Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
ÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11, gítarleikari
Pétur Þór Benediktsson, organisti Kári Þor-
mar, prestur sr. Þórhildur Ólafs. Ferming-
armessa kl. 14 kór Áskirkju syngur, org-
anisti Kári Þormar, prestur sr. Þórhildur
Ólafs.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa klukkan
11. Foreldrar, afar og ömmur hvött til þátt-
töku í barnastarfinu. Guðsþjónusta kl. 14.
Organisti Guðmundur Sigurðsson. Sr.
Pálmi Matthíasson.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Sr. Hjálmar
Jónsson prédikar. Kór Menntaskólans í
Reykjavík syngur. Marteinn H. Friðriksson
stjórnar og leikur á orgel. Messunni er út-
varpað. Barnastarf í Safnaðarheimilinu
meðan á messu stendur. Kvöldmessa kl.
20. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Söng-
hópur úr Dómkórnum syngur. Marteinn H.
Friðriksson sér um undirleik.
GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11 í
umsjá Jóhönnu Sesselju Erludóttur og ung-
linga úr kirkjustarfinu. Messa kl. 11. Alt-
arisganga. Samskot til ABC-barnahjálpar.
Fermingarmessa kl. 13.30. Kirkjukór
Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Ar-
inbjarnarson. Prestar Ólafur Jóhannsson
og Petrína Mjöll Jóhannesdóttir.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðs-
þjónusta kl. 14. Organisti Kjartan Ólafs-
son. Sr. Hjálmar Jónsson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barnastarf
kl. 11. Ferming. Báðir prestar kirkjunnar og
djákni þjóna. Hópur úr Mótettukór Hall-
grímskirkju syngur. Organisti Hörður Ás-
kelsson.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 10.30. Ferm-
ing. Organisti Kári Þormar. Sr. Tómas
Sveinsson og sr. Helga Soffía Konráðs-
dóttir. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Umsjón
Ólafur J. Borgþórsson.
LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS:
Hringbraut: Helgistund kl. 10.30. Org-
anisti Helgi Bragason. Rósa Kristjáns-
dóttir, djákni.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands
biskups. Barnastarf í safnaðarheimili kl.
11 í umsjón Rutar, Þóru, Steinunnar og
Arnórs. Fermingarmessa kl. 11. Organisti
Jón Stefánsson. Sr. Jón Helgi Þórarinsson.
LAUGARNESKIRKJA: Fjölskyldumessa kl.
11 haldin að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd í
samvinnu safnaðanna beggja. Messan
markar lok Samtals- og bænahelgar Laug-
arneskirkju sem haldin er þessa helgi í
Vatnaskógi. Þar munu sunnudagaskóla-
kennararnir Hildur Eir Bolladóttir, Heimir
Haraldsson og Þorvaldur Þorvaldsson leiða
samveruna. Fermingarmessa kl. 13:30.
Prestur er sr. Bjarni Karlsson. Gunnar
Gunnarsson leikur á orgelið. Kór Laug-
arneskirkju syngur og Sigurbjörn Þorkels-
son meðhjálpari þjónar ásamt ferming-
arfræðurunum Sigurvini Jónssyni og Hildi
Eir Bolladóttur.
NESKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11.
Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Org-
anisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn
Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir alt-
ari. Börnin byrja í kirkjunni en fara síðan í
safnaðarheimili. Fermingarmessa kl.
13.30. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng.
Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur
sr. Örn Bárður Jónsson.
SELTJARNARNESKIRKJA: Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11. Tónlist, biblíusaga, söngur
og leikrit. Umsjón leiðtogar sunnudaga-
skólans og sr. Arna Grétarsdóttir. Verið vel-
komin.
ÍSLENSKA KIRKJAN Í SVÍÞJÓÐ
Stokkhólmur: Íslensk guðsþjónusta
sunnudaginn 3. apríl kl. 14 í Finnsku kirkj-
unni við hlið Hallarinnar í Gamla stan. Ís-
lenski kórinn í Stokkhólmi leiðir söng.
Hljóðfæraleik annast Brynja Guðmunds-
dóttir. Prestur er sr. Ágúst Einarsson.
Kirkjukaffi í safnaðarsal eftir guðsþjón-
ustu.
ÁRBÆJARKIRKJA: Fermingarguðsþjón-
usta kl.10.30. Sunnudagaskólinn kl.11 í
Árbæjarskóla (hátíðarsal).
BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Fermingarguðsþjónusta kl. 13.30.
Prestar sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir og
sr. Gísli Jónasson. Organisti: Keith Reed.
DIGRANESKIRKJA: Messa kl 11. Prestur
sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti Bjarni
Þ. Jónatansson. Kór Digraneskirkju A hóp-
ur. Sunnudagaskóli á sama tíma í kapellu
á neðri hæð. Léttur málsverður í safn-
aðarsal eftir messu (sjá nánar www.digra-
neskirkja.is).
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Ferming og alt-
arisganga kl. 11, sr. Svavar Stefánsson.
Sunnudagaskóli á sama tíma. Umsjón
hafa Sigríður Rún Tryggvadóttir og Elfa Sif
Jónsdóttir. Ferming og altarisganga kl.
14.00, sr. Guðmundur Karl Ágústsson.
GRAFARVOGSKIRKJA: Ferming kl. 10.30.
Ferming kl. 13.30. Barnaguðsþjónusta kl.
11 í Grafarvogskirkju. Prestur séra Bjarni
Þór Bjarnason. Umsjón hafa Hjörtur og
Rúna. Undirleikari er Stefán Birkisson. Fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11 í Borgarholts-
skóla. Prestur séra Elínborg Gísladóttir.
Umsjón Gummi og Dagný. Unglingakór
Grafarvogskirkju syngur, stjórnandi er
Oddný J. Þorsteinsdóttir. Undirleikari: Guð-
laugur Viktorsson.
HJALLAKIRKJA: Fermingarmessur kl.
10.30 og 13.30. Prestar kirkjunnar þjóna.
Kór kirkjunnar syngur og leiðir safn-
aðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson.
Barnaguðsþjónusta í neðri safnaðarsal kl.
13. Sögur, leikir og föndur. Við minnum á
bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18
(sjá einnig á www.hjallakirkja.is).
KÓPAVOGSKIRKJA: Ferming kl. 11. Prest-
ur sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson, Sigríður Stef-
ánsdóttir aðstoðar. Kór Kópavogskirkju
syngur og leiðir almennan söng, ásamt
táknmálskórnum. Organisti Sigrún Stein-
grímsdóttir, Guðrún S. Birgisdóttir leikur á
flautu. Barnastarf í kirkjunni kl. 12.30 í um-
sjón Önnu Kristínar, Péturs og Laufeyjar
Fríðu. Bænastund þriðjudag kl. 12.10.
LINDASÓKN í Kópavogi: Fjölskylduguðs-
þjónusta í Lindaskóla kl. 11. Börn úr
KFUM&K starfinu sýna látbragðsleik.
Stopp leikhópurinn sýnir leikritið Kamilla
og þjófurinn.
SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Söngur, sögur, líf og fjör! Fermingarguðs-
þjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson pré-
dikar. Kirkjukór Seljakirkju syngur. Org-
anisti Jón Bjarnason. Altarisganga.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl.11. Einnig verður heilög
kvöldmáltíð, í minningu Jesú Krists. Sam-
koma kl. 20 með mikilli lofgjörð og fyr-
irbænum. Friðrik Schram predikar. Þáttur
kirkjunnar Um trúna og tilveruna sýndur á
Ómega kl.13.30.
BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp:
Samkomur alla laugardaga kl. 11. Bæna-
stund alla miðvikudaga kl. 20. Biblíu-
fræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boðun
FM 105,5. Allir alltaf velkomnir.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur:
Bænastund kl. 19.30. Samkoma kl. 20.
Katrín Eyjólfsdóttir stjórnar. Friðrik Hilm-
arsson talar. Hallelújakórinn syngur. Mánu-
dagur: Heimilasamband kl. 15. Allar konur
velkomnar.
FRÍKIRKJAN KEFAS, Fagrahvarfi 2a: Sam-
koma kl. 14. Margrét S. Björnsdóttir talar.
Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt barnastarf
fyrir 1–5 ára og 6–12 ára börn á samkomu-
tíma. Kaffi og samfélag eftir samkomu.
Þriðjudaginn 5. apríl er brauðsbrotning og
bænastund kl. 20.30. Allir eru hjartanlega
velkomnir. Föstudaginn 8. apríl er unglinga-
starf kl. 20.
VEGURINN: Laugardagur: Bænastund,
beðið er fyrir Grænlandi. Sunnudagur: Fjöl-
skyldusamkoma kl. 11, Kristín Magn-
úsdóttir talar, létt máltið að samkomu lok-
inni. Allir velkomnir. Bænastund kl. 19.30.
Samkoma kl. 20, Högni Valsson talar, lof-
gjörð, fyrirbænir og samfélag eftir sam-
komu í kaffisal. Allir velkomnir.
SJÓMANNAHEIMILIÐ Örkin: Leygarkvöldið
kl: 20.30 verður hugnakvöld v/ Sólbjörg
Símonnarson. Sunnukvöldið kl: 20.30
verður möti v/ Sólbjörg Símunnarson. Aft-
aná verður kaffi. Öll eru hjartaliga vælkom-
in.
KROSSINN: Almenn samkoma að Hlíða-
smára 5 kl. 16.30.
BETANÍA, Lynghálsi 3: Samkoma kl. 11
sunnudaga. Einnig samkomur kl. 19.30 á
föstudögum.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti, dóm-
kirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl.
10.30. Messa á ensku kl. 18. Alla virka
daga: Messa kl. 18. Alla laugardaga:
Barnamessa kl. 14. Tilbeiðslustund er
haldin í Kristskirkju á hverju fimmtudags-
kvöldi að messu lokinni, þ.e. frá kl. 18.30
til 19.15. Sunnudaginn 3. apríl í messu kl.
10.30 er fyrsta altarisganga barna. Að
þessu sinni megum við gleðjast yfir því að
fjöldi barna (19) meðtaki hið alhelga alt-
arissakramenti í fyrsta skipti. Reykjavík,
Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga:
Messa kl. 11. Laugardaga: Messa á ensku
kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30.
„Ár altarissakramentisins“: Tilbeiðslu-
stund á mánudögum frá kl. 19 til 20. Rif-
tún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16.
Miðvikudaga kl. 20. Hafnarfjörður, Jós-
efskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30.
Alla virka daga: Messa kl. 18.30. „Ár alt-
arissakramentisins“: Tilbeiðslustund á
hverjum degi kl. 17.15. Karmelklaustur:
Sunnudaga: Messa kl. 08.30. Virka daga:
Messa kl. 8. Keflavík, Barbörukapella:
Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.
Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka
daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga:
Messa kl. 10. Ísafjörður: Sunnudaga:
Messa kl. 11. Flateyri: Laugardaga:
Messa kl. 18. Bolungarvík: Sunnudaga kl.
16. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19.
Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja,
Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl.
18. Sunnudaga: Messa kl. 11. „Ár alt-
arissakramentisins“: Tilbeiðslustund á
hverjum föstudegi kl. 17 og messa kl. 18.
LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Ferm-
ingarmesa kl. 11. Prestar sr. Kristján
Björnsson og sr. Þorvaldur Víðisson.
Sunnudagur: Fermingarmessa kl. 11.
Prestar sr. Kristján Björnsson og sr. Þor-
valdur Víðisson. Barnaguðsþjónusta kl. 11
í safnaðarheimilinu. Gengið inn frá Skóla-
vegi. Mikill söngur, sögur, leikur og lofgjörð.
Barnafræðararnir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Fermingar-
messa kl. 10.30. Prestar sr. Þórhallur
Heimisson og sr. Gunnþór Þ. Ingason.
Fermingarmessa kl. 14. Prestur sr. Gunn-
þór Þ. Ingason. Organisti Antonía Hevesi.
Kór Hafnarfjarðarkirkju leiðir söng. Sunnu-
dagaskólar í Strandbergi og Hvaleyrarskóla
á sama tíma.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Ferming-
arguðsþjónusta kl. 10.30. Kór Víði-
staðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Óla-
sonar. Einsöngur Sigurður Skagfjörð.
Trompet Eiríkur Örn Pálsson. Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Skemmtileg og fjölbreytt
stund fyrir alla fjölskylduna. Að þessu sinni
eru gestir sunnudagaskólans beðnir að
ganga inn um hægri hliðardyr v/
fermingarathafnar í kirkjunni.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Sunnudagskóli
kl. 11 í umsjón Eddu, Heru, Sigríðar Krist-
ínar og Skarphéðins. Góð stund fyrir alla
fjölskylduna.
BESSASTAÐASÓKN: Sunnudagaskólinn í
Garðakirkju. Rúta fer frá Álftanesskóla kl.
11. Fermingarmessa í Bessastaðakirkju
kl. 10.30. Prestarnir.
GARÐASÓKN: Fermingarmessur laug-
ardaginn 2. apríl í Vídalínskirkju kl. 13.30
og sunnudag kl. 13.30 í Vídalínskirkju.
Sunnudagaskólinn yngri og eldri deild kl.
11 í Vídalínskirkju. Prestarnir.
ÁSTJARNARSÓKN í samkomusal Hauka
að Ásvöllum: Barnaguðsþjónusta sunnu-
dag kl. 11–12. Léttar kaffiveitingar eftir
helgihaldið. Fermingarguðsþjónusta í Hafn-
arfjarðarkirkju laugardaginn 2. apríl kl.
13.30.
KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskóli í Stóru-
Vogaskóla laugardag kl. 11.15.
ÍSAFJARÐARKIRKJA: Messa á Hlíf kl. 14.
Kór Ísafjarðarkirkju syngur. Sr. Stína Gísla-
dóttir.
AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Svavar A. Jónsson. Félagar úr Kór
Akureyrarkirkju syngja. Organisti Björn
Steinar Sólbergsson. Sunnudagaskóli í
safnaðarheimilinu á sama tíma.
GLERÁRKIRKJA: Barnastarf í Lögmanns-
hlíðarkirkju kl. 11. Mæting við Glerárkirkju
en rúta leggur af stað þaðan kl. 11. Komið
til baka um kl. 12. Foreldrar velkomnir með
börnunum eins og ævinlega. Ferming-
armessa kl. 10.30. Sr. Arnaldur Bárðarson
og Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjóna. Fé-
lagar úr Kór Glerárkirkju syngja. Organisti
Hjörtur Steinbergsson. Fermingarmessa
kl. 13.30. Sr. Arnaldur Bárðarson og sr.
Gunnlaugur Garðarsson þjóna. Félagar úr
Kór Glerárkirkju syngja. Organisti Hjörtur
Steinbergsson.
HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Laug-
ardagur: Menn með markmið kl. 11.
Sunnudagur: Fjölskyldusamkoma kl. 11.
Ann Merethe Jacobsen talar. Allir velkomn-
ir.
LAUFÁSPRESTAKALL: Svalbarðskirkja:
Kyrrðarstund sunnudag kl. 13. Grenivík-
urkirkja: Kyrrðarstund mánudag kl. 20.
ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: Messa kl.
11. Ferming. Organisti Nína María Mor-
ávek. Sóknarprestur.
VÍKURKIRKJA í Mýrdal: Guðsþjónusta
sunnudag kl. 13.30. Ferming og alt-
arisganga. Organisti Kristín Waage. Kór
Víkurkirkju.
HRAUNGERÐISKIRKJA: Messa nk. sunnu-
dag kl. 13.30. Vænst er þátttöku ferming-
arbarna og aðstandenda þeirra. Organisti
Ingi Heiðmar Jónsson. Kristinn Á. Friðfinns-
son.
SELFOSSKIRKJA: Messa/ferming sunnu-
dag kl. 11. Sunnudagaskóli kl. 11.15. Létt-
ur hádegisverður á eftir í safnaðarheim-
ilinu. Ferming/messa kl. 14. Morguntíð
sungin þriðjudag til föstudags kl. 10, kaffi-
sopi á eftir. Foreldramorgnar miðvikudaga
kl. 11. Kirkjuskóli í Félagsmiðstöðinni mið-
vikudag kl. 13.30. Sr. Gunnar Björnsson.
EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11.
Guðspjall dagsins:
Jesús kom að luktum
dyrum.
(Jóh. 20.)
Morgunblaðið/Einar Falur
Grenjaðarstaður í Aðaldal.
Samvera eldri
borgara í
Seltjarnarneskirkju
VIÐ viljum vekja athygli á samveru
eldri borgara í Seltjarnarneskirkju,
þriðjudaginn 5. apríl, kl. 11. Eftir
helgistund, söng og altarisgöngu er
boðið upp á léttan hádegismat í boði
sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju í
safnaðarheimili kirkjunnar. Jó-
hanna Valsdóttir mun syngja nokk-
ur falleg lög við undirleik Pavel
Manasek organista. Ræðumaður er
sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prófast-
ur.
Við vonum að þið getið komið til
kirkjunnar þennan dag og notið
samverunnar með okkur.
Seltjarnarneskirkja.
Kvöldmessa
í Dómkirkjunni
Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ kl. 20
verður messa á léttum nótum og í
glöðu ljósi páskanna. Guðlaug
Magnúsdóttir syngur einsöng og
léttsveit úr Dómkórnum syngur við
undirleik Marteins H. Friðrikssonar.
Sr. Hjálmar Jónsson flytur hugleið-
ingu en sr. Jakob Ágúst Hjálm-
arsson leiðir helgihaldið.
Þetta er gott tækifæri til þess að
upplifa gleðiboðskap upprisunnar
sér til eflingar í trú og lífi.
Er líf þitt tilviljun?
Hvað segir Biblían?
FJÖGUR fræðslukvöld í Bústaða-
kirkju, í umsjá sr. Pálma Matthías-
sonar á þriðjudagskvöldum í apríl.
Hver er drifkrafturinn í lífi þínu?
Erum við sköpuð með eilífðar-
ábyrgð? Sjáum við lífið eins og það
er eða eins og við erum? Erum við að
missa af einhverju?
Fjögur kvöld eru ekki langur tími
af heilli ævi. Vertu með í skemmti-
legu og fræðandi starfi. Fjögur
þriðjudagskvöld frá kl. 19 til 20.30
dagana 5., 12., 19. og 26. apríl. Létt-
ur málsverður í upphafi hverrar
samveru.
Skráning hjá kirkjuvörðum í Bú-
staðakirkju í síma 553 8500.
Hvaðan kemur
mér hjálp?
ÞRIÐJUDAGINN 5. apríl hefst í
Leikmannaskóla kirkjunnar nám-
skeið um Davíðssálma í sögu og sam-
tíð. Yfirskrift námskeiðsins er
„Hvaðan kemur mér hjálp?“ sem er
tilvitnun í 121. Davíðssálm. Kenn-
arar á námskeiðinu er þeir dr. Gunn-
laugur A. Jónsson prófessor, dr.
Kristinn Ólason guðfræðingur og sr.
Kristján Valur Ingólfsson lektor.
Fjallað verður um hvernig sálm-
arnir urðu til og upphaflega notkun
þeirra. Einnig verður veitt innsýn í
fjölbreytilega túlkun þeirra og sér-
staklega verður gerð grein fyrir
áhrifum þeirra á menningu og listir
síðari tíma s.s. tónlist og kvikmynd-
ir.
Námskeiðið verður haldið í Grens-
áskirkju og hefst kl. 20 þriðjudaginn
5. apríl.
Kennt verður í fjögur skipti, tvo
tíma í senn.
Innritun fer fram í síma 535 1500
eða á vef skólans, www.kirkjan.is/
leikmannsaskoli
Trú og áföll
FIMMTUDAGINN 7. apríl kl. 20
hefst í Leikmannaskóla kirkjunnar
námskeið um trú og áföll. Leiðbein-
andi á námskeiðinu er Vigfús Bjarni
Albertsson guðfræðingur og sér-
fræðingur í sálgæslu og fjölskyldu-
stuðningi á geðsviði Landspítala.
Meginefni námskeiðsins er áföll og
kreppur sem verða í lífi okkar og þá
vegna utanaðkomandi atburða en
eru hluti af þroska okkar sem mann-
eskjur. Verkefni verða unnin í
tengslum við námskeiðsefnið.
Kennt verður í Grensáskirkju,
þrjá fimmtudaga, tvo tíma í senn.
Skráning fer fram á vef skólans,
www.kirkjan.is/ leikmannaskoli eða
í síma 535 1500.
Bænabandið –
leiðsögn í trúarlífi
MÁNUDAGINN 4. apríl kl. 20 hefst í
Leikmannaskólanum námskeið um
bænabandið. Hugmyndina að bæna-
bandinu á sænski biskupinn Martin
Lönnebo og er það í dag vinsælt um
öll Norðurlöndin og í Þýskalandi við
daglega trúariðkun.
Bandið samanstendur af mismun-
andi perlum sem tákna ákveðin stef í
trú og lífi manneskjunnar, t.d. tákn-
ar ein perlan Guð, önnur skírnina
svo að dæmi sé tekið. Þess má geta
að um þessar mundir er að koma út
bók hjá Skálholtsútgáfunni um
bænabandið í þýðingu Karls Sig-
urbjörnssonar biskups.
Leiðbeinandi á námskeiðinu er sr.
Halldór Reynisson verkefnisstjóri á
Biskupsstofu.
Námskeiðið fer fram í Grensás-
kirkju og er kennt þrjá mánudaga,
tvo tíma í senn. Skráning fer fram á
vef Leikmannaskólans, www.kirkj-
an.is/ leikmannaskoli eða í síma
535 1500.
Ertu í sambandi?
ÞANNIG hljómar yfirskrift Samtals-
og bænahelgar Laugarneskirkju
sem nú er haldin í Vatnaskógi.
Í dag frá kl. 10–15.30 munu Hjón-
in Vigfús Bjarni Albertsson Cand
Theol MTH og sérfræðingur á
BUGL og Valdís Ösp Ívarsdóttir
master í fjölskyldu- og fíkniráðgjöf
fjalla um samskipti og fjölskyldu-
tengsl, en sunnudagaskólakennarar
annast barnadagskrá meðan á
fræðslunni stendur. Frjálst er að
koma og fara að vild en matur og
gisting er í boði á einkar hagstæðu
verði fyrir alla sem vilja njóta góðs
samfélags í yndislegri náttúru
Vatnaskógar.
Helginni lýkur með fjölskyldu-
guðsþjónustu kl. 11 á sunnudags-
morguninn þar sem söfnuðir Laug-
arneskirkju og Saurbæjarsóknar
sameinast. Frekari upplýsingar fást
hjá Sigurbirni Þorkelssyni fram-
kvæmdastjóra í síma 863 0488.
Barnamessur í
Grafarvogskirkju
BARNAMESSURNAR halda áfram
og enda með barnamessuferð 7. maí.
Barnamessur eru alla sunnudaga
kl. 11 bæði í Grafarvogskirkju og
Borgarholtsskóla. Alltaf eitthvað
nýtt og spennandi.
Næstkomandi sunnudag 3. apríl
kemur Unglingakór Grafarvogs-
kirkju og syngur í Borgarholtsskóla.
Sunnudaginn 17. apríl kemur
Krakkakór kirkjunnar og syngur í
Grafarvogskirkju. Allir velkomnir.
Prestar Grafarvogskirkju.
Tónleikar í
Kópavogskirkju
KÓR Blönduósskirkju ætlar að
bregða undir sig betri fætinum og
vera með tónleika í Kópavogskirkju
í dag, laugardag, kl. 15. Tilgangur
ferðarinnar er að safna fé í orgelsjóð
kirkjunnar. Stjórnandi og undirleik-
ari er Sólveig S. Einarsdóttir. Brott-
fluttir Húnvetningar sérstaklega
velkomnir. Aðgangseyrir kr. 1000.
Frítt fyrir 12 ára og yngri.
Morgunblaðið/Sverrir
Grafarvogskirkja.
MESSUR Á MORGUN