Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 55 Mitsubishi Montero árg. 2003. Gullsans, ek. 40 þús. m. 3,8 lítra vél. Mjög vel með farinn bíll með öllu. Verð 4.150.000. Möguleiki á 100% fjármögnun. Upplýsingar veitir Haraldur í síma 824 1057. Útsala! Til sölu Jeep Grand Cherokee Laredo 4.0L, 6.0 cyl, ek. 44 þ. km. Svartsans árg. 2003 með öllu nema leðri, (allur samlit- ur með orginal dráttarb.) Staðgr. 2.650 þ. Uppl. 421 3656, 690 3656. Árg. '97, ek. 160 þús. km. MMC Pajero 2,5 TDI árg. '97, ek. 164 þ. km. Ný skoðaður án athugas., ný 32" vetrard., (31" sumard.) Geisla- sp. Gott viðhald, súper eintak! 930 þ. stgr. S. 862 4034. VW Passat 1600cc árg. 1997 Ekinn 150 þús., dráttarkúla, cd, smurb., abs o.fl. Vel með farinn bíll. Verð 670 þús. Upplýsingar í síma 821 4062. Toyota árg. '95, ek. 192 þús. km. Toyota Corolla Station. Góður bíll, nýir demparar (aftan) og tímareim. Dráttarbeisli. Sími 553 6462. Toyota Yaris T-sport árg. 2002. Svartur, ekin 37 þús. 15" álfelgur, vindskeið og handfrjáls gsm- búnaður. Verð 1.150.000. Mögu- leiki á 100% fjármögnun. Upplýs. veitir Haraldur í síma 824 1057. Toyota Landcruiser 100 árgerð 9/1999, 35" breyting. Leður, sól- lúga, tölvufjöðrun, tölvukubbur, dráttarbeisli, krómgrind, kastarar o.fl. Reyklaus og fallegur bíll. Uppl. í s. 861 9730. MMC Lancer 5 dyra og sjálf- skiptur. Fæst fyrir lítið, er með bilaða vél. Upplýsingar í síma 690 0677, Hafdís. Toyota 4runner árg. '91, ek. 250 þús. km. Góður bíll, sími 895 6181, strumpar@fj0ltengi.is Tilboðsverð MMC Lancer GLXI, sjálfskiptur, árg. '92. Ek. 160 þús. Ný vetrardekk, rafm. í rúðum. Hiti í sætum o.fl. Góður bíll. Verð 150 þús. Uppl. í síma 891 8891. Til sölu Nissan DC 4x4 árg. 1999, ekinn 136 þús. km. Dráttarkrókur. Skipti möguleg á ódýrari. Uppl. í síma 862 8551. Suzuki Grand Vitara XL7 2700 V6 árg. 2003. Ek. 21 þús., 4x4, sjsk., 5 d., ABS, álf. Hraðast., litað gl., tölvust. loftk., vindsk., þakb., viðarkl., sum/vetrard. Stj.útv. í stýri o.fl. Listav. 2.780 þús., tilb. 2.490 þús. stgr. Uppl. 861 5655 - brynjard@simnet.is Jeppi Cherokee Laredo árg '88. Ek. 204 þús., sjálfskiptur. Í ágætu standi. Verð 150 þús. Tilbúin að taka ódýrari bíl uppí en vill fá 100 þús. á milli. Sími 895 3075. Plymouth Grand Voyager SE AWD. Dökkgrænn, árgerð 1997, ekinn 145.000, 3.8L og AWD. Öflugur 7 manna fjölskyldubíll með miklum búnaði. Ásett verð 1.390 þ. Skipti ath. á ód. Uppl. í s. 898 4866. Oldsmobil Regancy Broguham 98 árg. '89, í toppstandi. Innfl. '92. Sko. '06. Ek. 240 þús. Nýupptekin sjálfsk., nýjar bremsur, legur og vifta. Hleðslujöfnunarbúnaður o.m.fl. Rafmagn í öllu. Leður. Til- boð. S. 862 0686. HPI Savage 2005 módelið Endurbættur og styrktur á lægra verði Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 587 0600, www.tomstundahusid.is Jeppar Jeep Grand Cherokee LTD 2005 Hemi - Nýr. Glæsilegur bíll til af- hendingar strax, Hemi, 25 pakki, dráttarbeisli o.fl. Ath. besta verðið. Uppl. www.automax.is og 899 4681. Bílar óskast Óska eftir að kaupa þennan smábíl (leikfangabíl) og aðra áþekka, merkta íslenskum fyrir- tækjum. Þurfa ekki að vera í óað- finnanlegu ástandi. Upplýsingar í síma 892 6337 eftir klukkan 19:00 á kvöldin, Örvar. Bílavarahlutir Alternatorar og startarar í fólksbíla, vörubíla, vinnuvélar og bátavélar. Á lager og hraðsend- ingar. 40 ára reynsla. Bílaraf, Auðbrekku 20, sími 564 0400. Ökukennsla Ökuskóli. Veiti alla þjónustu er varðar ökukennslu og ökupróf. Birgir Bjarnason, sími 896 1030. Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Nissan Almera, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason Toyota Avensis, bifhjólak. 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat, 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Glæsileg kennslubifreið, Subaru Impreza 2004, 4 wd. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, símar 696 0042 og 566 6442. Fellihýsi Truma gasmiðstöðvar F. felli og hjólhýsi,húsbýla o.fl. Hitar m/blæstri,Thermost. sér um rétt hitastig. Engin mengun eða súrefnistaka í rými. Mjög hljóð- látar 50 ára reynsla. Truma umboðið. Bílaraf Auðbr. 20. S,564 0400 Tjaldvagnar Ægisvagn árg. '99 með fortjaldi og kassa á beisli. Verð 450 þús. Upplýsingar í síma 897 0444. Mótorhjól Til sölu mótorh. Honda Magna og Goldwing. Falleg hjól, vel með farin og í toppstandi, Magnan 700 árg. '86, Goldwinginn 1200 árg. '84. Upplýsingar í síma 894 4570. Hjólhýsi Opið um helgina. LMC hjólhýsi. Verðum með opið laugard. 12-16 og sunnudag 13-17. Verið vel- komin! Víkurverk, Tangarhöfða 1, sími 557 7720. Bílar aukahlutir Álfelgur. Til sölu 4PCW álfelgur, 17 tommur, 7,5J. Passar undir BMW. Gsm 820 1073. Einkamál Heiðarlegur, skapgóður maður á sjötugsaldri óskar að kynnast konu sem vill búa á gullfallegum stað úti á landi. Bréf sendist augldeild Mbl. með nafni og sím- anr. merkt: „Trúnaður — 16775“. Varahlutir Jeppapartasala Þórðar, Tangarhöfða 2, sími 587 5058 Nýlega rifnir Grand Vitara '00, Kia Sportage '02, Pajero V6 92', Terrano II '99, Cherokee '93, Nissan P/up '93, Vitara '89-'97, Patrol '95, Impreza '97, Legacy '90-'94, Isuzu pickup '91 o.fl. Þjónustuauglýsingar 569 1111 FJARLÆGJUM STÍFLUR VALUR HELGASON ehf. Sími 896 1100 - 568 8806 Röramyndavél til að skoða og staðsetja skemmdir í frárennslislögnum DÆLUBÍLL úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum, niðurföllum, þak- og drenlögnum Smáauglýsingar 569 1111 www.mbl.is/smaaugl Hyundai Terracan. Skrd. 02/ 2005, turbo diesel intercool- er, 2900cc. Sjálfskiptur, ek. 2000 km. Hlaðinn aukabúnaði: 32" breyttur, viðarinnrétting, krómlist- ar, stigbretti, samlitir stuðarar, MP3-spilari, þjófavörn og fjar- start. Sumar- og negld vetrar- dekk. Kostar nýr 4.500.000. Uppl. í síma 567 0033. EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Félagi framhaldsskólakennara: „Vegna umræðna í fjölmiðlum undanfarna daga um málefni Menntaskólans á Ísafirði þykir okkur undirrit- uðum rétt að gera grein fyrir afstöðu Félags framhalds- skólakennara og ekki síður ástæðum þess að félagið og fé- lagsmenn þess hafa séð sig tilknúin að leita til ráðuneytis og dómstóla um aðstoð og úrskurð. Vegna orðalags í yf- irlýsingu skólameistara MÍ er einnig nauðsynlegt að gera henni og öðrum stutta grein fyrir hlutverki og starfsemi stéttarfélaga. Félag framhaldsskólakennara er stéttarfélag þeirra sem starfa við kennslu og ráðgjöf í framhaldsskólum. Fé- laginu er skylt að standa að baki félagsmanna sinna þegar þeim finnst á sér brotið eða þeim gert erfitt um vik að stunda starf sitt. Nægir þar að benda á 2. grein laga fé- lagsins þar sem segir m.a. að félagið skuli „vera málsvari félagsmanna“. Í þessu tiltekna máli hefur félagið ein- göngu gengið erinda félagsmanna við MÍ, að beiðni þeirra. Sú fullyrðing skólameistara MÍ að félagið hafi beitt sér í máli þessu í trássi við vitund og vilja Kennarafélags MÍ og trúnaðarmanns kennaranna er því einfaldlega ósönn, eins og best sést í yfirlýsingu þessara aðila 23. mars sl. Til að rekja sögu þessa máls stuttlega er rétt að geta þess að á árunum 2003 og 2004 fjölgaði mjög fyrirspurn- um og umkvörtunum félagsmanna við MÍ til félagsins vegna framgöngu og embættisfærslu skólameistarans. Trúnaðarmenn FF við skólann reyndu að færa þessi mál til betri vegar án árangurs. Vegna þessa og samkvæmt beiðni félagsmanna þurfti oftar en eðlilegt má teljast í framhaldsskóla af þessari stærð að vísa málum til lög- manns félagsins. Þrátt fyrir fullyrðingar skólameistara um hið gagnstæða er staðreyndin sú að flest þessara mála eru óleyst. Eitt þeirra er orðið að dómsmáli. Vegna þessara fjölmörgu erinda félagsmanna við MÍ um samskiptaerfiðleika við skólameistara sneri félagið sér til menntamálaráðuneytisins hinn 15. febrúar sl. og skor- aði á það að gera rækilega úttekt á framgöngu skólameist- arans í starfi gagnvart samstarfsfólki við skólann og að það hlutaðist til um aðgerðir sem fælu í sér varanlegar úr- bætur. Þessi áskorun til ráðuneytisins var síðan ítrekuð af hálfu félagsins hinn 22. mars sl., enda var þá svo komið að almenn vanlíðan kennara við skólann var mikil vegna ástandsins og þess starfsanda sem af því leiddi. Því miður virðist skólameistari Menntaskólans á Ísa- firði ekki fær um að greina á milli persóna og samtaka. Persónulegar árásir á Elnu Katrínu Jónsdóttur fyrrver- andi formann Félags framhaldsskólakennara eru bæði ósmekklegar og ómaklegar. Formaðurinn var kosinn til þess að veita félaginu forystu, gæta hagsmuna fé- lagsmanna og vinna að velferð þeirra. Því sinnti Elna Katrín gagnvart félagsmönnum í MÍ sem leituðu til fé- lagsins. Að lokum er rétt að benda á að enginn efast um stjórn- unarvald skólameistara. En góður stjórnandi setur regl- ur, leiðbeinir starfsfólki og verndar það, en síðast en ekki síst verður hann að vera meistari í mannlegum samskipt- um.“ Yfirlýsing frá stjórn Félags framhaldsskólakennara HALDIN verða alþjóðleg próf í spænsku á Íslandi, föstudaginn 13. maí næstkomandi. Háskólinn í Reykjavík annast framkvæmd próf- anna á vegum Menningar- málastofnunar Spánar (Instituto Cervantes) og háskólans í Salam- anca. Farið er yfir prófin á Spáni. Prófin verða haldin við Háskólann í Reykjavík og fer innritun fram hjá Jóhönnu Ólafsdóttur (sími 599 6200). Frestur til að innrita sig rennur út 8. apríl og geta allir sem vilja skráð sig. Prófað verður á þremur þyngd- arstigum: Certificado Inicial, Diploma Intermedio og Diploma Superior. Certificado Inicial er hugsað fyrir byrjendur í spænsku sem hafa verið í skipulegu spænsk- unámi í eitt til tvö ár í framhalds- skóla. Miðað er við að nemendur er hafa lokið áföngum 500 eða 600 í framhaldsskóla, hafa dvalið í spænskumælandi landi í lengri eða skemmri tíma eða hafi lagt stund á spænsku á háskólastigi ráði við Diploma Intermedio. Diploma sup- erior er ætlað þeim sem hafa BA- próf í spænsku eða samsvarandi tungumálakunnáttu, þekkingu á menningu Spánar og geta ráðið við flókna texta, framsetningu og orð- færi. Próftökugjald er 7.000 kr. fyr- ir Certificado Inicial, 9.100 kr. fyrir Diploma Intermedio og 11.250 kr. fyrir Diploma Superior. Nánari upplýsingar um innritun fást hjá Háskólanum í Reykjavík, spaenska@ru.is. Markmiðið með þessum prófum er að setja greininni alþjóðleg markmið þannig að tungumálanám verði markmiðssækið og mæl- anlegt. Nemendur geta þannig sýnt fram á alþjóðleg prófskírteini sem kveða á um þekkingu þeirra í spænsku, nokkuð sem sífellt al- gengara er að beðið sé um þegar sótt er um vinnu, segir í frétta- tilkynningu. Alþjóðleg próf í spænsku Veiða minka áfram Þau mistök urðu við vinnslu blaðs- ins í gær að sagt var í frétt að engar refa- og minkaveiðar yrðu næstu sumur í Súðavíkurhreppi. Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkur- hrepps, vill árétta að einungis hefur verið rætt að hætta refaveiðum, ekki hafi verið talað um að hætta einnig minkaveiðum. LEIÐRÉTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.