinnu um röskan hálftíma gegn því að fá lóð á viðráðanlegu verði heldur en að slást um þær fáu lóðir sem í boði eru í Reykjavík og borga vel á annan tug milljóna fyrir. Ef rétt reynist, hvað felst þá í markmiðum R-listans um þéttingu byggðar? Gildir lögmál skortsins ekki í Reykjavík? Guðmundur Edgarsson skrifar um lóðaskort í Reykjavík ’Þegar skorturer á lóðum í Reykjavík, langstærsta og fjölmennasta sveitarfélaginu, ræður það úrslitum um þróun fast- eignaverðs á svæðinu öllu.‘ Guðmundur Edgarsson Höfundur er kennari við MH og HÍ. Á BAKSÍÐU Morgunblaðsins 29. mars sl. var frétt um næring- arástand þorsksins. Þórarinn Ólafsson, fiskverk- andi í Grindavík, greindi frá því að þorskurinn hefði í vetur verið óvanalega magur og með tóman maga. Fiskifræðingur hjá Hafrannsókna- stofnun svaraði þess- um kenningum um slæmt næringar- ástand þorsksins á þá lund að það væru engin merki um fæðuskort, í sömu andrá og fræðing- urinn greindi frá því að með- alþyngd þorsksins hefði lækkað á undanförnum árum. Hvers konar vitleysa er það að telja lækkandi meðalþyngd þorsks- ins ekki áberandi einkenni um fæðuskort? Í framhaldinu má spyrja Hafrann- sóknastofnun hvort stofnunin telji lækk- andi meðalþyngd vera merki um eitthvert lystarleysi íslenska þorsksins. Í vetur hef ég áður orðið vitni að vægast sagt einkennilegri líf- fræði Hafrann- sóknastofnunar, s.s. þegar stofnunin neitaði að horfast í augu við þá staðreynd að þorsk- urinn í Breiðafirði væri hægvaxta en í gögnum stofn- unarinnar mátti sjá að fjórðungur 5 ára og eldri þorsks var hæg- vaxta. Fleiri dæmi má nefna, s.s. þegar Hafrannsóknastofnun fer fjallabaksleið í að túlka samband hrygningarstofns og nýliðunar. Það er orðið löngu tímabært að fara í alvöru yfir starfshætti Haf- rannsóknastofnunar með gagn- rýnum hætti en sú staðreynd blas- ir við að þorskveiði nú er helmingi minni en fyrir daga kvótakerfisins. Lystarleysi íslenska þorsksins Sigurjón Þórðarson fjallar um megurð íslensks þorsks Sigurjón Þórðarson ’Það er orðið löngutímabært að fara í alvöru yfir starfshætti Hafrannsóknastofnunar með gagnrýnum hætti en sú staðreynd blasir við að þorskveiði nú er helmingi minni en fyrir daga kvótakerfisins.‘ Höfundur er alþingismaður. OFANGREIND orð eru tilvitnun í páskapredikun sr. Karls Sig- urbjörnssonar biskups (sjá frétt Morgunblaðsins 29. mars sl.). Í predik- uninni sem útdráttur var fluttur úr í ýmsum ljósvakamiðlum um helgina kvartaði hann undan því að fámenn- ur þrýstihópur vildi koma fræðslu um kristni út úr skólum. Trúboð eða fræðsla? Nú veit ég ekki hvaða „þrýstihóp“ sr. Karl á við, en tel þó líklegt að hann vísi m.a. til mikillar umræðu sem varð fyrir skömmu um trúarbragða- fræðslu og trúboð í skólum, m.a. í kjölfar málþings sem vinstri grænir stóðu fyrir um miðjan febrúar sl. Á málþinginu og umræðum í kjölfarið komu fram alvarlegar upplýsingar um umfang trúboðs í opinberum skólum, m.a. um kristið bænahald. Ég minnist sérstaklega samtals við grunnskólastjóra í Keflavík sem sá hreint ekkert athugavert við bæna- hald í skólanum hjá henni. Í ljósvakamiðlunum, sem ég fylgd- ist með um páskana, var ekki birtur sá hluti predikunar sr. Karls sem ég setti í fyrirsögnina. Hún er þó lykill málsins: „Skólinn á ekki að sinna trú- boði“. Hvorki leik-, grunn-, fram- halds- né kennaraskólar eiga að boða trú. Hins vegar eru það einmitt trú- boð í skólum, ógagnrýnar kirkjuferð- ir og bænahald sem valda því að bar- áttufólk fyrir trúfrelsi og frelsi til trúleysis treystir ekki skólum til að stunda hlutlaust fræðslustarf um trúarbrögð. Gagnrýni á slíkar til- hneigingar til trúboðs, þ.e. rugling á trúboði og fræðslu, kom fram á nefndu málþingi, m.a. í máli sr. Sig- urðar Pálssonar, en hann var um all- langt skeið námstjóri í mennta- málaráðuneytinu og þekkir e.t.v. manna best stöðu þessara mála. Sr. Karl þarf því ekki að vera undrandi á að kristindómsfræðslan sé gagnrýnd. Hverjir skyldu stunda slíkt trúboð? Eru það kristnir kennarar sem þekkja ekki muninn á trúboði og fræðslu? Eða er prestum án kenn- aramenntunar enn þá falin kristindóms- fræðslan í einhverjum skólum? Kristindómur og ásatrú í sögu þjóðar Að mínum dómi er ekkert óeðlilegt við tals- vert mikla kristindóms- fræðslu en hún ætti ekki að vera sérstök náms- grein heldur hluti af menningarfræði, lífs- leikni, siðfræði eða samfélagsfræði, og ef fólk vill, trúarbragðafræði. Sér- staklega er þetta mikilvægt vegna þess að íslensk menning verður tæp- ast skilin án umtalsverðrar þekk- ingar á tvennum trúarbrögðum um- fram önnur, þ.e. kristinni trú og ásatrú. En mörg önnur trúarbrögð eru þó vissulega samofin sögu okkar og nágrannalanda okkar, ekki síst íslam. Þar að auki er kristni ein af meginstoðum íslenskrar löggjafar og þess siðgæðis sem flestir vilja rækta með ungu fólki. Síst af öllu gæti ég, sem er menntaður sem sögukennari, borið á móti slíkum staðreyndum. Það hlýtur því að vera til vansa að trúlaust fólk og fólk af minnihluta- trúarbrögðum telji sig knúið til að taka börn sín úr kristindómstímum – vegna trúboðs – þannig að þau fari á mis við mikilvæga fræðslu. Eða ein- staklingar í hópi kennara sem ekki tilheyra lútersku þjóðkirkjunni treysti sér ekki til að kenna kristin fræði, einmitt kannski af því að þau heita kristin fræði og „önnur trúar- brögð“ eru þar sem einhvers konar viðhengi. Að ógleymdum rétti fólks til að aðhyllast engin trúarbrögð. Hins vegar veldur það óþörfum ruglingi að kalla námsgreinina krist- in fræði og mér finnst að lúterska þjóðkirkjan þurfi að sætta sig við að setja innihaldið ofar forminu. Eða vill kirkjan kannski njóta forréttinda í opinberum skólum? Það er alls ekki hægt að verjast þeirri hugsun eftir að hafa lesið fréttir af predikuninni og heyrt þungann í rödd sr. Karls í því sem var tekið upp í fréttum Rík- isútvarpsins. Frelsi til trúleysis Sr. Karl óttast að skólar komi til með að láta „sem trú skipti ekki máli“ og e.t.v. er það rétt að einhver skoðanasystkina minna í baráttu fyr- ir trúfrelsi og frelsi til trúleysis telji svo vera og vilji veg trúar og rétt þeirra sem aðhyllast trú sem minnst- an. Ég hef bara ekki orðið var við þetta sjónarmið í þeim hópi fólks sem ég umgengst heldur þvert á móti að fjölmargir þeirra sem berjast fyrir þess háttar frelsi telja að trú skipti mjög miklu máli – væri ekki annað að lemja höfðinu við steininn? En við gerum þá réttlætiskröfu að trúleysi sé virt jafnt og trúarbrögð í opinber- um skólum – annað væri mismunun. Aðskilnaður leik- og grunnskóla- starfs frá kirkjustarfi og trúboði er bersýnilega afar brýnt verkefni mið- að við þær upplýsingar sem komu fram á málþingi vinstri grænna og í umræðum í samfélaginu í kjölfar þess. Að þessu þarf að huga í yf- irstandandi námskrárvinnu á vegum menntamálaráðuneytis. Um þetta erum við sr. Karl greinilega alveg sammála ef ég skil orð hans rétt, þótt vera kunni að okkur greini á um leið- ir til þess. Þannig vill hann að Kenn- araháskólinn (og væntanlega þá einnig aðrir kennaraskólar) skipi kristni og öðrum trúarbrögðum með- al kjarnagreina. Ég tek undir að það þurfi að efla þekkingu kennara á því hvernig á að kenna um trú og trúar- brögð en efast stórlega um að pláss sé fyrir kristin fræði sem skyld- ugrein í kennaranámi meðan bitist er um hverja vinnuviku í því námi. Kannski sameining trúarbragða- fræða við menningarfræði eða lífs- leikni og siðfræði gæti aukið það rými? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson fjallar um páskapredikun hr. Karls Sigurbjörnssonar biskups ’Aðskilnaður leik- oggrunnskólastarfs frá kirkjustarfi og trúboði er bersýnilega afar brýnt verkefni …‘ Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Höfundur er sagnfræðingur og menntunarfræðingur. „Skólinn á ekki að sinna trúboði“ KALDA stríðinu er lokið, ógnun af Sovétríkjunum er ekki lengur til staðar, enda þau liðin undir lok. Varnir Íslands hafa byggst á þessari horfnu ógn. Hrað- fleygar, vopnaðar her- þotur og kafbátaleit- arvélar eru í þessu sambandi úrelt fyr- irbrigði. Það er því mjög erfiður mál- staður að verja fyrir íslensk stjórnvöld að Bandaríkjamenn hafi hér nokkrar orr- ustuþotur, sem í þokkabót virðast vera óvopnaðar. En það er önnur ógn til staðar og hana skilja Bandaríkja- menn. Hryðjuverka- menn geta látið til skarar skríða hvar sem er í heiminum og litla Ísland er örugg- lega ekki óhult hvað þetta varðar. Ég tel að orr- ustuþotur séu engin vörn gegn þessari ógn en öðru máli gegni um vopnaðar þyrlur. Ég legg því til að við förum fram á það við Bandaríkjamenn að þeir sjái okkur fyrir 6 þyrlum ásamt vara- hlutum og viðhaldi. Íslendingar sæju hins vegar um áhafnir þyrln- anna en bandaríkjamenn um þjálfun áhafnanna. Ég legg jafnframt til að þyrl- urnar yrðu staðsettar þannig að ein yrði á Ísafirði, ein á Akureyri, ein á Egilsstöðum, ein á Höfn í Horna- firði og tvær í Keflavík. Þyrlur Landhelgis- gæslunnar yrðu svo eftir sem áður í Reykjavík. Tvenn rök liggja fyr- ir því að dreifa þyrl- unum á þennan hátt um landið. Annars veg- ar þau að hryðjuverka- menn geta látið til skarar skríða hvar sem er á landinu og helst þar sem engar varnir eru til staðar. Hin ástæðan er sú og ég fer ekkert í launkofa með það, að þessar þyrlur yrðu björgunartæki og með þessari dreifingu um landið væri þyrla komin á slysstað á sjó eða landi fyrr en ella ef þær væru allar í Kefla- vík. Margir munu eflaust reka upp ramakvein og segja að með þessu væru Íslendingar að koma sér upp her. Ís- lendingar gera nú þeg- ar út vopnuð skip og sé ég engan mun á vopnuðu skipi og vopnaðri þyrlu. Varnir Íslands Kristinn Ó. Magnússon fjallar um varnir gegn hryðjuverkaógn Kristinn Ó. Magnússon ’Hryðjuverka-menn geta látið til skarar skríða hvar sem er í heiminum og litla Ísland er örugglega ekki óhult hvað þetta varðar.‘ Höfundur er verkfræðingur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.