Morgunblaðið - 02.04.2005, Page 56

Morgunblaðið - 02.04.2005, Page 56
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes EKKI FARA ÞARNA INN LALLI! ÞVÍ MIÐUR MARGRÉT. ÉG VERÐ... HUGRAKKI LALLI HUGRAKKI, HEIMSKI, LALLI STÓRA GRASKERIÐ ER KARL- REMBA! HMM AF HVERJU MÁ ÉG EKKI VAKA LENGUR? ÞIÐ MEGIÐ ÞAÐ! ÞETTA ER EKKI SANNGJARNT! LÍFIÐ ER EKKI SANNGJARNT KALVIN ÉG VEIT. EN AF HVERJU ER ÞAÐ ALDREI ÓSANNGJARNT MÉR Í HAG? Risaeðlugrín © DARGAUD Dagbók Í dag er laugardagur 2. apríl, 92. dagur ársins 2005 Víkverji ók fyrirskemmstu bifreið sinni inn á bensínstöð, dældi á hana eldsneyti og hugðist greiða fyrir bensínið með greiðslu- korti í þar til gerðum bensínsjálfsala. Þetta væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það að sjálfsalinn brást hinn versti við og harðneitaði að taka við greiðslukortinu, spýtti því út úr sér í tvígang og sagði enga heimild fyrir þessum viðskiptum Víkverja. Víkverji varð dálítið hvumsa, taldi sig ætíð hafa staðið í öllum skilum og vera fyrirmyndarviðskiptavinur. Hann dældi engu að síður bensíni á bíl sinn og arkaði inn í bensínstöðina með greiðslukortið á lofti. En þar var kveðinn upp sami dómur, greiðslukorti Víkverja var enn hafn- að og því þurfti hann að reiða fram reiðufé fyrir bensíninu. Málinu var hinsvegar ekki lokið af hálfu Víkverja. Hann hringdi þegar í stað í greiðslukortafyrirtæki sitt, sagði farir sínar ekki sléttar og spurðist fyrir um hverju sætti. Ekki stóð á svörum. Jú, eitthvað er um að bensínsjálfsalar og bensínstöðvar hafni greiðslukortum að ástæðulausu. Þann- ig var það í tilfelli Vík- verja. En þar með er ekki öll sagan sögð, því þó að korti hans hafi ver- ið hafnað var upp- hæðin færð í öllum höfnunartilfellunum inn á greiðslukort- areikning Víkverja. Hann borgaði sem sagt fjórum sinnum fyrir bensínskammt- inn sinn. Þetta þótti Víkverja ótækt og krafðist leiðréttinga, sem hann og fékk hjá viðkomandi ol- íufélagi. Víkverji verður seint sakaður um aðhaldssemi eða árvekni í fjármál- um. Hann hefði sennilega aldrei uppgötvað þessar umframfærslur nema fyrir það að honum var bent á þær af starfsmanni greiðslukorta- fyrirtækisins. Nú eru eflaust flestir aðgætnari í fjármálum en Víkverji en hann hvetur alla til að huga vel að þessu, verði þeir fyrir því að greiðslukorti þeirra sé hafnað að ástæðulausu á bensínstöðvum. Það ku víst vera nokkuð algengt. Nógu dýr er víst bensíndropinn þó að ekki þurfi að greiða margoft fyrir hann. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is        H.C. Andersen | Sinfóníuhljómsveit Íslands efnir til fjölskyldutónleika í Há- skólabíói í dag kl. 15 þar sem fjörið og ævintýrin verða í hávegum. Örn Árnason verður kynnir og sögumaður en hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnars- son. Dagskráin er helguð minningu H.C. Andersens en hann fæddist þennan dag fyrir 200 árum, svo víða um heim er hans minnst. Miðaverði er stillt í hóf, aðeins 1.000 krónur fyrir börn og 1.500 fyrir fullorðna. Á efnisskránni er For- leikur að Nýársnóttinni eftir Árna Björnsson, Hljómsveitin kynnir sig eftir Benjamin Britten og Förunauturinn eftir Fuzzy / H.C. Andersen. Miðasalan hefst í Háskólabíói klukkan 13. Morgunblaðið/Eyþór Ævintýri og fjör á fjölskyldutónleikum MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Halt þú þeirri trú, sem þú hefur með sjálfum þér fyrir Guði. Sæll er sá, sem þarf ekki að áfella sig fyrir það sem hann velur. (Róm. 14, 22.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.